Morgunblaðið - 15.05.1984, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1984
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1984
27
22
JMtogtmltffifeifr
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, simi 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 20 kr. eintakið.
Minni verðbólga
til frambúðar?
Arangur núverandi ríkis-
stjórnar í baráttu við
verðbólguna er óumdeilan-
legur og gengur raunar
kraftaverki næst. Stöðugt
verðlag mánuðum saman
hefur opnað augu fólks fyrir
þýðingu þess að halda verð-
bólgunni í skefjum. Þetta er
mesti árangur, sem nokkur
ríkisstjórn hefur náð í verð-
bólgubaráttunni frá því að
óðaverðbólgan hófst með
valdatöku vinstri stjórnar-
innar sumarið 1971. A miðju
ári 1977 var þáverandi ríkis-
stjórn undir forsæti Geirs
Hallgrímssonar komin vel á
veg að kveða verðbólguna
niður, en kjarasamningar
snemma sumars það ár
gerðu þann árangur að engu.
Jafnan síðan hefur mönnum
verið ljóst, að varanlegur ár-
angur mundi ekki nást í
verðbólgumálum, nema að
taka til hendi á mörgum
sviðum í senn.
Það fer ekkert á milli
mála, að verkalýðshreyfing-
in hefur að þessu sinni tekið
mið af stöðu þjóðarbúsins í
samningsgerð við vinnuveit-
endur og Ser að meta það að
verðleikum. Á hinn bóginn
gætir vaxandi óróa á þeim
vígstöðvum, sem vekur upp
vondar minningar frá sumr-
inu 1977, þegar verkalýðs-
hreyfingin knúði fram
óraunhæfa kjarasamninga.
Sex árum síðar var verðbólg-
an komin upp í 130%. Á und-
anförnum árum hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn í stjórnar-
andstöðu lagt ríka áherzlu á
það í málflutningi sínum að
draga bæri úr umsvifum
ríkisins og skera niður ríkis-
útgjöld. Framkvæmd þeirrar
stefnu hefði verið veigamik-
ill þáttur í því að sætta fólk
viö þá tímabundnu kjara-
skerðingu, sem leitt hefur af
verðbólgubaráttunni. Því
miður hefur Sjálfstæðis-
flokknum ekki tekizt að
koma þessari boðuðu stefnu í
framkvæmd að því marki,
sem nauðsynlegt hefði verið.
í þeim efnum er ekki við
samstarfsflokkinn í ríkis-
stjórn að sakast, þar sem öll
veigamestu ráðuneytin eru í
höndum Sjálfstæðismanna.
Vanmáttur Sjálfstæðis-
flokksins við að koma fram
umtalsverðum niðurskurði í
ríkisgeiranum stofnar verð-
bólgubaráttu ríkisstjórnar-
innar í hættu. Fólkið í land-
inu segir við stjórnmála-
mennina: Við erum búin að
taka á okkur það, sem okkur
ber. Hvar er árangurinn á
því sviði sem þið eru ábyrgir
fyrir.
Enn annar þáttur verð-
bólgubaráttunnar, sem lítil
hreyfing hefur komizt á er
veruleg umsköpun í atvinnu-
lífinu. Það er alveg ljóst, að
ein undirrót óðaverðbólg-
unnar í landinu er óhag-
kvæmni í rekstri undirstöðu-
atvinnuveganna. Margir
töldu, að kvótakerfið mundi
knýja fram aukna hag-
kvæmni í sjávarútvegi. Svo
undarlega bregður við, að
Bæjarútgerð Reykjavíkur,
sem nú lýtur nýrri forystu,
virðist vera eina sjávarút-
vegsfyrirtækið í landinu,
sem hefur dregið réttar
ályktanir af kvótakerfinu og
dregið stórlega úr útgerðar-
kostnaði með fækkun skipa,
sem send eru á veiðar. Auð-
vitað er það miklum tak-
mórkunum háð, hvað ríkis-
stjórnin getur gert í þessum
efnum. Raunar á hún ekki að
gera annað en skapa þau
skilyrði, sem gera útgerðar-
mönnum kleift að auka hag-
kvæmni í rekstri. Fyrst og
fremst verður að gera þá
kröfu til þeirra, sem sjá um
rekstur fiskiskipanna, að
þeir við nýjar aðstæður í út-
vegi leiti allra hugsanlegra
leiða til þess að efla hag-
kvæmni í rekstri þannig að
aukinn hagnaður verði á
fiskveiðunum, sem skilar sér
fljótt í þjóðarbúinu.
Á öðrum sviðum atvinnu-
lífsins hefur orðið veruleg
hreyfing. Þannig er ánægju-
legt að fylgjast méð þeirri
hröðu og jákvæðu þróun,
sem nú ríkir í verzlun lands-
manna. Verzlunarstéttin
hefur tekið til höndum enda
býr hún nú við meira frelsi
en áður. Árangurinn hefur
ekki látið á sér standa. Stór-
aukin samkeppni hefur leitt
til lægra vöruverðs.
Þannig hefur margt já-
kvætt gerzt á síðustu 12
mánuðum, eftir að núver-
andi ríkisstjórn tók við völd-
um. Það er hins vegar á mis-
skilningi byggt, ef menn
ætla að svo miklum árangri
hafi verið náð í verðbólgu-
baráttunni að hægt sé að
taka lífinu rólegar. Nú er það
stóra verkefni eftir að sýna
að þessi árangur geti staðið
til frambúðar.
57 ára gamall maður
fórst með Ásrúnu GK U *
57 ÁRA gamall maður, Eiríkur Gísla-
son, fórst þegar Ásrún GK, 22 feta flug-
fiskbátur sökk austur af Hrollaugseyj-
um, um fjórar sjómílur frá landi, laust
fyrir hádegi á sunnudag. Eiríkur var
ásamt Agnari Daðasyni að sigla Ásúnu
GK frá Reykjavík til Hornafjarðar. Þeir
lögðu upp klukkan sjö á laugardags-
morguninn. Klukkan liðlega átta að
morgni sunnudags tilkynntu þeir sig til
tilkynningaskyldunnar og höfðu
skömmu síðar samband við Hornafjörð
og bjuggust við að verða í Höfn um
hádegisbilið.
Síðan spurðist ekkert til þeirra og
hófst eftirgrennslan upp úr hádegi.
Þá flaug þyrla Landhelgisgæzlunnar
með ströndinni frá Hornafirði vestur
til Ingólfshöfða en flugmaður hennar
varð einskis var. Flugvél Flugmála-
stjórnar flaug síðar yfir svæðið en án
árangurs. Um klukkan sex hófst leit
af sjó og björgunarbátur með Agnar
innanborðs fannst laust eftir klukkan
19.30 um sex sjómílur austur af Höfn.
Agnar var þá mjög þrekaður og kald-
ur.
Leit að Eiríki hefur engan árangur
borið. Fjörur hafa verið gengnar. Ym-
islegt brak úr Ásrúnu hefur fundist,
árar og brúsar. Eiríkur Gíslason var
fæddur 23. nóvember 1926. Hann læt-
ur eftir sig konu og þrjú börn.
Ómar Fransson, stýrimaður á Æskunni, með árarnar úr Ásrúnu, sem fundust austur 22 feta flugflskbátur — samskonar og sökk austur af Hrollaugseyjum.
af Hrollaugseyjum.
„Var á nærbuxum og bol
einum kiæða í álpoka“
Rætt við Ólaf Björn Þorbjörnsson,
skipstjóra á Sigurði Ólafssyni
Ólafur Björn Þorbjörnsson, skipstjóri á Sigurði Ólafssyni, við gúmmíbjörgunarbát-
inn, sem Agnar Daðason hafðist við f. Hann heldur á álpoka, sem Agnar notaði til
þess að halda á sér hita.
„Skipbrotsmaðurinn var mjög
kaldur þegar við komum að honum.
Hann var á nærbuxum og bol einum
klæða í álpoka. Mun hafa farið úr
blautum lotunum til þess að freista
þess að ná á sig hita. Hann skalf
mjög, en var fljótur að jafna sig Jiegar
hlúð var að honum,“ sagði Olafur
Björn Þorbjörnsson, skipstjóri á Sig-
urði Ólafssyni frá Höfn í Hornafirði,
sem fann gúmmíbjörgunarbátinn um
sex sjómflur vestur af Höfn.
„Við vorum kallaðir út um klukk-
an sex. Héðan fóru sjö bátar og
sigldum við austur með landi með
tæplega mílu millibili. Við fundum
björgunarbátinn um klukkan 19.30.
Gott var í sjó og gekk greiðlega að
ná skipbrotsmanninum um borð og
bátnum og að því loknu héldum við
til Hafnar. Aðrir bátar héldu
áfram leit langt fram á kvöldið,"
sagði Ólafur Björn.
Leit haldið áfram næstu daga
„REIKNAÐ VAR MEÐ Ásrúnu hingað um hádegisbilið. Báturinn
hafði tilkynnt sig klukkan 8.05 um morguninn og var í talstöðvar-
sambandi við Hornafjörð um klukkan hálfníu. Þá var báturinn
undan Ingólfshöfða. Þegar báturinn kom ekki um hádegisbilið var
farið að svipast um eftir honum. Þyrla Landhelgisgæzlunnar var
hér á Höfn og var henni flogiö vestur með ströndinni allt vestur að
Ingólfshöfða, en sú leit bar engan árangur. Flugvél Flugmála-
stjórnar leitaði skömmu síðar, en einnig án árangurs. Það var svo
laust fyrir klukkan 17 að víðtæk leit hófst,“ sagði Guðbrandur
Jóhannsson, formaður Björgunarsveitarinnar á Höfn, í samtali við
blm. Mbl.
„Ég hafði samband við skipstjóra
á flotanum hér og þeir brugðust
fljótt og vel við og lögðu sex úr höfn
upp úr klukkan sex. Fjörur voru
gengnar, bæði á svæði sveitarinnar
hér í Höfn og einnig gengu félagar
í björgunarsveitinni Kára í Öræf-
um.
Það var svo um klukkan 19.30 að
gúmmíbáturinn fannst með skip-
brotsmanninum. Hann var þá um
sex sjómílur vest-suðvestur af
Höfn. Skipbrotsmaðurinn var kald-
ur og hrakinn þegar skipverjar á
Sigurði Ólafssyni fundu hann. Þeir
sneru til lands, en aðrir bátar héldu
áfram leit, en án árangurs. Tvær
árar úr bátnum fundust og hringur,
en annað ekki. Leit að skipverjan-
um, sem saknað er, hefur engan
árangur borið, en verður haldið
áfram, og verða fjörur gengnar.
Ég vil þakka öllum sem þátt hafa
tekið í þessari leit," sagði Guð-
brandur Jóhannsson.
Guðbrandur Jóhannsson, formaður björgunarsveitarinnar í Höfn.
MorgunblaðiJ/RAX.
Trilla Óskars, sem Sólveig ÞH dró til hafnar á Þórshöfn á lostudaginn.
Morfpinblaðid/Porkell.
Þórshöfn:
Leit árangurslaus
bórshöfn, 14. nui.
LEIT AÐ Óskari Jónssyni, sem saknað
er síðan trilla hans fannst mannlaus á
Fóstudag, hefur ekki borið árangur.
Félagar í björgunarsveitinni Haf-
liða á Þórshöfn gengu um helgina
fjörur beggja megin Þistilfjarðar og
frekari leit er fyrirhuguð á morgun.
Óskar Jónsson er 66 ára, til heim-
ilis að Eyrarvegi 6. Hann er kvæntur
maður og eiga þau hjón uppkomin
börn.
Fréttaritari.
Bjórmálið á Alþingi:
„Óskum eftir afgreiðslu
á málinu frá nefnd í dag“
segir Jóhanna Sigurðardóttir, varafor-
maður allsherjarnefndar Sameinaðs þings
„ÞAÐ hefur komið til umræðu hjá
okkur, að við leitum afbrigða til þess
að fá þessa þingsályktunartillögu af-
greidda frá nefndinni, ef formaðurinn
fæst ekki til þess að afgreiða málið,“
sagði Stefán Benediktsson alþingis-
maður í samtali við blm. Mbl. í gær, er
hann var spurður hvort meirihluti alls-
herjarnefndar Sameinaðs þings hefði
einhverjar sérstakar ráðstafanir í huga,
ef Ólafur Þ. Þórðarson, formaður alls-
herjarnefndarinnar, ncitaöi að taka
þingsályktunartillöguna um þjóðar-
atkvæðagreiðslu um bjór á dagskrá
fundar nefndarinnar nú fyrir hádegi.
Stefán sagði jafnframt að það
væri enn ekki sannað mál að for-
maðurinn fengist ekki til þess að af-
greiða málið frá nefndinni, en á það
yrði látið reyna á þessum fundi
nefndarinnar nú fyrir hádegi. Jó-
hanna Sigurðardóttir, alþingismað-
ur, er varaformaður nefndarinnar og
tók hún undir orð Stefáns í samtáli
við blm. Mbl. Jóhanna sagöi: „Við
munum óska eftir afgreiðslu á mál-
inu, og ef þeirri ósk verður synjað,
þá skilar meirihlutinn einfaldlega
áliti.“
Aðalfund-
ur VSÍ hald-
inn í dag -
Þórarinn Sigurjónsson formaður Þingvallanefndar:
byggt varanlegt
á þessum stað
Tæplega
húsnæði
„ÞAÐ ER búið að samþykkja að reisa
þetta hús, en það er ekki búið aö gera
heildarskipulag að Þingvallarsvæðinu.
Þess vegna er ekki hægt að taka loka-
ákvörðun um þetta, enda er hér um að
ræða bráðabirgðahúsnæði til að leysa
þann vanda sem við eigum við að fást
núna,“ sagði Þórarinn Sigurjónsson
formaður Þingvallanefndar, er hann
var spurður hvort Þingvallanefnd hefði
samþykkt að láta reisa timburhús á lóð
Þingvallabæjar.
Þórarinn sagði að hið nýja hús
ætti að hýsa starfsmenn þjóðgarðs-
ins, en hingað til hefðu verið teknir á
leigu húsvagnar yfir sumartimann
til afnota fyrir þá. Aðspurður um af
hverju þessi staður hefði verið val-
inn, en ekki einhver annar, sagði
Þórarinn: „Þessi staður var nú val-
inn sérstaklega vegna þess að hann
er ekki langt frá Þingvallabæ. Þetta
er gamla bæjarstæðið þar sem úti-
húsin voru, en það er ekkert á þess-
um stað núna.“
Þórarinn tók sérstaklega fram að
hér væri einvörðungu um bráða-
birgðahúsnæði að ræða, sem færa
mætti síðar á annan stað, ef nýtt
skipulag krefðist þess. Hann var þá
spurður hvað liði hinu nýja skipu-
lagi. Hann sagði það hafa verið í
vinnslu í nokkur ár og engan veginn
ijóst, hvenær niðurstaðna væri að
vænta. Hann sagði: „Við höfum ekki
mikið fjármagn og fáum sjálfsagt
ekki fjármagn til að vinna það af
neinum krafti, en það er verið að
skoða möguleika á því. Ég held þó að
við gætum þurft að bíða eitthvað eft-
ir þeim niðurstöðum."
Þórarinn var spurður í 'lokin,
hvort hann byggist við að nýtt
skipulag heimilaði hús á þessum
stað. Hann svaraði: „Það yrði tæp-
lega byggt hús á þessum stað sem
yrði varanlegt húsnæði. Ég býst við
að þetta hús yrði þá fært á þann stað
sem ákveðinn yrði fyrir húsnæði
starfsmanna þjóðgarðsins og Þing-
vallanefndar, en það er engin leið að
sjá fyrir núna, hvar það staðarval
yrði.“
AÐALFUNDUR Vinnuveitendasam-
bands íslands, sá fimmtugasti í röð-
inni, verður haidinn í dag í Kristalsai
Hótel Loftleiða. Fundurinn hefst kl.
9.30 með ræðu formanns VSÍ, Páls
Sigurjónssonar, og að ræðu hans lok-
inni flytur Jón Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri íslenska járnblendifé-
lagsins, ræðu þar sem hann hugleiðir
brýn verkefni í atvinnurekstri á ís-
landi.
Ragnhildur Helgadóttir, mennta-
málaráðherra, mun að loknu hádeg-
isverðarhléi flytja ræðu um atvinnu-
lífið og menntamálin og að henni
lokinni taka við hefðbundin aðal-
fundarstörf fram eftir degi.
Vinnuveitendasambandið verður
50 ára 23. júlí nk. og mun sambandið
minnast afmælisins síðar á árinu
undir kjörorðinu „Öflugt atvinnulíf
— betri lífskjör". Félagsmenn VSÍ
eru nú um 3.000 talsins og spannar
atvinnurekstur þeirra allar atvinnu-
greinar landsmanna. Formaður
samtakanna er eins og áður segir
Páll Sigurjónsson og framkvæmda-
stjóri þeirra er Magnús Gunnarsson.
Bolungarvík:
Meimingarvikan
Bolungarvík, 14. maí.
VORDAGAR, menningarvika
okkar Bolvíkinga, hófst í gær.
Meðal þeirra listamanna, sem
heimsækja okkur á Vordögum, er
hinn stórbrotni myndlistarmaður
Baltasar. Mun hann sýna verk sín
í ráðhúsi Bolungarvíkur alla daga
vikunnar og er sýningin opin frá
16.00 til 22.00.
Fréttaritari Morgunblaðsins
ræddi við Baltasar í þessu til-
efni. Hann kvaðst sýna hér 50
verk, aðallega olíumálverk, en
auk þess nokkurar tússmyndir.
Verk þessi eru aöallega unnin á
árunum 1983 til 1984. Meðal
verka á sýningunni eru nokkrar
myndir, sem hann sagðist hafa
verið með á sýningu á Kjar-
valsstöðum nú fyrir stuttu. Balt-
asar sagði, að það kæmi sér
verulega á óvart hvað aðstaða til
myndlistarsýninga er góð hér í
Vordagar hafin
ráðhússalnum og kvaðst hann þátt í þessum Vordögum. Baltas-
óhikað geta mælt með þessum ar hefur ákveðið að efna til list-
stað til listsýninga. Til að mynda kynningar í grunnskólanum
sagðist hann geta sýnt hér allra næstkomandi sunnudag fyrir
stærstu myndirnar, sem hann áhugafólk um myndlist, þar sem
hefði verið með á Kjarvalsstöð- hann mun fjalla um listsköpun
um. og útskýra tæknileg og listræn
atriði myndlistar. Það verður án
Baltasar sagðist vera mjög efa fróðlegt að hlýða á og ræða
hrifinn af þessari menningar- við listamanninn Baltasar um
viku Bolvíkinga, og ánægður yfir þessi efni.
því, að hafa átt þess kost að taka Gunnar.
Get óhikað mælt
með Ráðhússaln-
um til listsýninga
— segir myndlistarmaðurinn Baltasar
Bolungarvík, 14. maí.
DAGSKRÁ Vordaga, menningar-
viku okkar Bolvíkinga, hófst í gær
með hátíðaguðsþjónustu í Hóls-
kirkju. Þar prédikaði séra Gunnar
Björnsson, sem var sóknarprestur
okkar Bolvíkinga um 10 ára skeið.
Séra Jón Ragnarsson þjónaði fyrir
altari. Kirkjukór Bolungarvíkur
söng, en einnig söng samkór
Karlakórs ísafjarðar og karlakórs-
ins Ægis í Bolungarvfk.
Klukkan 16.00 voru opnaðar
sýningar á myndlist heima-
manna og heimilisiðnaðarsýning
að ógleymdri málverkasýningu
Balthasars. Aðsókn aö þessum
sýningum var mjög góð. Um
kvöldið var síðan dagskrá í Fé-
lagsheimili Bolungarvíkur, sem
byggð var á tónleikum í tilefni
vígslu nýs flygils. Flygill þessi,
sem er mjög vandaður, er af
gerðinni Stanley og sons, var af-
hentur Félagsheimilinu að gjöf
frá fyrirtækjum, stofnunum og
einstaklingum hér í Bolungar-
vík. Að afhendingu lokinni lék
síðan Halldór Haraldsson,
píanóleikari, nokkur verk á
hljóðfærið af sinni alkunnu
snilld og við mikinn fögnuð
áheyrenda.
Á síðari hluta dagskrárinnar
söng Ágústa Ágústsdóttir,
söngkona, við undirleik séra
Gunnars Björnssonar, og að lok-
um léku þeir saman Halldór
Haraldsson, píanóleikari, og
séra Gunnar Björnsson, selló-
leikari. Listafólkið var marg-
kallaö fram og kunnu áheyrend-
ur vel að meta framlag þess til
listavikunnar. Þetta kvöld í Fé-
lagsheimilinu verður þeim er
nutu án efa minnisstætt.
Gunnar.