Morgunblaðið - 15.05.1984, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1984 23
Iris með met
ÍRIS GRÖNFELDT UMSB setti
nýtt íslandsmet í spjótkasti á
frjálsíþróttamóti í Baton Rouge á
laugardag. meö því aö kasta
55,90 metra. Nýja metiö er 94
sentimetrum lengra en eldra
metiö, sem íris setti sjálf fyrr í
vor.
íris sigraöi á mótinu, en fyrir síö-
ustu umferöina var hún þó í ööru
sæti og lengsta kast hennar hafði
mælst rétt rúmir 52 metrar. Met-
kastið kom síöan í sjöttu og síö-
ustu umferðinni
íris varö fyrst íslenzkra kvenna
til að kasta spjótinu yfir 50 metra,
og reyndar sú eina sem þaö hefur
gert. Metiö nýja er aöeins 10 senti-
metrum lakara en lágmark
Alþjóöafrjálsíþróttasambandsins
fyrir Ólympíuleikana, en lágmark
Ólympíunefndar íslands er 58
metrar.
Þórdís Gísladóttir ÍR sigraöi í
hástökki á mótinu í Baton Rouge,
stökk 1,83 metra. Þórdís er ekki
orðin nógu góö af meiöslum, sem
hún hlaut í bílslysi fyrir skömmu.
— ágás.
Helmut Benthaus:
„Leikmenn mínir
slökuðu á“
Geir til
Stjörnunnar
UM HELGINA gekk hand-
knattleiksdeild Stjörnunnar í
Garöabæ frá ráðningu á Geir
Hallsteinssyni sem þjálfara
fyrir næsta keppnistímabil.
Geir hefur þjálfað lið FH
undanfarin fimm ár meö
góöum árangri og varð
FH-liðið íslandsmeistari
undir hans stjórn á síðasta
keppnistímabili.
KR-ingar munu standa i
viöræöum viö Pál Björgvins-
son, en hann þjálfaöi liö
Þróttar. Þá hafa FH-ingar hug
á þvi aö ná í Gunnar Einars-
son, áöur þjálfara Stjörnunn-
ar. Víkingar eru í viöræöum
viö Bogdan.
— ÞR
Tveir með
12 rétta
í 35. leikviku Getrauna
komu fram 2 seðlar meö 12
réttum og var vinningur fyrir
hvora röð kr. 215.000. Meö 11
rétta voru 23 raðir og vinn-
ingur fyrir hverja röö kr.
8.000.
Meö þessari leikviku er
þessu starfstímabili Getrauna
lokiö en tekiö verður til að
nýju síöasta laugardag í ág-
úst, er enska deildakeppnin
• Oddur Sigurðsson er í toppæfingu um þessar mundir og er hefst aö nýju.
Norðurlandamet hans glæsilegur árangur. —————
Norðurlandamet
hjá Oddi í 400 m
Frá fréttarilara Mbl. í V.-Þýakalandi.
Jóhanni Inga Gunnaraayni.
„ÞAÐ VAR sannkallaður meist-
arabragur í leik okkar í fyrri hálf-
leík. Við skoruöum tvö falleg
mörk og áttum að geta skoraö
fleiri. Ég kann enga skýringu á
því af hverju leikurinn endaði
með jafntefli aöra en þá að leik-
menn mínir slökuðu á. Þeir héldu
að sigurinn væri í höfn,“ sagöi
þjálfari Stuttgart, Benthaus, í
sjónvarpsviðtali 10 mínútum eftir
aö leik Frankfurt og Stuttgart
lauk á laugardag. En Stuttgart-
liðið fékk á sig mikið slysamark á
síðustu mínútu leiksins.
„Viö eigum enn mjög góöa
möguleika á titlinum, og þá vil ég
minna á aö viö höfum staðiö okkur
mjög vel þar í leikjum okkar í vet-
ur. En þó svo aö viö töpum þar og
Hamborg vinni getum viö gert út
um þetta í Stuttgart 26. maí. Viö
erum jú meö sex marka forskot á
Hamborg. Og veröi liöin jöfn aö
stigum í lokin ræöur markahlutfall-
iö,“ sagöi Benthaus. En hreint
ótrúlega mikil spenna er núna í
deildakeppninni í V-Þýskalandi.
„ÉG ÁTTI EKKI von á Norður-
landameti, en taldi mig geta bætt
íslandsmetið eftir átakalaust
hlaup í undanrásum á 46,18 sek-
úndum, sem var næstbesti
árangur minn fram að þeim
tíma,“ sagði Oddur Sigurðsson
spretthlaupari úr KR, sem á laug-
ardag setti glæsilegt nýtt ís-
landsmet í 400 metra hlaupi á
móti í Austin í Texas, hljóp á
45,36 sekúndum.
Afrek Odds er jafnframt nýtt
Noröurlandamet, eldra metiö átti
finnski hlauparinn Markku Kukko-
ako, sem hljóp á 45,49 sekúndum
i úrslitahlaupi 400 m á ólympíuleik-
unum í Múnchen 7. september
1972. Eiga íslendingar þá aö nýju
Norðurlandamet í frjálsiþróttum.
Vilhjálmur Einarsson ÍR átti síöast-
ur Noröurlandamet, en finnskur
stökkvari, Pertti Pousi sló þrí-
stökksmeti hans viö fyrir tveimur
áratugum tæpum. Pous> stökk 17
metra slétta í júní 1968.
Oddur setti glæsilegt islands-
met í Des Moines um fyrri helgi er
hann hljóp á 45,69 sek. Sló þá met
sitt frá í fyrravor, sem var 46,49
sekúndur. Tími hans nú um helgina
heföi nægt til fjóröa sætis í úrslita-
hlaupi heimsmeistaramótsins í
frjálsiþróttum í fyrra.
„Þaö var geysilegur hraöi i
hlaupinu frá byrjun. Á næstu braut
utan viö mig var hlaupari, sem
haföi náö sama tíma og ég, 45,69,
og reyndi ég aö halda í hann. Þjálf-
arinn tók millitima eftir 200 metra
og fékk 21,2-21,3, sem sýnir hve
hraöinn var mikill. Mér tókst aö
halda góöum hraöa í beygjunni og
kom fyrstur inn á beinu brautina.
En úr því var á brattan aö sækja
og hin mikla keyrsla aö koma mér
í koll, því á síöustu metrunum tókst
tveimur aö smeygja sér fram úr.
En þeir voru bara rétt á undan,
þaö var ótrúlega stutt í sigurvegar-
ann,“ sagði Oddur.
í hlaupinu sigruöi þeldökkur
Bandaríkjamaöur aö nafni Rod
Jones á 44,94 sekúndum. Annar
varö landi hans Allan Ingram á
45,26. Eftir því sem næst veröur
komist er árangur Jones besti
árangur í heimi þaö sem af er ári.
„Þetta var geysilega erfitt hlaup,
þreytan sagöi til sín eftir á og ég
var útkeyrður daginn eftir. Nú tek
ég stefnuna á háskólameistara-
mótiö um mánaöamótin, en keppi
tíklega í 200 metrum um næstu
helgi. Á dagskrá er siöan aö æfa
stíft í júni og keppa örlítið í júlí til
aö vera kominn á annan topp á
ólympíuleikunum."
Hvernig skýrir þú þessar miklu
framfarir frá i fyrra?
„Þaö er margt sem kemur til. Ég
hef æft hlaupin miklu betur en áö-
ur, en aöalástæöuna tel ég vera að
ég hef æft miklu meiri lyftingar en
fyrr. Ég hef styrkt mig verulega
meö lyftingum og unniö mikiö meö
Óskari Jakobssyni í þeim efnum.
Hann hefur hjálpaö mér mikið,
geröi fyrir mig prógram og hefur
reyndar stjórnaö þessum þætti al-
veg. Það hefur verið mjög hvetj-
andi og ég vil eiginlega þakka
Óskari þessar framfarir.
Einnig hef ég keppt mun minna
en undanfarin ár og sloppiö alveg
viö meiösl og veikindi, en næstsíð-
astliöinn vetur lék vírus mig illa og
blóöleysi háöi mér lengi. En skýr-
inguna er fyrst og fremst aö finna í
hinum miklu lyftingaæfingum,“
sagöi Oddur.
Á mótinu kastaöi Einar Vil-
hjálmsson spjóti 81,52 metra og
varö annar á eftir Bretanum Keith
Bradstock, sem kastaöi rúma 83
metra. „Einar kom beint úr stífu
prófi og var þreyttur og illa fyrir
kallaöur. Hann getur líklega ekki
gert verr, og veröur því væntan-
lega sprækur á næstu mótum, því
prófum er lokiö," sagöi Oddur aö
lokum. — ágés.
Ljótm./ Frióþjófur Huigason.
ÍBV sigraði í meistarakeppni KSÍ
• Fyrsti stórleikur sumarsins í knattspyrnu fór fram á Melavellinum síðastlióinn laugardag. Þá
léku ÍA og ÍBV í meistarakeppni KSÍ. ÍBV sigraði í bráðskemmtilegum og all vel leiknum leik,
2—1. Hér sjást Eyjamenn meö sigurlaunin. Lið ÍBV hefur leikiö vel nú í upphafi keppnistímabils
og verður án efa sterkt í 2. deildarkeppninni í sumar.