Morgunblaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 28
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1984 Við erum fluttir aö Skeifunni 11 A, Reykja- vík, sími 687400. Lögmenn Jón Magnússon hdl. Siguröur Sigurjónsson hdl. ELDRIBORGARAR FUNDUR UM FERÐALÖG Norðurbrún 1, 16. maí kl. 17.00 Ferðaskrifstofan Úrval og Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar efna til kynningarfundar í Norðurbrún 1, á miðvikudaginn kl. 17.00. Þórir Guðbergsson og fulltrúi Úrvals kynna Danmerkurferðir og aðrar ferðir Úrvals, sem sérstaklega eru ætlaðar eldri borgurum. Danmörk, 29/6 - 11/7 og 13/7 - 25/7. Dvalist verður í Kobæk Strand á Suðvestur- Sjálandi. Hótelið er sérstaklega notalegt og aðbúnaður hinn besti. öll herbergi eru með baðherbergi og svölum. í hótelinu er fyrsta flokks veitingastaður, vínkjallari, verslanir, sjónvarps- herbergi, billiard og sauna, - og dansað er á kvöldin. Baðströnd er steinsnar í burtu og boðið er upp á skoðunarferðir um nágrennið. Verð kr. 19.700 í tvíbýli, kr. 22.600 í einbýli. Innifalið er flug, akstur milli flugvallar og hótels, gisting, hálft fæði, ferða-, slysa- og farangurs- trygging og fararstjórn. Hægt er að dvelja í Kaupmannahöfn á heimleið- inni. Bætist þá dvalarkostnaður við ofangreint verð. FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAL —TT— GL.IT Höfðabakka 9. Reykjavík S 85411 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Líbanon: Að endurreisa ríki sem kannski var aldrei ríki í hefðbundnum skilningi VERKEFNI Rashids Karamis, nýjasta forsætisráðherra Líbanons, og þjóðstjórnar hans, getur eiginlega ekki öllu stærra verið: að endurbyggja og reisa úr rústum þjóð, sem að sumu leyti var aldrei til. Margir minnast Líbanons sem friðsæls og blómstrandi lands áður en borgarastyrjöldin braust þar út fyrir níu árum. En þetta land bar í sér sæði eyðileggingar jafnvel áður en það hlaut sjálfst- æði frá Frakklandi árið 1943. Isjálfstæðisbaráttu Líbana var fjarri að einhugur ríkti um framtíð Líbanons. Margir múhameðstrúarmenn voru and- snúnir þeim hugmyndum að kristnir menn fengju þau völd og áhrif sem síðan var samið um. Þeir hölluðust að einhvers konar sambandsríki með sterk tengsl við Sýrland til að landið yrði hluti af stærri arabískri heild. Og þeir hafa frá fyrstu tíð litið illu auga óeðlilega mikil áhrif kristinna manna í stjórn- arstörfum Líbanons. Og þar liggur hundurinn grafinn. Þó svo að Líbanon þrifist vel fyrstu árin eftir sjálfstæðið 1943, viðskipti döfnuðu þar, skemmt- analíf frægt og ferðamanna- straumur meiri en til annarra ríkja í þessm heimshluta, var alltaf grunnt á því góða milli manna af mismunandi trú- flokkum. Þó var lengi framan af reynt að láta Líbanon vera tákn lands þar sem menn bjuggu með ólíkar trúarskoðanir og af ólíkum kynþáttum, en friðurinn héldist og allir byggju í sátt og samlyndi. Að mati meirihluta Líbana var þetta falsmynd sem upp var dregin, enda kom að þvf að til tíðinda dró. Borgarastyrj- öld braust út 1949, stóð þó stutt og reynt var eftir föngum að gera lítið úr því að nokkur al- varlegur ágreiningur væri í landinu. Ekki er nokkur vafi á því að vera Palestínuflóttamanna f Líbanon setti einnig mikið strik í reikninginn, þar sem vera þeirra ógnaði jafnvægi í land- inu. Kristnir menn í Líbanon töldu að það væri stór ógnun við sjálfstæði landsins ef Líbanon hallaðit meira að Sýrlandi og slík þróun hlyti óhjákvæmilega að verða ef múhameðstrúar- menn fengju vilja sínum fram- gengt. Þeir voru þeirrar skoðun- ar, að Líbanir myndu þá færast inn á svið þeirra ríkja sem hneigðust að rétttrúnaði islam og töldu fjarri að það sam- ræmdist nútímahugmyndum og þeim framförum sem höfðu orð- ið í Líbanon eftir að landið hlaut sjálfstæði. En auðvitað er málið ekki svo einfalt að bara kristnir og múhameðsmenn deili um trú og völd, heldur eru báðir splundraðir í margar smáar og stórar fylkingar og úlfúð milli þeirra nánast út af öllu sem hugsast getur. Ekki skal heldur gleyma drúsum, sem hafa látið verulega að sér kveða í Líbanon, þótt fáa óraði fyrir, að þeir yrðu slíkt afl sem nú er komið á daginn. Eins og lítillega var vikið að hafði vera Palestínumanna mikil áhrif á þjóðlífið í landinu. Framan af var þó einkum um að ræða flóttafólk, sem var að vísu hlynnt Frelsissamtökum Pal- estínu, en hafði ekki afskipti af stjórnmálum, bjó í flótta- mannabúðum við heldur bág kjör og dreymdi um eins og J Walid Jumblatt með Pierre Gemayel Rashid Karami aðra Palestínumenn að komast heim aftur. Eftir að Husein Jórdaníukonungur rak skæru- liða Palestínu úr landi sínu upp úr 1970 hreiðruðu þeir um sig í Líbanon og unnu þaðan, sér- staklega frá Suður-Líbanon, mörg og ljót hermdarverk á hendur ísraelum. Þegar borg- arastyrjöldin braust út 1975 lýstu margir Líbanir þeirri skoðun sinni, að Palestínumenn ættu drjúgan þátt í ófriðnum. Með undirróðri og afskiptum hefðu þeir æst til ófriðar, uns saman hnigu fylkingar. Það þarf ekki að fara löngum orðum um þann innanlandsó- frið sem hefur verið í Líbanon í næstum áratug. Landið er í rúst, þjóðin er sundruð og úr grasi er að vaxa kynslóð sem þekkir ekki annað en ófrið og hefur verið alin á hatri og ill- vilja í garð náunga síns. Fjár- hagur landsins er eyðilagður, að ekki sé nú minnst á þann mann- lega harmleik sem af öllu þess- ur hefur hlotist. Nú um helgina beittu ungir Líbanir sér fyrir friðargöngu barna og unglinga um borgina. Þá hafði tvívegis orðið að aflýsa slíkum göngum vegna skothríð- ar sem stóð yfir. En að þessu sinni tókst að halda friðargöng- una og segja sjónarvottar, að ungmennin hafi dregið upp á spjöldum og með klæðaburði sínum hrikalega mynd af líðan fólksins. Ungmennin hrópuðu slagorð og kröfðust „framtíðar í Nabih Berri friði". Mönnum ber saman um, að kannski hafi þessi friðar- ganga verð einhver áhrifamesta aðgerðin í Líbanon um langan tíma og . hafi stjórnmála- mennirnir fylgst með henni sé óhjákvæmilegt annað en þeim hafi hnykkt við. En þrátt fyrir þjóðstjórn sem á að vera skipuð fulltrúum allra deiluaðila hefur um helgina verið barist harkalega í Beirút. Sprengju var varpað inn á leik- svæði barnaskóla með þeim af- leiðingum að fjöldi barna lét líf- ið. Sprengjur springa og fólk slasast unnvörpum. Það er engu líkara en það séu álög á þessu landi, að þar fái friður ekki að ríkja. Metnað og góðan vilja Rashid Karami dregur enginn í efa. Hann er rösklega sextugur að aldri, hefur margsinnis verið forsætisráðherra áður og snjall og fylginn sér. Honum mun ekki veita af lagni og útsjónarsemi á næstunni ef verkefni hans á ekki að fara fyrir lítið. Hann sýndi klókindi með því að skipa Berri sem ráðherra Suður- Líbanons. Berri er shita-mú- hameðstrúarmaður og einarður í meira lagi. Og það á líka eftir að koma í ljós hvernig honum mun ganga að semja við ísraela um brottflutning þaðan og hvernig búið verður svo um hnútana að Israelar telji norð- urlandamæri sín séu tryggð, það er ekki minnsta málið. (AP-Jerúsalem Post o.fl.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.