Morgunblaðið - 15.05.1984, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1984
Úr lífi
Leiklist
Jóhanna Kristjónsdóttir
Leikfélai; Sólheima: Lífmyndir
Höfundar: Halldór Kr. Júlíusson,
Magnús J. Magnússon.
Leikstjóri: Magnús J. Magnússon.
Tónlist: Mist Þorkelsdóttir o.fl.
Búningar: Elsa Jónsdóttir.
Hér er á ferðinni látbragðs-
leikur í fjórtán myndum. Sögu-
þráðurinn er í stuttu máli á þá
leíð að karl og kona hittast og
fella hugi saman. Giftast, konan
eignast barn og það reynist van-
gefið. Fögnuðurinn breytist í
kvíða, vinirnir hverfa eins og
dögg fyrir sólu, ungu hjónin
hrökklast milli sérfræðinga með
son sinn og loks verður að koma
honum fyrir á stofnun. Drengur-
inn kemur því til leiðar að á
stofnuninni verða ýmsar breyt-
ingar til bóta fyrir vistmennina.
Þar hittir hann unga vangefna
stúlku sem honum hugnast vel.
En þá er ekki hagstætt að tveir
vangefnir aðilar séu að krúnka
saman og drengurinn er fluttur
á aðra stofnun. En hann gleymir
ekki vinkonu sinni og í lokin fell-
ur allt í Ijúfa löð.
Ósköp einföld saga, þekkileg
og mörgum kunn sem eignast
vangefin eða fötluð börn. Þessi
sýning hefur sérstöðu vegna þess
að öll hlutverkin eru leikin af
vangefnu fólki. Hér hefur verið
unnið frábært verk og sýningin
er raunar talandi tákn um það,
hversu margt fallegt og vel gert
er mögulegt að vinna með fólki,
sem er kallað vangefið — reynd-
ar er orðið víst þroskaheftur —
eins og hitt orðið er í raun og
veru miklu fallegra og einfald-
ara. Okkur hættir til að afgreiða
vangefna með vorkunnsemi og
umburðarlyndi í bezta falli,
blandað dálitlu vinsamlegu yfir-
læti. Þeir sem vinna með van-
gefnu fólki eignast oft hlutdeild í
merkilegum heimi, sem okkur
hinum er lokaður og þessi heim-
ur er mannbætandi — þrátt
fyrir þá ýmsu erfiðleika sem
glímt er þar við.
Magnús J. Magnússon og aðrir
þeir sem hafa þjálfað leikend-
urna fyrir sýninguna hafa gert
það af alúð og dugnaði. Leikend-
ur sýna allir mikla einlægni í
túlkun og þar sem hér er um
hópvinnu að ræða, eins og hún
gerist ánægulegust, er varla
ástæða til að nefna einn umfram
aðra. Samt freistast ég til að
nefna Jón Líndal sem fór með
hlutverk vangefna sonarins. All-
ir hinir eiga einnig hrós skilið og
fóru vel með sín mörgu hlutverk.
Slík starfsemi er virðingarverð
og lætur mann ekki ósnortinn.
Ámorgunkoma:
Úrvals kartöflur frá
Italíu og Grikklandi
NÝ UPPSKERA
EGGERT KRISTJÁNSSOM
Sundagörðum 4, sími 85300
Fjallað um
skrifstofu
framtíðarinnar
í Tölvublaðinu
TÖLVUBLAÐIÐ, 1. tbl. 1984, er
komið út. Efnisheiti ritsins að þessu
sinni er „Skrifstofa framtíðarinnar“,
en í samnefndri grein er fjallað um
það allra nýjasta sem er að gerast á
tölvusviðinu, s.s. gervigreind, fjar-
skiptakerfi, Ijóstæknileg viðtæki,
fimmta kynslóð tölva o.fl.
Þá er einnig fjallað um mann-
lega þáttinn í fyrirsjáanlega
stórbreyttu upplýsingaþjóðfélagi
framtíðarinnar. Aðrar greinar
ritsins fjalla m.a. um hugbúnað
framtíðarinnar, upplýsingaöld án
takmarkana, hvernig velja á smá-
tölvur fyrir lítil fyrirtæki, al-
mennt tölvunetkerfi á íslandi,
IBM S/36, nýjan staðal fyrir ódýr-
ar einkatölvur og margt fleira. Þá
eru fastir fræðsluþættir á sínum
stað, t.d. bréfaskóli Tölvublaðsins,
sem fjallar að þessu sinni um
tölvuminni og Algoriþma-
þátturinn, sem að þessu sinni .
fjallar um mótun gagna í tvennd-
artré.
Útgefandi Tölvublaðsins er
Tölvuútgáfan hf., en ritstjóri er
Helgi Örn Viggósson. Tölvublaðið
fæst í áskrift og í lausasölu í öll-
um bókaverslunum.
V^terkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!