Morgunblaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 42
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 15. MAÍ 1984 JóJó-rallið: „Var að springa úr stressi“ er sigurinn var skyndilega í hættu á siðustu sérleiðinni, sagði Eiríkur Frið- riksson annar sigurvegaranna „ÞETTA var virkilega gaman og við er- um hæstánægðir með bflinn" sagði Ei- ríkur Friðriksson í samtali við Morgun- blaðið, en hann ásamt Birgi Bragasyni sigraði í JóJó-rallkeppninni á laugar- daginn á Ford Escort 2000. Urðu þeir tspri hálfri mínútu á undan Halldóri Úlfarssyni og Hjörleifi Hilmarssyni á Toyota ('orolla 1600, en bræðurnir Ómar og Jón Ragnarssynir komu næst- ir á ('orolla 1600. Fjórðu urðu Örn Stef- ánsson og Sigmar Gíslason einnig á Toyota ('orolla og urðu því Toyota-bflar í þremur af fjórum efstu sætunum. „Ég var alveg að springa úr stressi fyrir síðustu sérleiðina, þegar sigur- inn var skyndilega f hættu,“ sagði Eiríkur Friðriksson eftir keppnina, „það lak úr öðru afturdekkinu rétt áður en við áttum að leggja af stað, og ef við hefðum þurft að aka á sprungnu þá hefði sigurinn ekki orðið okkar. En það reyndist unnt að skipta um dekk og allt fór vel.“ Að sögn þeirra sem fylgdust með þessu atviki var það hið skrautlegasta. Mun Eirík- ur hafa stungið einum puttanum í gatið á dekkinu til að halda loftinu inni, á meðan athugað var hvort skipta mætti um dekk, en lekinn upp- götvaðist á bannsvæði fyrir síðustu leiðina. Keppnin var mjög spennandi og baráttan um fyrsta sætið var jöfn, en Birgir og Eiríkur á Escort 2000 öttuu kappi við þá Halldór og Hjörleif á Corolla 1600 um sigurlaunin. Á tíma- bili skildu aðeins örfáar sekúndur þá að, en þeir síðarnefndu áttu í ein- hverjum vandræðum með stillingu á bílnum. „Við týndum nokkrum hross- um á leiðinni,” sagði Halldór í sam- tali við Morgunblaðið. „Við hlifðum bílnum því ekkert og þurftum að beita honum grimmar til að vinna upp kraftinn sem vantaði. Við ætluð- um að vinna sekúndur af Bigga, en það tókst ekki og við erum sáttir við annað sætið,“ sagði Halldór. Bræð- urnir Ómar og Jón héldu lengi vel I við Halldór, en urðu að láta þriðja sætið nægja er yfir lauk, þeir óku Corolla 1600, sem var mun kraft- minni en toppbílarnir, en Ómar þótti aka bílnum af mikilli lagni í gegnum keppnina. Örn og Sigmar tryggðu sér fjórða sætið á enn einum Toyota- bílnum, óku þeir af öryggi og festu, sem skilaði sér vel. Renault-mennirn- ir í sinni annarri keppni, þeir Óskar Jónsson og Guðmundur Jóhannsson, óku geysilega vel á erfiðum keppnis- bíl og lentu í fimmta sæti á undan Auðunni Þorsteinssyni og Steingrími Ingasyni á Escort 1300. Þeir síðar- nefndu hlutu Morgunblaðsbikarinn fyrir skemmtileg tilþrif í keppninni. Sigurvegararnir Birgir Bragason og Eiríkur Friðriksson á Escort 2000 kampa- kátir að lokinni jafnri og spennandi keppni og dreifðu kampavíni yfir áhorfend- ur í endamarkinu. Örn Stefánsson og Sigmar Gíslason sigldu af öryggi upp í fjórða sætið á Toycta Corolla í sinni annarri keppni á bflnum. „... Halldór kallar flugturn...“ Þritt fyrir hörkuakstur tókst fslandsmeistar- anum Halldóri Úlfarssyni og Hjörleifi Hilmarssyni ekki að næla í sigur, en Toyota þeirra skilaði sér í annað sætið. Morgunblaðið/Gunnlaugur. JARÐAFl | tU.ULlL.il • ■ ' ■ ,;S Plakat, sem gert hefur verið í tilefni sýningar íslensku myndlistarmannanna, sem margir hafa búið erlendis áratugum saman. Kjarvalsstaðir: Sýning tíu listamanna sem búa erlendis Framkvæmdastjórn listahátíðar í Reykjavík 1984 hefur í samvinnu við Stjórn Kjarvalsstaða boðið 10 íslenskum myndlistarmönnum , sem búsettir hafa verið erlendis undanfarna áratugi, að sýna verk sín á Kjarvalsstöðum nú í sumar. Á sýningunni verða málverk, teikningar, skúlptúrar og mynd- verk af ýmsu tagi, svo og myndbönd. Þeir sem eiga vei k á sýningunni eru: Erró sem kemur frá París (með málverk), Louisa Matthíasdóttir, frá New York (með málverk), Kristín og Jó- hann Eyfells frá Florída (með skúlptúr og fleira), Steinunn Bjarnadóttir frá New Mexico (með myndbönd ofl.), Tryggvi Ölafsson frá Kaupmannahöfn (með málverk), Hreinn Frið- finnsson frá Amsterdam (með myndverk ýmis konar), Sigurð- ur Guðmundsson, sem bjó lengi í Amsterdam, en er fluttur heim, og Þórður Ben Sveinsson, sem kemur frá Díisseldorf (með teikningar ofl.). Sýningin, sem verður opnuð laugardaginn 2. júní n.k., kemur til með að fylla hvern krók og kima Kjarvalsstaða og taka part af Miklatúni, segir í frétt frá Kjarvalsstöðum. Listamennirn- ir eru væntanlegir til landsins vel fyrir opnun sýningarinnar, og er gert ráð fyrir að þeir verði allir viðstaddir opnunina. Nýja brúin. Vinstra megin eru leifar hinnar gömlu, aðeins boginn eftir. Ljósin: Davíð Þorateinsson. SOGSBRÚIN við Þrastalund hefur nú verið opnuð fyrir umferð og hafa vegagerðarmenn að undanförnu unnið að því að rífa gömlu brúna, sem smíðuð var 1935 og vantaði hana því ár í að ná fimmtugsaldri. Gamla brúin rétt áður en hún var rifin. Hægra megin er nýja brúin. Svo sem menn rekur minni til var aðkeyrslan að gömlu brúnni oft erfið, einkun í vetrarhálkum og bar handrið brúarinnar orðið þess merki að mörgum ökumann- inum hafði fatast aksturinn á leið- inni yfir brúna. Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á mönnum við brúna þessi 49 ár, sem hún hef- ur verið í notkun, þótt bíll muni Ný brú á Sogið j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.