Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 1
80 SIÐUR ; t^ðnnUfiM^ STOFNAÐ 1913 111. tbl. 71. árg. FIMMTUDAGUR 17. MAI 1984 Olíuflutningar um Persaf lóa stöðvast íranir sakaðir um að hafa ráðist á risaolíuskip frá Saudi-Arabíu Prentsmiðja Morgunblaðsins Nikósfu, Tókýo, 16. maf. AP. OLÍUFLUTNINGAR um Persaflóa stöðvuðust í dag eftir ad ráðist var á olíuílutningaskip frá Saudi-Arabíu. Talið er víst, að íranir hafi veriö þar að verki og í dag sagði Rafsanjani, tals- maður íranska þingsins, að ef olíuút- flutningur írana yrfti stöðvaður, myndu þeir koma í veg fyrir olíuútflutning frá öllum öðrum ríkjum viö Persaflóa. Orrustuflugvélar réðust í dag á saudi-arabískt olíuskip, sem var meö 210.000 lestir af olíu frá Kuwait og Saudi-Arabíu. Kom upp eldur i skip- inu en fljótlega tókst aö ná tökum á honum og urðu engin slys á mönn- um. Ríkisstjórnin í Kuwait hefur sakað írani um árásina og segir, að þeir hafi einnig verið að verki á sunnudag og mánudag þegar ráðist var á tvö olíuskip frá Kuwait. Kvaddur hefur verið saman skyndifundur olíuríkjanna við Persaflóa, sem lúta forystu Saudi- Araba, og verður hann í Riyadh á fimmtudag. Varnarmálaráðherra Rætt um varnir vestrænna ríkja Árlegur vorfundur varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna stendur nú í Brttssel en eitt helsta umræðuefnið þar er efling venjulegra varna bandalagsins. f gær deildu ráðherrarnir mjög hart á einurðarleysi hollensku stjórnarinnar í eldflaugamálinu og kváðu því hvergi fagnað nema í Moskvu. Sjá „Sovétmenn munu aldrei..." á bls. 23. Er líf Sakharov- hjónanna í hættu? Parfs, 16. nuf. AP. DÓTTIR og tengdasonur Yelenu Bonncr, eiginkonu sovéska nóbels- verðlaunahöfundarins Andrei Sakh- arovs, sögðu í dag, að heilsa Sakharov- hjónanna væri nú orðin svo slæm, að það kynni aðeins að hlaupa á nokkrum dögum hvenær dauða þeirra bæri að höndum. Á blaðamannafundi í París sögð- ust þau Tataniá, dóttir Yelenu Bonn- er, og eiginmaður hennar, Efren Yankelevitch, hafa beðið Mitterrand, Frakklandsforseta, um að gera hvað hann gæti til að hjálpa Sakharov og konu hans. Sakharov hefur ekki neytt matar síðan 2. maí sl. og vill með því reyna að knýja stjórnvöld til að leyfa konu hans að leita sér lækn- inga erlendis. Sögðu þau Tatania og maður hennar, að ástandið væri nú svo alvarlegt, að Sakharov-hjónin, annað eða bæði, gætu dáið einhvern næstu daga. Saudi-Arabíu hvatti í dag til, að þessi ríki brygðust við árásunum „af skynsemi og með hernaðarmátt sinn að bakhjarli". íranir hafa ekki kannast við árás- irnar en í dag sagði Rafsanjani, tals- maður íranska þingsins, að „ef flutn- ingar til og frá Kharg-eyju verða ekki öruggir munu engir aðrir flutn- ingar um Persaflóa verða það held- ur". Japönsk olíufélög, sem eru meðal helstu viðskiptavina Írana, hafa nú í hyggju að hætta að kaupa olíu frá íran eða krefjast að öðrum kosti verðlækkunar á olíunni þaðan. Árás- ir á olíuskip i Persaflóa hafa valdið því, að vátryggingargjöld hafa hækkað mikið og er írönsk olía nú rúmlega einum dollar dýrari en áð- Sprengdu upp hús í búðum flóttamanna Sidon, t6. mai. AP. ÍSRAELSKIR hermenn réðust í nótt, sem leið, inn í palestínskar flóttamannabúðir, ráku íbúana út og sprengdu í loft upp nokkur hús. Að sjálfra sögn voru þeir að leita að hryðjuverkamönnum. Flóttafólkið í búðunum, sem eru í jaðri Sidon-borgar í Suður-Líb- anon, sögðu, að ísraelsku her- mennirnir hefðu sprengt upp dyr að sumum húsanna áður en þeir fóru þar inn og önnur hús hefðu þeir lagt alveg í rúst áður en þeir yfirgáfu búðirnar. Segja ibúarnir, að um 150 manns hafi verið hand- teknir og starfsmenn á sjúkrahúsi í nágrenninu segja, að þangað hafi verið komið með 20 menn, sem hafi meiðst í aðgerðum ísraela. ísraelar viðurkenndu í dag að hafa sprengt upp tvö hús og sögðu, að tveir menn hefðu slasast „þegar þeir reyndu að hindra handtöku grunaðra manna". Símamynd AP. A sigurbraut Antonio Cabrini (t.v.) fagnar ásamt Beniamino Vignola eftir að sá síðarnefndi hafði skorað fyrra mark ítalska liðsins Juventus í úrslita- leik Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu í Sviss í gær. Juventus sigraði portúgalska liðið Porto 2:1 í leiknum. Sjá nánar á íþróttasíðu. Panama: Ardito-Barletta kjörinn forseti Panamaborg, l'anama, 16. maf AP. YFIRKJÖRSTJÓRNIN í Panama lýsti í dag yfir, að Nicolas Ardito-Barletta hefði borið sigur úr býtum í forseta- kosningunum 6. maí. þeim fyrstu í Panama í 16 ir. Barletta naut stuðn- ings herforingjastjórnarinnar en stjórnarandstaðan hefur sakað hana um víðtækt kosningasvindl. Niðurstaða yfirkjörstjórnar var sú, að Barletta hefði sigrað með 1713 atkvæða mun og hafði hún þá ógilt þúsundir atkvæða af ýmsum ástæð- um. Barletta fagnaði úrslitunum, kallaði þau „vilja þjóðarinnar" og kvaðst strax mundu hefjast handa við að leysa gífurleg efnahagsvand- ræði þjóðarinnar. Barletta naut stuðnings hersins, sem er valdamik- ill í Panama. Stjórnarandstaðan hefur sakað herforingjastjórnina um að hafa keypt fylgi fólks sums staðar en fals- að kjörgögn annars staðar og segist munu reyna að fá kosningarnar ógiltar. Frambjóðandi hennar var Arnulfo Arias Madrid, sem þrisvar hefur verið kjörinn forseti í Panama og herinn jafn oft rekið frá völdum, síðast eftir 11 daga í embætti árið 1968. El Salvador: Skæruliðar farnir að stunda mannrán San Salvador, 16. maí. AP. SKÆRULIÐAR vinstrimanna í El Salvador hafa að undanförnu rænt fjölda ungra manna og kvenna og reynt að neyða fólkið til að taka upp vopn við hlið þeirra. Þykir það til marks um, að skæruliðar eigi nú erfitt með að fá menn til liðs við sig og að áróður þeirra eigi minni hljómgrunn með þjóðinni en áður. Vinstrisinnaðir skæruliðar rændu sl. mánudag um 80 ungum mönnum og konum í bænum El Limon, sem er skammt frá höfuð- borginni, og er haft eftir Franc- — til að efla liðsstyrkinn isco A. Fuentes, yfirmanni al- mannavarna í bænum, að liðsbón- ir skæruliða fari nú fram með þcssum hætti og að fólkið muni verða neytt til að taka upp vopn gegn stjórnvöldum. Foreldrar og aðrir ættingjar unga fólksins, sem var rænt, hafa beðið yfirvöldin um aðstoð við að hafa uppi á ást- vinum sínum. Vinstrisinnaðir skæruliðar virðast nú eiga í miklum erf iðleik- um með að fá nýtt fólk í sínar raðir og hafa þess vegna tekið upp á að beita aðferðum við liðsöflun- ina, sem minna mest á aðferðir glæpaflokka. Ræna þeir fólki og hafa í hótunum við það ef það vill ekki ganga í flokk með þeim. 1 gær hafnaði yfirkjörstjórnin í El Salvador þeirri kröfu Arena- flokksins, að kosningarnar 6. maí yrðu ógiltar vegna mistaka við talningu. I kosningunum beið formaður flokksins, d'Aubuisson, ósigur fyrir Duarte, leiðtoga kristilegra demókrata.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.