Morgunblaðið - 17.05.1984, Side 2
2
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984
Flugmenn um lagasetningunæ
Löggjöfín hef-
ur aldrei leyst
neinn vanda
„AUÐVITAÐ finnst okkur hart að
við skulum sjaldnast fá að vera í
friði fyrir ríkisvaldinu, þegar við er-
um að reyna að semja við atvinnu-
veitendur okkar,“ sagð Björn Guð-
mundsson, flugmaður, formaður
samninganefndar Flugleiðaflug-
Flugleiðir um
lagasetninguna:
Farsælast að
leysa samn-
ingamál með
samningum
manna, er blm. Mbl. spurði hann í
gær hvert álit flugmenn hefðu á
frumvarpi því sem Matthías Bjarna-
son, samgönguráðherra, lagði fram á
Alþingi í gær til að koma í veg fyrir
verkfall flugmanna, en Björn tók
það jafnframt fram að hann hefði
ekki enn haft tækifæri til þess að
kynna sér einstök efnisatriði frum-
varpsins.
Björn sagði jafnframt: „Þau lög
sem ríkisvaldið hefur hingað til
sett á okkur í kjaradeilum okkar,
en það hefur gerst fimm eða sex
sinnum frá því 1960, hafa aldrei
leyst nokkurn vanda, heldur hafa
þau aukið vanda atvinnurekenda
og ég á fastlega von á að því verði
einnig þannig varið þessu sinni.
Ég held að það verði verr farið en
heima setið fyrir Flugleiðir að
biðja um þessi iög og fá þau.“
Morgunbladid/ Bering Cecilsson.
Lömbin ganga undir tíkinni
Það er ekki á hverjum degi, sem tík tekur að sér tvö
lömb í fóstur og gangi þau undir henni ásamt tveggja
mánaða gömlum hvolpi. Þetta gerðist þó á bænum
Kverná í Eyrarsveit fyrir nokkru.
Þar drapst ær um 14 dögum fyrir burð, en lömb-
unum tveimur tókst að bjarga og voru þau tekin
heim á bæinn. Um nóttina svengdi lömbin og voru
þau komin á spena hjá tíkinni um morguninn.
Lömbunum og tíkinni semur vel og hvolpurinn un-
ir þessum félagsskap hið besta, svo varla er hægt
að segja, að blessuð lömbin hafi fengið tíkarlegar
móttökur, eða hvað.
Könnun á möguleikum tengdum nýtingu gufuafls:
Gufuframleiðsla hér mik-
ið ódýrari en í Skotlandi
„Samkeppnisaðstaða okkar við aðrar þjóðir mjög góð,“ segir formaður stóriðjunefndar
„ÞAÐ ER okkar skoðun, að farsæl-
ast sé að leysa samningamál með
samningum,“ sagði Erling Aspelund
framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs
Flugleiða er blm. Mbl. spurði hann í
gær hvert álit forráðamenn Flug-
leiða hefðu á lagasetningunni sem
nú kemur í veg fyrir verkfall flug-
manna Flugleiða á morgun.
„Við gerum okkur hins vegar
grein fyrir því,“ sagði Erling, „að
það getur skapast slíkt neyðar-
ástand að löggjafinn sé tilneyddur
að grípa inn í með lagasetningu.
Flugleiðir hafa ekki óskað eftir
lagasetningu í þessu máli, en það
er engu að síður staðreynd, að
verulega ber á milli og að aðgerðir
flugmanna nú, hafa skapað veru-
leg óþægindi fyrir farþega félags-
ins. Þetta hörmum við og vonumst
til að sættir takist sem allra fyrst
í þessu máli.“
Erling var spurður álits á því
hvort hann teldi að svona löggjöf
leysti vandann: „Nei, það teljum
við ekki. Það er nú m.a. ástæðan
fyrir því að við höfum ekki óskað
eftir lagasetningunni. Við teljum
að lög leysi ekki málið, þó þau
forði verkföllum. En hingað til
hafa flugmenn ekki verið reiðu-
búnir til þess að slaka neitt á sín-
um kröfum, en vonandi kemur sá
tími að það verði."
Myndasögur
Moggans
MYNDASÖGUR Moggans, sem
að jafnaði fylgja Morgunblað-
inu á fimmtudögum munu að
þessu sinni koma út næstkom-
andi laugardag.
GUFUAFL okkar íslendinga og
möguleikar sem nýting þess gefa
okkur íslendingum er nokkuð sem
menn velta nú fyrir sér af meiri
alvöru, en oft áður. Til að mynda
hefur bandarískt sérfræðifyrirtæki
verið fengið til ráðgjafar íslenskum
aðilum á þessu sviði, og verður var-
ið í þá athugun um 1,2 milljónum
króna, samkvæmt því sem Birgir
ísleifur Gunnarsson, formaður stór-
iðjunefndar, upplýsti blaðamann
Morgunblaðsins.
„Eg er þeirrar skoðunar, að það
hafi allt of lítið verið gert af því
að kanna með skipulegum hætti
hvernig við íslendingar getum
nýtt gufu til iðnaðarframleiðslu,"
sagði Birgir ísleifur í samtali við
blm. Mbl. Hann sagðist ekki eiga
þar við raforkuframleiðslu með
gufu, heldur val á iðnaðarkostum
sem notuðu gufu beint við sína
framleiðslu. Hann nefndi sem
dæmi súrálsframleiðslu og fram-
leiðslu vítamína.
„Tölur sýna,“ sagði Birgir ís-
leifur, „að við getum framleitt
gufu fyrir 1,5 dollara á tonnið
hér, þegar verið er að framleiða
samskonar gufu til iðnaðar í
Skotlandi með kolum fyrir 5 doll-
ara. Við höfum því upp á mikið að
hlaupa, hvað varðar samkeppn-
isstöðu við aðrar þjóðir um gufu-
frekan iðnað."
Birgir ísleifur sagði að Iðn-
tæknistofnun hefði unnið að at-
hugun þessara mála um alllang-
an tíma og nú hefði verið ákveðið
í samvinnu við stóriðjunefnd og
iðnaðarráðuneytið að fá banda-
rískt fyrirtæki, Batelle, til þess
að gera tillögur um hvaða iðnað-
arkostir sem nota gufu, hentuðu
hér á landi. Sagði Birgir ísleifur
að í þetta verkefni, sem unnið
yrði í náinni samvinnu við Iðn-
tæknistofnun íslands, yrði varið
1,2 milljónum króna.
Birgir ísleifur sagði að tækni-
lega séð væri erfiðasta vandamál-
ið varðandi nýtingu gufunnar,
það hversu erfitt það væri að
flytja hana á milli staða, og því
yrðu þau fyrirtæki sem færu út í
iðnaðarframleiðslu með gufunýt-
ingu, að vera nálægt höfn, en
vandinn væri hins vegar sá að
flest okkar gufusvæði væru fjarri
höfn, og jafnvel fjarri manna-
byggðum. Sagði hann að menn
litu því einkum til Reykjaness,
þegar þeir hugleiddu staðsetn-
ingu á slíkum fyrirtækjum, en
það uppfyllti bæði þau skilyrði að
vera með gufusvæði nærri höfn
og nærri mannabyggðum.
| MorjfunblaAMy/JúlfuR.
Stal jeppa af bílasölu og velti í Hvalfirði
Fundur f stjórn verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins:
Framkvæmdastjórnin
harðlega gagnrýnd
Á FUNDI stjórnar verkalýðsmála-
ráðs Alþýðubandalagsins í fyrra-
kvöld kom fram hörð gagnrýni á
framkvæmdastjórn verkalýðsmála-
ráðsins vegna þeirrar samþykktar
sem framkvæmdastjórnin gerði nú
í aprflmánuði sl. þar sem ritstjóm-
arstefna Þjóðviljans i verkalýðs-
málum var gagnrýnd harðlega, og
árásir blaðsins á forystu ASI.
Fólst gagnrýnin einkum í því,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins, að menn töldu að fram-
kvæmdastjórnin hefði með þess-
ari samþykkt beitt gjörræðisleg-
um vinnubrögðum og farið út
fyrir sitt verksvið. Töldu þeir
sem gagnrýndu framkvæmda-
stjórnina að hún hefði átt að
kalla saman allt verkalýðsmála-
ráð Alþýðubandalagsins, áður en
samþykkt eins og gerð var, var
samþykkt.
Blaðamaður Morgunblaðsins
snéri sér til Þrastar Ólafssonar
formanns verkalýðsmálaráðs
Alþýðubandalagsins í gærkveldi
og spurði hann fregna af þessum
fundi. Þröstur sagði: „Þetta eru
nú ekki fundir sem við segjum
frá í fjölmiðlum, en það gerðist
ekkert markvert á þessum fundi.
Menn skiptust á skoðunum um
stöðuna í kjaramálum og það
sem framundan er.“
TVÍTUGUR piltur stal Wagoneer-jeppa á bílasölunni Bílakaup í Reykja-
vík síðdegis í gær og endaði ökuför hans með því, að hann velti bifreið-
inni við Eyri í Kjós í Hvalfirði. Pilturinn kvaðst hafa fengið lykla að
jeppanum á bílasölunni og skipti engum togum að hann ók á brott. Á
Kleppsvegi ók hann utan í bifreið.
Lögreglan í Hafnarfirði frétti af ferðum pilts í Mosfellssveit laust
eftir klukkan fjögur og lagði lögreglubifreið þegar af stað á eftir honum.
Við Eyri komu lögreglumenn að pilti við bifreiðina, þar sem hún lá á
hliðinni stórskemmd. Pilturinn kvaðst hafa sofnað undir stýri og misst
bifreiðina út af veginum. Hann var ómeiddur.
Rainbow sigldi í gær
FYRIRHUGAÐ var að Rainbow
Hope, skip bandaríska skipafélags-
ins Rainbow Navigation, legði upp
frá Norfolk í Bandaríkjunum í gær
áleiðis til Keflavíkur. Skipið er
væntanlegt hingað til lands 26. maí.
Skipið flytur eingöngu varning fyrir
Varnarliðið.
Mbl. spurði Magnús Ármann,
framkvæmdastjóra skipamiðlunar
Gunnars Guðjónssonar, hvort
fyrirhugað væri að annað skip
yrði leigt eins og til stóð. „Banda-
ríska skipafélagið hefur ekki á
prjónum að leigja annað skip að
svo stöddu. Menn vilja bíða og sjá
hvernig mál þróast," sagði Magn-
ús. Hann sagði, að enn væri óljóst
um flutninga héðan. „Það er fyrst
nú að skipið er að leggja upp og
mál eru komin á hreint. Nú getum
við kannað áhuga hér á flutningi
með skipum Rainbow Navigation,"
sagði Magnús.