Morgunblaðið - 17.05.1984, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.05.1984, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ1984 Viðbrögð hins þögla meirihluta eru undraverð - og leggja þungar kvaðir á stjórnendur Ræða Jóns Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra íslenska járnblendi- félagsins hf. á aðalfundi Vinnuveit- endasambands íslands í fyrradag vakti mikla athygii. Morgunblaðiö hefur óskað eftir því að fá hana til birtingar og fer hún hér á eftir í heild. Helst vildi ég tala við ykkur um vorið. Ég hef upplifað það undan- farið í sveitinni þar sem ég bý, hvernig landið er að lifna og mó- fuglarnir hafa fokið til landsins með sunnanáttinni og voru allt í einu hér, rétt eins og þeir hefðu sprottið upp úr mosanum. En mér er ætlað hér annað hlut- verk, — að flytja ykkur hugleið- ingar mínar um ýmisiegt, sem mér finnst máli skipta fyrir atvinnu- reksturinn, fólkið i landinu og þjóðlífið almennt, við þau þátta- skil, sem fimmtugasti aðalfundur Vinnuveitendasambands íslands er. Þetta er mér sönn ánægja og heiður að gera, svo mikilvægur sem hlutur þessara samtaka er í allri þróun þjóðmála. Lífseig viðhorf Viðhorf eru meðal þess í fari manna, sem erfiðast er að breyta. Viðhorf, sem verða til og festast í sessi á mótunarskeiði hvers manns eru afar lífseig. Allt hans líf, umhverfi og aðstæður geta breyst án þess að grundvallarvið- horf hans til manna og málefna taki breytingum og þá sjaldnast nema á löngum tíma. Þessa sér stað í lífi einstaklinga, í kynslóða- skilum innan fjölskyldna, i félög- um og samtökum hvers konar og þjóðfélaginu sem heild. Þetta er sennileg skýring þess hversu allar þjóðfélagslegar breytingar verða hægar og nægir að nefna jafnrétt- isbaráttu kvenna sem dæmi. Það er margsannað, hversu minni manna er stutt, t.d. á orð og gerðir forystumanna f stjórnmálabar- áttu, kannski m.a. vegna þess að dægurmálin raska í rauninni í engu þeim viðhorfum, sem menn á annað borð hafa tileinkað sér. Þetta er vert að hafa í huga, þegar reynt er að skoða stöðu at- vinnurekstrar og samtaka eins og Vinnuveitendasambands íslands í þjóðfélaginu um þessar mundir. Það hefur verið rótgróið viðhorf mikils fjölda fólks, að eigandi eða annar stjórnandi atvinnurekstrar sé andstæðingur þess, sem ber að umgangast með hæfilegri varúð. í huga þessa fólks hefur það viðhorf jafnframt verið ríkjandi, að Vinnuveitendasambandið sé ímynd eða samnefnari þess valds, sem stóð í vegi fyrir betri kjörum þess. Vinnuveitendasambandið var þannig bólverk til varnar þeim auði, völdum og aðstöðu, sem fólk- ið taldi vera til í þjóðfélaginu og vildi eignast hlutdeild í með þeim einu ráðum, sem það taldi sér til- tæk. Sumt af þessum viðhorfum var ræktað upp í harðvítugri stjórn- málabaráttu ötulla manna, sem höfðuðu til fjöldans. í öðrum til- vikum voru þessi viðhorf hert í biturri persónulegri reynslu af skiptum við atvinnurekendur, ekki síst þess fólks, sem nú er nokkuð við aldur, feðra þeirra og mæðra. Innan verkalýðshreyfingarinn- ar hafa hefðbundin viðhorf um eðli og aðferðir í kjarabaráttu ver- ið afar lífseig. Þau vopn, sem ein dugðu á sínum tíma til að tryggja verkafólki rétt til að semja um kaup sitt og kjör, voru lengi notuð til að knýja fram niðurstöður, sem margar hverjar hafa orðið efna- hag þjóðarinnar til mikillar óþurftar. Og þótt það sé nú ekki til siðs á stórafmælum að rekja í hátíðar- ræðum ávirðingar þess, sem af- mælið á, verður trúlega að viður- kenna, að Vinnuveitendasamband- ið er heldur ekki syndlaust af að vera fastheldið á hefðbundin við- horf í afstöðu sinni. Það er raunar ómur af liðnum tima i sjálfu nafni Vinnuveitendasambandsins. Vinna er ekki lengur veitt af náð heldur keypt og seld. Með þeim hætti, sem ég hef lýst, hafa aðilar vinnumarkaðarins dregið fortíðina inn í nútiðina, — fengist við vandamál liðinna ára aðþrengdir af viðhorfum, sem var þeim fjötur um fót. Um málin var fjallað á báða bóga á máli og með hugarfari, sem heyrði liðnum tíma til. Þegar árangurinn af þessu starfi kom saman við aðra þróun þjóðmála, var hann skelfilegur eins og við þekkjum. Aðdragandi kjara- skerðingar Þá sögu þurfum við ekki að rekja hér, en við skulum gangast ærlega við hinni sameiginlegu ábyrgð stjórnvalda, atvinnurek- enda og hagsmunasamtaka launa- fólks í einhverri röð, á því hvernig afkoma fólks í þessu landi var með löngum aðdraganda öll að komast á heljarþröm fyrir einu ári. Það er tilgangslaust að elta ólar við orsakir þeirrar stöðu eða reyna að finna sökudólg. Það verður aldrei annað en deilan um hvort komi fyrst hænan eða eggið. Geta atvinnurekstrar til að greiða laun ræðst í minni einföldu hagfræði af arðsömum afköstum þeirrar fjárfestingar, sem ráðist hefur verið í síðustu 20—25 árin en þó mest af því, sem gert hefur verið í því efni síðustu 10—15 árin. Skoði svo hver sinn hug um það hversu vel lukkaðar slíkar fjár- festingar hafa iðulega verið. Sé litið til opinberrar fjárfestingar get ég trútt um talað því að fjár- festingar, eins og í fyrirtækinu sem ég starfa við, sem áttu að geta skilað arði, gerðu það ekki og er það þó smáræði hjá allri þeirri fjárfestingu, sem aldrei var ætlað að skila neinu öðru en auknum til- kostnaði. Afleiðingin hefur verið minnkandi raungeta atvinnu- rekstrar til að greiða laun. Þegar svo við þessar aðstæður bættist önnur óáran, var búið að knýja laun í landinu verulega upp fyrir þau mörk, sem hagkerfið réð við. Kaupskerðing var óhjákvæmi- leg, mikil og snögg, ef ekki átti verr að fara. Viðbrögð hins þögla meirihluta Þegar litið er um öxl á þessar brýnu efnahagsaðgerðir og við- brögðin við þeim skoðuð í ljósi þeirra hefðbundnu viðhorfa, sem rædd hafa verið hér að framan, verður ekki annað séð en mjög markverð breyting hafi átt sér stað. Ýmsir forystumenn í stjórn- málum og verkalýðsmálum töluðu í fyrstu hvasst gegn ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar, enda eru þær efni i miklar deilur. Fundir voru haldnir og mótmæli samþykkt. Breytingin fólst i því, að hinn þögli meirihluti fólksins í landinu virðist hafa sameinað sjónarmið sín í einum farvegi og ákveðið, að nú væri tíminn kominn til að spyrna við fótum til að komast út úr endileysu efnahagsþróunarinn- ar með því að sætta sig við stór- lega skert kjör að svo stöddu. í samræmi við þennan vilja meiri- hlutans gerðu svo forystumenn launþega samningana í vetur. Ræða Jóns Sigurðs- sonar framkvæmda- stjóra íslenzka járnblendifélagsins á aðalfundi VSÍ Af þessu verður ekki annað ráð- ið en viðhorf mikils hluta þjóðar- innar hafi snögglega breyst. Al- menningur hafi skynjað glöggt al- vöruna í þeirri stöðu, sem upp var komin, og brugðist við í samræmi við það. Þegar þessi viðbrögð eru borin saman við sambærilegar stöður á fyrri árum, a.m.k. aftur til ársins 1959, eru þau í mínum huga ekkert minna en undraverð. Þau bera vott um raunsæi og yfirvegun af því tagi, sem löngum hefur skort í kjarabaráttu liðinna áratuga. Þeir forystumenn og almennir félagar verkalýðsfélaganna, sem lögðu sitt lóð á vogarskál til að móta þessi nýju viðhorf eiga skilið virðingu og lof fyrir framlag sitt til þess árangurs, sem þessi aðgerð hefur skilað til þessa. Viðbrögð stjórnenda í atvinnurekstri En lof og prís er ekki nóg. Þessi ábyrgu viðbrögð, sem almenning- ur í landinu hefur sýnt af sér á alvörustund, leggja þungar kvaðir á alla stjórnendur í þessu landi og þá ekki síst okkur, sem erum ábyrgir fyrir stjórn atvinnu- rekstrar. Við megum ekki bregð- ast þessu fólki. Við verðum að gera allt, sem við frekast getum, til að launafólk i landinu geti fengið sína umbun fyrir að hafa tekið á sig mestan hluta þeirra fórna, sem nauðsynlegar eru til að komast frá þvi reiðileysi sem við höfum sameiginlega ratað í með allt okkar efnahagslíf. Og tíminn er kannski naumur. Við getum ekki vænst þess, að fólk, sem hefur lifað við betri kjör en það gerir nú, jafnvel þótt sá kaupmáttur hafi verið falskur, sætti sig við svo skarðan hlut nema tiltölulega skamman tíma. Þær launahækkanir, sem búið er að semja um, þurfum við að reyna að tryggja eftir því sem það er í okkar valdi þannig að þær verði raunhækkanir. Og frekari raunhækkanir launa þurfa að koma til, því fyrr því betra. Laun hérlendis virðast vera fremur lág í samanburði við þau ríku lönd, sem við gjarna berum okkur sarnan við, þótt gera verði alls konar fyrirvara um þess kon- ar samanburð. Hvað sem öllum skýringum á þessu liður, á það að vera markmið okkar, sem förum með stjórn atvinnurekstrar, að það fólk, sem með okkur vinnur að hverri þeirri iðju, sem við fáumst við, hafi sambærileg kjör við það besta, sem annars staðar þekkist. Það er hagsmunamál atvinnu- rekstrar að geta veitt starfsfólki góðar aðstæður í kjörum og öðrum aðbúnaði. Til er það fólk, sem aldrei verður gert til hæfis, en flestir kunna að meta það, sem að þeim snýr. Þannig er það ekkert einkamál forystumanna launþega eða stjórnmálamanna, sem vilja slá pólitískar keilur út á óánægju fólks með kjör sín, að vilja bæta hlut alþýðu manna. Og sá er mun- urinn, að þeir geta fyrst og fremst talað um það, en takist okkur, sem berum ábyrgð á atvinnurekstri, að ná höndum saman við hinn breiða fjölda fólks, sem vinnur á okkar vegum, getum við vonandi eitt- hvað gert í málinu. Atvinnurekstur á íslandi nýtur þess að starfsfólkið er upp til hópa góðir verkmenn og vel að sér, svo að jarðvegurinn á að vera góður fyrir samvirka stjórnun, sem skil- ar góðum afköstum. Nýjar aðferðir í sókninni til betra lífs Rökrétt og yfirveguð afstaða hins þögla meirihluta, sem ég hef kallað svo, til kjaraskerðingarinn- ar, hefur vakið með mér bjartsýni og vonir um að nú kunni að vera lag til að stjórnendur í landinu getið náð höndum saman við þetta fólk til að nálgast sóknina til betra lífs með nýjum og virkari aðferðum en þeim, sem hafa reynst svo dapurlega undanfarin ár. í andrúmslofti samstarfs, gagnkvæms skilnings, þekkingar og trausts er líklegra að takast megi að ná fram stöðugt batnandi lífskjörum fyrir fólkið í landinu heldur en í því moldroki ófriðar og átaka, sem við eigum að baki. A þessu sviði höfum við of lengi reynt að fást við vandamál nýrra tíma með aðferðum fortíðarinnar. í Prédikaranum standa þau vísu orð: „Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tírna." „ ... ófriður hef- ur sinn tíma og friður hefur sinn tíma.“ Við þurfum að leggja til hliðar íhaldssöm viðhorf í herbúðum at- vinnurekenda og verkalýðssam- taka. Við eigum raunar að leggja niður herbúðir þessara aðila og leggja áherslu á þá sameiginlegu hagsmuni, sem atvinnureksturinn og starfsfólkið hafa. Þeir hags- munir eru við aðstæður nútímans svo miklu stærri en hinir, sem rekast á. Hvað skal gera? Til langs tíma litið virðist svo sem í orði kveðnu sé víðtæk sam- staða um hvað gera skuli til að tryggja batnandi lífskjör. Upp- bygging atvinnulífs eða eitthvað í þá veru eru orðin, sem menn nota, og að baki þeim liggur eflaust hugsun, sem er góðra gjalda verð. Tveir af forystumönnum stærstu launþegasambandanna í landinu lögðu áherslu á þetta efni í 1. maí-ræðum sínum. Hvaða merkingu, sem menn leggja í þessi orð, er ljóst, að árangur slíkrar starfsemi skilar sér seint, varla fyrr en eftir 3—5 ár, jafnvel þótt vel tækist til. Til skemmri tíma litið lagði einn verkalýðsforystumaður til i sinni 1. maí-ræðu að höggva stórt eftir fyrirmyndum úr Njálu. Við- horfin að baki þessari yfirlýsingu eru jafnúrelt og vígaferlin, sem þau sækja fyrirmynd sína til. En þetta virðist sem betur fer vera sjónarmið minnihlutans og því gefst færi á uppbyggilegri aðkomu að málinu. Forsendur kjarabóta til lengri tíma Ég vil nota þær mínútur, sem ég get enn lengt þetta mál mitt, til að rekja nokkur atriði, sem ég tel mikilvæga þætti í frumkvæði af hálfu atvinnurekenda til að ná sambandi við hinn þögla meiri- hluta í því skyni að bæta afkomu fólksins og atvinnurekstrarins i bráð og lengd. Ég vil fyrst nefna áreiðanlegar upplýsingar um afkomu einstakra fyrirtækja. Starfsfólk hefur eðli- legan áhuga á afkomu þeirra fyrirtækja, sem það starfar hjá. Við eigum að taka upp opnari stefnu um birtingu upplýsinga af þessu tagi, a.m.k. innan fyrirtækj- anna og opinberlega, þegar stærri fyrirtæki eiga í hlut og helst árs- fjórðungslega. Til að tryggja, að upplýsingarnar séu áreiðanlegar, eigum við að nýta okkur stétt löggiltra endurskoðenda og skil- yrðislausar yfirlýsingar þeirra um, að reikningar gefi rétta mynd af afkomu og efnahag fyrirtækis. 1 nútímaþjóðfélagi er afkoma fyrir- tækis ekkert einkamál eigandans. Næst vil ég nefna hagnað. Það verður að vera hluti af nýjum viðhorfum almennings i landinu, að atvinnurekstur skuli að jafnaði rekinn með hagnaði. Sá hagnaður þarf að vera nægilega mikill til að þjóna þríþættu hlutverki, — að skila ávöxtun af því fjármagni, sem í fyrirtækinu liggur, — að gefa fyrirtækinu mátt til að vaxa og færa út kvíarnar og vera að auki varasjóður til að mæta áföll- um og mögrum árum. Sé atvinnu- rekstur í landinu almennt rekinn með slíkum hagnaði tryggir það betur en nokkuð annað atvinnu, kröftuga atvinnuþróun og vaxandi eftirspurn eftir hæfileikafólki og þar með hækkandi kaupgjald. Ég nefni þessu næst rannsóknir og þróun, bæði á sviði tækni-, vöru- og markaðsþróunar. Ein af mörgum ástæðum þess að okkur gengur illa að greiða hærra kaup er hversu mikill hluti okkar at- vinnurekstrar er á tiltölulega lágu stigi tækni, þekkingar og mark- aðssetningar, þar sem hlutfall launakostnaðar af heildarútgjöld- um fyrirtækjanna er hátt. Þessu verður ekki breytt nema til komi stóraukin og markviss útgjöld allra atvinnugreina til rannsókna og þróunar. Þessi útgjöld verður starfsfólkið að sætta sig við sem tryggingu fyrir frambúðarávinn- ingi. Þegar tekið hefur verið tillit til rekstrar- og fjármagnskostnaðar fyrirtækjanna, skatta, rannsókna- og þróunarkostnaðar og hæfilegs hagnaðar, eiga launin að ákveðast með hliðsjón af afkomunni. í því sambandi leyfi ég mér að varpa fram þeirri hugmynd, hvort ekki gæti komið til greina að semja um sveigjanlega launataxta, sem ráð- ist af afkomunni þannig að opin- skátt greiði fyrirtæki, sem gengur betur, hærra kaup en hitt, sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.