Morgunblaðið - 17.05.1984, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 17.05.1984, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 17 Bankastjórn Seðlabankans: Endurkaupahlut föll lækkuð um 5 prósentustig gengur verr. Þannig færi hagur starfsmannsins og fyrirtækisins saman og nýr hvati kominn til sögunnar í samstarfi þessara að- ila. í þessu sambandi er nauðsyn- legt að greina þær atvinnugreinar eða fyrirtæki, sem til lengri tíma litið er ljóst að geta ekki greitt hækkandi kaup. Þær á ekki að verja heldur leggja niður hljóð- lega og með sem minnstri röskun. Við eigum ekki að fást við annan atvinnurekstur en þann, sem get- ur greitt hækkandi kaup með hæfilegum hagnaði fyrirtækj- anna. Óhjákvæmilegur hluti af um- ræðunni um kaup er launamis- munur milli hinna lægra launuðu og þeirra, sem betur eru settir. Það hefur verið yfirlýst stefna Vinnuveitendasambandsins í þessu efni að vilja bæta hlut hinna lakast settu. Þetta hefur viljað rekast á vandamál innan verka- lýðshreyfingarinnar sjálfrar. Ég held að svarið í þessu sambandi sé að styðja þá viðleitni, sem nú er vakin innan verkalýðssamtak- anna, að taka upp vinnustaða- eða starfsgreinaskipan samninga. Reynslan er sú, að málmiðnaðar- maður eða rafvirki á Grundar- tanga sættir sig miklu betur við lítinn launamun hans og ræst- ingarkonu eða starfsstúlku í eld- húsi, sem hann þekkir, en félag járniðnaðarmanna eða rafvirkja getur sætt sig við gagnvart verkakvennafélögunum Framsókn eða Sókn. Strax og reynir á við- horf milli manna fremur en félaga verður afstaðan önnur og jákvæð- ari. Kjarabætur fljótt En öll þau atriði, sem hér hafa verið rakin, vita að iangtímalausn og hafa sitt gildi sem slík. Það, sem við hins vegar þurfum á að halda hér og nú, eru leiðir til að auka getu atvinnurekstrarins til að greiða kaup strax næstu miss- erin og skila þeim árangri út í kaupið án þess að magna verð- bólguna. Hér er enginn vegur að alhæfa, en í mínum huga getur þetta ekki gerst nema með fersku átaki allra, sem hlut eiga að máli, með ný viðhorf í nesti, þar sem engin kýr er heilög. Geta atvinnurekstrar til að greiða kaup miðað við þau sjón- armið, sem sett voru fram hér að framan, ræðst af ótal atriðum. Sum þeirra eru á valdi okkar og annarra stjórnenda í rekstrinum. Önnur ráðast af því umhverfi at- vinnurekstrarins, sem stjórnvöld móta. Enn önnur eru á valdi hags- munasamtakanna, sem gera kjarasamninga. Tækni- og þekk- ingarstig ráða miklu sem og hinar náttúrulegu aðstæður rekstrarins. Hinu má ekki gleyma, að í flestum atvinnurekstri er mikilvægur þáttur þessarar kaupgreiðslugetu beinlínis í höndum hvers og eins hinna vinnandi manna. Afköst með sem minnstri fyrirhöfn og til- kostnaði á sem skemmstum tíma og sem minnstum mannafla skila getunni til að greiða kaup. Það ferska átak, sem ég nefndi, þarf að gerast á öllum þessum sviðum. Geta atvinnurekstrar til að greiða kaup verður ekki til með ræðuhöldum eða baráttusöngvum. Hún verður ekki til með auknum frídögum eða lengdu orlofi. Hún verður ekki til með óraunhæfum og dýrum kröfum laga og. eftir- litsstofnana á hendur atvinnu- rekstrinum. Hún verður ekki til með því að ódrýgja vinnutímann með stuttum vinnulotum dagsins. Hún verður heldur ekki til með óhæfilega löngum vinnutíma fólks, sem dregur úr afköstum. Síst af öllu verður hún til með verkföllum. Kaupgreiðslugetan verður til með góðu skipulagi, verklagni og iðni, með bættri nýtingu á efni, framleiðslugetu, tækjabúnaði og hæfni starfsfólksins, með gát hvers og eins manns á því, sem betur má fara í rekstrinum, með umhyggjusemi um þau störf og tæki, sem hverjum manni eru fal- in, og svo má lengi telja. í mínum huga er enginn vafi á því, að í flestum atvinnurekstri er van- nýttur tækjabúnaður, vanhugsað skipulag, illa nýttur vinnutími og ósiðir í vinnubrögðum fólks, sem gæti á skömmum tíma gert miklu betur en bæta upp þá kjaraskerð- ingu, sem fólk hefur mátt þola, jafnvel þótt atvinnurekstrinum væri ætlaður hæfilegur hagnaður. Umbætur af þessu tagi skila drjúgt inn í reksturinn, en þær nást ekki fram nema allir taki á málunum saman. Og það er ekki tímabært að afraksturinn skili sér í kaupinu fyrr en hann er orðinn til. Það gerist ekki af sjálfu sér, heldur með því að allir leggi hart að sér, eigi frumkvæði, nýti sitt hugmyndaflug og vinni fyrirtækj- um sínum vel. Við öll, sem þjónum atvinnu- rekstri með einum eða öðrum hætti, þurfum að muna, að kaupið kemur ekki bara til okkar, — það kemur líka frá okkur. Lokaorð Það er von mín á þessum degi, að okkur, sem förum með stjórn atvinnurekstrar í þessu landi á þessum miklu umbrotatímum, megi takast að ná höndum saman við starfsfólk okkar um aðgerðir, sem geta aukið getu rekstrarins til að greiða kaup, svo að sem allra fyrst megi takast að launa fólkinu þá fórn, sem það færir nú í þágu allrar þjóðarinnar. Góðir fundarmenn. Ég sagði í upphafi máls míns, að ég vildi helst tala við ykkur um vorið. Kannski fór það svo, að ég talaði einmitt um vorið, — þá vorkomu, sem ég vil sjá í sam- skiptum atvinnurekstrar og verkafólks, eftir langan vetur. BANKASTJÓRN Seðlabankans hef- ur, að höfðu samráði við ríkisstjórnina og bankaráðið, ákveðið að lækka nú- gildandi endurkaupahlutföll. Er þessi ákvörðun tekin í samræmi við ákvæði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá 27. maí 1983, en þar segir „að núverandi afurða- og rekstrarlána- kerfi verði endurskoðuð með það í huga, aö þau verði á vegunt viðskipta- banka“. Var þessi ásetningur síðan áréttaður með bréfi viðskiptaráðherra til bankans, dags. 20. júní 1983, þar sem óskað var tillagna um fram- kvæmd. Sú breyting, sem hér er gert ráð fyrir, er veigamikill þáttur í því að ná betri stjórn á þróun peninga- máia. Á síðari hluta næstliðins árs og á þessu ári hefur ýmislegt verið gert, sérstakiega á sviði lánskjara, sem leiða mætti til betra jafnvægis í peningamálum og á lánamarkaði yfirleitt. Lengi hefur verið ljóst, að hin sjálfvirku endurkaup Seðla- bankans hafa verið eitt megin- vandamálið í stjórn peningamála. Auk þess hefur þetta kerfi valdið mismunun milli atvinnugreina, sem gengur gegn þeirri stefnu að jafna aðstöðu atvinnugreinanna á sem flestum sviðum. Ýmsar athuganir hafa farið fram á því á hvern hátt væri best að framkvæma þá breytingu á endur- kaupunum, sem stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir. Niðurstaðan er sú, að við núverandi aðstæður sé eðlilegast, að fyrsta skrefið verði breyting, sem nái til allra endurkaupa, og sé meðallækk- un 5 prósent, en skiptist þannig, að lækkun á endurkaupalánum, sem veitt eru í SDR, verði 4 V4 prósent, en á öðrum lánum 6 prósent eða úr 52% í 47,5% og úr 48,5% í 42,5%. Þessi lækkun mun þó ekki koma öll til framkvæmda í einu, heldur í meginatriðum í fjórum áföngum, þar sem því verður við komið, mán- aðarlega til loka ágústmánaðar. Er þá höfð til hliðsjónar meðallengd endurkeyptra afurðalána, sem hef- ur reynst vera um 4 mánuðir. Mun fyrsta lækkunin, um það bil 2%, koma til framkvæmda við endurkaup hinn 20. þ.m. (Frétutilkynning.) Ytri-Njarðvík: Tónleikar í kirkjunni Næstkomandi fímmtudags- kvöld kl. 20.30 verða tónleikar í Y’tri-Njarðvíkurkirkju. Flutt verður tónlist eftir J.S. Bach og kórinn syngur „Missa brevis" í B-dúr eftir Joseph Haydn. Þessi messa er einnig nefnd “Litla orgelsólómessan" vegna einleikskafla á orgel í ein- um þætti hennar. Einsöngvari verður Ragnheiður Guðmundsdóttir, en stjórnandi er Helgi Bragason. Ert þú ekki samferða í sumar? Síminn er 26900. Verð frá kr. 8.950.- og innifalin sigling á Mósel Vegna geysimikillar eftirsóknar í sumarhúsin í Daun Eifel, höfum við fengið aukið gistirými og getum því boðið nokkrar langar helgarferðir á þennan stór- ....................................... " ' rða skemmtilega orlofsstað í maí og júní. Innifalið í verði þessara ferða er einnig sigling á Mósel. Hægt erað velja um gistingu í stúdíóíbúð, 1 svh. íbúð, 2ja eða 3ja herbergja húsi. öll þjónusta og aðstaða er til fyrirmyndar og möguleikar til afslöpp- unar og skemmtunar nánast óþrjótandi. Flogið er til Luxemborgar og ekið með rútu til Daun Eifel. Ennfremur er hægt að leigja bílaleigubíla í Luxemborg á ótrúlega lágu verði. Brottför: 23/5, 30/5, 15/6, 22/6 Verð Maí Júní 6 pers. í 3 svh. húsi 8.950 9.384 5 pers. í 3 svh. húsi 9.088 9.608 4 pers. í 2 svh. húsi 9.164 9.764 3 pers. í 2 svh. húsi 9.464 10.264 4 pers. í 1 svh. húsi 9.035 9.584 3 pers. í 1 svh. húsi 9.292 10.024 2 pers. í 1 svh. húsi 9.806 10.904 2 pers. í stúdíóíbúð 9.380 9.944 1 pers. í stúdíóíbúð 10.496 11.624 Verð á bílaleigubíl frá kr. 1.600 fyrir bílinn Innifalið: Flug, akstur milli Luxemborgar og Daun-Eifel, gisting í 4 nætur, ræsting, rafmagn, vatn og hiti, sigling á Mósel og íslensk fararstjórn. FBmSKRmOOH ú OOTT FOI.K

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.