Morgunblaðið - 17.05.1984, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984
Rætt við erlenda gesti
á 50 ára afmæli Heklu
HEKLA hf. hélt fyrir nokkru upp á
50 ára afmæli fyrirtækisins með
pomp og pragt. Auk veglegs afmælis-
hófs, sem haldið var í byrjun árs,
efndi fyrirtækið til mikillar sýn-
ingar á húsakynnum og vörum, sem
það selur. Sóttu um 10.000 manns
sýninguna, sem stóð yfir í eina
helgi. í tilefni afmælisins bauð Hekla
nokkrum fulltrúum frá stærstu við-
skiptaaðilum sínum erlendis hingað
til lands. Blm. Morgunblaðsins
ræddi við nokkra erlendu fulltrúana
og eru samtölin við þá hér á síðunni.
R.M. Browning og R.W. Anderson frá Goodyear:
Óskiljanlegt hversu íslend-
ingar skeyta lítið um ástand
hjólbarðanna sem þeir aka á
Sigfús Sigfússon, fnunkvæmdastjóri Hekhi, með Roderick Alexander
frá Citibank.
„ÞAÐ er dálítið erfitt að gera sér
grein fyrir markaðshlutdeild okkar
hér á íslandi en ég geri rád fyrir að
hún sé nm 20%,“ sögðu þeir R.M.
Browning og R.W. Anderson frá
Goodyear-fyrírtækinu er blm. Mbl.
rieddi við þá. „Sums staðar (heimin-
um, t.d. í Bandaríkjunum, er Good-
year mjög ráðandi fyrirtæki á hjól-
barðamarkaðinum en annars staðar
eru eðlilega önnur fyrirtaeki, sem
standa betur að vígi.“
Fyrstu Goodyear-hjólbarðarnir
komu til íslands 1931 og þá í gegn-
um P.Stefánsson, sem Hekla yfir-
tók síðan. Goodyear er stærsti
hjólbarðaframleiðandi heims og
eru stærstu samkeppnisaðilarnir
Michelin og Bridgestone. Fyrir-
tækið rekur 41 verksmiðju víða
um heim. Hjóibarðar Goodyear
hafa farið ótrúlega viða og sögðu
þeir Browning og Anderson, að
verksmiðjunni hefði tekist að selja
bæði Kínverjum og Albönum
hjólbarða.
Þeim félögum var mikið niðri
fyrir þegar umræðan barst að ör-
yggiskröfum varðandi hjólbarða
hérlendis svo og innflutningi sól-
aðra hjólbarða. „Ég held að Island
sé eina siðmenntaða landið í heim-
inum, þar sem ekki er litið á hjól-
Fulltrúar Heklu og Goodyear með hjólbarða frá verksmiðjunum á milli sín.
Frá vinstri: Árni Bjarnason, framkvæmdastjóri hjólbarða- og rafvörudeildar,
R.M. Browning, R.W. Anderson og þá Þorvaldur Jóhannesson, sölustjóri
hjólbarða hjá Heklu.
barða, sem nauðsynlegan öryggis-
þátt í rekstri bifreiðar. Einhverjar
reglur eru reyndar til hérlendis en
þeim er ekki framfylgt af neinni
hörku,“ sagði Anderson.
„Ég get svo sem vel skilið aö
fólk leiðist út í það að kaupa sól-
aða hjólbarða á meðan nýir eru
jafn fáránlega dýrir og raun ber
vitni. Eftir því sem við komust
næst eru nýir hjólbarðar að með-
altali um tvöfalt dýrari hérlendis
en í nágrannalöndunum. Sé hugs-
að til þess, að þetta eru þeir hlutir,
sem líf ökumanns veltur meira á
en flest annað, er skattlagning yf-
irvalda óskiljanleg," bætti And-
erson við.
Anderson sagðist hafa komið
hingað til lands mörgum sinnum
og sér væri mjög vel kunnugt um
ástand hjólbarða hér á landi. „Það
er nóg að fara bara á bílastæðið
hjá Hagkaup til þess að sjá mý-
mörg dæmi um handónýta hjól-
barða. Það er mér hulin ráðgáta
hvernig menn komast í gegnum
bifreiðaskoðun á mörgum þeim
„túttum" sem ég hef séð. Það eru
aðeins Hekla og formaður Bíl-
greinasambandsins af aðilum á ls-
landi, sem reynt hafa að opna
augu fólks fyrir hættunni, sem er
samfara þvi að aka á lélegum eða
jafnvel ónýtum hjólbörðum, en
það er eins og yfirvöld vilji bara
ekki opna augun fyrir þessari
staðreynd. Þegar maöur hefur það
í huga, að Islendingar eru upp til
hópa vel gefið fólk er það óskilj-
anlegt að fólki skuli ekki vera
kærara um líf sitt en svo, að það
aki um á ónýtum hjólbörðum."
Roderíck Alexander hjá Citibank:
íslenskir bank-
ar hefðu gott af
að fá samkeppni
„Ég er ábyrgðarmaður fyrir öllum
erlendum vióskiptum hjá ('itibank í
Genf og er hingað kominn m.a.
vegna tengsla Heklu við Cater-
pillar-fyrirtækið, sem hefur bæki-
stöðvar sínar ( Evrópu og skipta við
okkur,“ sagði Roderick Alexander
hjá Citibank er blm. náði tali af hon-
um. Hekla hefur mikil viðskipti við
Citibank og hafa þau staðið í a.m.k.
10 ár að því er Alexander taldi.
„Fjöldamörg alþjóðleg fyrirtæki
hafa bækistöðvar sínar í Genf og
viðskiptalíf í borginni er því mjög
fjörugt."
„Ég hef verið mjög ánægður
með allt, sem fyrir augu mín hefur
borið hér á íslandi og þá jafnt hjá
Heklu sem annars staðar," sagði
Alexander. „Það litla, sem ég hef
séð af landinu, er fagurt, og það
hefur vakið athygli mina, að mjög
góður starfsandi virðist rikja inn-
an Heklu. Þá virðist mikil gróska í
Reykjavík, nýjar byggingar um
allar trissur bera henni glöggt
vitni.“
Að sögn Alexander er Citibank
stærsti banki heims sem stendur.
„Allar tölur breytast svo snöggt,
þess vegna segi ég eins og stend-
ur.“ Höfuðstöðvar hans eru í New
York, en útibú eru mjög víða. Alls
sagði Alexander, að bankinn væri
með útibú í 100 löndum, m.a. á
öllum Norðurlöndunum að íslandi
undanskildu. Otibúin í Ósló og
Stokkhólmi sagði hann þó aðeins
vera skrifstofur, þar sem starf-
semi erlendra banka væri ekki
leyfð. Alls starfa um 48.000 manns
á vegum Citibank. „Þótt fyrirtæk-
ið sé stórt og bækistöðvar þess í
New York þurfum við ákaflega
sjaldan að leita þangað. Miðstýr-
ing er nánast engin.“
Alexander sagðist þess fullviss,
að ef erlendum bönkum yrði leyft
að starfa á íslandi myndi Citibank
opna útibú hér. „Ef marka má þær
upplýsingar, sem ég hef fengið um
íslenskt bankakerfi held ég að fs-
lenskir bankar hefðu gott af því að
fá samkeppni. Sú samkeppni
myndi fljótt skila sér,“ sagði Alex-
ander.
Markmiðið að vera
ætíð í fremstu röð
- segir William Evonsky frá General Electric
annað en heimilistæki og lampa,
en slíkt er hinn mesti misskiln-
ingur. Eins og að framan greinir
er framleiðsla fyrirtækisins
mjög fjölbreytt og sem dæmi má
nefna, að GE fékk nýlega samn-
ing hjá bandarfska flughernum
um sölu á hreyflum í nýjar gerðir
þota.
„Það, sem við komum til með
að leggja mesta áherslu á á
næstu árum er það sem við nefn-
„GENERAL Electric er geysistórt
fyrirtæki á bandaríska vísu. Þegar
síðast var gerð úttekt á 500 stærstu
fyrirtækjum Bandaríkjanna vorum
við í 11. sæti,“ sagði William Ev-
onsky, fulltrúii fyrirtækisins, er
blm. Mbl. ræddi við hann. „GE er
með um 350.000 manns í vinnu um
allan heim, þar af 250.000 innan
Bandaríkjanna og er með afar fjöl-
breytta framleiðslu. Tollskráin
bandaríska telur um 400 flokka og
þegar það var kannað feyndist GE
framleiða vörur í 350 þeirra. Ég
held að þessar staðreyndir segi
meira en margt annað um fyrirtæk-
ið.“
Að sögn Evonskly hefur rekst-
ur GE gengið mjög vel undanfar-
in ár þrátt fyrir kreppuna, sem
heimurinn fékk að finna svo
rækilega fyrir og enn má greina
á sumum sviðum. „Það var helst
á árunum 1981 og 1982 að vind
vantaði í seglin," sagði Evonsky.
„Þó varð ástandið ekki verra en
svo, að þótt heildarsala minnkaði
jókst hagnaður fyrirtækisins.
Ótrúlegt en satt.“
Evonsky sagði það alltaf hafa
verið eitt meginmarkmiða GE,
að vera númer 1 eða 2 á sínu
framleiðslusviði. Það hefði ætíð
tekist þrátt fyrir að í mörg horn
væri að líta, framleiðslan væri
um allan heim og samkeppnin
hörð. Sagðist hann m.a. þakka
það frábærri stjórnun. Fyrirtæk-
ið væri eins fjarri því að vera
miðstýrt og hugsast gæti. Þá
skipti það ekki svo litlu, að
starfsliðið væri mjög hæft og
undir stjórn góðra manna.
Flestir kunna e.t.v. að halda að
General Electric framleiði ekkert
um háþróaður tæknibúnaður
(hi-tech) og aukin afköst. Nei, ég
held ekki að við þurfum að óttast
verkalýðsfélögin í því tilliti. GE
er þekkt fyrir að vera eitthvert
sanngjarnasta fyrirtækið í
Bandaríkjunum gagnvart starfs-
mönnum sínum. Við höfum í nær
öllum tilvikum fundið fólki, sem
við höfum neyðst til að segja upp
störfum vegna rekstrarbreyt-
inga, störf annars staðar hjá
fyrirtækinu. Það er enda stefna
þess að láta ekki aukna tækni
bitna á starfsfólkinu.
„Hvað samstarf okkar við
Heklu varðar vil ég segja, að það
hefur verið með miklum ágætum
þau tvö ár, sem ég hef annast
þau. Ég er þess fullviss, að við
munum reyna að auka þau enn
frekar á komandi árum og hver
veit nema GE taki þátt í einhvers
konar uppbyggingu á Islandi.
Hekla er greinilega sterkt og virt
fyrirtæki og einlægni forráða-
manna þess er ósvikin. Þetta er
fyrirtæki að okkar skapi,“ sagði
William Evonsky.
William Evohsky (t.v.) ásamt
Ingimundi Sigfússyni, forstjóra
Heklu, fyrir framan nokkrar af
framleiðsluvörum General El-
ectric.
MorgunblaAiA/KEE.