Morgunblaðið - 17.05.1984, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAl 1984
fMtogtmMafeUþ
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús FJnnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö.
„Til þess að traust
megi ríkja ... “
Enginn getur á móti því
f mælt aö stefna ríkis-
stjórnarinnar hefur leitt til al-
gerra umskipta í íslenskum
efnahagsmálum," sagði Þor-
steinn Pálsson formaöur Sjálf-
stæðisflokksins, í eldhúsi frá
Alþingi í fyrrakvöld. Megin-
takmarkið var að ná verðbólgu
niður og leggja grundvöll að
viðvarandi jafnvægi í íslenzk-
um efnahagsmálum.
Formaður Sjálfstæðisflokks-
ins lagði megináherzlu á nauð-
syn þess að festa þann árangur
í sessi til frambúðar sem náðst
hefði í hjöðnun verðbólgu og
stöðugleika í efnahagslífi. Sam-
hliða þurfi ríkisstjórnin — nú í
sumar — að semja nýja verk-
efnaáætlun. Að því leyti standi
hún á krossgötum. Ríkisstjórn-
in þurfi með ótvíræðum hætti
að sýna þjóðinni að hún sé
reiðubúin til að takast á við
verkefnin, sem framundan eru.
Hún þarf að segja frá því með
hvaða hætti það verður gert, til
þess að það traust megi ríkja
milli stjórnvalda og fólksins í
landinu, sem er forsenda þess
að áframhaldandi árangur
verði.
Formaður Sjálfstæðisflokks-
ins sagði það mikilvægt atriði
að halda áfram þeirri gengis-
stefnu sem mörkuð hefur verið.
Aðilar vinnumarkaðar verði að
beygja sig fyrir þessu mark-
miði. Ríkisvaldið sjálft verði
með takmörkun erlendra lána
og minni umsvifum að leggja
fram sinn skerf, svo að þetta
markmið megi haldast. Brýn-
asta verkefnið sé raunar að
grynna á þeim skuldum sem
safnast hafi upp meðan tekjur
hafi ekki nægt fyrir gjöldum.
Við verðum að halda kostnað-
araukningu í þjóðarbúskapnum
innan þeirra marka sem gerizt í
viðskiptalöndum okkar.
Við undirbúning og af-
greiðslu fjárlaga næsta árs
þurfi að lækka útgjöld ríkisins
sem hlutfall af þjóðartekjum,
koma við sérstökum hagræð-
ingaraðgerðum til aðhalds í
rekstri og framkvæmdum, auka
greiðsluhlut neytenda í opinb-
erri þjónustu, draga úr niður-
greiðslum og beinum styrkjum
til atvinnugreina, endurskoða
sjúkratryggingakerfið og raun-
ar tekjuöflunarkerfi hins
opinbera. Markmiðið eigi að
vera að samræma tolla- og að-
flutningsgjöld, koma á virðis-
aukaskatti í stað söluskatts í
tengslum við þá kerfis-
breytingu að afnema launa-
skatt og aðstöðugjald og lækka
beina skatta.
Að því er stjórn fjármagnsk-
erfisins varði sé óhjákvæmilegt
að draga úr miðstjórnarvaldi
og pólitískri ímutun um mál
sem eigi að ráðast í atvinnulíf-
inu og bankakerfinu. Skjótvirk-
asta leiðin til að ná jafnvægi á
peningamarkaði sé að gefa
vexti frjálsa, en beita fremur
stjórntækjum eins og innlánsb-
indingu, vaxtaákvörðun Seðla-
banka gagnvart viðskipta-
bönkum og sölu ríkisskuldabr-
éfa. Jafnframt þurfi að
endurskipuleggja afurða-
lánakerfi atvinnuveganna.
Með hliðsjón af því hve stöð-
ugt gengi og afnám sjálfvirks
víxlgengis og skrúfugangs verð-
lags og launa hafi skilað skjót-
um árangri í hjöðnun verðbólgu
þarf kaupmáttur launa að
byggjast til frambúðar á stöð-
ugleika í gengismálum í stað
verðbólguhvetjandi kerfa. Lau-
naþróun þarf að taka mið af
samkeppnisstöðu útflutningsið-
naðar og bætt lífskjör að vinn-
ast um meiri framleiðni og auk-
nar þjóðartekjur.
Of mikil ríkisafskipti eru
meginorsök þess að ekki hefur
verið nægur gróandi í íslenzku
atvinnulífi til að búa fólkinu í
landinu þau lífskjör sem við
viljum að það hafi, sagði Þorst-
einn Pálsson að lokum. Þessv-
egna þarf að auka frjálsræði og
sjálfstæði atvinnulífsins í land-
inu. Það er leiðin að því marki
að tryggja framtíðaratvinnuör-
yggi og framtíðarhagsæld allra
þegna þjóðfélagsins.
Aðhald í rík-
isfjármálum og
peningamálum
Nú þegar fullnaðarsigur
^ á óðaverðbólgunní er
raunhæfur möguleiki, veltur á
miklu að haldið verði áfram á
þeirri braut, sem mörkuð var
með efnhagsaðgerðunum í maí
1983. Gefa verður útflutnings-
og samkeppnisgreinum tæki-
færi til þess að treysta stöðu
sína á innlendum og erlendum
mörkuðum. Þessar atvinnu-
greinar eru burðarásar í sókn
þjóðarinnar til bættra lífs-
kjara. Koma verður í veg fyrir
að þensla af völdum aðhalds-
leysis í ríkisfjármálum og pen-
ingamálum tefli í tvísýnu þeim
árangri sem náðst hefur."
Þannig mælti Páll Sigur-
jónsson, formaður VSÍ, á 50.
aðalfundi sambandsins. Þetta
eru orð í tíma töluð. Ríkisbú-
skapurinn verður, eins og hinn
almenni þjóðfélagsþegn, að
axla sinn hlut í herkostnaði
gegn verðbólgu og fyrir at-
vinnuöryggi.
Útboðslóðimar við Stigahlíð:
Ólíklegt að verðið
verði undir milljón
— segir Sverrir Kristinsson, fasteignasali
„VERÐLAG fer auðvitað töluvert eftir skipulagsskilmálum og
til dæmis því, hve stór hús má byggja á þessum lóðum. Miðað
við að leyfilegt verði að byggja hús á þeim, ekki undir 200
fermetrum, er ólíklegt að verð lóðanna verði undir einni milljón
króna. Vissulega gæti verðið orðið allmiklu hærra ef eftirspurn
verður mikil,“ sagði Sverrir Kristinsson, fasteignasali, er Morg-
unblaðið innti hann eftir hugsanlegu verði á lóðunum, sem nú
verða boðnar út við Stigahlíð. En Sverrir hreyfði hugmyndinni
um útboð lóða í Reykjavík fyrir nokkrum árum í tímaritinu
Frjálsri verzlun.
Hér fara á eftir reglur um sölu
lóðanna, sem samþykktar hafa
verið í borgarráði:
1. Lóðirnar verða seldar sem
eignarlóðir. Gatnagerðargjöld
verða ekki innheimt af húsum,
sem byggð verða á lóðunum. Önn-
ur gjöld, svo sem tengigjöld veitu-
stofnana og byggingarleyfisgjöld
ber lóðareigendum að greiða.
2. Tilboðsgjafar skulu senda
skrifstofustjóra borgarverkfræð-
ings, Skúlatúni 2, tilboð sín í lok-
uðu umslagi merkt: „Stigahlíð" og
skulu þau hafa borist skrifstofu
hans fyrir kl. 16.15, miðvikudaginn
30. maí nk.
3. í tilboði skal koma fram nafn
tilboðsgjafa, nafnnúmer, heimil-
isfang, símanúmer heima og á
vinnustað og tilboðsfjárhæð í tölu-
stöfum og bókstöfum. Óheimilt er
að bjóða greiðslukjör.
4. Tilboð verða opnuð á skrif-
stofu borgarverkfræðings að til-
boðsfresti liðnum að viðstöddum
borgarlögmanni, skrifstofustjóra
borgarverkfræðings og borgarfóg-
eta eða fulltrúa hans. Tilboðsgjaf-
ar verða ekki viðstaddir opnun til-
boða.
5. Tilboðum verður raðað eftir
tilboðsfjárhæð og verður haft
samband við bjóðendur í þeirri
röð. Hæstbjóðanda verður boðið að
velja lóð og verður gerður við hann
bindandi samningur um lóðina.
Verður því næst haft samband við
þann er á næsthæsta tilboð o.s.frv.
6. Tilboðsgjafi sem á rétt á lóð
getur fallið frá tilboði sínu skrif-
lega en hafi hann ekki gengið frá
vali lóðar og samningi um kaup
innan 24 klst. frá því að skrifstofu-
stjóri borgarverkfræðings hafði
samband við hann skal litið svo á
að hann falli frá tilboði sínu.
7. Samningur um lóðarsölu fer
þannig fram að þegar tilboðsgjafi
hefur valið lóð fær hann staðfest-
ingu þar að lútandi. Þá skal hann
samþykkja víxil fyrir fjórðungi
kaupverðs með gjalddaga 15. júlí
nk. Víxillinn ber ekki vexti. Jafn-
framt skal hann samþykkja
skuldabréf fyrir eftirstöðvum
kaupverðs, er greiðist með þremur
afborgunum hinn 15. september
nk., 15. janúar 1985 og 15. apríl
1985. Skuldabréfið skal bera hæstu
lögleyfðu ársvexti eins og þeir eru
á hverjum tíma, nú 21%. Skulda-
bréfið ber vexti frá 15. júlí nk. og
greiðast vextir eftir á á sömu
gjalddögum og afborganir höfuð-
stóls. Jafnframt skal kaupandi
greiða tryggingarfé að fjárhæð kr.
50.000,-.
8. Þegar víxill skv. gr. 7 hefur
verið greiddur fær kaupandi útgef-
ið afsal fyrir lóðinni og jafnframt
endurgreitt tryggingarfé. Skulda-
bréfið skal tryggt með 1. veðrétti í
lóðinni og þeim mannvirkjum sem
á henni kunna að rísa á greiðslu-
tíma. Kaupandi greiðir stimpil- og
bankakostnað víxils, svo og kostn-
að við þinglýsingu og stimplun af-
sals og skuldabréfa.
9. Nú óskar kaupandi að falla
Kartöflurnar sem Eggert Kristjánsson hf. keypti frá Grikklandi og Ítalíu eru komnar til landsins. Myndin var tekin i gær þegar
verið var að losa gám sem þær komu í og flytja þær í vörugeymslu fyrirtækisins. Gísli V. Einarsson, forstjóri Eggerts
Kristjánssonar hf., fylgist með. Morgunbi»4«i/KöE
Framleiðsluráð landbúnaðarins á maraþonfundi sínum I gær þar sem m.a. var rætt um kartöflumálið.