Morgunblaðið - 17.05.1984, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984
25
frá kaupum eftir að frá samningi
er gengið en áður en víxill er
greiddur, og er honum það heimilt
og fær hann þá víxil og skulda-
bréfið afhent en tryggingarfjár-
hæðin skv. 7 gr. verður ekki endur-
greidd. Eftir útgáfu afsals verður
lóð ekki skilað til Reykjavíkur-
borgar. Verði víxillinn ekki
greiddur á gjalddaga er Reykja-
víkurborg heimilt að rifta samn-
ingi einhliða með tilkynnjngu til
kaupanda þar að lútandi. Komi til
riftunar samnings verður trygg-
ingarfé ekki endurgreitt.
10. Áskilinn er réttur til að
hafna tilboðum, sem ekki ná lág-
marksfjárhæð að mati borgarráðs.
Innflutningur kartaflna ræddur á
maraþonfundi f Framleiðsluráði:
Ekki tekin bein
afstaða til málsins
UMSÓKNIR Hagkaupa, Eggerts
Kristjánssonar hf. og fieiri aðila til
innflutnings á kartöflum, sem þegar
eru komnar til landsins, voru meðal
umræðuefna á 12 tíma fundi í Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins í gær.
Umsögn Framleiðsluráðs verður af-
hent landbúnaðarráðherra árdegis í
dag og varð um það samkomulag á
fundinum að birta niðurstöður ekki
nema í samráði við ráðherra. Sam-
kvæmt upplýsingum sem blm. Mbl.
tókst að afla í gærkvöldi voru mjög
skiptar skoðanir um málið í ráðinu
en að lokum var samþykkt einróma
ályktun þar sem ekki er tekin bein
afstaða heldur sett fram í greinar-
gerð ýmis atriði varðandi málið. Von
er á ákvörðun landbúnaðarráðherra
næstu daga.
f Framleiðsluráði landbúnaðar-
ins sitja fulltrúar bænda og
vinnslustöðva landbúnaðarins, og
fjallar það einkum um framleiðslu
og sölumál landbúnaðarafurða. í
gær var skipað upp 20 tonnum af
kartöflum af nýrri uppskeru frá ít-
alíu og Grikklandi sem Eggert
Kristjánsson hf. flytur inn. Einnig
eru komnar til landsins kartöflur á
vegum Hagkaupa og Grænmetis-
verslunar landbúnaðarins og í
næstu viku mun vera von á kartöfl-
um á vegum Miklagarðs og Banana
hf. Einnig munu fleiri innflutn-
ingsaðilar vera að kanna mögu-
leika á innflutningi. Gísli V. Ein-
arsson forstjóri Eggerts Krist-
jánssonar hf. sagði í samtali við
Mbl. að kartöflurnar litu mjög vel
út. Menn frá Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins og yfirmatsmaður
garðávaxta væru búnir að skoða
þær og hefðu kartöflurnar fengið
góða dóma. Sagði hann að ekki
væri vitað á hvaða verði hægt yrði
að selja þær á í búðum þar sem
ekki væri búið að ganga frá verð-
útreikningum en sagði það ekki
ótrúlegt að þær yrðu á svipuðu
verði og í Danmörku, 29—41 kr.
kílóið.
Skoðanakönnun Hagvangs:
Mikill munur á afstöðu
kynja til niðurskurðar
á félagslegri þjónustu
Hér fara á eftir niðurstöður í skoðanakönnun Hagvangs hf. sem framkvæmd var
í aprflmánuði, þar sem m.a. var spurt um hvernig leysa ætti fjárhagsvanda
ríkisins:
Hvernig
á að
leysa
fjárhags-
vanda
ríkisins?
Með auknu
skattaeftirliti?
Já Nei Veit ekki
Meó auknu skattaeftirliti 96,0 2,8 1,2
Með viðbótarsköttum á fyrirtæki 60,7 36,3 3,0
Með afnámi niðurgreiðslna 58,5 33,7 7,8
Með niðurskurði á framlögum
til verklegra framkvæmda 56,9 38,6 4,5
Með niðurskurði á þjónustu
skólakerfís 22,6 73,3 4,2
Með gjaldtöku fyrir opinbera
þjónustu t.a.m. á sjúkrahúsum 20,9 76,5 2,6
Með niðurskurðði á þjónustu
heilbrigðis- og tryggingakerfís 15,2 82,7 2,1
Með erlendum lántökum 11,7 85,9 2,4
Með viðbótarsköttum á einstakl. 5,0 93,4 1,6
Með viðbótarsköttum
á fyrirtæki?
Karlar Konur Karlar Konur
Já 95,6 96,5 Já 56,5 64,9
Nei 3,5 2,1 Nei 41,0 31,5
Veit ekki 0,9 1,4 Veit ekki 2,5 3,5
Með afnámi
niðurgreiðslna?
Með niðurskurði á framlögum
til verklegra framkvæmda?
Karlar Konur Karlar Konur
Já 65,2 51,5 Já 63,4 50,4
Nei 29,0 38,6 Nei 33,9 43,3
Veit ekki 5,8 9,9 Veit ekki 2,8 6,4
Með niðurskurði
á þjónustu skólakerfis?
Með gjaldtöku fyrir opinbera
þjónustu t.a.m. á sjúkrahúsum?
Karlar Konur
Já 31,8 12,9
Nei 62,9 84,0
Veit ekki 5,3 3,1 *
Karlar Konur
Já 25,1 16,7
Nei 72,6 80,5
Veit ekki 2,3 2,8
Með niðurskurði á þjónustu
heilbrigðis- og tryggingakerfis?
Með erlendum lántökum?
Karlar Konur
Já 21,9 8,5
Nei 75,6 89,9
Veit ekki 2,5 1,6
Karlar Konur
Já 12,9 10,1
Nei 85,5 86,6
Veit ekki 1,6 3,3
Með viðbótarsköttum
á einstaklinga?
Karlar Konur
Já 5,8 4,2
Nei 92,4 94,4
Veit ekki 1,8 1,4