Morgunblaðið - 17.05.1984, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984
Réttur
dagsins
Margrét Þorvaldsdóttir
Lifur er mjög auðug af steinefn-
um og vítamínum og mætti því
vera á borðum okkar oftar. Mat-
reiðsla á lifur hefur verið nokkuð
hefðbundin, þó má meðhöndla
hana á marga vegu. Til að auka
fjölbreytni fylgja hér uppskriftir
af rétti ór lifur sem lyft hefur
brúnum margra vandlátra, en það
er:
Lifrar-
Stroganoff
500 gr. lifur
3 sneiðar bacon
'k laukur
2 matsk. matarolía
1 Va bolli vatn
1 ten. kjötkraftur
lk box sýrður rjómi
hveiti, salt og pipar
1. Lifrin er skorin í þunnar
sneiðar. Himnur eru fjarlægðar og
hver sneið skorin á ská í 3—4
strimla. Skolið þá síðan ór volgu
vatni til að fjarlægja blóð og þerr-
ið síðan vel með bréfaþurrku.
2. Bacon er skorið í 1 sm stóra i
bita, raðið þétt á heita pönnu og
brónið ljósbrónt. Baconið er tekið
af pönnunni um stund og 1 matsk.
af matarolíu sett þar í staðinn og
hituð.
3. Hveiti (‘/á bolli) er sett í
plastpoka ásamt salti og pipar.
Lifrarbitarnir eru blandaðir i
hveitinu í pokanum þar til þeir
hafa fengið jafnan hveitihjóp.
Þeir eru síðan steiktir í feitinni á
pönnunni á venjulegan hátt í
nokkrar mínótur. Lifrarbitarnir
eru teknir af pönnunni, hreinsið
hana ekki en setjið í staðinn 1
matsk. matarolíu og hitið. Niður-
rifinn laukur er síðan látinn
krauma í feitinni smá stund.
Hann má ekki brónast.
4. Síðan er allt sett á pönnuna á
ný með lauknum; lifur, bacon,
kjötkraftur og vatn, og látið sjóða
í 1—2 mín. Að síðustu er sýrðum
rjóma bætt ót í og blandað vel og
soðið í 1 mínótu til viðbótar.
Með þessum rétti eru borin
fram soðin grjón og gjarnan hrá-
salat. Það er mjög æskilegt að
bera fram hrásalat með aðal máls-
verði. Með því að hafa það sem
einskonar forrétt, tryggir það öll-
um fjölskyldumeðlimum ákveðinn
skammt af vítamínauðugu
grænmeti.
Hrásalat á ekki að geyma, því
fullyrt er að hrásalat sem ótbóið
er að morgni, hafi aðeins helming
vítamín-innihalds að kveldi. Út-
bóið því salat aðeins fyrir eina
máltíð í senn.
Verð á hráefni
Lifur kr. 48.50
Bacon kr. 12.00
Laukur kr. 1.50
Sýrður rjómi kr. 28.65
Grjón kr. 10.00
Kr. 100.65
Flestar hósmæður skipuleggja
matarinnkaup sín seinni hluta
viku. Það væri mjög æskilegt að
hafa aðgang að auglýsingum um
söluverð á matvælum — í dagblöð-
um ákveðinn dag vikunnar t.d.
fimmtudag. Það yrði hagur kaup-
manna ekki síður en hósmæðra.
Bændur og landsbyggðarfólk
bera uppi stórverslanir SÍS:
- eftir Þorleif Kr.
Guðlaugsson
í Morgunblaðinu þann 8. marz,
Reykjavíkurbréfi nánar tiltekið, var
tekin fyrir og gerð athugasemd við
þau sérréttindi sem SÍS og sam-
vinnufélögin hafa umfram einka-
framtakið. Þetta eru orð í tíma töluð
og ætti að gera betri skil og skýra
það út fyrir almenningi hvað er að
gerast.
SÍS er verzlunarbákn, sem á
drjógan þátt í óarðbærum at-
vinnurekstri. Atvinnurekstur SÍS
og félaga ásamt þjónustugreinum
er varla hægt að greina frá ríkis-
rekstri, þjónustugreinar eru langt
umfram það sem þyrfti að vera og
litlir skattar greiddir til ríkis og
sveitarfélaga. Allt þetta verzlun-
arbákn hafa bændur borið þyngst-
ar byrðar að byggja upp, þar til nó
í seinni tíð, að almenningur ber
talsverðan bagga, eftir því sem
verzlunarbáknið vex í þéttbýlinu.
Það gefur auga leið, að eftir því
sem samvinnuverzlun eykst, eykst
líka tilkostnaður þar sem starfs-
mannahald er ótrólega fjölmennt
í þessum fyrirtækjum og kostnað-
urinn eykst að sama skapi, en al-
menningur borgar.
Hefur þetta verzlunarform svo
lægra vöruverð? Nei, síður en svo.
Sem eðlilegt er, þegar mikill hluti
ágóðans fer í launagreiðslur en af-
gangurinn í ótþenslu, sem Mikli-
garður er nýjasta dæmið um hér
sunnanlands. Mikligarður er nó
sigurhólpinn, að geta nó boðið lágt
vöruverð og auglýsir mikið, en það
vöruverð er fengið með því að
hækka vöruverð annars staðar og
færa fé til meðan verið er að ná
nýjum viðskiptavinum.
Gömlu kaupfélögin eins og
KRON, eiga ekki svo mikið í
hættu, þar sem fólk fer ógjarnan
að yfirgefa verzlun sem er við
bæjardyrnar ótaf verðhækkun að
einhverju marki. Allra sízt þegar
það er orðið að vana á liðnum ár-
um að vöruverð hafi hækkað nær
daglega.
Bændur og fólkið á landsbyggð-
inni bera að talsverðu leyti uppi
stórverzlanir SÍS. Vöruverð er
miklu hærra óti á landi, meira en
sem nemur flutningskostnaði og
ætti SÍS að hafa það að markmiði
að jafna vöruverð, ef samvinnu-
hreyfingin á ekki að bíða hnekki á
samvinnuhugsjón sinni, en því er
nó samt ekki að heilsa.
Nó kemur það fram í verðkönn-
un að í KRON í Kópavogi er mun
hærra vöruverð en í KRON í
Reykjavík. Væri ekki þörf á verð-
jöfnun þarna? Eins og krafist er á
rafmagns- og símagjöldum.
KRON er í hærri flokki hvað verð-
lag snertir og hafa vörur þar
hækkað stöðugt margar hverjar.
Þetta eru bara tilfærslur innan
sambandsfélaganna meðan ný
verzlunarfyrirtæki SÍS eru að ná
viðskiptum.
Þegar nó þessi fyrirtæki greiða
litla skatta, ætti að vera hægt um
vik að lækka aðeins vöruverð. Ein-
staklingar og hlutafélög verða
fyrir misrétti í skattamálum eins
og kemur fram í Reykjavíkurbréf-
inu.
Um þetta hefur verið komið
fram lögum og er það mjög áþekkt
því, þegar konur voru að bera
fram tillögur um lög sér til handa
að hafa forgang á ýmsum sviðum.
Það væri heillavænlegri stefna hjá
SÍS, að koma á fót fleiri atvinnu-
fyrirtækjum til framleiðslu og
verðmætasköpunar heldur en
auka á stórmarkaðafarganið hér í
borg. Só var tíðin að framsókn-
armenn fordæmdu stórverzlanir
hér í borg, en það er greinilega
ekki sama hver þar á hlut að máli.
Veit ég vel að kaupfélögin sum og
SÍS hafa framleiðslufyrirtæki á
sínum vegum, en þegar nó er
fyrirsjáanlegt að um stórfelldan
samdrátt í framleiðslu og ótflutn-
ingi meðal þjóðarinnar er að ræða,
þá skuli SÍS stofnsetja eitt
stærsta þjónustufyrirtæki á land-
inu, sem engin þörf er á.
Auðvitað skapar þetta vinnu að
vissu marki, en litlar tekjur í þjóð-
arbóið og er þetta því nánast að
kasta peningum. Aftur á móti
hafa einkafyrirtæki verið skatt-
pínd svo að þau sum hver að
minnsta kosti hafa ekki greitt til-
skilda skatta, en nó bryddar á ein-
hverri lagfæringu þar á. Þarna er
um misrétti að ræða og hafa
vinstrimenn og Framsóknarflokk-
urinn staðið að því. Framsóknar-
flokkurinn og SÍS, með samvinnu-
hreyfinguna að leiðarljósi, hafa
ótrólegt vald á bændastéttinni og
ráða ráðum þeirra að vild með
arðráni og ýmsum hömlum á at-
hafnir þeirra. Hér eru dæmi þar
Þorleifur Kr. Gudlaugsson
„Bændur og fólkid á
landsbyggðinni bera að
talsverðu leyti uppi stór-
verzlanir SIS. Vöruverð
er miklu hærra úti á
landi, meira en sem
nemur flutningskostn-
aði og ætti SÍS að hafa
það að markmiði, að
jafna vöruverð, ef sam-
vinnuhreyfingin á ekki
að bíða hnekki á sam-
vinnuhugsjón sinni, en
því er nú samt ekki að
heilsa.“
um. Bændur fá ekki nema lítinn
hluta af þeim verðmætum sem ull-
ar- og skinnaiðnaðurinn gefur SÍS
og fyrirtækjum þeirra í gróða, svo
bændur gætu fengið tvöfalt verð
fyrir ull og gærur, ef þeir fengju
notið þeirra verðmæta sem afurð-
ir þeirra skapa.
Bændur fá ekki greitt að fullu
innlegg sitt fyrr en að ári liðnu, og
síðar og svona væri hægt að tína
ýmislegt til. Svona eru fjármunir
bænda frystir og mætti því ætla
að kaupfélögin stæðu sig, með alla
svona varasjóði undir höndum.
Ekki hafa kaupmenn slíkt fjár-
magn að spila með. Þetta fjár-
magn getur stutt SÍS í því að
lækka vöruverð í stórmörkuðum
Reykjavíkur og nágrennis til að
einoka verzlunina að nokkru á
kostnað bændanna. Samvinnu-
hreyfingin hefur orðið sér til
skammar og stefnir í einokunar-
samsteypu.
Þeir þykjast greiða arð af við-
skiptum en þessi arður er svo
skammarlega lítill að engu tali
tekur og mætti segja mér, að fé-
lagsmenn séu látnir greiða hann
sjálfir fyrirfram í háu vöruverði.
Aftur á móti hér á Reykjavíkur-
svæðinu, þar sem afsláttarkort
eru notuð, gæti verið um einhvern
hagnað að ræða, en mér býður í
grun að einnig sé látið greiða fyrir
þann afslátt fyrirfram í vöruverð-
inu. Þetta er nefnilega keimlíkt
því, þegar fólkið var látið greiða
sjálfu sér uppbætur á laun í aukn-
um sköttum og hækkuðu vöru-
verði, í tíð fyrrverandi ríkisstjórn-
ar, sem frægt varð að endemum og
smánarlegu athæfi gagnvart laun-
þegum.
Samvinnureksturinn hefur
löngum greitt litla skatta til ríkis-
sjóðs, samt hefur fjöldi kaupfé-
laga farið hverja kollsteypuna á
fætur annarri og svipaða sögu er
að segja af ótgerð og öðru. Svona
fer oft þegar menn valsa með ann-
arra manna fé. Eitt fyrirtækja
samvinnurekstrarins er þó ekki
annað hægt að segja um, en staðið
hafi sig sæmilega, þó hnökrar hafi
fundist nokkrir, en það er KEA á
Akureyri.
Eitt tel ég virðingarvert við
samvinnufélagsskapinn, en það er
hve félagsgjöld eru lág. Það
mættu stéttarfélög hafa að eftir-
breytni.
Þetta hef ég skrifað 8. marz og
hefur ýmislegt komið fram þessu
til stuðnings sem hér hefur verið
sagt og meðal annars í gær, í sjón-
varpinu 30. marz, þættinum
Kastljós, og fannst mér maður
einkaframtaksins standa sig mjög
vel.
Hjá honum kom það fram sem
ég hef svo oft orðið áskynja.
Þorleifur Kr. Gudlaugsson er af-
greiðslumadur í Húsasmiðjunni.
Uppsalaborg — brautryðjandi í
tölvuskráningu fasteigna í Svíþjóð
Frá Magnúm Brynjólftwyni, frétUriUra Morgunbbteins í llppoölum
„Áður var tölvuvæðingin hótun, en nú er hún eina vonin.“
Svo mælist Bengt Lambe, dómsforseta við þingdómstólinn
(tingsratten = embætti héraðsdómara) í IJppsölum.
Fyrir tíu árum eða 1974 var
tölvuskráning fasteigna tekin
upp við dómstólinn, sú fyrsta í
landinu. Veðmálabækurnar og
fasteignaregistrin voru lögð
niður og í staðinn komu tölvur,
sem voru tengdar við tölvubanka
í Gávle. í þennan tölvubanka
voru mataðar upplýsingar, sem
áður höfðu verið færðar inn í
fasteignaregistur. í Uppsölum er
nó hægt að kalla fram á
myndskerma allar þær upplýs-
ingar, sem þarf við þinglýsingar
og veðskuldir. Veðbókarvottorð,
skuldabréf og hvers kyns kvaðir
eru skrifaðar ót beint frá um-
ræddum tölvubanka.
Brautryðjandi
í Uppsölum
Þingrétturinn i Uppsölum var
brautryðjandi hér í Svíþjóð á
þessu sviði og reynslan hefur
gefið góða raun hingað til. Nó er
verið að tölvuvæða öll embætti
landsins og er bóið að tölvuskrá
25 prósent af ca. 3,2 millj. fast-
eignum landsmanna. Það er
fyrst á lokaáratug þessarar ald-
ar, sem reiknað er með að ailri
tölvuskráningu fasteigna verði
lokið. Þróunin mun m.ö.o. halda
áfram næstu 20 árin, þar sem
bóist er við að stjórnmálamenn
séu of skilningssljóir og efa-
gjarnir á notagildi tölvutækn-
innar. Áður var jafnvel rætt um
að skattleggja tölvur til að
hægja þróunina, en það viðhorf
ríkir ekki lengur.
Vinnuaðstaðan batnaði mikið
t.d. hjá þinglýsingadeildinni í
Uppsölum við tölvuvæðinguna.
Starfsmennirnir sleppa nó við
að lyfta þungum doðröntum og
mörg rútineruð handtök og
skriffinnska hverfur.
Engar uppsagnir í
þinglýsingadeildinni
Engum hefur verið sagt upp
vegna tölvuvæðingarinnar.
Starfsfólkið hefur verið virkjað í
önnur verkefni. Stóru „kúnnarn-
ir“, bankar og greiðslukortafyr-
irtækin, hafa fengið mun betri
þjónustu en áður, þar sem þau fá
á örskömmum tíma umbeðnar
upplýsingar t.d. um veðskuldir
og önnur veðbönd á fasteignum.
Nýlega var einnig opnaður sá
möguleiki fyrir banka og aðrar
stofnanir að leigja sjálfir línu
beint til fasteignatölvumiðstöðv-
arinnar í Gávle. Með þessum
hætti er óþarfi að leita til þing-
lýsingadeildarinnar í hverju um-
dæmi. Upplýsingarnar eru kall-
aðar beínt fram á eigin tölvu-
skerm í banka, þegar t.d. skoða
þarf umsókn um lánveitingu.
Tímasparnaðurinn og vinnu-
hagræðingin er augljós, fyrir
starfsmenn þinglýsingadeildar-
innar, þar sem t.d. tafsamt er oft
að svara símafyrirspurnum.
Tölvuvæðing á
öðrum réttarsviðum
Tölvuvæðing i sambandi við
önnur störf dómstólsins er í
gangi og mun halda áfram segir
dómforseti þingréttarins. Næst
á dagskránni er tölvuskráning
dóma, lagaákvæða og lagabreyt-
inga, sem nú er í gangi hjá
hæstarétti og nokkrum hofrétt-
um (áfrýjunardómstig). Þessi
áætlun gerir m.a. ráð fyrir því
að fá dómaútdrætti frá tölvu-
banka sem er staðsettur í
Stokkhólmi. í tölvunni verður
komið fyrir löggjöfinni í heild.
Auk þess er boðið upp á útdrætti
úr dómum frá hæstarétti, ríkis-
réttinum, vinnudómstólnum og
húsnæðisdómstólnum. í gegnum