Morgunblaðið - 17.05.1984, Side 36
VF
36
Konr tA V rr aTT^ a rrrmjr»*Ta mrt a mr/Trnaow
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984
Skipstjórnarmenn
- eftir Kristján
S. Guðmundsson
í Morgunblaðinu hinn 9. maí er
athyglisverð grein eftir skójastjóra
Stýrimannaskólans, Guðjón Armann
Kyjólfsson. A hann margfaldar
þakkir skilið fyrir árvekni sína á
sviði réttindamála okkar er þessi
störf vinnum.
Lagt hefur verið fram frumvarp
á Alþingi er inniheldur að lögleiða
eigi þau lögbrot er framin hafa
verið undanfarna áratugi af sam-
gönguráðuneytinu með blessun
samgönguráðherra.
Síðasta svívirðing ráðherrans
var undanþáguveiting til sveit-
unga síns, skipstjórans á ms.
HELGEY, en áður hafði stýrim-
anni á sama skipi verið veitt und-
anþága af sama ráðuneyti.
Af þessu sést að verði ekki
brugðist hart við nú þegar af öll-
um starfandi skipstjórnar-
mönnum og stéttarfélögum þeirra
gegn umræddu frumvarpi verður
gerræðið lögfest og framtíðin und-
anþágur.
Verði lög þessi samþykkt mun
það opinbera þann skrípaleik, sem
haldið hefur verið fram að við-
gengist á Alþingi, því nýlega voru
samþykkt þar lög um starfsrétt-
indi einnar stéttar og engin voru
þar undanþáguákvæði.
Ég skora því á alla skipstjórn-
armenn að lesa grein Guðjón
Ármanns Eyjólfssonar frá 9. maí
og umrætt lagafrumvarp og taka
virkan þátt í baráttunni við ger-
ræðisáform ákveðinna afla í þjóð-
félaginu.
í framhaldi af þessu er síðbúið
svar við grein er birtist í Morgun-
blaðinu í vetur.
í Morgunblaðinu 7. janúar 1984
er viðtal við framkvæmdastjóra
Nesskips hf.
Er það viðtal æði fróðlegt um
hugsanahátt útgerðarmanns í
þjónustu erlends útgerðarauð-
magns (norska Jeppesens-útgerð-
arfyrirtækisins).
íslendingar urðu fyrir þeirri
dýrkeyptu reynslu á söguöld að
tapa sjálfstæði sínu og var einn
meginþáttur þeirrar niðurlæg-
ingar að þá skorti skip til flutn-
inga á nauðsynjum til íandsins og
afurðum þess frá landinu. Leituðu
þeir á náðir Noregskonungs til
lausnar sínum vanda, en hann
notfærði sér bága aðstöðu landans
og þvingaði þá til að sverja sér
hollustu fyrir greiðann.
Hin erlenda þjónslund Guð-
mundar Ásgeirssonar lýsir sér í
aðför hans að íslenskum sjómönn-
um er starfa á íslenskum flutn-
ingaskipum með þeirri yfirlýsingu
að eina ástæðan fyrir slæmri af-
komu þeirrar útgerðar er hann
veitir forstöðu sé „of margir
skipverjar með of hátt kaup“.
Nefnir hann sem dæmi að „þæg-
indafána“skip séu 1000$ til 1200$
ódýrari í rekstri á dag en skip sem
gerð eru út frá íslandi.
Það er engin furða að skipafélag
sé í kröggum ef framkvæmda-
stjóri þess veit ekki um hvað
samningar þeir, sem hann undir-
rita innihalda. Nú munu sumir
halda að laun skipverja á íslensk-
um skipum séu svo mikil sem
framkvæmdastjórinn lætur að
liggja.
En því miður er nú öðru nær.
„Aö lokum má geta
þess að raunhæfasta
leiðin til að bæta rekstr-
arafkomu íslenskra út-
gerða er að fækka þeim.
Fækkun framkvæmda-
stjóra og forstjóra auk
alls annars aukakostn-
aðar er smáútgerðum
fylgir myndi bæta af-
komu stærri útgerða
með fjölgun skipa.“
Þótt framkvæmdastjórinn segi
ekki berum orðum, að orsök
1000—1200$ mismunar á rekstrar-
kostnaði íslenskra skipa og skipa
er sigla undir „þægindafána", sé
laun skipverja og fjöldi þeirra, þá
reynir hann á lævísan hátt að
koma því inn hjá fólki að svo sé.
Til fróðleiks fyrir framkvæmda-
stjórann sem ekki hefur lesið sam-
ningana sem hann hefur gert er
rétt að gefa honum upp launa-
kostnað skips með 11 manna
áhöfn eins og samningar þeir er
voru í gildi í janúar sl. kváðu á
um.
Föst laun 11 manna pr. dag kr.
10.412.88.
Föst eftirvinna 5 manna, þar af
vinna tveir 10 tíma á dag og þrír
12 tíma, kr. 2.484.42.
Samtals kr. 12.897.30.
Við þetta bætast ýmsar auka-
greiðslur s.s. eftirvinna, trygg-
ingar, fæði og launatengd gjöld.
Við skulum ekkert vanreikna
þessa aukaliði svo ekki sé hallað á
framkvæmdastjórann og áætla þá
ca. 120% af föstu launagreiðslun-
um, sem gerir ca. 15.800.00 á dag.
Samtals gerir þetta því ca.
28.700.00 kr.
Þessar 28.700.00 kr. eru meðal-
kostnaður á dag fyrir 11 manna
áhöfn, allt innifalið, laun, trygg-
ingar, skráningargjöld, fæði og
iaunatengd gjöld. Þetta er kostn-
aður við meðaltalsvinnutíma sem
nemur milli 12 og 14 klst. á dag
fyrir hvern mann og er líklega
nær 14 klst. en 12.
En 28.700.00 kr. eru einnig sömu
verðmæti og 1000 dollarar fram-
kvæmdastjórans.
Hvað þýðir þetta?
Það þýðir að þótt 11 menn (heil
skipshöfn) ynni launalaust og sæi
sér sjálf fyrir öðrum nauðþurftum
s.s. hrísgrjónum, þá gæti fram-
kvæmdastjóri Nesskips hf. ekki
rekið skip sín án taprekstrar.
Eru laun framkvæmdastjórans
of há eða eru framkvæmdastjór-
arnir of margir?
Framkvæmdastjórinn ætti að
kynna sér það, að þrælahaid var
aflagt á íslandi fyrir um 1000 ár-
um og það er tímaskekkja hjá
honum ef hann trúir því að honum
takist að innleiða slíkt í lok tutt-
ugustu aldar.
Framkvæmdastjórinn viður-
kennir að:
„Við getum staðist samkeppni
við þá, sem greiða farmönnum eft-
ir samningum Alþjóðaverka-
mannasambandsins og við aðrar
Evrópuþjóðir." (Morgunblaðið 7.
jan. 1984, bls. 10.)
Þessi viðurkenning felur í sér að
laun íslenskra farmanna eru lægri
en starfsbræðra þeirra annars
staðar í Evrópu. Framkvæmda-
stjórinn hefur við samningsgerð
síðustu ára haldið hinu gagnstæða
fram, enda með þessari viður-
kenningu komin eðlileg skýring á
áhuga norska Jeppesens-útgerðar-
fyrirtækisins á að fjárfesta í út-
gerð á íslandi. Skýringin er lág
laun á Islandi.
Framkvæmdastjórinn getur
þess einnig:
„ ... að vel útbúnu gámaskipi
geta allir stjórnað nú orðið, einnig
áhafnir frá þriðja heiminum."
(Morgunbl. 7. jan. 1984.)
Það er rétt hjá framkvæmda-
stjóranum að áhafnir frá „þriðja
heiminum" eru færar um að
stjórna skipum. En það má benda
honum á að með nýjum tækniút-
búnaði er ekki þörf fyrir menn um
borð, heldur er skipunum fjar-
stýrt.
Ekki nægir framkvæmdastjór-
anum að höggva að íslenskum sjó-
mönnum, heldur er sneitt að öðr-
um útgerðum á íslandi.
Finnur hann helst höggstað á
flutningsgjöldum á stykkjavörum,
er hann telur vera allt of há. Er
þetta ábending til verðlagsstjóra
um endurskoðun á flutnings-
gjaldatöxtum skipafélaganna?
Flutningsgjaldataxtar fyrir
stykkjavöru hafa verið háðir verð-
Landakotsspítali:
Breytingar
deildar frá
Thorvaldsensfélagið hefur á síð-
ustu mánuðum fjármagnað breyt-
ingar á barnadeild St. Jósefsspítlala,
Landakoti. Hezta breytingin var sú,
að útbúin var einbýlis- og einangrun-
arstofa. Stofa þessi er þannig útbúin
að foreldri geti dvalið hjá barni sínu
allan sólarhringinn. Þá hafa verið
gerðar breytingar á þjónustuaðstöðu
deildarinnar og á leik- og kennslu-
stofu.
Stjórn Thorvaldsensfélagsins
kom fyrir nokkru í heimsókn á
lagseftirliti í áratugi og fulltrúar
útgerðanna Oft látið í ljós óskir
um hærri flutningsgjöld en feng-
ist hafa, og jafnframt lýst yfir, að
erfitt væri að reka útgerð með
þessum kjörum.
Einnig var því haldið fram að
Sameinaða gufuskipafélagið hafi
hætt siglingum til íslands þar sem
það borgaði sig ekki.
Nú fullyrðir framkvæmdastjór-
inn að flutningsgjöld séu of há
vegna öryggis í skjóli verðlags-
ákvæða. Þá vaknar sú spurning:
Hvers vegna ræðst hann ekki á
þessa gullnámu er hann telur
vera? Öllum ér frjálst að stunda
siglingar við ísland.
Er þetta svipað upphlaup út-
gerðarmanns eins og átti sér stað
fyrir nokkrum árum er Eimskip
bauð í mjölflutninga og náði þeim.
Þá voru forráðamenn Eimskips
ásakaðir fyrir undirboð í krafti
auðmagns, því félagið væri vel
stætt. En þegar hinir aðilarnir
náðu flutningum í samskonar út-
boði þá lýstu þeir yfir, að um
frjálsa samkeppni væri að ræða.
Málflutningur slíkra manna er
ekki traustsins verður.
Það skal tekið undir ósk fram-
kvæmdastjórans að íslensk skip
geti verið samkeppnisfær við er-
lendar útgerðir. Én það eru ís-
lenskar útgerðir í dag ef undan-
skildir eru þrælahaldarar er reka
skip sín frá Panama og Líberíu.
Laun íslenskra farmanna eru
mikið lægri en starfsbræðra
þeirra í N-Evrópu og er því óþarfi
fyrir útgerðarmenn að kvarta.
Nær væri fyrir útgerðarmenn
að styrkja íslensku verkalýðsfé-
barnadeildina til þess að skoða
breytingarnar. Við það tækifæri
afhenti félagið enn frekari gjafir
til deildarinnar, elektroniskan
blóðþrýstingsmæli fyrir börn, eðl-
isþyngdarmæli og tæki til að
gegnumlýsa með ljósi (Transillu-
minator). Allt eru þetta tæki sem
koma til með að auðvelda meðferð
á deildinni, en öll munu þau auk
þess létta börnunum dvölina á
spítalanum.
Þær gjafir, sem Thorvaldsensfé-
lögin til baráttu með Alþjóða-
flutningaverkamannasambandinu
til þess að koma í veg fyrir þræla-
hald þessara svokölluðu
„þægindafánaútgerða".
Á sama tíma og vinnutími er
styttur í öllum atvinnugreinum í
landi, er það aðalmarkmið ís-
lenskra útgerða að lengja vinnut-
ímann um borð í íslenskum skip-
um. Er nú svo komið að 10—12
stundir á dag fast er meginreglan
auk annarrar eftirvinnu, svo oft er
vinnutíminn 14—16 stundir eða
meira. Er kominn tími til að
spyrna við fótum og stöðva þessa
óheillaþróun. Tólf stunda vinnu-
dagur til langframa, hvað þá
Iengri vinnudagur, kemur niður á
heilsu manna er þeir eldast.
Að lokum má geta þess að raun-
hæfasta leiðin til að bæta rekstr-
arafkomu íslenskra útgerða er að
fækka þeim.
Fækkun framkvæmdastjóra og
forstjóra auk alls annars auka-
kostnaðar er smáútgerðum fylgir
myndi bæta afkomu stærri út-
gerða með fjölgun skipa.
Fjöldi flutningaskipaútgerða á
fslandi gefur ekki til kynna að slík
atvinnustarfsemi sé óarðbær,
heldur þvert á móti.
Væri öllum þeim aðilum er hafa
hagsmuna að gæta í íslenskri far-
skipaútgerð nær að taka höndum
saman um farsæla lausn á einni af
undirstöðum íslensks sjálfstæðis,
vöruflutningum til og frá landinu
í höndum Islendinga, án þess að
innleiða þrælahald eða ofþrælkun
á íslenskum farmönnum.
Kristján S. Guðmundsson
skipstjóri.
lagið færði barnadeildinni að
þessu sinni, eru að verðmæti um
kr. 400.000. Verður Thorvaldsens-
félaginu seint fullþakkaður sá
stuðningur sém það hefur veitt
barnadeild Landakotsspítala um
árabil, segir í frétt frá sjúkrahús-
inu.
Meðfylgjandi mynd var tekin
við þetta tækifæri af stjórn
Thorvaldsensfélagsins ásamt
læknum og hjúkrunardeildar-
stjóra barnadeildarinnar.
og gjafir til barna-
Thorvaldsensfélaginu
^ • ■ ■ ■ mánudaga
Opið tíl kl.19 ES
UAPITATTP Skeifunni 15
ililU'IiAU i Reykjavík