Morgunblaðið - 17.05.1984, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984
37
Fri fyrsta fundi hreppsmilanefndar eftir sreitarstjórnarkosningar 1982. Þar
hefur síðan verið gróska f starfi. Ljóon. Mbi./óiafur.
Egilsstaðir:
ÞÝSK VANDVIRKNI
H BIFREIDADEILD SAMBANDSIHS M\\&;
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM
Hreppsmálanefnd Sjálf-
stæðisflokksins ályktar
um orku- og
KgilsstöOum, 9. maí.
ÞAÐ HEFUR verið mikil gróska í
starfi svonefndrar hreppsmálanefnd-
ar Sjálfstsðisflokksins hér á Egils-
stöðum allt frá sveitarstjórnarkosn-
ingunum 1982.
Á þessum vettvangi eru fyrst og
fremst rædd sveitarstjórnarmál
og einkanlega meðferð mála í
hreppsnefnd Egilsstaðahrepps. Þó
eru þar oft rædd stjórnmál al-
mennt og á fundi sínum 7. þ.m.
ályktaði hreppsmálanefnd ein-
róma, annars vegar um orku- og
iðnaðarmál og hins vegar um
mennta- og skólamál, og fara
ályktanirnar hér á eftir.
„Fundur hreppsmálanefndar
Egilsstaðadeildar Sjálfstæðisfé-
lags Fljótsdalshéraðs haldinn í
Valaskjálf 7. maí 1984 lýsir yfir
sérstakri ánægju sinni með störf
hæstvirts iðnaðarráðherra og
fagnar einkum þeim áfanga er nú
hefur náðst varðandi byggingu
kísilmálmverksmiðju á Reyðar-
firði. Fundurinn væntir þess að
hæstvirtur iðnaðarráðherra hviki
hvergi af markaðri braut sinni í
orku- og iðnaðarmálum, og hraði
svo sem unnt er virkjunarfram-
kvæmdum í Fljótsdal."
„Fundur hreppsmálanefndar
Egilsstaðadeildar Sjálfstæðisfé-
lags Fljótsdalshéraðs haldinn í
Valaskjálf 7. maí 1984 lýsir ein-
róma ánægju sinni yfir því að
Sjálfstæðisflokkurinn skuli nú
hafa tekið við forræði í mennta-
málum þjóðarinnar eftir nær 30
ára hlé og lýsir fyllstum stuðningi
við vinnubrögð hæstvirts mennta-
menntamál
málaráðherra, frú Ragnhildar
Helgadóttur.
Fundurinn væntir þess að
hæstvirtur ráðherra fylgi fram
höfnum kerfisbreytingum innan
ráðuneytis og væntir ennfremur
að skólakerfið verði tekið til
grandskoðunar, einkum hvað tek-
ur til hugsanlegs áfangakerfis
innan grunnskólans með tilliti til
hagkvæmni og nýtingar fjár-
magns, jafnframt því sem komið
verði á fót sérstakri skólaeftirlits-
nefnd, er verði rannsóknar-, eftir-
lits- og umsagnaraðili varðandi öll
þau hugsanlegu ásteytingarmál er
upp kunna að koma innan
grunnskólans. Slík nefnd ætti að
geta varpað skýru ljósi á vanda-
mál grunnskólans hverju sinni og
veita skólanum nauðsynlegt að-
hald og þar af leiðandi vera
hæstvirtum ráðherra ómetanleg
stoð í ábyrgðarstarfi."
Formaður hreppsmálanefndar
Sjálfstæðisflokksins er Páll Pét-
ursson.
— Ólafur
Kjörgripir
Vasar- Skálar -Plattar
og Kertaslaufur í
Komakúnst
Höfðabakka 9,
Reykjavík.
S.85411
Ræflatesta-
mentið
Ný ljóðabók eftir
ísak Harðarson
IJT ER komin hjá Máli og nn nningu
Ijóóabókin Ræflatestamentið eftir Is-
ak llarðarson. Hann hefur áður gefið
út bókina Þriggja orða nafn sem hlaut
viðurkenningu Almenna bókafélags-
ins 1982.
Ræflatestamentið er lýsing á
mannlífi á atómöld. Ljóðin eru mörg
lögð í munn „ræflum" af einhverju
tagi: ábyrgðarlausum utangarðs-
mönnum, einangruðum, geril-
sneyddum mannhöturum eða til-
finningasljóum karlmönnum, en
uppreisn gegn vana og sljóleika er
sjaldan langt undan.
Bókin er 63 bls., unnin að öllu
leyti í prentsmiðjunni Hólum hf.,
Hilmar Þ. Helgason gerði kápuna.
PrétUtilkynning
^^^skriftar-
síminn er 830 33