Morgunblaðið - 17.05.1984, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAl 1984
Kjarnorkuvopn og Atl-
antshafsbandalagið
Bókmenntír
Guðmundur Heiðar
Frímannsson
Gunnar Gunnarsson:
Atlantshafsbandalagið og umræðan
um fyrstu notkun kjarnorkuvopna.
Öryggismálanefnd, ritgerð 1.
Það hefur ekki farið framhjá
neinum, sem fylgzt hefur með fjöl-
miðlum á síðustu árum, að allur
almenningur á Vesturlöndum, eða
sá hluti hans, sem er háværastur,
hefur látið sig nokkru varða
stefnu stjórnvalda í kjarnorku-
málum. Það er að vísu svo, að hér
á landi er hvorki til að dreifa
kjarnorkuvopnum né sérstökum
áætlunum um að grípa til þeirra.
Til að „vera í umræðunni" eins og
það heitir, hefur mátt til að klína
því á íslenzk stjórnvöld, að á
Velkomnir aftur
Hljóm
plotur
a
Sigurður Sverrisson
Van Halen
MCMXXXIV
Warner Brothers/ Steinar hf.
Eftir síðustu plötu Van Halen,
Diver Down, voru margir þeirrar
skoðunar, að senn liði að því að
sveitin syngi sitt síðasta. Platan
þótti nefnilega ekki sæma
bresku þungarokkssveit Banda-
ríkjanna því á henni voru lög
eftir ýmsa aðra. Slíkt þótti víst
ekki boða annað en þeir fjór-
menningar væru komnir í hug-
myndaþrot.
Vissulega var Diver Down i
hrópandi ósamræmi við fyrstu
fjórar breiðskífurnar, en ég
hafði þó stórgaman af henni,
ekki síst vegna þess hversu vel
var farið með þau lög, sem feng-
in voru að láni. MCMXXXIV er
að mínu viti rökrétt framhald af
tilraunum sveitarinnar á Diver
Down. Enn eimir eilítið eftir af
þeim „commercial“-blæ, sem
vissulega setti svip sinn á hana,
en gömlu, þungu einkennin
gægjast líka fram og það svo um
munar.
Hafi menn haldið, að Eddie
van Halen og félagar hans væru
komnir í hugmyndaþrot er það
misskilningur hinn mesti. Sum
laganna á þessari nýjustu plötu
sveitarinnar eru á meðal þess
allra besta, sem frá henni hefur
komið. Nægir þar aðeins að
nefna lagið Hot for Teacher, þar
sem ZZ Top-áhrif í gítarmilli-
kaflanum eru þó auðheyrileg.
Reyndar bregður fyrir áhrifum
frá þeim fúlskeggjuðii í Texas í
laginu Top Jimmy. Það er ann-
ars slakasta lag plötunnar.
Vel má það vera, að
MCMXXXIV sé heldur léttvæg-
ari en fyrstu plöturnar, en Van
Halen er bersýnilega á hraðri
leið inn á fyrri braut. Ekki kann
ég þó alveg við það að vera að
troða hljóðgervlum inn (tvö lag-
anna, en það kemur þó kannski
ekki að sök. Hljómar þó ágæt-
lega í Jump, en það lag er greini-
lega samið með það eitt í huga
að ná eyrum fjöldans.
Á heildina litið er
MCMXXXIV þrælgóð plata og
listilega „pródúseruð" af Ted
Templeman, sem hefur séð um
þá hlið mála hjá Van Halen til
þessa. Sem fyrr segir er lagið
Hot for Teacher í sérflokki, en
Girl Gone Bad, þar sem örlar á
Zeppelínskum áhrifum í upp-
hafskaflanum, Drop Dead Legs
og jafnvel House of Pain eru þar
skammt á eftir. Þó ekki væri
nema fyrir gítarleik Eddie van
Halen stæði MCMXXXIV flest-
um plötum á sporði. Þegar svo
bætist við frábær trommuleikur
bróðurins, Alex van Halen, af-
bragðssöngur Dave Lee Roth og
hnökralaus bassaleikur Michael
Anthony verður útkoman pott-
þétt.
ítalskt iðnadarrokk?
Finnbogi Marinósson
Bon Jovi
Bon Jovi
Fálkinn
Eitt af nýjustu nöfnum rokks-
ins er Bon Jovi. Hver þessi
hljómsveit er eða drengurinn
sem hún dregur nafn sitt af veit
ég ekki. En hljómsveitin skaut
upp kollinum fyrir stuttu með
plötu sem ber nafn hans.
Fullu nafni heitir hann Jon
Bon Jovi. Hann syngur öll lögin
og spilar eitthvað á gítar. Aðrir
sem spila með honum eru mér að
öllu ókunnir og gagnar sjálfsagt
lítið að nefna þá. Hinsvegar
mætti draga þá ályktun af nöfn-
um þeirra að þeir reki ættir sín-
ar til Ítalíu. Og ef rétt er þá er
það ágæta land þekkt fyrir allt
annað en góða rokktónlist. Og
ekki vænti ég þess að Bon Jovi
eigi eftir að auka hróður þess
neitt. Dígin eru öll í anda hins
steingelda ameríska iðanðar-
rokks (sem getur verið nokkuð
gott með undantekningum).
Fyrir það fyrsta þá syngur kapp-
inn ágætlega en röddin hljómar
eins og hjá þúsundum annarra
söngvara sem allir eru að reyna
að komast áfram með þessari
tónlist. Sömu sögu er að segja
um lögin sjálf. Uppbygging
þeirra og „sándið" á hljóðfærun-
um virðist miðast við að gera
þetta sem líkast öllu hinu. Jafn-
vel gengur þetta svo langt að á
köflum eru tilþrifin á plötunni
óþægilega lík „Loverboy“. Er þá
góðum drengjum að líkjast en
vonandi átta allir sig á um hvað
er að ræða.
Eina lagið á plötunni sem mér
þykir vert að nefna er „Run-
away“. Þetta er gott, grípandi
rokklag og dæmigerð undan-
tekning eins og fyrr var minnst
á. Athygli vekur að þetta lag er
tekið upp 1982 og að Roy Bittan
(Bruce Springsteen) spilar á pí-
anó í laginu. Öll önnur lög
plðtunar eru tekin upp á síðasta
ári og stutt er síðan platan kom
út.
Af öllum þeim ágætis plötum
sem komið hafa út upp á síðkast-
ið verður ekki annað sagt en
tækifærið sem Bon Jovi fær er
lítið. Hann er ekki nógu góður til
að skilja eitthvað eftir og halda
athyglinni.
FM
Keflavíkurflugvelli væru kjarn-
orkuvopn, og þegar það er hrakið,
þá er því blákalt haldið fram, að
það gætu verið kjarnorkuvopn
þar. Þetta eru tveir ólíkir hlutir og
ekki greint á milli þeirra í ákafan-
um. Það er mikið á sig leggjandi
til að „vera með í umræðunni".
Jafnhliða þeim múgæsingum,
sem gengið hafa yfir Vesturlönd á
síðustu árum, hefur átt sér stað
skipuleg rökræða um það, hvort
hverfa beri frá þeirri stefnu, sem
Atlantshafsbandalagið hefur
stuðzt við frá upphafi, að það úti-
lokar ekki, að það geti orðið fyrra
til að grípa til kjarnorkuvopna. í
múgæsingunum er það jafnan lagt
út sem sérstök tegund mann-
vonzku, að Atlantshafsbandalagið
vilji ekki endurskoða þessa af-
stöðu. Sú skoðun fellur síðan
ágætlega að öðrum fordómum
múgæsinganna eins og þeim, að
flaugar Atlantshafsbandalagsins
séu sérstaklega varasamar, mun
hættulegri en SS-20-flaugar Sov-
étmanna.
Tillagan um að hverfa frá stefn-
unni um fyrstu notkun kjarnorku-
vopna var sett fram í ritgerð í
tímaritinu Foreign Affairs vorið
1982. Fjórir menn voru höfundar
að ritgerðinni: McGeorge Bundy,
George F. Kennan, Robert
McNamara og Gerald Smith. Þeir
félagar eru allir þekktir í stjórn-
málum Bandaríkjanna og ástæðu-
laust að fjölyrða um þá hér. Rök
þeirra fyrir tillögunni eru í megin-
atriðum byggð á tvennu. Annars
vegar eru ýmsir hernaðarlegir
veikleikar í kjarnorkuvopnastefn-
unni. Ráðist Sovétmenn á Vestur-
Evrópu með hefðbundnum vopna-
búnaði, yrði Atlantshafsbanda-
lagið að grípa til kjarnorkuvopna.
Bandaríkjamenn yrðu þá að taka
ákvörðun um beitingu kjarnorku-
vopna til að tryggja öryggi Vest-
ur-Evrópu, fullvissir um að þeir
yrðu fyrir sams konar árás frá
Sovétríkjunum. Evrópuríkjunum
hefur þótt þetta vart nægileg
trygging fyrir öryggi sínu og fóru
því fram á það, að staðsettar yrðu
kjarnaflaugar í Evrópu til að
tengja betur saman öryggi Vest-
ur-Evrópu og Bandaríkjanna. En
þessi ráðstöfun er ekki einhlít.
Hins vegar telja höfundarnir, að
pólitískur ágreiningur sé svo mik-
ill um stefnuna í kjarnorkumál-
um, að henni verði að breyta.
Eins og við var að búast, sættu
þessar röksemdir öflugri gagn-
rýni. Hún kom meðal annars fram
í grein eftir þrjá Vestur-Þjóðverja
í Foreign Affairs. Þeir telja að til-
lagan um að draga úr kjarnorku-
heraflanum en auka hefðbundinn
herafla dragi úr áhættu Sovét-
manna við að ráðast á Vestur-
Evrópu og auki því líkur á stríði. í
öðru lagi er ekki útilokað, að
takmarkað kjarnorkustríð geti átt
sér stað. í þriðja lagi þá mun auk-
in áherzla á hefðbundinn herafla
krefjast meira fjár og aukins
mannafla miðað við það sem nú
er. Það skapaði spennu í stjórn-
málum, sem væri fullt eins mikil
og sú, sem nú er.
í þessari ritgerð Gunnars Gunn-
arssonar um þessa rökræðu er
gerð grein fyrir mörgum fleiri
röksemdum á báða bóga. Hann
rekur sögu kjarnorkustefnu Vest-
urveldanna og hvernig ástandið
nú er sprottið af átökum fortíðar-
innar og aðalatriðin í rökræðunni,
sem átt hefur sér stað á síðustu
árum. Það er ástæða til að kynna
fslendingum þessi sjónarmið. Það
er þá kannski von til að meiri
þekking stjórni orðum þeirra og
gerðum, þegar þessi mál ber á
góma. Eg get ekki betur séð en að
þessi ritgerð sé ágætt gagn til
kennslu í „friðarfræðslu", sem al-
þingi virðist ætla að þvinga upp á
skólakerfið. Þó verða eflaust ein-
hverjir erfiðleikar á að koma meg-
inatriðunum til skila á dagvistum.
Fóstrurnar geta þá sungið text-
ann.
Þessi ritgerð er skipulega hugs-
uð og yfirleitt prýðilega stíluð og
ætti ekki að reynast neinum
ofviða, sem hefur áhuga á að
tryggja öryggi sitt með skynsam-
legum hætti.
Húmanismi og endurreisn
Erlendar
Siglaugur Brynleifsson
Kenneth Clark: The Art of Iluman-
ism. John Murray 1983.
Bruce Cole: The Renaissance Artist
at Work. From Pisano to Titian.
John Murray 1983.
John Walker ritar formála og
segir: „Kenneth Clark er aldrei
smámunasamur eöa smáskítlega
nákvæmur, en það vill oft brenna
við hjá höfundum sem rita fræði-
lega um listasögu. Það eru ekki
margir listasögufræðingar, sem
kunna að skrifa, eða sem hugsa
um stíl og form ritaðs máls, hvað
þá að þeir skýri greinilega þau
viðfangsefni sem þeir eru að reyna
að skilgreina. Því er það mikið
gleðiefni að lesa lifandi enskan
prósa um mestu listaverk, sem
gerð hafa verið frá upphafi heims.
Fyrir okkur, sem erum dæmd til
þess að lesa endalausar blaðsiður í
listasögum, eru bækur Kenneth
Clarks svalandi óasar í þurri og
skrælnaðri eyðimörk. Aðeins að
hann væri ekki svo einstakur með-
al listfræðinga." John Walker var
safnvörður við National Gallery í
Washington.
Snjallir og lærðir listfræðingar
eru alltaf að finna nýtt og nýtt í
listaverkum fortíðarinnar, og
einnig í verkum nútíma lista-
manna. Einn þeirra er Kenneth
Clark. Hann fjallar hér um þá
fimm listamenn endurreisnartím-
anna, sem tjáðu skýrast höfuð-
hugmyndir húmanismans. And-
rúmsloftið meðal flórentískrar
borgarastéttar var mettað menn-
taþorsta og aðdáun á listum og
bókmenntum. Medici-ættin átti
mikinn þátt í mótun þessa tíðar-
anda og með aukinni meðvitund
um styrk og gildi mannsins efldist
sjálfsmynd Flórensmanna'.
Kenneth Clark velur hér Dona-
tello, Alberti, Mantegna og Botti-
celli til umræðu og ýmis verk
þeirra, útlistar þau og skýrir með
hliðsjón af ríkjandi tíðaranda.
Með þessum ritgerðum lýkur hann
upp nýjum heimi í heimi þessara
listamanna og auðgar þar með
þeirra tíma og alla tíma.
Bruce Cole leitast við að kynna
lesendum sínum forsendur mál-
ara- og höggmyndalistar á Ítalíu
frá 1250—1550, svo að þeir eigi
hægara með að skynja verkin frá
upphaflegum forsendum þeirra.
Höfundurinn reynir að útskýra
aðferðir og tækni listamannanna,
hvar þeir lærðu list sína, starfs-
skilyrði þeirra, úr hvaða stéttum
þeir voru og hvernig samtökum
þeirra var fyrir komið; einnig er
viðskiptavinum þeirra lýst,
hverskonar stéttir leituðu aðal-
lega til þeirra um verk og hvar
verk þeirra komu fyrir sjónir
manna; í kirkjum, ráðhúsum eða á
einkaheimilum. Einnig fjallar
Cole um tæknigrundvöll listsköp-
unar, gerð lita, um marmarann og
leirinn, eirinn og silfrið og hvernig
þessi efni voru unnin í listaverk.
Höfundurinn ræðir um ýmis
verk kunnra listamanna og birtir
myndir til frekari skýringar.
Þetta er fræðslurit um tækni og
efni, sem listamenn notuðu á þess-
um öldum og með því að gera sér
grein fyrir efnismeðferð, skýrist
ýmislegt í verkum þessara löngu
horfnu meistara. Höfundurinn
hefur skrifað nokkrar bækur um
listir síðmiðalda og endurreisnar-
tímans.
GRANTA II
Erlendar
bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Granta II, ritstj. Bill Buford.
Útg. í Penguin apríl 1984.
Þetta hefti af bókmenntatíma-
ritinu breska Granta er frábrugð-
ið hinum fyrri. Meðal annars í því
að það snýst ekki um eitt efni með
mörgum tilbrigðum, eins og ýmis
fyrri hefti. Nefna mætti breska
skáldsagnagerð eða hvað er efst á
baugi í Bandaríkjunum á sviði
bókmennta. í þessu hefti eru yfir
eitt hundrað síður helgaðar viðtöl-
um við Milan Kundera og brotum
úr ýmsum verkum hans. Milan
Kundera er eins og alkunna er
tékkneskur rithöfundur sem hefur
á síðustu árum búið í Frakklandi
og telst nú óumdeilanlega í hópi
merkustu rithöfunda samtímans.
Efni Kundera í ritinu er sem
sagt fyrirferðarmikið og til að
mynda er þar ákaflega fróðlegt
viðtal við hann eftir skáldsagna-
höfundinn Ian McEwan, þar sem
þeir ræða um verk Kundera, út-
legð hans frá Tékkóslóvakíu, fyrri
verk hans, búsetu hans nú í
Frakklandi og hin ýmsu prinsipp
sem ráða ferðinni í verkum hans.
Mjög athyglisverð grein „A Kid-
napped West or Culture Bows
Out“ er ákaflega áhrifamikil og
hnitmiðuð grein Kundera í senn á
Sovétríkin og Vesturlönd í senn.
Kannski pólitískasta ritgerð
Kundera fram að þessu. Þótt þetta
sé merk grein fannst mér „Some-
where Behind“ taka henni fram
þar sem Kundera gerir skil verk-
um Franz Kafka, þeim höfundi
sem hann telur sig hafa lært mest
af. Kundera dregur þarna upp
óvenjulega skýra og aðgengilega
mynd og þó skuggalega af Kafka
og skrifum hans. Eg man ekki eft-
ir að hafa í annan tið lesið jafn
fróðlega og aðgengilega grein um
jafn torráðinn höfund og Kafka
hefur löngum verið talinn. Ekki
má gleyma hinni frægu sögu
Kundera Soul and Body sem er
birt í ritinu, er að vísu ástarsaga,
en gerist á þeim tímum þegar Sov-
étmenn gerðu innrásina í Tékkó-
slóvakíu í ágúst 1968 og undir-
tónninn er þungur og tregakennd-
ur þegar Kundera sníður og saum-
ar það á listilegan hátt saman
hvernig innrásin hefur smám
saman kynleg og ruglandi áhrif á
líf einstaklinganna. í ritinu eiga
markir höfundar greinar og rit-
gerðir, og þar á meðal eru
Marques og Vargar Llosa. í upp-
hafi er kafli sem heitir Observat-
ions og þar skrifa þrír höfundar
smápistla einkar læsilega.
Ég man ekki eftir í annan tíma
að hafa fengið í hendur jafn glæsi-
legt bókmenntatímarit og þetta
sem er stútfullt af vönduðu efni
unnið á sérstaklega traustvekj-
andi hátt.