Morgunblaðið - 17.05.1984, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984
43
Ásgeröur S. Sófus-
dóttir — Minning
Fædd 6. mars 1933
Dáin 8. maí 1984
í dag fer fram frá Fríkirkjunni
útför vinkonu minnar Ásgerðar S.
Sófusdóttur, er lést í Landa-
kotsspítala 8. þ.m. Við vorum að-
eins fimm ára gamlar er við flutt-
um báðar á Ásvallagötuna og alla
tíð síðan hef ég átt Ásu sem vin-
konu. Ása átti yndislega foreldra,
sem voru hjónin Oddný Ásgeirs-
dóttir og Sófus Guðmundsson,
skósmiður. Fljótlega var ég farin
að vera jafn mikið á þeirra heimili
og mínu eigin. Árin liðu áhyggju-
laus í leik, skóla og síðar í vinnu
eins og gerist og gengur hjá börn-
um og unglingum.
Svo kynntist Ása eftirlifandi
eiginmanni sínum, Guðjóni Páls-
syni, og gengu þau í hjónaband 11.
júní 1952 og samrýndari hjónum
hef ég ekki kynnst nema ef væru
foreldrar Ásu. Síðan hefur líf
hennar verið helgað heimilinu og
sonunum fjórum, sem eru Sófus,
Ásmundur, Gylfi og Páll og var
hún þeim yndisleg móðir, enda
uppskar Ása eins og hún sáði því
synirnir eru allir jafn elskulegir.
Fyrir fimm árum veiktist Ása
alvarlega og var lengi veik og var
þá aðdáunarvert að sjá hvað Guð-
jón og synirnir reyndust henni vel.
Var það ekki síst þeim að þakka
hversu vel hún náði sér, svo og
hennar góða skapi og mikla jafn-
aðargeði.
Fyrir rúmum 30 árum stofnuð-
um við saumaklúbb nokkrar vin-
konur. Á miðvikudag fyrir þremur
vikum komum við síðast saman og
var Ása þar með okkur, kát og
glöð, nýbúin að ferma yngsta son-
inn. Örugglega datt ekki neinni
okkar þá í hug að það væri í síð-
asta sinn sem við sæjum Ásu. En
á sunnudeginum var hún flutt fár-
sjúk á sjúkrahús og andast þar
nokkrum dögum síðar. Ekki get ég
að því gert að mér finnst þetta
ósanngjarnt að hún sé tekin frá
okkur svona fljótt og fá ekki að
njóta vináttu hennar lengur.
Elsku Guðjón, synir, tengda-
dóttir, barnabörn og systkini, ég
vona að guð gefi ykkur styrk í
ykkar miklu sorg.
Að lokum vil ég þakka Ásu vin-
konu minni fyrir vináttuna og alla
tryggðina við mig.
Blessuð sé minning Ásgerðar S.
Sófusdóttur.
„Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.”
(V.Briem)
Dísa vinkona.
Hröð er förin
örskömm dvöl
á áningastað.
Verum því hljóð
hver snerting
er kveðja
í hinsta sinn.
(Birgir Sigurðsson.)
Sumir menn álíta að dauðinn sé
endalok alls. Vissulega er hann
endalok jarðlífs okkar og ekki er
okkur, allavega flestum okkar,
gefin sýn um annað líf. En við vit-
um og við trúum. Hve örsnautt
væri ekki líf vort ef við ættum von
á því einhvern daginn, að þurrkast
út og vera ekki meir. Hve lítil
huggun það væri ástvinum ef ein-
hver hyrfi og væri eftir það ryk
eintómt eða mold. Nei, dauðinn er
ferðalag til bláu eyjunnar hans
Þórbergs, þar sem allir eru góðir
og allir hugsa rétt, og ekkert rangt
er til.
Það var fyrir þó nokkuð mörg-
um árum, að ég kom fyrst á Reyni-
mel 92. Ég kynntist syni Ásu í
vinnunni, og hann bauð mér heim
til sín. Hann bjó þá heima hjá for-
eldrum sínum. Mér var tekið þar
forkunnarvel, þannig að ég gleymi
því seint. Ása bauð upp á mat og
Gaui bauð upp á skápinn í stof-
unni! Eftir þetta áleit ég þau
manna best fallin til að taka á
móti gestum. Enda fengu þau vist
að finna fyrir því. Það leið varla
sá dagur að einhver af vinunum
væri ekki staddur þar. Og öllum
leið þar vel.
En nú er Ása farin í ferðalag.
Það verður víst misjafnlega langt
þangað til, að við hittum hana
næst, en örugg getum við verið um
að þegar við leggjum í ’ann, þá
hittum við fyrir vin á áfangastað.
Friðarkveðjur sendum við á eft-
ir henni.
Guð blessi fjölskyldu hennar.
G.M.
Núna eftir langan og strangan
vetur er vorið komið og sumarið
framundan. En það er ekki allt
eins og það var áður, eitthvert kalt
tómarúm komið. Hún Ása er látin.
Hún kvaddi okkur öll í trausti
þess að við mundum sýna styrk og
samstöðu áfram. Því að meðan
hún var hér meðal okkar sem eftir
erum var hennar styrkur okkar
styrkur. Því að gott var að vita af
henni ef eitthvað kom upp er erfitt
reyndist að leysa. Með sinni ró og
rökhyggju sýndi hún okkur hversu
auðvelt var að leysa vandamál
sem voru stór í okkar augum en
lítil í hennar. Hún hét fullu nafni
Ásgerður Sigríður Sófusdóttir,
komin af duglegu og nægjusömu
fólki sem var sér og sínum til
sóma. Hún var fædd 6. mars 1933
og því aðeins 51 árs þegar hún
fluttist úr þessum heimi. Maður
hennar, Guðjón Á. Pálsson, og
synir hennar fjórir eiga um sárt
að binda á þessum tímamótum.
Kæru vinir og vandamenn Ás-
gerðar, við vitum öll að hún er
meðal okkar og sú trú gerir þessar
erfiðu stundir léttari. Barnabörn-
in sem fengu svo stutta stund með
ömmu Ásu geyma minninguna um
hana í hjarta sínu eins og við öll.
Ingibjörg R. Vigfúsdóttir
Æskuvinkonan er horfin á
braut.
Fyrir rúmum 30 árum var stofn-
aður saumaklúbbur af nokkrum
ungum og glaðværum stúlkum,
sem hafa haldið óslitinni tryggð
síðan. Bundust sterk bönd gegnum
árin, þar sem við fylgdumst með
fjölskyldulífi hvor annarrar, upp-
eldi barna okkar og jafnvel barna-
barna.
Fyrir þrem vikum var sauma-
klúbbur, Ása vinkona kom glöð og
ánægð, sýndi okkur myndir þar
sem hún var að láta ferma yngsta
son sinn og sáum við þá hversu
stolt hún var af fjölskyldu sinni og
ekki síst nöfnu sinni og sonardótt-
ur, Ásgerði Sófusdóttur.
Þegar maður ætlar að fara að
lýsa mannkostum látinnar vin-
konu verða öll orð barnaleg eða
máttlaus. Þessi trygglynda vin-
kona okkar var alltaf söm og jöfn
við alla, svo mikið vitum við, hún
var góð dóttir foreldra sinna, góð
elsta systir, góð og trygglynd eig-
inkona, elskuleg móðir, ljúf amma
og ekki síst góð tengdadóttir.
Ljúfar og góðar minningar eru
það dýrmætasta, og enginn getur
þær frá okkur tekið.
Með þessu ljóði Einars Bene-
diktssonar kveðjum við okkar
kæru vinkonu:
„Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri er augað sér,
mót öllum oss faðminn breiðir."
Við vottum eiginmanni og fjöl-
skyldu Ásu okkar dýpstu samúð
og hluttekningu.
Saumaklúbburinn
Ný námskeið
Samskiptí og fJölskyldulíf
Flestum verður æ Ijósara hve mikilvæg andleg
Itöan og sjálfsöryggi er í vinnu og einkaltfi.
Námskeiöið er ætiaö þeim sem ungang-
ast börn og fulloröna í starfi og fjöl-
skyldu.
Á námskeiöinu kynnast
þátttakendur:
S Hvernig sérstaeö reynsla einstaklingsins mótar hann.
# Hvaö stjórnar sambandi tjölskyldumeölima.
e Hvaö hefir áhrif á samband maka.
e Hvaö leiöir til árekstra í samskiptum.
e Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi.
Leiöbeinendur eru sálfræöingarnir Guöfinna
Eydal og Álfheiður Steinþórsdóttir.
Innritun og nánari
upplýsingar í símum
21110 og 24145 ki.
18—20.
Tilboö sem veröur ekki endurtekið
Gildir til 19. maí ’84.
30% staðgreiðsluafsláttur
af öllum vörum verzlunarinnar
ATH:
Tilboðiö veröur
ekki endurtekið.
OPID:
alla daga frá kl. 9-
-6 laugard. 19.5 frá kl. 10—3 e.h.
Síöasti dagur
19. maí.
K.M. Húsgögn
Langholtsvegur 111 — Símar 37010 — 37144 — Reykjavík.
Nýtt á íslandi!
Víð stígum
skreffid til fulls
og bjóöum nýja og ennþá fullkomnari
framleiðsluábyrgö
í kjölfar frábærrar reynslu af tvöfaldri llmingu
einangrunarglers hefur Glerborg nú ákveðið að
taka ísetningu með I framleiðsluábyrgðina. í
þeim undantekningartilfellum sem samsetning-
argalli kemur fram gerum við þvl meira en að
útvega nýtt gler. Við ökum því beint á staðinn.
setjum rúðuna i og fjarlægjum þá gömlu - við-
skiptavininum algerlega að kostnaðarlausu.
Og hjá okkur þarf enginn að hafa áhyggjur
þótt hann glati reikningum eða kvittunum eftir
öll þessi ár - ábyrgðin er eftir sem áður I fullu
gildi þvi tölvan okkar man allt um einangrunar-
glerið mörg ár aftur I timann.
Oft reynist isetning mun dýrari en rúðan sjálf.
Hér er því loks komin örugg og fullkomin fram-
leiðsluábyrgð sem undirstrlkar -ótvíræða yfir-
burði tvöfaldrar limingar einangrunarlgers.
Tvöfalda límingin margfaldar öryggiö,
endinguna og ábyrgöina
Kynntu þér nýju ábyrgftarskilmálana okkar
GLERBORG HF
DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI53333