Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 46
46 Uf,« ?: S'If'Aa'lTOMi’, r.'Ai wvmrv«n<'. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 Sigurður meiddur HINN UNGI og snjalli leikmaöur ÍA í knattspyrnu, Siguröur Jóns- son, varö fyrir þvf óhappi aö meiöast á æfingu og taliö er víst aö hann leiki ekki meö meistara- flokki ÍA næsta mánuö. Sigurður Jónsson tognaöi illa á liöböndum i hné, en slík meiðsli eru oft þrálát. Er þaö mikiö áfall fyrir íslandsmeistara ÍA að Sigurö- ur skyldi slasast í upphafi mótsins. Hann er einn af lykilleikmönnum ÍA-liösins sem stefnir aö því aö verja meistaratitla sína á keppnis- tímabilinu. — JG/ÞR • Beniamino Vignola, leikmaður Juventus, sveiflar vinstri fætinum og örskoti síöar lá knötturinn í netinu hjá Porto. Mark Vignola var glæsilegt eins og sást best í sjónvarpsútsendingunni í gær. Morgunblaðid/Símamynd AP frá Basel í Sviss. „Við áttum skilið að vinna“ — sagði þjálfari Porto eftir tapið gegn Juventus í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa „Ef réttlætinu hefði verið full- nægt heföi þaö verið fyrirliöi okkar sem tekiö heföi á móti bik- arnum hér í kvöld — viö áttum sigur svo sannarlega skilið í leiknum," sagöi Antonio Morais, þjáifari Porto, eftir að liöið haföi tapað fyrir Juventus, 1:2, í úrslita- leik Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu í Basel t Sviss í gærkvöldi. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleiknum. Morais gagnrýndi dómara leiks- ins, Austur-Þjóðverjann Adolf Prokof — sem talinn er einn besti dómari í heimi. „Dómar hans voru okkur í óhag — og hann sleppti tveimur augljósum vítaspyrnum lá í Nottingham NOTTINGHAM Forest vann auö- veldan sigur, 2:0, á Manchester United í ensku 1. deildinni í gærkvöldi á heimavelli sínum. Þetta var síðasti leikur beggja liöa í deildinni. Forest er nú næstum öruggt með þriöja sæti í deildinni og United endar senni- lega í fjóröa sæti. Úrslitin þýóa líka aö Southamp- ton nægir eitt stig úr leik sínum gegn Notts County í kvöld til aö ná ööru sæti í deildinni. Colin Walsh lagöi upp fyrra mark Forest á 34. mín. sem Gary Birtles skoraöi með skalla. Viv Anderson skoraöi síö- ara markiö. Sigur Forest var öruggur — liðið sótti nær látlaust allan leikinn. sem viö áttum aö fá í seinni hálf- leiknum," sagöi Morais. Leikur liðanna í gær var skemmtilegur og mjög vel leikinn á köflum. Leikmenn Porto sýndu góöa knattspyrnu og í seinni hálf- leiknum sótti liöiö af miklum móö. Juventus lá þá í vörn langtímum saman en Portúgalarnir náöu ekki aö brjóta niöur varnarmúr hinna nýbökuöu ítölsku meistara. Fyrsta markiö kom á 13. mín. Beniamino Vignola, einn besti maöur Juventus í leiknum, skoraöi þá meö fallegu vinstri fótar skoti frá vítateig — markvöröurinn sá knöttinn ekki fyrr en of seint og fékk ekki komið í veg fyrir mark. Porto jafnaöi svo er hálftími var af leik. Antonio Sousa skoraði þá með skoti utan vítateigs — þrumu- skoti sem skall í jöröinni og spýtt- ist yfir markvöröinn sem sveif í horniö. Sousa átti mjög góöan leik í gær — eins og svo margir leik- menn Porto. Pólverjinn Zbigniew Boniek skoraöi sigurmark leiksins á 41. mín. Hann fékk frábæra sendingu inn í teiginn frá Vignola, varnar- manni Porto mistókst aö hreinsa frá og Boniek potaöi boltanum í netiö utan úr teig. Markvöröurinn var heldur betur í skógarferö — var aö sniglast aftan viö Boniek er hann skaut! Fyrri hálfleikurinn var oft mjög vel leikinn — og ekki heföi veriö ósanngjarnt þó staöan heföi veriö 2:2 í leikhléi. Tacconi, markvöröur Juventus, bjargaöi einu sinni meistaralega. í seinni hálfleik var Porto betra liðiö eins og áöur sagöi — en þrátt Næstu leikir EINS og viö segjum frá í blaöinu í dag fer fyrsti leikurinn í íslands- mótinu í knattspyrnu fram í kvöld kl. 20.00 í Laugardalnum. Þá leika Víkingur og KR. Viö skulum lífa á næstu leiki í 1. deildinni. Á morgun, föstudaginn 18. maí, leika ÍA og Fram á Akranesi og hefst sá leikur kl. 18.00. Þá leika Valur og ÍBK í Laugardal kl. 20.00. Fyrsti leikurinn í 3. deild A fer líka fram á morgun, þá leika Fylkir og ÍK á Árþæjarvelli. Og loks fara fram sex leikir í 4. deild. Ekkert veröur leikiö á laugar- daginn en á sunnudag, 20. maí, leika KA og Þór á Akureyri kl. 13.30. I Reykjavík spila Þróttur og Breiðablik saman á Laugardals- vellinum kl. 20.00. Fimm leikir fara fram í 2. deild á sunnudaginn 20. maí og sex leikir í 3. deild og sjö í 4. deild. Viö greinum nánar frá þessum leikjum á íþróttasíöunum á laugardaginn. — ÞR. fyrir mikla pressu tókst liöinu ekki aö skapa sér verulega hættuleg færi. Leikmenn portúgalska liösins voru ekki heppnir uppi viö markiö og einnig var Tacconi í ham í markinu. Paolo Rossi fékk dauöafæri í seinni hálfleiknum til aö koma Juv- entus tveimur mörkum yfir — en markvörðurinn kom út á móti og varöi skot hans vel. Þá var Frakk- anum Platini brugöiö harkalega innan vítateigs en ekkert dæmt. Ekkert annaö en vítaspyrna var þar réttlætanlegt. Rigna tók í síðari hálfleiknum og gerði þaö leikmönnum erfitt fyrir — völlurinn var þungur og þeim gekk illa aö hemja knöttinn í bleyt- unni. Áhorfendur voru 60.000 — flestir á bandi Juventus — og fögnuöu þeir mjög í leikslok. Sérstaklega hylltu þeir Zbigniew Boniek, sem taliö er aö Juventus muni selja eftir keppnistímabillö — sem var besti maöur liösins ásamt Vignola og Bonini. Platini, Rossi og Tardelli áttu aftur á móti allir held- ur slakan leik. Liöin voru þannig skípuö: JUVENTUS: Stefano Tacconi, Claudio Gentiie, Antonio Cabrini, Massimo Bonini, Sergío Brío, Gaetano Scirea, Beniamino Vignola (Nicola Cancola frá 89. mín), Marco Tardelli, Paolo Rossi, Michel Platini, Zbigniew Boniek. PORTO: Ze Beto, Joao Pinto, Eduardo Luls (Jose Costa frá 83. mín.), Lima Pereira, Eurico, Jaime Magalhaes (Michael Walsh frá 65. mín.), Frasco. Antonio Sousa, Fernando Gomes, Jaime Pacheco, Vernelinho. Lið vikunnar valið á ný í Morgunblaðinu MORGUNBLAÐIÐ hefur ákveöiö aö taka upp aö nýju aö velja lið vikunnar eftir hverja umferö 1. deildar islandsmótsins f knatt- spyrnu í sumar. Aö loknu keppnistímabilinu veróur síöan birt liö ársins. Þá mun Morgunblaöiö gefa leik- mönnum 1. deildarliöa einkunnir fyrir leiki sína eins og blaöið hefur gert undanfarin ár — og veröur einkunnagjöfin byggö upp eins og í fyrra. Einkunnir eru frá 1 upp í 10. j lok keppnistímabilins mun blaöiö heiöra leikmann Islandsmótsins svo og markahæsta leikmanninn. Stuttgart — Hamburg er 26. maí: Verði leiknum ekki sjónvarpað verður bein útvarpslýsing EINS og skýrt hefur veriö frá í Mbl. þá er íþróttamaóur sjón- varpsins, Bjarni Felixson, aó vinna aö því að fá úrslitaleikinn í „Bundesligunni" á milli Stutt- gart og Hamburg sýndan beint hér á landi laugardaginn 26. maí næstkomandi. Sjónvarpið bíður eftír leyfi frá v-þýska knattspyrnusambandinu og fleiri aöilum. „Þaö þarf að leysa marga hnúta og semja viö marga aöila og óvíst er hvort þaö tekst aö ná samningum," sagöi Bjarni Felixson. Hann sagöi jafn- framt aö máliö myndi skýrast á næstu dögum. Ákveöiö hefur veriö hér heima aö ef bein sjónvarpsútsending verður ekki af leiknum þá mun Ragnar Örn Pétursson, íþrótta- fréttamaöur útvarpsins, lýsa leiknum beint í útvarpinu. Ragnar sagöi í spjalli viö Mbl. aö línur væru klárar og ekkert væri því til fyrirstööu aö lýsa síöari hálfleik beint. — ÞR. Þrjú stig fyrir sigur NÚ VERÐUR í fyrsta sinn tek- in upp sú nýbreytni í íslands- mótinu í knattspyrnu að lií fær þrjú stig í staö tveggja fyrir sigur í leik. Ætti þetta nýmæli að gefast vel og skapa meiri stemmningu I knattspyrnunni í sumar. Oft hefur þaö viljaö brenna viö í leikjum að liö gera sig ánægð með jafntefli og leika því of varlega, sækja ekki heldur verjast um of. Knattspyrnuunnendur ættu því aö fá meiri sóknarleik í sumar en oft áöur. Aö vísu er sumir á því aö nái lið forystu í ieik þá reyni iiöiö aö verjast svo til elngöngu og halda sigrinum og stigunum þrem- ur. En þá er komiö aö hinu liöinu aö brjóta niður vörnina og sækja stíft. Heföi 3 stiga reglan verið notuö í fyrra þá heföi ÍA hlotiö 34 stig í' staö 24. Síöan heföu þrjú liö orðiö( jöfn meö 25 stig, KR, UBK, Valur og ÍBK. KR varö í ööru sæti í fyrra, UBK í þriöja, Valur í fimmta og IBK í áttunda. — ÞR KR-ingar liafa oftast sigrað ÍSLANDSMÓTID í knattspyrnu sem hefst í dag með leik Víkings og KR er hió 73. í rööinni. Fyrsta mótiö fór fram árió 1912 og í því sigraöi liö KR. KR-ingar hafa oftast oröiö ís- landsmeistarar í knattspyrnu, eöa tuttugu sinnum alls. Síöast sigraöi liö KR í mótinu áriö 1968. Vals- menn hafa seytján sinnum sigraö í jslandsmótinu, síöast varö liö þeirra meistari áriö 1980. — ÞR. O

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.