Morgunblaðið - 17.05.1984, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ1984
47
íslandsmótið í knattspyrnu hefst í dag
„Nlótið verður hnífjafnt
spennandi og skemmtilegt"
„Þetta íslandsmót leggst mjög
vel í mig. Ég hef trú á því aö mót-
ið núna verói enn jafnara en í
fyrra. Þaö kemur ekkert eitt liö til
meö aö stinga af á stigatöflunni.
Þaö veröur hart barist í hverjum
leik því aö nú er meira í húfi en
oft áöur þar sem þrjú stig en ekki
tvö fást fyrir sigur í leik,“ sagöi
Otto Guömundsson, hinn leik-
reyndi fyrirliöi KR. Otto hefur ver-
ið í eldlínunni í 14 ár og lætur
engan bilbug á sér finna. Fyrsti
leikur mótsins er í kvöld á milli
KR og Víkings á grasvellinum í
Laugardal. Viö inntum Otto eftir
því hvernig leikurinn legöist I
hann og KR-liðið.
„Leikurinn leggst vel í mig og
mína menn, á því er enginn vafi.
Viö höfum reyndar átt viö smá-
vægileg meiðsl aö striöa hjá
nokkrum leikmönnum, en vonandi
tekst okkur aö stilla upp okkar
sterkasta liði í kvöld. Víkingar eru
ávallt erfiöir mótherjar og viö vit-
um aö viö þurfum aö berjast af
miklum krafti til aö sigra.
Ég hef trú á því aö KR-liöiö veröi
gott í sumar, viö höfum aö undan-
förnu skoraö mikiö af mörkum og
þaö er góös viti. Liðið hefur veriö
aö mótast og er í framför, á því er
enginn vafi,“ sagöi Otto.
— Breytir þriggja stiga reglan
miklu aö þínu mati?
„Ég veit þaö ekki. Mér líst svo
sem ágætlega á þriggja stiga regl-
una sem slíka, en ég er hálf
smeykur viö aö liö dragi sig í vörn
ef þau ná forystu í leikjum. En svo
getur líka vel veriö aö hún hleypi
miklu lífi í þetta mót. Vonandi gerir
hún þaö.“
— Viltu spá einhverju um endan-
lega röö í islandsmótinu?
„Nei, þaö vil ég alls ekki gera.
Þaö er útilokaö aö spá nokkru
ööru en því aö mótiö verður hníf-
jafnt alveg út í gegn,“ sagöi fyrirliöi
KR-inga. — ÞR.
liðin 14 ár.
ÍA spáð sigri
Knattspyrnumenn hér á
landi búast greinilega viö ís-
lands- og bikarmeisturum ÍA
sterkum til leiks í sumar. Á
fundi meö fréttamönnum í
fyrradag spáöu þjálfarar, fyrir-
liöar og forráöamenn 1. deild-
arliöanna um lokastööu deild-
arinnar í haust og samkvæmt
henni mun ÍA sigra meö yfir-
burðum.
Hvert félag fékk þrjá at-
kvæðaseðla. Akranes fékk 269
stig í fyrsta sæti af 290 mögu-
legum og Val var spáö 2. sæti.
Annars var úrslitum í deildinni
spáö þannig: 1. ÍA meö 269
stig, 2. VáTur 206, 3. Fram 190,
4. Breiðablik 179, 5. KR 161, 6.
Þróttur 145, 7. ÍBK 132, 8. Þór,
Akureyri 118, 9. KA 113 og 10.
Víkingur 82.
„ÍA vinnur ylirburðasigur"
• ögmundur Kristinsson
Leikið á grasi
í Reykjavík en
möl á Akranesi
VÍKINGUR og KR mætast á Val-
bjarnarvelli í Laugardal í kvöld kl.
20 í fyrsta leik Islandsmótsins í
knattspyrnu — 1. deild — að
þessu sinni.
Á morgun fara tveir leikir fram í
1. deildinni: ÍA — Fram á Akranesi
kl. 18 og Valur — ÍBK kl. 20 í
Laugardal. Þess má geta aö leikur-
inn á Akranesi veröur á malarvell-
inum — grasvöllurinn er enn ekki
tilbúinn til notkunar. — sh
„ÉG HELD aö Akurnesingar muni
stinga önnur liö af í 1. deildinni í
sumar — þeir muni vinna yfir-
buröasigur," sagöi Ögmundur
Kristinsson, fyrirliöi Víkinga, í
samtali viö Mbl. um íslandsmótiö
sem nú er aö hefjast. „Annars
held ég að deildin veröi mjög jöfn
og allir komi til meö aö vinna
alla.“
Ögmundur sagöi aö pressan
væri engin á Víkingum í upphafi
þessa islandsmóts. „Þaó býst eng-
inn viö neinu af okkur — og ég
verö aö segja aö mér brá hrikalega
þegar ég sá spá forráöamanna,
þjálfara og fyrirlióa 1. deildarliö-
anna (sem birt er hér annars staö-
ar á síöunni). Viö vorum aö vísu
neöarlega i deildinni í fyrra og leik-
ir okkar í Reykjavíkurmótinu hafa
ekki gefiö tilefni til stórafreka en
engu aö síöur kom þaó mér mjög á
óvart hve menn búast viö okkur
slökum.
En þaö kemur okkur auðvitað til
góöa. Viö trúum því sjálfir aö viö
séum meö gott liö og ég er bjart-
sýnn á sumariö. Viö komumst
a.m.k. ekki neöar en okkur var
spáö!! Strákarnir voru svolítið
svekktir þegar þeir sáu þessa spá
en ég held að hún komi til með aö
þjappa hópnum saman. Því má
bæta viö aö okkur hefur vantaö
lykilmenn í Reykjavikurmótinu —
Aöalsteinn Aöalsteinsson og Þórö-
ur Marelsson eru báöir meiddir og
Örnólfur Oddsson er enn í Dan-
mörku og kemur til okkar um mán-
aöamótin. Hann var meö okkur í
Belgíu um daginn og kom sterkur
út.“
Ögmundi leist vel á leikinn í
kvöid gegn KR-ingum. „Ég hiakka
til aö komast á grasiö!" sagöi
hann, og bætti því viö aö Víkingar
væru ákveðnir í því aö sigra í
kvöld. „KR-ingar hafa leikiö mikiö
upp á aó nota löng innköst og
aukaspyrnur í Reykjavíkurmótinu
og ég vona aö viö höfum einhver
ráö til aö stööva þá,“ sagöi Ög-
mundur. Hann sagöist telja aö
þriggja stiga reglan kæmi til aö
gera knattspyrnuna skemmtilegri.
„Ég á von á því aö liöin leiki meiri
sóknarknattspyrnu i sumar en
undanfarið. Nú þýöir ekkert aö
leika upp á jafntefli því það er
sama og tap í sumar."
Heimaleikur KA
á Þórsvellinum
LEIKUR KA og Þórs í 1. deild-
arkeppninni í knattspyrnu á
sunnudag veröur leikinn á
Þórsvellinum, þó hér sé um að
ræöa heimaleik KA. Leikurinn
hefst kl. 13.30.
Þórsvöllurinn er í bestu
ástandi grasavallanna fyrir
noröan og ákváöu félögin því
aö leikið skyldi þar nú.
Þór — ÍA:
Leikurinn
færður á ný
LEIKUR Þórs og ÍA í 1. deild-
inni í knattspyrnu sem vera
átti á Akranesi á miðvikudag i
næstu viku veröur leikinn á
Akureyri. í upphafi átti leikur-
inn reyndar aö fara fram þar
en þar sem menn bjuggust viö
aö grasvöllurinn ó Akranesi
yröi frekar tilbúinn til notkun-
ar en vellirnir fyrir noröan á
þessum tíma var ákveöiö aö
leika á Skaganum. Raunin
hefur hins vegar oröið sú aö
grasvellir á Akureyri hafa
komiö vel undan vetri og eru
tilbúnir en ekki Skagavöllur-
inn, þannig að leiknum var
snúið aftur.
— SH.
Besta meðalaðsókn í
fyrra var á Akranesi
AÐSÓKNIN aö knattspyrnuleikjum 1. deildar er ávallt athyglisverö.
Hún hefur verið nokkuö misjöfn í gegnum árin og jafnframt eftir því
hvar leikiö er á landinu. Ef viö lítum á meöalaösóknina á hverjum leik
í fyrra þá kemur í Ijós aö hún var aðeins 639 áhorfendur á hverjum leik
í Reykjavík. Er þaö næstlægsta meöaltal á þeim stööum sem 1. deildar
leikir fóru fram. ísafjöröur var með lægsta meöaltal, 542. Besta aösókn
var á Akranesi eöa 883 aö meöaltali á hverjum leik. Hér aö neöan
bittum viö töflu meö meðalaðsókn aö 1. deildar leikjum frá árinu 1978
til 1983. Þar má sjá aö besta meöalaösóknin í Reykjavík var á árinu
1981.
1978 1979 1980 1981 1982 1983
Reykjavík............................ 784 1037 1137 1282 771 639
Akranes.............................. 819 1062 990 778 751 883
Akureyri.......................... 790 834 959 596 756
Keflavík............................. 645 821 827 634 680
Vestmannaeyjar.................... 490 730 654 738 649 727
Kópavogur ........................ 560 795 936 918 721
Hafnarfjörður .................... 361 425 604
isafjöröur ...................... 478 542