Morgunblaðið - 17.05.1984, Page 6

Morgunblaðið - 17.05.1984, Page 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAl 1984 Lysenkó, Lysenkó, gaztu ekki gengið aftur annars staðar en á íslandi? — eftir Ásgeir Jakobsson 111 tíðindi eru að gerast með þjóð vorri og það árar ekki til að skafa utan af hlutunum, þótt sannleikur komi eflaust fyrir lítið, svo mikil sem villan er með alþýðu manna og stjórnvöldum. Lysenkó er frægur karl í mannkynssögu síðari tíma og þyk- ir sígilt dæmi um það, sem getur gerzt, þegar vísindamönnum tekst, undir hatti vísindanna, að telja stjórnvöld á að gera stór- felldar tilraunir byggðar á hald- lausum kenningum. Lysenkó þessi taldi sovézkum stjórnvöldum trú um, að hann hefði uppgötvað þá erfðaeiginleika jurta, sem gætu margfaldað upp- skeruna í Sóvétt, ef þeir væru nýttir. Kenningu hans var tekið fagnandi og henni fylgt undir Stalin og hún leiddi til hungurs- neyðar í þessu landi með beztu gróðurmold í heimi, svörtu mold- ina. Það upplýstist aldrei, hvort Lys- enkó var flumbru vísindamaður með oftrú á fræði sín eða frama- gjarn vísindamaður að leika stór- an karl. Hitt er víst, að maðurinn kom sér fljótt í þá aðstöðu, að hann varð að standa á sínu eða missa höfuðið. Flestar þjóðir eiga lysenkóa í sögu sinni, þótt sá sovézki sé heimsfrægastur. Það er mín skoð- un að verið sé að gera lysenkótil- raun með fiskveiðar okkar íslend- inga til ómælanlegs tjóns fyrir þjóðina. Stutt yfirlit um sókn á stjórnleysisárunum 1952—71 í síðari heimsstyrjöldinni hurfu útlendingar af miðunum hér við land og við íslendingar höfðum ekki skip til að taka þann afla, sem hægt hefði verið að taka á stríðsárunum, áttum ekki nema rúmt 30 togara og bátaflotinn mest smábátafloti. Arlegur þorsk- afli var undir 200 þús. tonnum á stríðsárunum nema eitt ár, 216 þús. tonn, og eru þessi ár gott dæmi um. hvað það getur kostað fiskveiðiþjóð að hafa of lítinn fiskiflota. Árin 1947—52 stækkaði okkar eigin fiskifloti ár af ári, bæði tog- ara- og bátaflotinn og útlend- ingarnir komu á ný í sóknina. Uppúr 1952, þegar nýsköpunar- togarar okkar voru orðnir 54, voru útlendingar farnir að sækja hingað í þorskinn á 200 togurum árlega og komust upp í 300 sum árin. Þetta voru mest 6—700 lesta togarar. Fiskveiðilögsagan var þá 4 sjóm. Vörpur togaranna voru framan af tímabilinu hampvörpur með 80 mm riðli í poka og belg, en uppúr 1963 með 12 mm riðli í hampvörpu en 110 mm riðli í nælonvörpum, sem þá voru komnar. Leyfilegt var að klæða pokann með byrði að ofan en húðum að neðan og í raun mátti pokinn heita lokaður. Bretar voru manna mest á smáfisksslóð- um og á fimm árum, 1960—64, er talið að þeir hafi veitt meira en 250 milljónir fiska af lengdinni 40—70 cm, en það er 3—5 ára fisk- ur. Ef .við gefum okkur þetta til jafnaðar 2. kg fisk (4 ára fisk) þá eru þetta 500 þús. tonn eða 100 þúsund tonn á ári. Þessi talning er gerð eftir að bannað var að landa fiski undir 40 cm, en fyrir þennan tíma, þ.e. 1960, var leyfilegt að landa 34 cm fiski oir þvf tímabili er engin marktæk talning til, það ég viti. Enda var í raun ekkert eftirlit með smáfisksveiðum lengst af þessu 20 ára tímabili, sem hér um ræðir og aldrei hefur smáfiskadráp verið jafnmikiö á ís- landsmiðum og á sjötta og sjöunda áratugnum og aldrei jafnmikill afli. Þrjár töflur, sem segja sína sögu Hér verða nú settar upp þrjár töflur með tölum, sem mörgum er ljósara að lesa en stöpla- eða línu- rit, til að sýna skil og mun á þorskaflabrögðum í 20 ára stjórn- leysi í sókninni, árin 1952—71, og síðan undir takmarkaöri stjórn í 4 ár, 1972—1975 og loks í 9 ár, 1976—84, undir algerri stjórn. Töflunni yfir 20 ára stjórnleys- istímabilið er skipt í tvennt, vegna breytinga á sókn, sem verður um mitt tímabilið eða við árið 1961, þegar fiskveiðilögsagan sem færð var árið 1958 úr 4 sjóm. í 12 sjóm., var orðin virk með samningum við Breta og togarar, innlendir sem útlendir, misstu 32 þúsund ferkm. fiskislóð. Bretum kom útfærslan verst í kolaveiðum sínum. Þorskafli þeirra minnkaði lítið, og alls ekki smáfisksveiðar þeirra, því að þeir sóttu meira en áður út á mestu smáfisksslóðirnar fyrir Norðaust- urlandi og Vestfjörðum. íslenzki togaraflotinn missti góðar stórfisksslóðir við útfærsl- una í 12 sjóm., einkum við Jökul og á Selvogsbanka, en þar misstu togararnir flotvörpuslóðina, en flotvarpan (íslenzk uppfinning 1951/52) jók mjög aflabrögð þeirra á árunum 1952—56. Þorsk- aflabrögð íslensku togaranna drógust því saman við útfærsluna. Þá varð og sú breyting á þorsk- sókninni um 1961, að bátaflotinn, stærsti hluti hans, tók að stunda síldveiðar mikinn hluta ársins síldarárin miklu 1961—67. Af þeim sökum, sem hér hafa verið raktar, varð nokkur sam- dráttur í heildarþorskafla á síðara hluta sjórnleysistímabilsins. Vissulega má kalla útfærsluna í 12 sjóm. stjórnunarathöfn, sem greinilega verkaði til samdráttar í aflabrögðum, en þar sem sóknin var að öllu leyti stjórnlaus líkt og á fyrra timabilinu utan 4 sjóm. markanna, getur ekki talizt rétt að heimfæra árin 1961 til 1971 undir stjórnunartímabil. Sem sagt: Kngar stjórnarhömlur voni á þorskveiðum skipa á þessu tveggja áratuga tíraabili, 1952—71, nema þau takmörk, sem fiskveiðilögsagan setti togurunum. Heildarþorskafli á íslandsmiðum 1952—71. Stjórnlaus sókn: 1952 : 392 þús. tonn 1953 : 515 þús. tonn 1954 : 546 þús. tonn 1955 : 537 þús. tonn 1956 : 482 þús. tonn 1957 : 453 þús. tonn 1958 : 511 þús. tonn 1959 : 454 þús. tonn 1960 : 465 þús. tonn 1961: 376 þús. tonn Samtals er þessi 10 ára þorsk- afli 4 millj. 731 þús. tonn og jafnar sig því upp með ársaflanum 473 þús. tonn. 1962 : 387 þús. tonn 1963 : 409 þús. tonn 1964 : 435 þús. tonn 1965 : 394 þús. tonn 1966 : 358 þús. tonn 1967 : 344 þús. tonn 1968 : 379 þús. tonn 1969 : 405 þús. tonn 1970 : 471 þús. tonn 1971: 453 þús. tonn Samtals er þorskafli þessa síð- Ásgeir Jakobsson „Það liggur sem sagt við, að Hafrannsókn hafi nú í þorskstjórninni slegið það met sem stofnunin hafði sett í loðnustjórninni, sem var þó glæsilegt: loðnu- aflinn 582 þús. tonn 1981 en Hafrannsókn stjórnaði honum niður í 13 þús. tonn 1982.“ ara 10 ára tímabils 4 millj. 35 þús. tonn og jafnast í 403 þús. tonna ársafla. 20 ára heildarþorskafli á ís- landsmiðum f tveggja áratuga stjórnleysi, nema úrfærslurnar í 12 sjóm., er þá alls 8 millj. 766 þús. tonn og jafnar sig með 438 þús. tonna ársafla, og síðasta stjórnar- árið var hann, eins og að ofan sést, 453 þús. tonn og nú er að geta fyrstu Hafrannsóknartölunnar. Sú tala er skemmtileg. Eftir tutt- ugu ára stjórnlausa sókn í þorsk- inn, með gegndarlausum smá- fisksveiðum, mælir Hafrannsókn hrygningarstofninn 700 — sjö- hundruð — þús. tonn. Á árunum 1972—75 voru friðað- ar smáfiskaslóðir fyrir Norðaust- urlandi og á Kögursvæðinu. Veið- um útlendra togara var aftrað eft- ir megni og það tókst að draga úr þeirra afla niður í 106 þús. tonn 1975. Það má því segja, að um hafi verið að ræða takmarkaða stjórn á þessum árum, sem greinilega hef- ur dregið úr heildarafla. Þorskafli á íslandsmiðum undir takmarkaðri stjórn árin 1972—75. 1972 : 399 þús. tonn 1973 : 380 þús. tonn 1974 : 375 þús. tonn 1975 : 371 þús. tonn Samtals eru þetta 1 millj. 525 þús. tonn eða 380 þús. tonn til jafn- aðar á ári. Á árinu 1976, þegr við höfðum unnið fullnaðarsigur í þorska- stríðinu, voru fiskveiðar komnar undir okkar eigin stjórn og þá var byrjað að stjórna eftir tillögum Hafrannsóknar, þótt þeim væri ekki fylgt að fullu, svo sem lýst verður síðar. Stjórnunin beindist strax lang- mest að því að takmarka veiðar togara til verndar smáfiski og átti það að stækka hrygningarstofninn samkvæmt vísindum Hafrann- sóknar. Möskvastærð í vörpu var aukin upp í 155 mm í poka. Veiðar togaranna voru takmarkaðar með því að hrekja þá slóð af slóð, varp- an oft ekki komin i botn á svæði sem leyft hafði verið að veiða á, þegar skipun kom að sunnan um að hífa upp aftur og færa sig á annað svæði. Tilskipunum rigndi oft yfir skipin á veiðunum, mörg- um í einu, svo sem heyra mátti nýlegt dæmi um í hljóðvarpinu eitt kvöld fyrir nokkru. Lesnar voru upp tilskipanir nr. 13, 14 og 15, og var sú nr. 13 um bann við veiðum á Kögursvæðinu, nr. 14 bann við veiðum á svæði útaf Kög- ursvæðinu og nr. 15 bann við veið- um á Hornsvæðinu og fylgdu þess- um svæðabönnum dagsetningar og lengdar- og breiddarákvarðanir fyrir skip og þorsk, og er nú haldið að hann hafi ekki hlustað, því að stórþorskurinn synti inná öll bannsvæðin, en togararnir sem hlýddu vóru þá aftur í smáfiski á nýja svæðinu og fengu fljótlega nýjar tilskipanir. Þegar þorskaflinn rauk upp óviðráðanlega á árunum 1980 og 1981, voru takmarkanir auknar, skrapdögum togara var fjölgað uppí 150 á ári, þar af mátti þorsk- ur í afla togaranna ekki fara yfir 5% í 40 daga, 15% í 55 daga og ekki yfir 30% í 55 daga. Auk þessa voru allar þorskveiðar bannaðar um mánaöartíma árlega. Veiðar báta hafa einnig verið takmarkað- ar á stjórnunarárunum, þótt í minna mæli væri, og munaði þar mestu um þau takmörk á neta- sókn, að netabátum var gert skylt að taka upp net sin í land 10 daga á bezta veiðitíma vertíðar. Um togarasóknina að öðru leyti er það að segja á þessum stjórnun- arárum, að hér hafa verið á tíma- bilinu 80—110 skuttogarar, flestir litlir eða 4—500 lesta. Það var tal- ið svo, meðan samanburður fékkst á veiðum skuttogara og 6—700 lesta síðutogaranna, að munurinn á veiðiafköstum að jöfnum öðrum aðstæðum en þeim, sem lutu að veiðimöguleikum skipanna tækni- lega, væri 20—25% og lægi mestur í því að fljótlegra var að taka vörpuna og koma henni út aftur á skuttogurum; einnig fékkst nokkru meiri opnun á vörpuopi í skuttogi en síðutogi og hægara var að stjórna vörpunni í drættinum. Við skulum gefa okkur ríflegan, eða svo sem 30%, muninn á veiði- möguleikum skuttogara og síðu- togara og ef við reiknum með þeim mun þá hafa ekki verið hér á veið- um undanfarin ár, nema sem svar- ar 104—143 síðutogurum þeim, sem hér voru á miðunum á stjórn- leysistímanum 1952—71 og hér er einungis um tæknilega möguleika að ræða og eftir að draga frá togarasókninni nú svæðafriðanir, skrapdaga og algera banndaga. Það er ógerningur að fullyrða neitt um hvað allar þessar takmarkanir þýða í tapaðri sóknargetu, en varla er um minni skerðingu á veiðimöguleikum skuttogara okkar að ræða en sem svarar þriðj- ungi, en eflaust miklu meira, en við skulum láta okkur þessa ágizk- un nægjá til að sýna okkur, að tog- arasóknin síðustu árin með 80—110 skuttogara fyrir landi að nafninu til, svarar ekki til nema eins og 70—96 síðutogara á stjórn- leysistímanum 1952—71, en þá voru þeir togarar ekki undir 200 árlega. Þetta er hin gífurlega togara- sókn, sem almenningi og fjölmiðl- um stendur svo mikil ógn af nú. Þorskafli á íslandsmiðum undir fullri stjórn árin 1976—84. 1976 : 348 þús. tonn 1977 : 340 þús. tonn 1978 : 328 þús. tonn 1979 : 368 þús. tonn 1980 : 435 þús. tonn 1981 : 469 þús. tonn 1982 : 388 þús. tonn 1983 : 298 þús. tonn 1984 : 220 þús. tonn Hrygningarstofn sagður um 300 þús. tonn (fyrirskip- aður afli, Samtals er þorskaflinn af þess- um 9 algeru stjórnunarárum, sem reynsla er fengin af, 3 millj. 174 þús. tonn, eða til jafnaðar 345 þús. tonn á ári. Þá getum við borið saman út- komurnar. Á 20 ára stjórnleysis- tímabili var jafnaðarafli 438 þús. tonn á ári og síðasta ár þess tíma- bils var þorskaflinn 453 þús. tonn og þá mældi Hafrannsókn, við höfum ekki aðra mælingu, hrygn- ingarstofninn 700 þús. tonn. Á 9 ára stjórnunartímabili sjávar- útvegsráðuneytisins hefur jafnað- arafli verið 345 þús. tonn á ári og Hafrannsókn mælir hrygninga- stofninn um 300 þús. tonn og síð- asta ár þessarar algeru stjórnar er aflinn kominn niður í 220 þús. tonn. Nú er þess að geta, að sjávar- útvegsráðherrar þessa tímabils fóru 667 þús. tonn fram úr tillög- um Hafrannsóknar og voru þó of hallir undir Hafrannsókn, eins og sést af aflabrögðunum. Tókum skakkan pól í hæðina Flestir íslendinga munu hafa gengið í þroskastríðið með því hugarfari að við tækjum sjálfir þann afla, sem útlendingarnir tóku af miðum okkar, en færum ekki í stjórnunarleik með fiskveið- arnar. Það vantar líffræðilega þekkingu, við vitum alltof lítið um lífið í sjónum, til að geta stjórnað veiðum í þeim mæli, sem við höf- um reynt að stjórna þeim í tíu ár. Þess vegna stöndum við nú eins og glópar frammi fyrir þeirri stað- reynd að bæði afli og stofn hefur minnkað við stjórnunina. Heildaraflinn hlaut náttúru- llega að minnka við minnkandi togaraafla, þegar útlendingarnir fóru af miðunum með allan sinn mikla togaraflota, 2—300 stóra togara, og við áttum þá ekki nema um 80 litla skuttogara til að ná upp þeim togveiðiafla, sem útlend- ingarnir höfðu tekið árlega, auk þess sem við fórum strax að hamla veiðum okkar eigin litla togara- flota. Við getum sem sagt skýrt minnkandi heildarafla með minnk- un sóknar undir eigin stjórn, en af hverju hefur þorskstofninn minnkaö um leið og minnkandi sókn togara? Við ætluðum stofninum að vaxa við að minnka togarasóknina á uppeldisslóðinni. Svarið er tvíþætt: hrygninga- stofninn hefur verið orðinn of stór 1971, fiskveiðisaga þjóðarinnar sýnir að aflaleysi fylgir í kjölfar stórra hrygningastofna og svo verður okkur það á, að reyna að auka með stjórnun, fisk á uppeld- isslóðinni til viðbótar of stórum hrygingastofni. Fiskislóðin hefur ekki þolað þetta hvorttveggja, æt- isfrekan stórfisk og fjölmennan og of mikla nýliðun vegna of mikillar verndunar ungfisks. Við getum ályktað eitt og annað af fenginni reynslu en það vantar stórlega fiskifræðilega þekkingu til að stjórna fiskveiðum í þeim mæli sem við höfum reynt undanfarin ár. Fiskifræðingar vita ekki hvað mið okkar þola af fiski á hverjum tíma og ekki heldur hvernig tiltek- inn fiskstofn á að vera sem æski- legast uppbyggður í árgangaskip- un og þeir vita ekki um nýliðun þorsks fyrir þriggja ára aldur og þeir vita ekki hver sé æskilegasta stærð hrygningastofns svo mest líkindi séu til að klak lukkist. Fiskifræðinganir hafa forðast, þar til nú, að á þá er gengið opin- berlega, að gera almenningi, sem trúir á þá, ljósa vanþekkingu sína. Þess vegna ætti almenningur að fylgjast með svörum þeirra í blöð- um nú þegar borin hefur verið á þá vanþekking. Þá eru svörin hjá þeim öllum, sem enn hafa svarað: — Við höfum alltaf vitað það, að við vissum ekki nóg um nýlið- un, og síðan ekki nóg um víxláhrif árganganna og loks ekki nóg um æskilega stærð hrygningarstofns- ins. Þið sem gagnrýnið okkur þurfið ekki að halda, að við höfum ekki alltaf vitað af þessari vanþekkingu okkar. Almenningi hlýtur að finnast

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.