Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 Fjölbreytt ársrit Bókmenntír Erlendur Jónsson HÚNAVAKA 242 bls. Útg. Ung- mennas. Austur-Húnvetninga. Ristj. Stefán Á. Jónsson. 24. ár — 1984. Mér telst svo til að Húnvetn- ingar gefi reglulega út að minnsta kosti þrjú ársrit af svipuðu tagi og Húnavöku. Það er að segja rit með fróðleik úr héraði sem héraðs- menn sjálfir hafa skráð. íslensk fræði skutu snemma rótum í Húnaþingi. Á Breiðaból- stað í Vesturhópi var bók fyrst færð í letur svo vitað sé. Þar var líka fyrsta prentverkinu valinn staður. Á Þingeyrum var stofnað fyrsta klaustrið. Þar voru fræði- störf í hávegum höfð eins og lesa má um í þættinum Þingeyraklaust- ur á mióöldum í þessari Húnavöku, höfundur Björk Aðalsteinsdóttir. Fleiri Íslendingasögur gerast í Húnaþingi en annars staðar. Og margt bendir til að þær hafi einn- ig verið í letur færðar þar um slóðir, þeirra á meðal Heiðarvíga saga sem ýmsir telja elstu íslend- ingasöguna. Mest er auðvitað Grettis saga. Sögufróðir menn telja hana aðra rismestu söguna, næst á eftir Njálu. Fremst í riti þessu er þátturinn Spakmæli í Grettlu eftir Hermann Pálsson, prófessor í Edinborg. Hann segir að Grettla hafi »fleiri spakmæli en nokkur fornsaga önnur*. Síðan gerir hann grein fyrir spakmæl- unum. Mörg þeirra koma fyrir annars staðar í fornritunum, þó oftast með nokkrum orðalagsmun. Skoðanir Hermanns Pálssonar á miðaldasöguritum íslendinga eru nokkuð umdeildar. Þessi saman- tekt er hin fróðlegasta og naumast umdeilanleg. Annars er efni þessa rits ekki mest sótt í forna frægð heldur til gömlu góðu daganna — æskuára þeirrar kynslóðar sem nú er kom- in á efra aldur. Manntalið heitir t.d. þáttur eftir Erlend Eysteins- son á Stóru-Giljá. Á Stóru-Giljá bjuggu á undan Erlendur Eysteinsson Erlendi bræðurnir, Sigurður og Jóhannes Erlendssynir. Þeir voru lengi forsjármenn sveitar sinnar og einhverjir mestu myndarbænd- ur landsins á sinni tíð. Það var manntalið 1950 sem yfirskrift þáttarins vísar til en þá »var Sig- urður Erlendsson bóndi á Stóru- Giljá bæði hreppstjóri og oddviti um þessar mundir. Þurfti hann því að hafa yfirumsjá með mann- talinu og annast það sjálfur á nokkrum bæjum,« segir Erlendur. En nú gerðist það kvöldið áður en taka skyldi manntalið að aftaka- veður skall á svo mönnum varð stórhætt við að bjarga fé í högum. Mátti Sigurður standa úti alla þá nótt yfir fé sínu svo það hrektist ekki og týndist. En manntalinu sinnti hann daginn eftir eins og ekkert hefði í skorist. Skemmtilegur er líka þátturinn Rjúpnaveióar eftir Magnús B. Jónsson. Þar segir frá manni sem lagði af stað til rjúpnaveiða og ætlaði ekki að nota daginn til ann- ars en varð skjótt og óvænt frá að hverfa til að hjálpa ungum ferða- manni sem hafði heldur betur komist í vanda á leið sinni. Þó sveitir Húnaþings séu víða blómlegar hafa Húnvetningar ekki síður nytjar af heiðalöndun- um — og þá að sama skapi dálæti á þeim. Síóasti bóndinn í heiðinni heitir þáttur eftir Kristinn Páls- son. »Heiðin var hans draumaland hvort heldur hann var þar í hesta- leit eða veiðiferð að ná í silung til matar. Alltaf var hann með augun opin fyrir náttúrunni umhverfis.* Frásögur af dýrum er oftast að finna í ritum eins og Húnavöku. Hér er sagan Moli eftir Margréti Jónsdóttur frá Fjalli um sam- nefndan eftirlætishvolp sem »var afar elskulegt dýr og svo vitur að hann virtist skilja allt það er sagt var við hann«. Það skorti þó á hyggindi Mola að hann gelti að bílum og varð sú árátta honum að aldurtila. Undir fyrirsögninni Ungar radd- ir skrifa þær, Guðrún og Sólveig á Kagaðarhóli, um hestana sína. Ekki þarf að hafa áhuga á hestum til að hafa gaman af að lesa hvernig ungu stúlkurnar lýsa eft- irlætisgæðingum. Þar er ekki hnignun yfir íslenskunni, síður en svo. Nokkuð er af kveðskap í ritinu enda yrkir margur sér til hugar- hægðar og dægrastyttingar. Nokkuð er það misjafnt að gæð- um. Bestar þykja mér sumar fer- skeytlurnar. Það er form sem allir þekkja. Og hver er ekki dómbær á vel kveðna vísu? Sjaldgæfara er að rekast á skáldskap í lausu máli í héraðarit- unum. En hér er smásaga, Endur- fundir eftir Ragnheiði Blöndal. Sagan er af ungum stúlkum sem keppa eftir ástum sama mannsins (sem annarri tekst að hreppa) og endurfundum eftir átta ár þegar allir hafa »hægt og þjáningarfullt öðlast sína reynslu«. Söguefnið er gott og vel á haldið en málfarið sums staðar einum of eldhúsreyf- aralegt. Eftirmæli eru í þessari Húna- vöku (auk fleira efnis sem ekki verður tíundað hér) — fróðleg og greinagóð og fela í sér minnis- stæðar mannlýsingar — eins og eftirmæli eiga að vera. Fjölbreytnin er að mínu viti kostur þessa rits. Með hliðsjón af öðrum sambærilegum ritum stendur það nokkuð vel, bæði að efni og frágangi. Mannleg geimvera Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Walter Tevis: MAÐURINN SEM FÉLL TIL JARÐAR. Þorsteinn Antonsson þýddi. Iðunn 1983. Maðurinn sem féll til jarðar er dæmigerð metsöluskáldsaga og vitanlega kvikmynduð. Glans- stirnið David Bowie mun hafa leikið aðalhlutverkið í kvikmynd eftir sögunni. Svokallaðar vísindaskáldsögur höfða til margra. Maðurinn sem féll til jarðar er ein slík. Hún er samansett af töluverðri leikni af Walter Tevis, er spennandi á köfi- um, ber vitni um þekkingu höf- undar á viðfangsefninu. Ég er að minnsta kosti viss um að hann hefur lesið handbækur í eðlis- og efnafræði áður en hann settist niður til að rita söguna. Það kom mér aftur á móti á óvart hve skáldsagan minnir um margt á Fram í sviðsljósið eftir Jerzy Kosinski. En fulltrúar Bandaríkjastjórnar og bandarísku leyniþjónustunnar eru ekki algjör- ir blábjánar í augum Tevis. Kos- inski gerir þá aftur á móti að tóm- um einfeldningum. Thomas Jerome Newton er sendur til jarðarinnar utan úr Walter Tevis geimnum. Hann hefur hlutverki að gegna. Um hann er sagt að „hann var mannlegur en ekki beinlínis maöur“. Það sem hann átti sameiginlegt með mönnum var „hæfni til að elska, óttast, líða kvalir og vorkenna sjálfum sér“. Ekki svo lítið. Saga Newtons á jörðinni er ekki aðeins saga um það hvernig hann gat á skömmum tíma orðið ríkur og voldugur. Þetta er líka saga um það hvernig geimvera tileinkar sér ýmsa lesti mannsins, einkum drykkjuskap og missir þannig viljaþrek sitt. Þeir kaflar sem fjalla um veiku hliðarnar eru einna skemmtilegastir. Líklega á að skilja Manninn sem féll til jarðar sem viðvörun. Höf- undurinn bendir einatt á í hve miklar ógöngur mannkynið hefur ratað. Þannig verður siðaboðskap- ur ofan á og gerir söguna á stund- um þrælleiðinlega. Engum dettur í hug að Walter Tevis meini í alvöru það sem hann er að burðast við að segja. Auðvitað er það honum fyrir mestu að skrifa æsilega sögu. f siðaboðskapnum afhjúpar höf- undurinn veikleika sinn. Það er þá sem lesandinn sofnar. Það hvarflar stundum að manni að tölva hafi raðað saman þeim orðum sem Walter Tevis er talinn höfundur að. Þessi tölva kann að segja frá og á meira að segja til ljóðrænu í anda Henry Thoreaus. Á árinu 1984, ári George Orwells, er ekki óforvitnilegt að lesa framtíðarsýn Walters Tevis. Orwell er einn þeirra höfunda sem kemur í hugann, ekki síst þegar hin blinda geimvera stendur uppi algjörlega hjálparlaus í lokin. Maðurinn sem féll til jarðar er eins og hver önnur dægrastytting í bókarformi. Alls ekki léleg sem slík. En varla annað og meira. Þorsteini Antonssyni hefur tek- ist að gera texta Walters Tevis skiljanlegan á íslensku. En stund- um er eins og allt fari úr böndum. Hver nennir þá að tala íslensku Hugleiðing um pakkafólkið og vídeóið Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Stundum hvarflar sú hugsun að kvikmyndagagnrýnandanum er hann situr í einhverjum kvikmyndasalnum, að hann sé að villast, að nær væri að labba út í ferskt loft og inná næstu myndbandaleigu að grípa nýj- ustu spóluna. Og það er næstum sama hvar gagnrýnandinn sæti, hann gæti labbað út úr bíóinu í næstu videóleigu, slíkar gorkúl- ur sem þær eru orðnar í hinni ágætu borg Davíðs. Það er kannski engin furða að kvik- myndagagnrýnandanum brá ekkert tiltakanlega í brún þegar einn þaulreyndur sýningarmað- ur ónefnds kvikmyndahúss upp- lýsti: Þetta er engin traffík mið- að við það sem var og hét. Má vera að þetta sé rétt, en samt finnst mér nú að myndaval kvikmyndahúsanna hafi stór- batnað frá því sem áður var og að myndir berist hér skjótar á hvíta tjaldið en nokkru sinni. En hvað fá bíóstjórar að gert þegar menn lauma splúnkunýjum myndum inn í landið á mynd- böndum og vart heyrist múkk frá æðri stöðum? Það er því kannski ekki nema von að manni finnist stundum dálítið kostulegt að vera að út- lista „splúnkunýja ameríska stórmynd" — sem hefir þegar runnið sitt skeið á skjá lands- manna. En hvað er til ráða þegar jafnvel Sjónvarpið okkar neyðir menn til myndbandskaupa. Þetta gerist til dæmis með þeim hætti að börnin — öflugasta markaðsaflið — verða svo hvekkt á því afskiptaleysi er þeim er sýnt af dagskrárstjórum Sjónvarpsins, að þau beinlínis þvinga foreldrana til mynd- bandskaupa: Annars fer ég bara til Nonna, þar er alltaf hægt að horfa á Tomma og Jenna — er viðkvæðið. Þetta er ekkert smá mál kæru lesendur því sumir vilja frekar sjá börn sín þroskast í skapandi leikjum en í samfylgd Tomma og Jenna. Ég veit meira að segja dæmi þess að menn læsi þá félaga oní kjallara, slík er ásókn barnanna í ærslin, og ekki veit ég betur en börn hafi verið lögð inná spítala með „Tomma og Jenna-veikina". Er þetta ekki allt í lagi, kunna nú sumir að segja, er nokkur munur á krakka sem hangir yfir videói og hinum sem liggur í myndablöðum og sögubókum? Kannski er þetta allt gott og blessað en hvað gerist þegar barnið sest á skólabekk og verð- ur að takast á við prentað mál? Þá reynir á hugarflugið, á hæfi- leikann til að breyta máli í mynd, frásögn kennara í mynd og texta. Þeir sem alast upp við Tomma og Jenna þurfa ekki á slíkum hæfileika að halda. Þar er nefnilega engan texta að finna, bara myndraðir sem þjóta fyrir augu og eyru. Barnið þarf ekkert að gera nema horfa á endalausan eltingaleikinn og barsmíðarnar og komi andar- takshlé á ólátunum ókyrrist barnið og skeifa kemur á munn- inn. Það er kannski ekki nema von að kennarar séu barðir af nemendum í Bandaríkjunum og Svíþjóð, það er einfaldlega ekki nógu mikið fjör í kennslustund- unum. Hver haldið þið að nenni að hlusta á hrútleiðinlegan kennara sem alltaf er að skrifa eitthvað á töfluna og biðja menn að lesa bækur, þegar hægt er að fá vitneskju um alla hluti með því að kaupa eða leigja eitt stykki myndband, er miðlar fróðleik um hvaðeina á aðgengi- legan hátt — á þann veg er Tomma og Jenna-kynslóðin skii- ur? Nei, kæru lesendur, við stönd- um á barmi nýrrar aldar þar sem menn fá allt í einum pakka: skemmtan og fræðslu og geta ét- ið popp heima í stofu um leið og þeir safna réttindum til háskóla- prófs. Svo hraðfleyg er þessi þróun að ég held að við séum hægt og bítandi að breytast í: pakkafólk. Ekki endilega „pakk“ heldur verur sem vilja fá lífsins gagn og nauðsynjar í þægilegum pökkum. Jafnvel húsin okkar koma þegar í slíkum pökkum og viljum við fara í leikhús dugir ekki minna en leikhúspakki og hyggjumst við hverfa til fjar- lægra landa er okkur pakkað inní ferðapakka. Því spái ég því að í framtíðinni fáum við alla okkar uppfræðslu í litlum pökk- um er innihalda videóspólur með fræðsluefni. Og hver nennir að fara á bíó nema ástfangnir ungl- ingar — slíkir er halda uppi fé- lagsheimilum þessa lands — þegar skemmtunin kemur í pökkum sendum heim á hlað? Og hverjir haldið þið að nenni að tala íslensku þegar öll vor upp- fræðsla og skemmtan verður á ensku, enda samin í kvikmynda- verum og fræðslumiðstöðvum hins vestræna heims af færustu mönnum og seld á niðursettu verði sökum mergðar? Lítil þjóð má sín einskis á slíkum markaði. Þó má vera að við eignumst, er fram líða stundir, heimsfræga málfræðinga austur í Vatns- mýri. Það er nefnilega ekki á hverjum degi að slíkum mönnum gefst færi á að fylgjast með dauðastríði ævafornrar þjóð- tungu. Þó er aldrei að vita nema við áttum okkur í tíma og beit- um stílvopnum gegn videói. Þá verður saga okkar eigi kvödd með orðunum: THE END.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.