Morgunblaðið - 17.05.1984, Síða 20

Morgunblaðið - 17.05.1984, Síða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAl 1984 Tilkynning frá samtökum rétthafa myndbanda á íslandi Aö gefnu tilefni tilkynnist hér meö aö áöur auglýstum aögeröum samtaka rétthafa myndbanda á ísiandi um ólöglegt myndefni er hætt. Samtök rétthafa myndbanda á íslandi. Gæðingakeppni Andvara verður haldin á svæöi félagsins viö Kjóavelli 26. maí kl. 14.00. Keppt veröur í A- og B-flokki og flokki unglinga. Skraningu skal lokiö fyrir 23. maí. Mótanefnd 35. leikvika — leikir 12. maí 1984 Vinningsröd: X 1 1 — 12X — X 1 1 — 212 1. vinningur: 12 réttir — kr. 215.000,- 57225(4/11) 85645(6/11)*- 2. vinningur: 11 réttir — kr. 8.000,- 863 19720+ 51374 87897+ 162720+ 19632+ 37198+ 52451+ 90374 19703+ 39720+ 86579 94251+ Kærufrestur er til 4. júní kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboösmönnum og á skrif- stofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — íþróttamiöstööinni — REYKJAVÍK Alltaf á föstudögum HEILSTEIKTUR UXI OG AKRAKARAMELLUR Viötal viö Bifhjólasamtök lýöveldisins. KÝPUR — EYJA ÁSTARGYÐJUNNAR VORLÍNAN FRÁ INTERCOIFFURE Föstudagsblaðið ergott forskot á helgina Bræðrafélag Bú- staðakirkju 20 ára Blaðinu hefur borist eftirfarandi frá Bræðrafélagi Bústaðakirkju: Bræðrafélag Bústaðakirkju verður 20 ára þann 17. maí næstk. Tildrögin að stofnun félagsins voru auðvitað áhugi manna fyrir kirkjulegu starfi. Akveðið var af forgöngumönnum kirkju- og safn- aðarmála, að gangast fyrir stofn- un bræðrafélags. Aðalhvatamaður að stofnuninni var Axel heitinn Sveins ásamt fleiri góðum og áhugasömum mönnum. Tilgangur félagsins ætti aðallega að beinast að kirkjulegum og jafnframt fé- lagslegum störfum í sókninni. Fljótlega kom í ljós hve mikil þörf var fyrir félagið. Fundir voru haldnir reglulega fjórða og síðan þriðja hvern mánudag í hverjum mánuði yfir vetrarmánuðina, og skorti aldrei fundarefni. Fljótlega ákvað bræðrafélagið að hefja fjár- söfnun til kirkjubyggingarinnar. Allskonar fjáröflunarleiðir voru farnar, svo sem bingó, spilakvöld, sala jólakorta, aðventukransa, kertastjaka o.fl. o.fl., og er þessari söfnun lauk gátu bræðurnir lagt verulegt fjármagn til kirkjubygg- ingarinnar. Bræðrafélagið var upphafsaðili að aðventukvöldi á fyrsta sunnudegi á aðventu. Að- ventukvöldin hafa verið stórhátíð- arsamkomur í sókninni alla daga síðan. Allir hafa lagst á eitt að gera kvöld þessi sem glæsilegust, söngfólk, organisti, kvenfélags- konur, ótal ónafngreindir ein- staklingar ásamt sóknarnefnd. Ávallt hefur verið leitast við að fá einhvern af frammámönnum þjóð- arinnar til að vera ræðumaður kvöldsins. T.d. var dr. Bjarni Benediktsson, þáverandi forsæt- isráðherra, aðalræðumaður á fyrsta aðventukvöldi bræðrafé- lagsins hinn 29. nóvembcr 1964. Þá tóku bræðurnir snemma upp á því að bjóða konum sínum til „Konukvölds" og völdu til þess konudaginn ár hvert. Þessi siður hefur haldist síðan 1965. Veita bræðurnir konum sinum og gest- um af rausn, ganga sjálfir um beina klæddir svuntum og tilheyr- andi. Hafa kvöld þessi farið í alla staði vel fram og mikil gleði ríkt og fjör. Á vorin var haldinn hinn almenni kirkjudagur í sókninni, og aðstoðuðu bræðurnir við allar athafnir á þeim degi. Þessi hátíð- isdagur hefur nú færst yfir á af- mælisdag Bústaðakirkju, 1. sunnudag í aðventu. Aður en kirkjan kom, var allt starf í Rétt- arholtsskólanum. Barnasamkom- ur voru fjölmennar og aðstoðuðu bræðurnir við þær, en auk þess voru á sama tíma barnasamkomur í Fáksheimilinu, og sáu bræðurnir alveg um þær undir handleiðslu Sr. Olafs Skúlasonar. Eitt af störfunum, og með þeim ánægjulegri, er aðstoð bræðranna við messur á sunnudögum. Að vera viðstaddir og heilsa kirkju- gestum, afhenda sálmabækur, sjá um bænalestur og ritningalestur, og að vera á allan hátt til aðstoðar ef með þarf. Nú í seinni tíð hafa kvenfélag og æskulýðsfélag einnig tekið þátt í þessum störfum. í gegnum árin hafa meðlimir bræðrafélagsins verið kosnir í framkvæmdanefndir og ráð innan safnaðarins, og hafa störf þeirra komið að miklum notum. Stofnendurnir voru 24 og flestir hafa félagar verið um og yfir 50, svo ekki er um fjölmennan hóp að ræða. En þess ber að geta, að allt eru þetta áhugamenn, ekki dauð númer í félagaskrá og þessvegna er árangurinn góður. Bræðurnir skiptast á um störf, taka að sér verkefni og framkvæmdir. Með öðrum orðum; „Þeir hjálpuðu að leggja stein við stein og upp reis musteri." Næstkomandi mánudag, þann 21. mai, verður hátíðarfund- ur í Bræðrafélaginu og er konum okkar boðið með. Að sjálfsögðu eru allir fyrrverandi meðlimir hjartanlega velkomnir ásamt kon- um sínum. Formenn Bræðrafélagsins hafa aðeins verið fjórir frá upphafi: Hermann Ragnar Stefánsson 1964—1968, Guðmundur Hansson 1968—1970, Davíð Kr. Jensson 1970—1976 og Sigurður B. Magn- ússon 1976—1983. Núverandi formaður er Guðmundur Hansson. Eyjólfur Guðmundsson skrifar frá Noregi: Hið veika kyn var hið sterka Á síðustu árum hefur það orðið algengara, að meira eða minna geðbilaðir menn hafi ráðist á kon- ur og meðhöndlað þær svo harka- lega, að þær hafa hlotið stór- meiðsl, eða bana. í slíkum tilvik- um hefir þeim oft verið nauðgað. í fyrrasumar voru tvær skóla- stúlkur myrtar í Berlín. Reyndar eru dæmin nærtækari, því bæði í Osló, Bergen og Þrándheimi hafa ungar stúlkur verið myrtar síð- ustu misserin. Staðreynd er að ungar stúlkur verða oft gripnar hræðslu við slík- ar aðstæður og það svo að þær snúast ekki til varnar. Þó hefir það skeð, að hið veika kyn hafi bitið frá sér hart og óvægilega, en það er því miður afar sjaldan. Torunn Olsen, 19 ára stúlka frá Porsgrun, fyrir vestan Osló, er ein þeirra fáu sem bæði hefur slegið og sparkað frá sér og á þann hátt bjargað lífi sínu. Sl. sumar lenti Torunn í hörku- slag við tvo Þjóðverja, sem réðust á hana, greinilega með það fyrir augum að nauðga henni. Annar þeirra sló til hennar í andlitið, en hinn greip til hennar og vildi draga hana inn í afsíðis hliðar- götu. Torunn reif sig lausa, og sparkaði af öllu afli aftur fyrir sig í þann sem vildi komast aftan að henni. Um leið vildi hinn slá á ný til hennar, en hún bar hendur fyrir höfuð sér, og sneri sér um leið undan högginu. Strax á eftir sparkaði hún til hans, milli fóta hans. Maðurinn hné niður og varð nú hvorki fær til slagsmála eða njóta ásta með konum! Hinn maðurinn sneri sér nú undan, í áttina að bifreið sem var rétt hjá. Torunn hugsaði þá með sér að hann skyldi ekki sleppa svo vel. Kom hún þungu höggi undir höku hans. Féll hann um leið á bak aftur. Torunn hlaut glóðarauga í þess- um átökum og blússa hennar eða skyrta rifnaði í tætlur. Greinarhöfundur var nýverið á ferð í Osló, og brá sér í heimsókn til Torunn Olsen. Það var sunnu- dagsmorgunn og var hún sofandi. Móðir hennar kom til dyra og kvaðst nú hafa fengið nóg af blaðamönnum, sem rangfært hefðu eitt og annað varðandi dótt- ur sina. Er hún heyrði að ég væri íslendingur breyttist tónninn og mér var vísað inn og dóttirin vak- in. Hún sagði með stolti frá slagn- um við Þjóðverjana, og bætti því við að hún hefði iðkað karate og fjölbragðaglímu síðustu 4 árin. í löngu samtali var víða komið við. Talið barst m.a. að því að fyrir nokkru var ung stúlka myrt í Bergen. Hún hafði fengið far með bílstjóra, sem ók henni afsíðis og kyrkti hana. — „Hefði ég verið þar,“ sagði Torunn, „skyldi hann hafa fengið fyrir ferðina ... það er reyndar auðveldara að verja sig í bíl, en úti á opnu svæði ... og ef það er bara einn sem ræðst á mig, þá er það téttara en slást við tvo.“ E.G.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.