Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 67 Breska ljónið og hernám Bækur Björn Bjarnason The Lion and the White Falcon. Höf.: Donald F. Bittner. Dreifing: Clio Distribution Services, Oxford. Útgáfuár: 1983, bls. 221. Verð 20.95 pund. Titill þeirrar bókar sem hér um ræðir er þessi: The Lion and the White Falcon: Britain and Iceland in the World War II Era — Ljónið og hvíti fáikinn: Bretland og ísland á tímum síðari heimsstyrjaldarinn- ar. Á bókarkápu segir um höfund- inn Donald F. Bittner að hann sé bandarískur undirofursti og her- sagnfræðingur við Command og Staff College bandarískra land- gönguliða. I formála segist höf- undurinn hafa fengið áhuga á hernámi íslands 1965—66 fyrir hvatningu frá þremur íslending- um: Valbergi Lárussyni, Magnúsi Maríussyni og Finni Eyjólfssyni. Bókin byggist á rannsóknum á bandarískum, kanadískum og breskum gögnum auk þess sem höfundur hefur í einstökum und- antekningartilvikum leitað fanga með bréfaskriftum og samtölum við menn á íslandi og í Þýska- landi. í bókaskrá kemur fram að höf- undur hefur haft takmarkaðan að- gang að íslenskum heimildum og Einstök tónleikaplata Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson I)ire Straits Alchemy — Live Vertigo/Fálkinn Mikið hefur verið um þessa plötu ritað og flestar eru um- sagnirnar á einn veg: þetta sé sosum ágæt plata en tilgangur- inn með útgáfu hennar vandséð- ur. Ég er þessu algjörlega ósammála. Hef þó aldrei talist til dyggustu aðdáenda Dire Straits. Held því blákalt fram, að það sé dauður maður sem ekki hrífst af þessum tónleikaupptök- um Mark Knopfler og Co. í mínum augum (og þá ekki síður eyrum) er Alchemy prýdd öllum þeim kostum sem gera tónleikaplötur eftirsóknarverð- ar. Upptakan er listilega góð, hljóðfæraleikurinn frábær, út- setningarnar skemmtilegar og oft á tíðum talsvert frábrugðnar þeim upprunalegu og loks skemmtileg stemmning á meðal áhorfenda. Hvað menn vilja fá meira út úr tónleikaplötu er mér hulin ráðgáta. Alchemy er tví- mælalaust í flokki allra bestu tónleikaplatna síðari ára. Á Alchemy, sem eru reyndar tvær plötur með upptökum af einum tónleikum í Lundúnum, er að finna 11 lög, þ.á m. flest þeirra bestu sem Dire Straits hafa sent frá sér. Auk þeirra er þarna lagið Going Home úr kvikmyndinni Local Hero svo og Two Young Lovers, sem ég minnist ekki að hafa heyrt áður í flutningi Dire Straits. Það lag er einkar skemmtilegur rokkari í and Dave Edmunds. Það er erfitt að tína einstök lög út úr jafn sterkri heild og raun ber vitni. í mínum huga er Alchemy ákaflega heilsteypt tónleikaplata þótt vissulega sé þar að finna spretti, sem standa upp úr. Einn slíkan er t.d. að finna í Sultans of Swing, þar sem Mark Knopfler fer á kostum á gítarnum. Aðrir meðlimir Straits láta ekki sitt eftir liggja og útkoman er frábær. Alchemy er kostagripur í safn aðdáenda Dire Straits og það má mikið vera ef sveitin aflar sér ekki fjölda nýrra aðdáenda með þessari útgáfu. af skránni að dæma hefur hann ekki leitað víða fanga til að fræð- ast beint um íslensk málefni eða afstöðu íslendinga almennt til ör- yggismála fyrr og síðar. Stafsetn- ing á íslenskum mannanöfnum og örnefnum gefur til kynna að ekki hafi verið lögð mikil rækt við þessa hlið ritgerðarinnar. Hinar yfirgripsmiklu rannsókn- ir dr. Þórs Whitehead á stöðu fs- lands í síðari heimsstyrjöldinni sýna að ítarleg rannsókn á ógrynni heimilda er forsenda þess að menn komist á leiðarenda í þeim frumskógi sem umlykur kjarna malsins. Donald F. Bittner líkir rannsóknum sínum við leit- ina að hinum helga bikar er Jesús notaði við síðustu kvöldmáltíðina. Án þess að dómur sé felldur yfir þeim heimildum sem Bittner not- ar eða meðferð hans á þeim er unnt að slá því föstu að hin rétta leið verður ekki rötuð ef menn sleppa því alveg að kynnast sjón- armiðum íslendinga milliliða- laust. Erlendum sendimönnum „hættir til að misskilja ástandið í þeim löndum, þar sem þeir dvelj- ast og eiga raunar sína óskhyggju — ekki síður en annað fólk,“ segir Matthías Johannessen í ólafssögu Thors þegar hann færir rök fyrir því að Louis Dreyfus, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, hafi lát- ið undir höfuð leggjast að koma sjónarmiðum íslenskra stjórn- valda á framfæri við ráðamenn í Washington þegar bandríska beiðnin um herstöðvar til langs tíma var til umræðu 1945 og 1946. Donald F. Bittner skiptir her- námsárunum þannig að frá því að Bretar komu hingað 10. maí 1940 fram til 22. apríl 1942 hafi Bretar farið með hernámsstjórn en síðan Bandaríkjamenn til 7. október 1946 þegar Keflavíkursamningur- inn kom til sögunnar. í inngangi bókarinnar rökstyður hann það sérstaklega að ekki sé munur á hernámi Breta og Bandaríkja- manna. Þessi skilgreining á her- námi stangast á við sögulegan skilning fslendinga. Hér eru menn þeirrar skoðunar að hernámi Breta hafi lokið í júlí 1941 með hervernd- arsamningnum við Bandaríkja- menn. fslenskir stjórnmálamenn þess tíma töldu herverndarsamn- inginn ótvíræða viðurkenningu Bandaríkjamanna og Breta á al- geru frelsi og fullveldi fslands. f honum hafi falist að íslendingar ráðu einir stjórnskipun sinni og samningsgerðin sjálf hafi verið ótvírætt vitni um, að sambands- lögin við Dani frá 1918 væru í framkvæmd fallin úr gildi. Bittner gefur oftar en einu sinni til kynna að þessi samningur hafi verið neyddur upp á íslendinga. Hins vegar gerir hann enga tilraun til að skýra það hvort fslendingar hafi fært sér óskir Breta um þátt- töku Bandarikjamanna í stríðinu í nyt á þann veg að fá þessi stór- veldi til að fallast á grundvallar- sjónarmið íslendinga í baráttunni fyrir fullu sjálfstæði. Roosevelt, Bandaríkjaforseti, setti það sem skilyrði fyrir för bandarískra her- manna til fslands að fslendingar sættu sig við komu þeirra. Donald F. Bittner sýnist ekki heldur hafa athugað það að í stríðslok þótti íslendingum ýmis- legt annað brýnna í alþjóðamálum en að losna strax við Breta og Bandaríkjamenn: „Nýsköpunar- stjórnin gerði enga tilraun til þess að reka á eftir brottflutningi bandamanna, enda voru íslend- ingar ekki þess umkomnir að taka við flugvallarrekstri," segir Þór Whitehead í ritgerðinni Lýðveldi og herstöðvar í Skírni 1976. Þegar Bretar tilkynntu að þeir ætluðu að yfirgefa Reykjavíkur- flugvöll í mars 1946 hétu þeir ís- lendingum að aðstoða þá við að þjálfa menn til að reka flugvöllinn og stjórna flugumferð. Banda- ríkjamenn tóku þessari einhliða ákvörðun Breta illa. Bandarísk stjórnvöld lifðu þá enn í þeirri von að þeim tækist að fá hér þrjár herstöðvar til langtímaleigu. Slökkt var á þeirri vonarglætu með Keflavíkursamningnum haustið 1946. Eins og áður sagði var Louis Dreyfus, sendiherra, í forsvari fyrir Bandaríkjastjórn í þessu máli hér á landi: „Fram- koma Dreyfusar minnir einna helst á yfirgang landstjóra eða jarls, sem telur sig geta notað öll meðul í því skyni að koma fram vilja stjórnar sinnar og gæta hagsmuna hennar í hálfkúguðu landi," segir Matthías Johannes- sen í Ólafssögú Thors. í bók Bittners kemur ekki fram að hann hafi stuðst við skýrslur Dreyfusar við ritun bókar sinnar hins vegar er Bittner þeirrar skoð- unar að fslendingar hafi verið að minnsta kosti „hálfkúguð" þjóð fram til 1946. Raunar er bók Bittners gert rangt til með því að ræða sjálfstæðisbaráttu íslend- inga á stríðsárunum þvi að hún snýst alls ekki um hana. Að því er íslendinga varðar er höfundi mest í mun að athuga hvern hug þeir báru til breska hernámsliðsins. Bókinni lýkur á tilvitnun í Árna Jónsson frá Múla en hana hefur Bittner fundið í tíðindum frá íslands breska þinginu, Hansard. Árni lýsir áhrifum Breta á íslendinga með þessum orðum eftir að breski meginherinn er horfinn af landi brott: „Líklega er hér um einstakt tilvik í sögu hernáms að ræða, að hernámsliðið njóti meiri vinsælda við brottför en þegar það kom.“ Þegar litið er á allar aðstæður og meginstoðina í bók Bittners, það er að segja fjölda erlendra hermanna hér á landi á stríðsár- unum, má segja að lokaorð bókar- innar, tilvitnunin í Árna frá Múla, segi mikið um það sem hér var í húfi, því að aldrei reyndi á það öll stríðsárin að vopnum væri beitt milli stríðandi herja á fslandi. Á stríðsárunum voru íslend- ingar um 120 þúsund. Þegar flest var í breska landhernum voru hér um 25 þúsund hermenn á hans vegum. Breski flotinn hafði hér mest um 1.500 menn og breski flugherinn um 4.500 í september 1943. Fyrstu Bandaríkjamennirnir komu hingað í júlí 1941 og vetur- inn 1941/42 voru 10.845 banda- rískir hermenn í landinu eða alls 36.245 breskir og bandarískir her- menn. Bittner segir að í ágúst 1942 hafi 37 þúsund bandarískir her- menn verið komnir hingað en að- eins 1.200 breskir landhermenn voru þá enn eftir í landinu. Bók Bittners snýst einkum um breska heraflann eins og nafnið bendir til og þar er því lýst nákvæmlega hve mikil þrekraun það var fyrir breska ljónið að takast á við varn- ir fslands á þessum tíma. Þegar litið er til baka vekur undrun að svo mikill liðsafli skuli hafa verið sendur hingað til lands en breska hernámsliðið hafði það verkefni að koma í veg fyrir að Þjóðverjar næðu Reykjavík og gætu notað landið sem flota- og flugbækistöð auk þess sem liðið skyldi reisa flota- og flugstöðvar fyrir Breta í landinu. í þann mund sem hernámsliðiö kom til landsins ímynduðu Bretar sér að 50 þúsund manna óvígur her Þjóðverja væri í skipum á Saxelfi og biði þess eins að merkið væri gefið um að halda til íslands. Allt var þetta á mis- skilningi byggt. í raun voru Þjóð- verjar aldrei í stakk búnir til að senda landgöngulið til íslands og Ikarus-áætlun Hitlers um innrás á fsland, sem Þór Whitehead hef- ur meðal annars lýst í Lesbók Morgunblaðsins, varð lítið meira en pappírsgagn því að þýska her- stjórnin áttaði sig á því að hún gæti ekki haldið úti neinum liðs- afla á íslandi. Donald F. Bittner birtir í bók- inni ummæli eftir Karl Jesko von Puttkamer, varaaðmírál, sem varð flotaráðgjafi Hitlers og vitnar þar í bréf sem hann fékk frá Puttkam- er í október 1973, en Puttkamer var falið að vinna að Ikarus- áætluninni. í bréfinu segir að eftir hernám Breta hafi Þjóðverjar aldrei íhugað loft- eða flotaárásir á ísland. Og Bittner vitnar orðrétt í bréfið: „Ekkert var í alvöru hug- að að loft- og flotaárásum á ísland þar sem ekki var unnt að finna neitt skynsamlegt hlutfall á milli áreynslunnar og hugsanlegs ávinnings." Enginn vafi er á því að Hitler hafði fullan hug á að ná fótfestu á íslandi en hann skorti afl til þess, þá eins og nú var ástæðan fyrir áhuga evrópsks meginlandsveldis er sótti út á Atlantshaf tengd legu íslands, hnattstöðunni: „Wer Is- land hatte, besass den Schlússel zum Ausgang zum Atlantik," sagði Puttkamer í bréfinu 1973: „Sá sem ráð yfir íslandi hafði í hendi sér lykilinn að Atlantshafi.“ Breska hernámsliðið vann að gerð flugvalla í Reykjavík og á Kaldaðarnesi og flotastöðvar í Hvalfirði og Bandaríkjamenn gerðu Keflavíkurflugvöll. Bittner lýsir aðgerðum Breta nákvæmlega frá hersagnfræðilegu sjónarmiði og rekur ferðir einstakra sveita til og frá landinu. Gerir grein fyrir þeim vandamálum sem herstjór- arnir þurftu við að glíma og sam- skiptunum við íslendinga. Þegar frá leið nýttist aðstaðan á íslandi Bretum og bandamönnum best á þann veg að héðan var unnt að stunda lofthernað gegn þýskum kafbátum og til verndar skipalest- um og halda úti herflota í sama skyni og til varnar landinu auk þess sem aðstaða í landinu var ómetanleg fyrir skipalestirnar sjálfar. Bretar framkvæmdu hernámið á íslandi í flýti án þess að gera sér nægilega glögga grein fyrir því fyrirfram hvað af því myndi leiða. f stuttu máli má segja að Donald F. Bittner brjóti þessa staðreynd til mergjar og í því felist megin- gildi bókar hans. ZtmutiESTonE ^slns Nú eru fyrirUggjandi hjá hjólbarðasölum um land allt Bridgestone radial og diagonal sumarhjólbarðar. Óbreytt verð frá í fyrrasumar! veg na i BÍLABORG HF. Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.