Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 Ms. Kampen ekki í haffæru ástandi er það lagði af stað til íslands segir í skýrslu sjóréttar í Hamborg I'ýzka skipið Kampen var alls ekki í haffæru áslandi, er það lagði af stað í for sína til íslands frá Amsterdam 26. okt. sl. Kemur þetta fram í sjóprófum vegna skipsins, sem fram fóru í Hamborg seint í janúar. M/s Kampen sökk undan suðurströnd íslands 1. nóv- ember sl. og með því fórust sjö af áhöfn rkipsins, þeirra á meðal skipstjórinn, en sex komust af. Sjóprófin fóru fram í Ham- borg 24.-25. janúar. 1 þeim kemur fram m.a. að við brottför skipsins frá Amsterdam hafi lestarhlerar skipsins ekki haldið vatni og í hinu vonda veðri sem skipið hreppti og stóð dögum saman, hafi komizt meiri og meiri sjór i farm skipsins, sem var kolasalli. Vitað var um lek- ann á lestarhlerunum við brott- för skipsins og er það niðurstaða sjóréttarins, að með tillit til allra aðstæðna, þar á meðal þess veðurfars, sem skipið gat átt í vændum á þessum árstíma, þá hefði skipið ekki átt að leggja af stað í för sina til Islands sökum skorts á sjóhæfni. Þá bendir sjórétturinn á, að enginn loftskeytamaður hafi verið með í þessari ferð m/s Kampen, sem hafi verið óverj- andi. Breyti þar engu um, að bú- ið hafi verið að ráða loftskeyta- mann á skipið, sem síðan hafi sagt upp starfi sínu og hætt við ferðina. I niðurstöðum sjóréttarins er hins vegar tekið fram, að 1. stýrimaður skipsins, sem lifði slysið af, hafi ekki borið neina ábyrgð á óhappinu. Sjórétturinn bendir ennfrem- ur á, að m/s Kampen hafi tekið um borð tvo þilfarskrana, eftir að það lagði úr höfn í Hamborg, sem vógu 64 tonn hvor. Hafði þetta í för með sér, að skipið fékk 15 gráðu halla á bakborða, á meðan það var tómt. Ekki hafi það bætt úr skák, að mikil bleyta var í kolafarmi skipsins, sem var kolasalli, eins og að framan greinir. Var skipið þannig hlaðið, að það gat aðeins tekið við litlum halla af þeim sökum. Er ekki talið útilokað, að vegna sjógangsins, sem skipið lenti í, á meðan ferð þess stóð yfir, þá hafi bleytan f kolasallan- um þétzt og efstu lög hans því orðið nær fljótandi af þessum sökum. Loks lá skipið mun neðar f sjó í upphafi en leyfilegt var fyrir vetrarferð út á Norður- Atlantshaf. Frá og með 29. október hreppti m/s Kampen mjög vont veður og var vindhraðinn oft 10—11 vind- stig. Þann 30. október fékk skip- ið samkvæmt vitnisburði 1. stýrimanns „lítils háttar slag- síðu á bakborða", sem jókst næstu tvo daga á eftir. Að morgni slysdagsins sendi skipstjórinn útgerð skipsins svo- hljóðandi telex-skeyti: „Síðan í nótt hefur skipið gengið fyrir að- alvél og hjálparvél en með ger- samlega stíflaðar kjölvatns- leiðslur. Alls konar óhreinindi, þar á meðal kolasalli, hafa fund- izt í leiðslukerfi skipsins. Vatn hefur komizt inn í hleðslurúmið af völdum óveðursins. Allar til- raunir til þess að dæla úr kjal- Jan Garbers, 2. stýrimaður á ms. Kampen hafði verið heila klukkustund í sjónum er honum var bjargað. Sjö menn fórust en sex var bjargað um borð í íslensk skip, er ms. Kampen fórst austan við Vestmannaeyjar að kvöldi dags 1. nóvember sl. Guðmundur Halldórsson skákmeistari TS 1984 TAFLFÉLAG Seltjarnarness er á stöðugri uppleið og sveit þess í deildakeppninni vann nýlega það afrek að komast upp á milli sveita Taflfélags Reykjavikur og verða í öðru sæti í fyrstu deild. Meistara- mót félagsins var nýlega haldið og voru margir af virkustu skák- mönnum þess meðal þátttakenda en marga hinna eldri og reyndari vantaði. Skákmeistari T.S. 1984 varð Guðmundur Halldórsson eftir harða keppni við Hilmar Karlsson, íslandsmeistara. Guðmundur tap- aði einni skák, fyrir Erlingi Þor- steinssyni, en með hörku tókst honum að halda efsta sætinu fyrir Hilmari, sem slapp taplaus, en gerði eins og oft áður alltof mörg jafntefli. Þátttakendur voru u.þ.b. 50 talsins. Meistaraflokkur: 1. Guðmund- ur Halldórsson 7 v. af 9 möguleg- um, 2. Hilmar Karlsson 6% v., 3. Jón Á. Halldórsson 5'k v., 4.-5. Erlingur Þorsteinsson og Jón Þ. Jónsson 5 v., 6.-8. Tómas Björnsson, Gylfi Magnússon og Gunnar Freyr Rúnarsson 4 v., 9. Baldvin Viggósson 2'k v., 10. Karl Þorleifsson 1 'k v. Opinn flokkur: 1. Snorri Bergsson 'k v. af 9 mögulegum, 2.-3. Guðmundur Árnason og Jón G. Jónsson 7 v., 4.-7. Frið- rik Ólafsson. Þorsteinn G. Þor- steinsson, Ómar Egilsson og Haukur Richardsson 5'k v. o.s.frv. Hraðskákmeistari varð Ög- mundur Kristinsson með 11 v. af 14 mögulegum, en Jóhann Ragn- arsson hlaut 10'k v. og Snorri Bergsson 10 v. í stjórn þessa upprennandi fé- lags eru þeir Garðar Guð- mundsson, formaður, Gylfi Gylfason, varaform., Haukur Richardsson, gjaldkeri, Baldvin Viggósson, ritari, meðstjórnandi og umsjónarmaður eigna Jón G. Jónsson og varamenn eru Guð- mundur Sigurbjörnsson og Kort Ásgeirsson. TS-menn hugsa sér gott til glóðarinnar á næsta keppnis- tímabili því frést hefur að hinn kunni skákmeistari, Ingvar Ásmundsson, sé genginn til liðs við félagið. Karl G. Þorleifsson, sem varð neðstur í A-flokki, má muna sinn fífil fegri, en í sárabætur fékk hann fegurðarverðlaunin fyrir einu vinningsskák sína á mótinu. Það var Jón Pálsson sem valdi þau. Hvítt: Karl G. Þorleifsson. Svart: Erlingur Þorsteinsson. Spánski leikurinn 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 04) — Rxe4 Opna afbrigðið. 6. d4 — b5, 7. Bb3 — d5, 8. dxe5 — Be6, 9. De2 — Bc5 Mun algengara er 9. — Be7. Þá verður framhaldið oft 10. Hdl — 0-0,11. c4!? 10. Be3 — 04), II. Hfdl — Ra5, 12. Bxc5 — Rxc5, 13. Rc3 — Rcxb3? Upphafið á áætlun sem kemur hvítum sjálfum í koll síðar. Framrás svörtu c- og d-peðanna í framhaldinu veldur því aðeins að þau lenda á reitum þar sem hvítur á auðvelt með að sækja að þeim. 13. — c6 var því mun ör- uggari og betri leikur. 14. axb3 — c5, 15. Dd2 — d4, 16. Re4 - Rb7, 17. Df4 — Kh8, 18. Rfg5 Hér kom einnig sterklega til greina að leika 18. b4! og brjóta niður svörtu peðakeðjuna. En Karl er með allan hugann við kóngsvænginn enda hefur hvítur óneitanlega dágóð sóknarfæri. — h6, 19. Rxe6 — fxe6, 20. Dg4 — De7, 21. Hd3! — a5, 22. Hh3 — Hf5 23. Rf6! - Ilxe5 Nú tapar svartur drottning- unni fyrir hrók og riddara. Nauðsynlegt var 23. — Df7 og þó aðstaða hvíts sé sterk á hann engan rakinn vinning. Best er 24. f4 og undirbúa g2-g4 síðan í ró- legheitum því riddarinn á f6 er áfram friðhelgur. 24. Dg6! — Dxf6, 25. Hxh6+ — Kg8, 26. I)h7+ - Kf7, 27. Kxf6+ — Kxf6, 28.1)h4+ — Kg6, 29. Df4 — Hf5?, 30. Kde4! — Ha7, 31. g4 — Rd6, 32. gxf5+ — Rxf5, 33. Dxe6+ — Kf5, 34. f4+ — Kg4, 35. Dg6+ og svartur gafst upp. Skákþing Garðabæjar 1984 Þátttakendur voru 16 talsins og tefldu í tveimur flokkum. Skákmeistari Garðarbæjar varð Björn Jónsson, ungur skákmað- ur, sem verið hefur í hraðri framför að undanförnu. Hann vann sex skákir en gerði eitt jafntefli við Ólaf Danivalsson. Úrslit á mótinu urðu þessi: Mcistaraflokkur: 1. Björn Jóns- son 6'k v. af 7 mögulegum, 2. Jón Þór Bergþórsson 6 v., 3.-4. Jó- hann H. Ragnarsson og Gunn- björn Steinarsson 3'k v., 5. Har- aldur Gunnarsson 2'k v., 6.-8. ólafur Danivalsson, Einar Pálsson og Birgir Jónsson 2 v. Opinn flokkur: 1. Guðmundur Óskarsson 7 v. af 7 mögulegum, 2. Sigurður Olsen 6 v., 3. Ævar Sigurðsson 5 v., 4. Ásgrímur Einarsson 3 v., 5. Jón Rögnvalds- son 2'k v., 6. Sigurður Pálsson 2 v., 7. Ólafur Gíslason l'k v., 8. Skarphéðinn Gunnarsson 1 v. Starfsemi Taflfélags Garða- bæjar hefur verið blómleg í vet- ur, en formaður þess er Jón Rögnvaldsson, verkfræðingur. Reglulegar æfingar hafa verið haldnar í Garðaskóla á mánu- dagskvöldum og félagið er ofar- lega í 2. deild í deildakeppni Skáksambands fslands og á möguleika á sæti í fyrstu deild að ári þegar þessar línur eru rit- aðar. soginu hafa mistekizt, þar sem leiðslurnar voru stíflaðar." Þá mistókust allar tilraunir áhafnarinnar til þess að dæla sjó úr hleðslurúmi skipsins og ollu því fyrst og fremst brotsjóirnir, sem gengu án afláts yfir skipið, en það var, er hér var komið sögu, statt um 80 sjómílur suður af fslandi. Síðdegis þann dag, sem slysið átti sér stað, hlýtur mjög mikill sjór að hafa verið kominn í skip- ið, því að hann var einnig kom- inn í eldhús skipsins og matsal áhafnarinnar. Skipstjórinn tók þá það ráð að snúa bakborðshlið- inni á móti sjó og ölduróti til þess að andæfa hvoru tveggja en við það jókst halli. Um kl. 19.30 þennan dag, 1. nóvember, var sent út neyðar- kallið Mayday, og þegar skipið var farið að síga 40—50 gráður á bakborða, gaf skipstjórinn áhöfninni fyrirmæli um að yfir- gefa skipið. Um 20 mínútum eft- ir að áhöfnin yfirgaf m/s Kamp- en, hvolfdi skipinu og það hvarf í hafið. í lok skýrslu sjóréttarins er borið mikið lof á íslenzku björg- unarmennina og sagt: „Án frá- bærrar aðstoðar íslendinga hefði þetta sorglega slys endað enn hörmulegar en raun varð á.“ Fáskrúðsfjörður: Grunn- skólan- um slitið FásknjÓHfirdi, 15. maí. GRUNNSKÓLA Fáskrúðsfjarðar var slitið við hátíðlega athöfn í skólahúsinu sl. sunnudag. Við skóla- slitin flutti sóknarpresturinn, séra Þorleifur K. Kristmundsson, bænar- orð og Kirkjukór Fáskrúðsfjarðar söng við undirleik Haraldar Braga- sonar. í skólanum, sem starfar í níu bekkjardeildum, voru í vetur 176 nemendur. Kennarar voru þrett- án. — Allmikið íþrótta- og félags- líf var í skólanum í vetur. Meðal annars efndu nemendur til mara- þonsunds og syntu látlaust í 26 'k klukkustund, samtals 68 kíló- metra. Skáklíf var og mjög gott í skólanum og helgarskákmót var í lok september. Auk þess kom í samvinnu við Grunnskóla Stöðv- arfjarðar júgóslavneski stór- meistarinn Knezevic og tefldi hér í tvo daga. Teiknimyndasamkeppni fór fram á milli nemenda en fyrir samkeppninni stóð Lionsklúbbur Fáskrúðsfjarðar og við skólaslitin voru vinningshöfum afhent verð- laun. Skólastjóri Grunnskóla Fá- skrúðsfjarðar er Páll Ágústsson. Ægir Kjartanskvöld Ragnarssonar á Hnífsdal í kvöld IsarirAi, 14. m»í LEIKARAR úr Litla leikklúbbnum ætla að halda Kjartanskvöld Ragn- arssonar í Félagsheimilinu í Hnífs- dal fimmtudagskvöldið 17. maí og sunnudagskvöldið 20. maí. Fluttir verða stuttir þættir úr öllum áður sýndum verkum Kjart- ans auk þess sem sungin verða lög úr Saumastofunni. í hléinu verða bornar fram kaffiveitingar. Tíu leikarar flytja en umsjónarmaður með uppsetningunni er María Maríusdóttir leikari. Aðeins verða þessar tvær sýn- ingar, en þær hefjast báðar kl. 21.00. Úlfar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.