Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 61 íslensk hús- gagnasýn- ing í Kaup- mannahöfn tókst vel HINNI árlegu húsgagnasýningu Scandinavian Furniture Fair lauk sunnudaginn 13. maí í Belle Center, Kaupmannahöfn. Alls tóku 585 fyrirtæki þátt í sýningunni frá um 20 löndum, þar af 3 íslensk. Húsgagnamarkaður- inn er nú á talsverðri uppleið eftir að hafa verið í lægð sl. ár, enda sóttu 20 prósent fleiri sýninguna nú í ár en í fyrra eða alls 13.943. Eins og áður sagði sýndu 3 ís- lensk fyrirtæki framleiðsluvörur sínar. Axis hf. sýndi klæðaskápa, veggsamstæður, rúm og' hæginda- stóla. Ingvar og Gylfi sýndu rúm og náttborð, Trésmiðjan Víðir sýndi barnaherbergishúsgögn. Það er ánægjuleg þróun í út- flutningi íslenskra húsgagna því í ár náðu öll fyrirtækin pöntunum. Sérstaklega var góður árangur hjá Trésmiðjunni Víði, sem þegar hef- ur haslað sér völl á erlendum mörkuðum. Sala barnahúsgagna fyrirtækisins hefur gengið mjög vel í Bandaríkjunum. Auk nýrra pantana þaðan tókust sölusamn- ingar við verslanir í nokkrum löndum í Evrópu. Útflutnings- möguleikar virðast vera mjög góð- ir. Axis sýndi m.a. nýjan stól, sem bæði má nota sem borðstofustól og hægindastól með breyttri still- ingu. Stólinn hannaði Pétur B. Lúthersson húsgagnaarkitekt. Sótt hefur verið um einkaleyfi á uppfinningunni. Stóllinn, sem er hluti af Maxis-borð- og veggsam- stæðu, vakti mikla athygli. Blaða- menn frá þekktum húsgagnatíma- ritum og ýmsir aðrir höfðu það á orði á blaðamannafundi, er sendi- herra Islands í Kaupmannahöfn, Einar Ágústsson, bauð til ásamt Útflutningsmiðstöð iðnaðarins, að stóllinn væri það markverðasta sem fram hefði komið á sýning- unni. Ingvar og Gylfi sýndu að þessu sinni nýja tegund af rúmum og náttborðum auk svefnsófa er vakti mikla athygli. Svo virðist, að vax- andi áhugi sé fyrir hinni vandaðri vöru fyrirtækisins enda bárust pantanir frá einum þremur lönd- um. Útflutningur íslenskra hús- gagna er orðinn að veruleika. Nú er að koma í ljós árangur mikils starfs undanfarinna ára. Á þess- um tíma hafa fyrirtækin aðlagað sig að þeim stöðlum og þeim kröf- um, er hinir erlendu markaðir setja. Það er því gleðilegt þegar íslensk hönnun og íslenskt verkvit er viðurkennt annars staðar en á íslandi. (Fréttatilkynning frá Útflutn- ingsmiöslöó iðnaóarins). Viö kynnum aukna Þjónustu Nú ertu velkominn til kl.6 á föstudögum Hversu oft hefurðu ekki óskað þér að bankarnir væru opnir aðeins lengur þegar þú ert á hlaupum síðdegis á föstudögum? Nú ríður Sparisjóður vélstjóra á vaðið og opnar af- greiðslu sína fyrir öll almenn bankaviðskipti til klukkan sex á föstudögum, í stað hins venjulega fimmtudagstíma bankanna. Með hinum nýja sam- fellda opnunartíma, kl. 9.15-18.00 alla föstudaga, veitist þér langþráð tækifæri til að gera klárt fyrir helgina og njóta frídaganna áhyggjulaust. Þessi nýjung er okkar leið til að sinna því grundvall- armarkmiði að veita viðskiptavinum okkar eins góða bankaþjónustu og frekast er unnt. Vertu velkominn í Sparisjóð vélstjóra - nú bíðum við þín til klukkan sex á hverjum föstudegi. SPARISJOÐUR VÉLSTJÓRA Borgartúni 18 ^Sími 28577 TÖKUM NÚ UPP SUMARTÍMA: AFGREHISLA TRYS6 FRÁ 8 TIL4 TRYGGING HF œ?"78 auglýsingapjOnustan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.