Morgunblaðið - 17.05.1984, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 17.05.1984, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAl 1984 57 ekki alla söguna. Við gátum veitt miklu meira. Þótt áætlun Haf- rannsóknar væri ekki fylgt að fullu, þá var mikið tillit tekið til hennar og veiðarnar mikið tak- markaðar, því að 8 manna nefndin lagði það til, enda ekki skynsöm nema að fimm áttundu, að teknar væru upp miklar svæðafriðanir og tímabundin stöðvun þorskveiða árlega, aukin möskvastærð í vörpu og eftirlitsmenn sendir út á miðin að telja þar titti í afla togara. . Fiskiflotinn var máski of lítill þessi ár, eins og hann er reyndar enn, ef öll miðin eru nýtt, en það er engin ástæða til að ætla, að hann hefði ekki náð 400 þús. tonna jafnaðarafla þessi ár, ef hann hefði fengið að nýta miðin og getu sína. Matthías fiskaði á sinni ráð- herratíð 303 þúsund tonnum meira af þorski en Hafrannsókn vildi að væri og hlaut Matthías hinar verstu svívirðingar fyrir, og dæmi um að hann væri kallaður landráðamaður í blöðunum. Kjartan Jóhannsson tók við af Matthíasi og Kjartan var ekki Hafrannsóknarráðherra en gekk — og gengur — með þá meinloku að fiskiflotinn sé of stór og það gera margir kratar, sem utan þessarar meinloku boða frelsi í fiskveiðum. Einhvern tímann hefði það þótt saga til næsta bæj- ar, að „Álftanes frelsaðist þar“, en svona leikur tíminn okkur menn- ina, að nú biðja kratar um frelsi. til sjósóknar en útgerðarmenn um skrifborðsstjórn úr ráðuneyti og Hafrannsókn. Það hefðu líka þótt mikil tíðindi, fyrir eina tíð, að Sjálfstæðisflokkurinn afhenti Framsóknarflokknum sjávarút- vegsráðuneytið. Steingrímur Hermannsson tók við sjávarútvegsráðuneytinu af Kjartani og töldu nú flestir bókað, að Hafrannsókn fengi öll völd til sinnar stjórnunar, því að Stein- grímur var harður Hafrannsókn- armaður í kosningunum 1978 og svo harður, að hann vílaði ekki fyrir sér að boða Hafrannsóknar- kenningar á framboðsfundum í kjördæmi sínu á Vestfjörðum, en þar hafa menn orðið harðast fyrir barðinu á Hafrannsókn í öllum veiðum, þorsk-, kola- og rækju- veiðum. Þegar Steingrímur var svo tek- inn við sjávarútvegsráðherraemb- ættinu, hefur hann eflaust talið sér skylt að glugga betur í Haf- rannsóknargögnin og útreikn- ingana og þá blasað við honum spádóms- og áætlunarferill stofn- unarinnar og hann á að hafa sagt: „Höfum við ekkert betra en þetta?" Steingrímur sá náttúrlega það sem hlýtur einnig að sjást núna, að engin ríkisstjórn þolir Hafrannsóknarfiskirí, og lét sig hafa það að kaupa fleiri togara og fiska meira en Hafrannsókn vildi. Kjartan og Steingrímur fiskuðu tæpum 400 þús. tonnum af þorski umfram Hafrannsóknarafla frá hausti 1978 til vors 1983. Stein- grímur var skammaður geipilega, en það varð honum til lífs, að Haf- rannsókn fór snemma á hans tíma að finna árganga óvænt stærri en þeir áttu að vera, eða eins og segir í Hafrannsóknarskýrslu frá þess- um tíma: „Þá benda nýjustu (leturbr. mín) rannsóknir til þess, að árgangarn- ir 1973, 1974 og 1975 séu ívið sterkari en fyrstu athuganir gáfu til kynna." Það mun svo hafa verið á árinu 1981, þegar Steihgrímur fiskaði 469 þús. tonn eða 155 þús. tonnum meira en Hafrannsókn hafði áætl- að, að stofnunin taldi rétt að við- urkenna að þorskurinn hefði brugðizt stofnuninni með því að verða meiri en útreikningurinn sagði. til um og Hafrannsókn leyfði snarlega 450 þúsund tonna afla næsta ár, 1982. óumdeilan- lega er Hafrannsókn misvitur í aflaleysi sínu en verri samt, ef hún ætlar að fara að fiska mikið. Stofnuninni gleymdist að til þess að ná 450 þús. tonna þorskafla þurfti fiskiflotinn að fá að róa. Um leið og Hafrannsókn gaf leyfi sitt til ofangreinds afla var gefin út tilskipun um að binda alveg togara og báta svo sem mánaðar- tíma og togararnir máttu ekki síð- an vera með nema 5% þorsk í 55 daga og 30% í enn 55 daga og netaflotinn skyldi hífa upp net sín og breiða úr þeim á þurru landi í 10 beztu veiðidagana. á netavertíð- inni. Með þessu lagi náði flotinn ekki nema 388 þús. tonnum af þorski 1982 og nú skeði það und- arlegasta; engum manni datt í hug að orða þennan aflamun milli ára með auknum fiskveiðitakmörkun- um, heldur væri nú ljóst að böndin væru að berast að síðasta þorskin- um og jókst nú söngurinn um þann örlagafisk á nýjan leik, en það hafði aðeins dregið niður í al- menningi árin 1980 og 1981. Það tókst að draga svo saman sóknina 1983, að þorskaflinn það ár varð ekki nema 298 þús. tonn. Og nú var Hafrannsókn farin að týná árgöngum sem hún hafði fundið í góðu standi, svo sem 1976-árganginum og dæmið snúizt við þannig, að „nýjustu" rann- sóknir sýndu að ýmsir árgangar voru „ívið“ veikari en fyrri rann- sóknir sýndu og nú tók Haf- rannsókn á honum stóra sínum: til að bjarga síðasta þorskinum fyrir þjóðina skyldi aflinn færður niður í 220 þús. tonn á yfirstandandi ári. Með góðri samvinnu Hafrann- sóknar og sjávarútvegsráðherra hefur, þegar þetta er ritað, tekizt að eyðileggja vertíðina. Steingrímur guggnaði síðast á sínu tímabili og lagðist undir Haf- rannsókn með loðnubanninu 1982 og veiðitakmörkunum á þorskveið- um það ár. Núverandi sjávarút- vegsráðherra fékk þessa stefnu í arf og að auki yfir sig ályktanir og reyndar harðar kröfur bæði LÍU og Fiskiþings um fiskveiðikvóta miðaðan við áætlun Hafrannsókn- ar og nú hefur Hafrannsókn tekizt að búa til meiri þorskaflasveiflu en náttúrunni tókst í 20 ára stjórnlausri fiskveiðisókn, eða fært þorskaflann úr 469 þús. tonn- um niður í 220 þús. tonn á tveimur árum. Það liggur sem sagt við, að Haf- rannsókn hafi nú í þorskstjórn- inni slegið það met sem stofnunin hafði sett í loðnustjórninni, sem var þó glæsilegt: loðnuaflinn 582 þús. tonn 1981 en Hafrannsókn stjórnaði honum niður í 13 þús. tonn 1982. Halldór Hermannsson ræðir um „hrunið" í loðnustofninum í stór- góðri grein í Mbl. 17. mars, en ég vil aðeins nefna, að ég hef rætt þetta við marga okkar færustu loðnuskipstjóra og þeim ber sam- an um, að það hafi ekki verið minna um loðnu 1982 en 1981 og nú aftur 1983/4, heldur hafi hún hagað sér máski eitthvað öðruvísi 1982, verið dreifðari framan af, en það fari varla milli mála, að það hafi mátt veiða mikla loðnu 1982 og það sýni sig bezt á hinu mikla loðnumagni nú, sem ekki ætlar að nýtast, vegna þess að Hafrann- sókn trúði ekki loðnuveiðimönnum í haust, að loðnumagnið væri mik- ið og leyfði ekki auknar veiðar fyrr en í febrúar að loðnan var farin að ganga úr sér og orðin verri til vinnslu og hrognatöku. Bara frá 1981 er Hafrannsókn með hjálp Sjávarútvegsráðuneytis bú- in að hafa af þjóðinni eins og 300 þús. tonn af þorski og 5—600 þús. tonn af loðnu. í öllu Hafrannsóknardæminu er það undarlegast, að mönnum, sem hafa fylgzt með spádóms- og áætl- unarferli stofnunarinnar, skuli fyrirmunað að setja minnkandi afla í samband við minnkandi sókn vegna síaukinna veiðitak- markana. Það kemur ekki til álita fyrir almenningi, og ekki heldur mörgum honum vitrari, önnur skýring á aflasamdrætti en „hrun“ í stofni. Það er fengin 14 ára reynsla af aflaspám og stofnstærðarútreikn- ingi Hafrannsóknar og ekki ein einasta aflaspá hefur staðizt milli ára, meðalfrávik mun vera um 30% og um stofnstærðarmæl- ingarnar er það eitt vitað, að stofnuninni hefur aldrei borið saman við sjálfa sig milli ára. Og hvað sagði svo ekki maður- inn: „Það standa vonir til, að fiski- fræðingarnir lofi meiri afla.“ Ásgeir Jakobsson er rilböfundur. Lasse hornsófinn fæst í lútaðri furu. Þægilegur sófi. Verö aöeins 18.920.- Við höfum geysilegt úrval af allskonar borðum og stólum í furu, kráarborð. Verð Stóll París verð 1.820.- í lútaöri furu erum við sérstaklega byrgir núna. Háir skápar mjóir og breiðir, Ijósir og lútaðir. Stólar HDS6AGNABÖL1IN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK « 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.