Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 Eflum íslenskan byggíng- ariðnað með útflutningi - eftir Edgar Guðmundsson Formáli íslendingar hafa löngum verið haldnir þeirri meinloku að hér- lendis væri ekki hægt að fram- leiða til útflutnings annað en vör- ur sem hefðu einhverja afgerandi íslenska sérstöðu svo sem fiskaf- urðir, ullarvörur og orkufrekar af- urðir. Þessi meinloka hefur öðru frem- ur valdið því að við höfum dregist aftur úr mörgum þjóðum á sviði byggingariðnaðar niður á plan áhorfandans meðan þessir þjóðir sem standa okkur oft menntunar- lega langt að baki hafa óspart skarað eld að sinni köku. Við höfum vanmetið þá stað- reynd að íslendingar eru ein best menntaða þjóð veraldar og hefur alla forsendur til að beita þeirri menntun til sóknar út fyrir land- steinana. Framúrskarandi verkmenntun og tæknimenntun þjóðarinnar er langstærsta auðlind okkar og hef- ur verið nánast óbeisluð til út- flutningsverkefna fram að þessu. Við höfum látið drepa okkur í dróma minnimáttarkenndar svo árum skiptir og höfum tæpast haft burði til að bera hönd fyrir höfuð okkur hér innanlands í sam- keppni við kjaftglaða sölumenn erlendra stórfyrirtækja. Þessari þróun verður að snúa við og það hið bráðasta. Útflutningur á byggingarvörum Utflutningur á byggingarvörum byggir langmest á góðri sölu- mennsku, hugviti og hönnun, vöruvöndun, framleiðni og flutn- ingatækni. Islendingar hafa hinsvegar staðið í þeirri trú að hráefnin væru meginforsenda við fram- leiðslu byggingarvara og sú stað- reynd, að við erum svo háð inn- flutningi á hráefnum sem raun ber vitni setti okkur sjálfkrafa út úr kortinu að því er útflutning varðar. Hráefnin skipta að sjálfsögðu verulegu máli en eru sjáldnast af- gerandi þáttur. Þessu til staðfest- ingar má t.d. benda á að íslend- ingar borga lægra verð fyrir ýmiss hráefni s.s. spónaplötur en not- endur í útflutningslandinu greiða fyrir sömu vörur, þrátt fyrir gíf- urlegan flutningskostnað milli landa. íslendingar eiga nefnilega afskaplega duglega heildsala, sem notfæra sér svipaðar aðstæður í útfiutningi hráefna hjá öðrum þjóðum og erlendir heildsalar gera þegar íslenskt kindakjöt er annars vegar. Hvar eru markaðir? Þrátt fyrir stór orð hér að fram- an skyldi enginn ætla að það sé einfalt mál að hrinda í fram- kvæmd stórútflutningi á bygg- ingarvörum frá íslandi, sam- keppni á mörkuðunum t.d. í Mið- austurlöndum, Norður-Afríku og víðar er gífurlega hörð, ekki síst meðal frændþjóða okkar á Norð- urlöndum. Það þarf bæði langan tíma og mikið fjármagn til að skapa við- unandi sölusamninga á þessum mörkuðum. En það eru aðrir markaðir sem liggja ef til vill beinna við svo sem Stóra-Bretland og ýmiss önnur Evrópulönd t.a.m. Sovétríkin. Þá má heldur ekki gleyma Bandaríkj- unum, Kanada og ýmsum ríkjum Mið- og Suður-Ameríku. Hvert er stærsta vandamálið heima fyrir? Stærsta vandamálið er vafalítið smæð hinna íslensku fyrirtækja sem takmarkar mjög mikið mögu- leika þeirra til að takast á við stór verkefni eins og dæmin hafa oftlega sannað. Úr þessu vandamáli má bæta með öflugu samstarfi milli fyrir- tækja, góðri stjórnun og skipu- lagningu. Hér má t.d. benda á að ef allar einingahúsaverksmiðjur landsins legðu fram sameiginlega krafta til stórverkefnis á sviði einingahúsa- framleiðslu til útflutnings þá gætu þær líklega framleitt strax 2.000 — 3.000 hús á ári án veru- legrar aukafjárfestingar. Ef við bættust gluggasmiðjur, glerframleiðendur, hurðafram- leiðendur, innréttingaframleið- endur og fleiri aðilar, þá má færa rök fyrir því að framleiðslugeta upp á ein 5.000 hús á ári sé ekki langt undan. Því miður hafa islensk fyrirtæki í byggingariðnaði s.s. eininga- húsaframleiðendur ekki enn borið gæfu til að starfa sem heild að svo framsæknum verkefnum. Þessu þarf að breyta. Hönnun á útflutn- ingsmarkaði Einhver kann að spyrja sem svo: Ef íslenskir tæknimenn geta ekki hannað hús sem standast íslenskt veðurfar, hvaða erindi eiga þeir þá á erlendum útflutningsmörk- uðum? Er ætlunin að gera ís- lensku „tíubalahúsin“ að útflutn- ingsvöru? Þessari spurningu má hiklaust svara játandi. Við skulum gæta þess að ísland er einn mesti „veðurrass" í víðri veröld og meginástæða þess hve oft hefur illa tekist er að við höf- um freistast til að nota viðteknar erlendar staðallausnir án nauð- synlegrar gagnrýni. íslensku „tíubalahúsin" eru því miklu frekar dönsk, norsk eða sænsk „tíubalahús" en íslensk. íslenskir tæknimenn eru nú miklu mun betur að sér við hönn- un mannvirkja við erfið og óvenju- leg skilyrði en tæknimenn grann- þjóða okkar. Reynsla okkar getur því hæg- lega gefið okkur mikið forskot vegna tíubalahúsanna en ekki þrátt fyrir þau. Það er nefnilega búið að berja íslenska tæknimenn til hlýðni við náttúruöflin á stærstu og bestu rannsóknastofnun í byggingariðn- aði á jarðríki, á íslandi sjálfu, voru farsældar Fróni. íslenskir tæknimenn þurfa svo sannarlega að risa úr öskustónni og takast á við verðug verkefni, vera sér með- vitaðir um þekkingu sína og afl. Markmið íslendingar þurfa að setja sér háleit markmið að því er tekur til útflutnings á byggingariðnaðar- vörum. Markmiðið gæti t.a.m. verið að 75% af byggingariðnaðinum væri upptekinn vegna útflutningsverk- efna fyrir næstu aldamót. Þetta er svipað markmið og frændþjóðir okkar setja sér og hafa raunar náð í ýmsum tilvikum. Leiðir Það eru að sjálfsögðu til margar leiðir að settu marki. Það sem hér er sett á blað eru einungis lítt kannaðar hugrenningar sem eru framsettar til að skapa frekari umræður. 1. Sendiráðin Það þarf að virkja sendiráðin betur en nú er gert til að grafa upp sambönd sem að gagni mega koma. Ekki er nokkur vafi á að fullur vilji er innan íslensku utan- ríkisþjónustunnar til að aðstoða í þessum efnum. 2. Sérstakir sendimenn Gera þarf út sérstaka sendi- menn til að kynna sér ástand og horfur á helstu hugsanlegu út- flutningsmörkuðum. 3. Flugfélög og skipafélög Nota þarf starfsmenn flug- og skipafélaga erlendis til að leita uppi hugsanleg viðskipti. 4. Utnutningsmiðstöð iðnaðarins Veita þarf mun meira fé til út- flutningsmiðstöðvar iðnaðarins en nú er gert m.a. til að sinna verk- efni sem þessu. Edgar Guðmundsson „íslenskir tækni- menn eru nú miklu mun betur að sér við hönnun mannvirkja við erfið og óvenjuleg skilyrði en tæknimenn grannþjóða okkar. Reynsla okkar getur því hæglega gefið okkur mikið forskot vegna tíu- balahúsanna en ekki þrátt fyrir þau.“ 5. Heildsalar íslenskir heildsalar hafa flestir dágóð sambönd við lykilaðila á erlendri grund. Þeir þurfa að beita þessum samböndum í ríkara mæli í báðar áttir og jafnvel beita þrýstingi í krafti mikilla við- skipta. 6. Iðnfyrirtækin sjálf Þau þurfa að stórefla samvinnu sín í milli með langtímamarkmið í huga og víkja algjörlega til hliðar innlendri samkeppnistaugaveikl- un. 7. Fagfélög tækni- og iðnaðarmanna Þau þurfa að stórauka sam- vinnu sín í milli með það megin- markmið í huga að nýta fullnustu það afl verk- og tækniþekkingar sem í félagsfólkinu býr. 8. Alþýðusambandið Þarf að beita sér af alefli til að meginmarkmið nái fram að ganga því fátt getur betur stuðlað að at- vinnuöryggi en útflutningur af þessu tæi. 9. Ríkisvaldið Alþingi og ráðuneyti iðnaðar og viðskipta þurfa að taka þessi mál föstum tökum og stórauka áhættufjármagn til hönnunar og rannsókna á sviði byggingariðnað- ar, með tilliti til útflutnings. í þessum málum er ennfremur nauðsynlegt að horfa lengra fram á veg en oftast áður. Lokaorð Til þess að það takist að efla útflutning á afurðum byggingar- iðnaðar með þeim hætti sem hér hefur verið drepið á, verður þjóðin að standa einhuga með málunum. Um þau má ekki verða pólitískur ágreiningur. Þjóðin þarf að sýna biðlund og þolinmæði, öðru vísi er enginn vegur að hrinda áformum af þessu tæi í framkvæmd. Páskum 1984 Edgar Guðmundsson er verkíræð- ingur í Reykjavík. Flugvargur og fuglafræðingar - eftir Þorvald Björnsson Undirritaður óskar Magnúsi Magnússyni prófessor og öðrum stjórnarmönnum Fuglaverndarfé- lags íslands, til hamingju með endurkjörið á síðasta aðalfundi fé- lagsins. Tilefnið af þessum skrifum er að leiðrétta þann misskilning meðal fuglafræðinga, sem fram kom í Morgunblaðinu hinn 10. apríl, um að aðgerðir Veiðistjóra- embættisins gegn stofnstærð svartbaks væru gagnslausar. Hið rétta er, að veiðistjóraemb- ættið vinnur að eyðingu svartbaks og hrafns með phenemal-svefnlyfi í tilraunaskyni samkvæmt reglu- gerð með áorðnum breytingum á reglugerð nr. 100/1973. Það verður að segjast eins og er, að töluverð reynsla og þekking hefur áunnist á þessum tíma. Nú hin síðari ár hefur þekking þessi verið notuð fyrst og fremst til að koma í veg fyrir beint tjón af völdum þessara fugla. Tjón það, sem þessir fuglar valda er mjög erfitt að festa á blað og meta, því það er svo margvís- legt. Þeir sem verða helst fyrir barðinu á flugvargi, eru fiskverk- endur, bændur, æðarræktendur og að ógleymdu lífríki landsins. Það kemur einnig fram í grein- inni að fuglafræðingar ágirnast mjög fjárveitingu embættisins til þessara starfa. Fjárveiting í ár er 55.000,- kr. og hrekkur hún vart til lyfjakaupa, hvað þá til greiðslna til þeirra, sem að þessum aðgerð- um standa. Aukning á lyfi milli ára sem einnig er minnst á, stafar fyrst og fremst af því, að þeir sem hafa notið þessarar aðstoðar sjá hver árangurinn er, og alíkt spyrst út og fleiri óska eftir aðstoð. Fyrir tilstilli fuglaverndarmanna og veru arnarins á Vesturlandi, hafa aðilar þar ekki fengið þessa aðstoð og er það samkvæmt reglugerð- inni. Full þörf er hins vegar á því að hægt sé að fá undanþágu frá því ákvæði. Þar sem ábyrgur aðili gæti farið með efnið og vaktað þann stað meðan á aðgerðum stendur án þess að örninn bíði tjón af. Aðgerðir til að verjast skaða af völdum þessara fugla hafa verið framkvæmdar í algjöru lágmarki og þyrfti frekar að auka. Eg hef séð á prenti haft eftir erlendum fuglafræðingi, sem hef- ur ferðast um landið, hvort ekki væri þörf á að fækka hröfnum hér á landi. Einnig vil ég láta koma fram hér frétt, sem birtist í Morgun- blaðinu haustið 1983, um að hið Konunglega fuglaverndunarfélag Bretlands eitraði árlega fyrir mávum þar í landi. Tilgangurinn er sagður vera að bjarga sjaldgæf- um fuglategundum. Ef fuglafræðingum tekst að beita áhrifum sínum þannig að að- gerðir þessar verða aflagðar, mun það ekki stuðla að því að fuglum, sem gista þetta land, fer að vaxa ásmegin, allra síst fuglum í út- rýmingarhættu. Ég tel að fuglafræðingar séu um of blindaðir af þessum aðgerðum og ættu frekar að beina spjótum sínum að grundvallarástæðunni, það er því gífuriega fæðufram- boði, sem fuglum þessum stendur til boða víða um land. Virðingarfyllst, Þorvaldur Björnsson Þorraldur Björnsson er fulltrúi veiðistjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.