Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ1984 Karlakórinn Stefnir Söngferð um Borgarfjörð Á laugardaginn kemur, 19. þ.m., mun Karlakórinn Stefnir í Mosfellssveit og Karlakórinn Þrestir í Hafnarfírði fara í söng- ferð til Borgarfjarðar og Akra- ness. Kórarnir verða fyrst á Akra- nesi, þar sem Karlakór-Grundar- tanga tekur á móti þeim og syngja allir kórarnir á sameiginlegum konsert í Bíóhöllinni kl. 14.00. Þá er förinni heitið í Borgarnes, þar sem kóramir þrír koma svo aftur fram á konsert í Hótel Borg- arnesi kl. 17 sama dag. Á efn- isskrá kóranna eru lög úr ýmsum áttum, bæði innlend og erlend. 1 lok beggja konsertanna munu kórarnir allir syngja saman nokk- ur lög og mynda þá 100 manna kór, en einnig munu einsöngvarar koma fram með kórnum. Stjórnandi Þrasta er John Speight og undirleikari Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir. Stjórnandi Grundartangakórs- ins er, Matthías Jónsson og undir- leikari Bjarki Sveinbjörnsson. Stjórnandi Stefnis er, Helgi R. Ein- arsson og undirleikari Guðlaugur Viktorsson. Það er ekki á hverjum degi að þrír karlakórar koma fram á sama og eina konsertinum og því er hér um sérstakt tækifæri fyrir Akur- nesinga og Borgfirðinga o.fl. að hlýða á fjölbreyttan og þróttmik- inn karlakórssöng. Aðgöngumiðar að konsertunum verða seldir við inngang á söng- staðnum. Egilsstaðir: Fyrirtæki kynna starfsemi sína Egilsstöðum, 24. aprfl. SÍÐASTA dag vetrar boðuðu forsvarsmenn tveggja nýrra og vaxandi fyrirtækja hér á Egilsstöðum til fundar með frétta- mönnum til að kynna starfsemi sína. Fyrirtækin Vakt sf. og Austur- verk hf. hafa byggt yfir sig með allnýstárlegum hætti. Gömul skemma, sem eitt sinn gegndi hlutverki fjárhúss og hlöðu, var flutt utan úr Hjaltastaðaþinghá og komið fyrir á steyptum grunni að Miðási 4 hér í bæ. Auk þess voru gaflar steyptir upp — og hef- ur fjárhúsið og hlaðan nú tekið á sig þann virðuleikasvip sem hæfir vaxandi iðnfyrirtækjum. Austurverk hf. er verktakafyr- irtæki í byggingariðnaði. Að sögn framkvæmdastjórans, Þorkels Sigurbjörnssonar, eru verkefni næg — en það stærsta sem fyrir- tækið hefur tekið að sér til þessa er bygging verkamannabústaða á Egilsstöðum. Að sögn Þorkels vinna að jafnaði 12 manns hjá Austurverki hf. I stjórn þess sitja: Haukur Ingvarsson, formaður; Sigfús Ingólfsson og Guðmundur Ármannsson. Vakt sf. er hins vegar fyrirtæki sem framleiðir hvers konar vörur úr gúmmíi s.s. tappa, aurhlífar á bifreiðir og svo mætti lengi telja. Vélar til framleiðslunnar voru keyptar erlendis frá og munu tveir menn að jafnaði vinna við framleiðsluna. Eigendur Vaktar sf. eru þeir Valgeir Skúlason, Karl Sigurðs- son og Þórhallur Hauksson. Það kom fram hjá forsvars- mönnum Vaktar sf. að mark- aðsmálin verða þeirra helsta við- fangsefni fyrst um sinn — því að alltaf tekur drjúgan tíma að vinna nýrri framleiðslu markað. Það var gestkvæmt hjá for- svarsmönnum þessara nýju fyrir- tækja síðasta vetrardag. Sveitar- stjórnarmenn og forsvarsmenn helstu atvinnufyrirtækja á Eg- ilsstöðum litu inn og ámuðu þeim heilla og þáðu ljúfar veitingar. — Ólafur Karlakórinn Þrestir Hús Austurverks hf. og Vaktar sf. að Miðási 4 — sem eitt sinn var fjárhús og hlaða f Hjaltastaðaþinghá. Ljésm.: Mbl./óUfur Blönduós: Vorsýning í grunnskólanum Klönduósi, 9. maí. í GÆRKVÖLDI var opnuð bráð- skemmtileg sýning á verkum nem- enda í Grunnskóla Blönduóss. Mik- ið hefur verið lagt í sýninguna enda hófst undirbúningur strax eftir páska. Hefðbundin kennsla var lát- in víkja fyrir hópstarfi nemenda og kennara, þeim til aðstoðar var feng- inn Þórir Sigurðsson, námsstjóri mynd- og handmennta hjá Skóla- rannsóknardeild menntamálaráðu- neytisins og frá Akureyri komu á vegum Menningarsamtaka Norð- lendinga þeir Kristinn B. Jóhanns- son, skólastjóri, og Guðmundur Ármann, myndlistarmaður. Vorið var meginstef sýningar- innar og fjölluðu nemendur um þá árstíð á margvíslegan hátt, til dæmis vor í sveit, vor í bæ, vor við sjóinn og vorleikir. Var þar að finna fjölbreyttan fróðleik um Blönduós og næsta umhverfi. Mesta athygli fréttaritara vakti líkan af strandlengjunni útfrá ósi Blöndu. Nemendur höfðu greinilega lagt á sig mikið erfiði og mikla vinnu til að gera viðfangsefnum sínum sem best skil, þar á meðal leituðu nemendur fanga hjá öldr- uðum Blöndósingum um örnefni byggðarinnar. Aberandi góðar þóttu myndirnar á sýningunni. Við opnun sýningarinnar voru nemendurnir með ágætis skemmtidagskrá, meðal annars tískusýningu, og var hluti fat- anna hannaður og saumaður af nemendum. Farið var í útileiki með þátttöku kennara og foreldra og nemendur áttunda bekkjar seldu kakó og rjómavöfflur sem bakaðar voru á staðnum. Strax á fyrstu stundu voru mættir hátt í tvö hundruð manns sem er allgott hlutfall af íbúatölu bæjarins en byggðin telur nú rúmlega þúsund manns. Til að forvitnast um hvernig nemendunum líkaði þessi til- breyting í skólahaldinu, ræddi fréttaritari við tvo nemendur átt- unda bekkjar, þær Hrönn Sigurð- ardóttur og Helgu Rut Guð- mundsdóttur. „Þetta er búið að vera mjög gaman og hefur lífgað upp á skólalífið. Við höfum til dæmis starfað með krökkum úr öðrum bekkjum og kynnst skólafélögum betur en annars hefði orðið. Við höfum líka lært heilmikið af þessu og andinn í skólanum hefur verið einstaklega skemmtilegur." - BV „Svona ætti umferöarmerking að vera í bænum okkar“. Gert með aðstoð lögreglunnar. Andinn í skólanum hefur verið mjög góður sögðu Hrönn Sigurðardóttir og Helga Rut Guðmundsdóttir, plötusnúðar og tískusýningardömur á skemmtuninni. Ljósmyndir: Bjðrn Valdimarsson. Líkan af umhverfí Blönduóss vakti mikla athygli gesta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.