Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 7
þetta nokkuð síðbúnar upplýs- ingar af stofnun, sem hefur heimt- að til sín öll völd í stjórnun aðal- útflutningsatvinnuvegar þjóðar- innar og fengið alla þjóðina að heita má til að trúa á stofnunina. Hver einasti maður, sem hefur ýj- að að því, að Hafrannsókn gæti haft rangt fyrir sér, hefur svo gott sem verið ofsóttur og dunið hafa á honum svívirðingar úr öllum átt- um. Það er nú einmitt hið sárgræti- lega í þessu dæmi öllu, að forráða- menn Hafrannsóknar vissu frá upphafi, að þeir höfðu ekki grundvallarþekkingu til að stjórna fiskveiðum þjóðarinnar, en gerðu það samt. Um þær mundir, em Hafrann- sókn hóf stjórnun fiskveiðanna, þurfti ég að fara yfir íslenzka ár- ferðisannála og þar blöstu við mér hinar miklu aflasveiflur fyrri tíma, sem greinilega stöfuðu af náttúrunnar völdum. Ég skrifaði þá (1974/75) þrjár stuttar greinar í Morgunlaðið um „Beitarþol ís- lenzkra sjávarhaga" og ræddi þar nauðsyn þess að vita hvað þeir hagar þyldu af fiski og hver væru víxláhrif þorskárganga og skyldra tegunda. Þessum greinarstúfum leikmanns var auðvitað ekki anz- að. 1978/79 þótti mér sýnt að við hefðum tekið skakka stefnu í fisk- veiðimálum, þegar við gátum farið að stjórna sjálfir og skrifaði greinina „Þeir vita mest skakkt" og sagði þar frá því, sem reyndar hafði nokkru áður verið gert í Ægi, tímariti Fiskifélagsins, að fiskifræðingar í nágrannalöndun- um væru að skipta um skoðun á áhrifum sóknar í fiskstofn. Sókin væri alls ekki jafnmikill áhrifa- valdur og þeir hefðu haldið, mesta hindrunin í verndun fiskstofns væri fiskurinn sjálfur og að því er lyti að áhrifum sóknar gæti hún ekkert síður verið fiskstofni skað- leg með því að reynast of lítil eins og of mikil. Hafrannsóknarmenn vildu ekkert fjalla um þessi skoð- anaskipti erlendra stéttarbræðra, þögðu um þau þunnu hljóði, það hentaði ekki fiskveiðistefnu Haf- rannsóknar að hafa hátt um þess- ar villukenningar. Þegar nú er svo komið að þorsk- aflinn er kominn niður í 220 þús- und tonna ársafla undir stjórn Sjávarútvegsráðuneytisins eftir tillögum Hafrannsóknar, þá taka margir að ranka við sér, en fram til þessa tíma hafa allar raddir um ranga stefnu Hafrannsóknar verið kæfðar með þögn eða hinni mestu andúð hjá almenningi og í fjölmiðlum. Það gerðist svo á þessu fiskhall- ærisári Hafrannsóknar, sem nú ræður öllu í fyrsta skipti, að ungir líffræðingar, sem fást við rann- sóknir vatnafisks, létu þá skoðun í ljós, að líklega hefði ekki verið grisjað nóg undanfarin ár á upp- eldisslóð þorsksins. Þessir menn vissu betur en fiskifræðingarnir, sökum betri aðstæðna til að fylgj- ast með, hver áhrif það hefði á vöxt og viðgang fiskstofns, ef hann varð of fjölmennur. En hvernig er þessum ungu mönnum tekið? Það á að afgreiða þá með því, að þeir hafi ekkert vit á þessum málum, þeir séu vatna- líffræðingar. Það er dálítið undarlegt svo mikil skipti, sem við íslendingar höfum orðið við umheiminn, að einangrunin getur enn orðið snar þáttur í þjóðlífinu. Þrátt fyrir alla okkar fjölmiðla og innflutning er- lendra bóka og blaða, geta íslenzk- ir sérfræðingar verndað sig fyrir utanaðkomandi skoðunum, ef þær henta þeim ekki. Ekki slzt á þetta við, þegar sérfræðistofnunin er aðeins ein í landinu og allir sér- fræðingar þjóðarinnar í fræði- greininni starfandi við þá s.tofnun. Hafrannsóknastofnuninni hefur tekizt að vernda úreltar fiski- fræðiskoðanir sínar frá ailri um- ræðu, þar til hinir ungu líffræð- ingar létu í sér heyra. Þótt þeir væru í raun og veru, þessir ágætu piltar, ekki að segja annað en það sem fiskimenn höfðu verið að ýja að árum saman, að það væri um einhverja öfugþróun að ræða á uppeldisslóðinni, varð af þessu mikill hvellur; tnennirnir voru þó altént sérfræðingar, og okkar MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 helztu og fróðustu fiskimenn þorðu nú loks að tala upphátt og meira að segja fjölmiðlar fóru að spyrja þá álits. Verður þá ekki Hafrannsókn það til bjargar, þegar hún átti að fara að standa reikningsskil gerða sinna fyrir þjóðinni, að hún fær yfir sig sjávarútvegsráðherra, sem trúir á hana eins og Stalin á Lys- enkó. Það hefur síðast heyrzt frá ráðherranum, þegar Breiðafjarð- arbátar komu hlaðnir að landi dag eftir dag að hann sagði: „Það standa allar vonir til, að fiski- fræðingar lofi meiri afla.“ Jafnan sem stjórnar landinu A = (%i) (S + Si) Hún stjórnar landinu þessi jafna. í henni felast í rauninni öll stjórnunarvísindi Hafrannsóknar. Það er að vonum, þegar sú reynsla er fengin af 10 ára stjórn stofnunarinnar og sjávarútvegs- ráðuneytisins, bæði ársafli og hrygningarstofn hefur minnkað ár frá ári, að menn spyrji hvernig gat stofnunin álpaZt út á jafn al- ranga braut og hún reynist hafa gert. Aðalsvarið er náttúrlega það sem fram er komið, að fiskifræðin er alls ekki komin á það stig að um næga þekkingu sé að ræða til að stjórna fiskveiðum í þeim mæli, sem reynt hefur verið hérlendis. Allur reikningur fiskifræðinga í fiskveiðidæmum sínum er líkinda- reikningur, hver einasti grunn- stuðuli í dæminu óviss stærð og nú skulum við renna augum yfir dæmið, ég hef hvort eð er hvergi séð það fyrr gert fyrir almenning, en það er einmitt nauðsynlegt að almenningur fari að gera sér ljóst, að það eru engin fiskifræðileg vís- indi á bak við það dæmi -og góður stærðfræðingur væri eflaust fær- ari um að velta því skynsamlega fyrir sér en fiskifræðingur, sem er að grauta í þessum likinda- reikningi undir hatti vísindagrein- ar sinnar og fær af því allt sitt vald. Það átti fyrir löngu að vera búið að fletta ofan af Hafrannsókn til að sýna almenningi, að mennirnir voru ekki að stjórna eftir neinum fiskifræðilegum visindum heldur reikningsjöfnu, með öllum stuðl- unum óvissum stærðum. Grunnstuðlarnir í fiskveiði- dæmi Hafrannsóknar eru: Fisk- veiðidánarstuðull, sóknarstuðullog náttúrlegur dánarstuðull. Allir byggjast þeir á veiðum fisks eftir að hann verður veiðanlegur um þriggja ára aldur. Fiskveiðidánarstuðullinn er frumstuðull dæmisins. Hann var fenginn þannig, að merktur var fiskur, mikill fjöldi fiska eflaust, en við skulum segja hér 100. Þess- um merkta fiski var sleppt á fiski- slóð og fjöldi merktra fiska var látinn gilda fyrir fiskstofninn i sjónum. Það sem svo veiddist af merktum fiski, var látið gilda fyrir heildarfiskdauða af völdum veiða. Með öðrum orðum: Hlutfallið milli veiddra merkja og þeirra sem sleppt var var talið hið sama og hlut- fallið milli raunverulegs fiskafla og fiskstofns og þetta hlutfall, sem þannig fékkst var kallað heildarfisk- veiðidánarstuðull. (F í jöfnunni hér að ofan.) Ef veiddust 10 fiskar af 100 merktum fiskum, þá var drepinn tíundi hver fiskur á fiskislóðinni og fiskveiðistuðullinn 1:10. Með þessum stuðli var fenginn grunn- urinn í fiskveiðidæmið, því að fiskstofninn var reiknaður út frá honum. Hann var 100 fiskar þegar veiðarfærinu var kastað. Það veiddust 10 og þar af leiddi, að hann var ekki nema 90 fiskar þeg- ar veiðarfærið var dregið upp. Nú var hægt að setja upp frumgerð að fiskveiðijöfnu. Það athugist, að ég nota aðra bókstafi í jöfnuna en kannski algengast er, aðra að minnsta kosti en eru í þeirri bók sem ég styðst við, en hún er eftir David Cushing og heitir á ensk- unni „Fisheries Resources of the Sea and their Management" og gefin út af Oxford University Press 1975. öll skýringardæmi eru og mín. Sú undirstöðufiskveiðijafna, sem sett er upp eftir að fiskveiði- dánarstuðullinn hafði verið fund- inn var svofelld: F = A/S, sem lesist; fiskveiði- dánarstuðull (F) jafn afla (A) móti stofni (S). Þessari grunn- jöfnu má svo snúa þannig: S = A/F og loks A = S x F. Merkingaraðferðin hefur aldrei verið talin örugg til að sýna rétt raunverulegt hlutfall milli fisk- afla og fiskstofns, og sízt er hún það við íslenzkar aðstæður. fs- lenzk fiskislóð er mjög víðáttu- mikil og fiskur gengur mikið til á slóðinni og heldur sig einnig mis- jafnlega á henni, veiðist hér í dag og þar á morgun og þar af leiðandi er sótt mjög misjafnlega á slóðina. Við þessar aðstæður má búast við að merkti fiskurinn komi of mikið eða of lítið fram í aflanum, til að sýna ofangreint raunverulegt hlutfall, en þetta er nú haft svo, að hlutfallið milli merkjafjölda, sem sleppt er, og merkjafjölda, sem veidd eru, sé hið sama og milli fiskafla og fiskstofns. Grein Jak- obs Jakobssonar í 4. tbl. Ægis 1973 er gott sýnishorn af því ósam- komulagi sem getur ríkt milli fiskifræðinga um fiskveiðistuðla. Fiskveiðidánarstuðlar, sem fiskifræðingar nota á fiskveiði- svæðum, eru sem sagt í frumgerð- inni óvissar stærðir en óvissan í raunhæfu gildi þeirra vex þó stór- lega þegar inní þá koma sóknar- stuðlarnir. Sóknin er alltaf að breytast og það breytir eðlilega fiskveiðidán- arstuðlinum, sem aftur breytir þá stofnútreikningnum, og því var nauðsynlegt að finna þann stuðul í fiskveiðijöfnuna, sem sýndi breyt- ingar á sókninni hverju sinni, og sá stuðull er kallaður sóknarstuð- ull. Jón Jónsson, forstöðumaður Hafrannsóknastofnunarinnar seg- ir svo um mælingu sóknar í bækl- ingi sínum „Ástand fiskistofna við ísland 1966“: „Það er venja að mæla sóknina sem þann fjölda klukkutíma er varpan hefur verið í botni, marg- faldað með stærð skipsins og er sú eining sem hér er notuð kölluð tonntímar og er mæld í milljón- um.“ Sóknarstuðul 'til nota í fiskveiði- jöfnu sinni fundu fiskifræðingar sem sagt þannig, að þeir tóku veiðitíma skipa og margfölduðu hann með sóknargetu (catchability coefficient) og þessi sóknargeta var, eins og Jón segir, stærð fiski- skipanna og fjöldi þeirra. Ef eitthvað af þessu þrennu breyttist; veiðitími, stærð skipa eða fjöldi, breyttist sóknarstuðull og um leið fiskveiðidánarstuðullinn, sem nú var orðinn tvíþættur: Veiðitími (v) sinnum sóknargeta (g), skrifað í jöfnunni F = vg. Og um leið og fiskveiðidánarstuðullinn breyttist við breyttan sóknarstuðul, þá breyttist og stofnstærðarútreikn- ingurinn. Það er sem sé ekki lítið atriði í fiskveiðijöfnunni að sókn- arstuðull sé sem réttastur og er þvi rétt að líta dálítið nánar á þennan stuðul. Það vita eflaust allir, sem þessa grein lesa, að veiðimöguleikar skipa fara ekki ævinlega eftir stærðinni. Ég minnist þess, að þegar ég fyrst fór að huga að hald- leysi þessa sóknarútreiknings Hafrannsóknar, þá bar svo til að 60 lesta bátur var hæsti vertíðar- báturinn yfir allt landið, og lík- lega vita flestir að 800 lesta togar- ar afla ekki tvöfalt á við 400 lesta togara. Það munar yfirleitt litlu á afla þessara togara. Heildarsóknardæmi Hafrann- sóknar getur orðið mjög uppátak- anlegt. Hugsum okkur að hér væru í sókninni einungis hundrað 400 lesta togarar eitt árið en hundrað 800 lesta togarar næsta ár. Veiðitími væri hinn sami bæði árin og því má nota töluna einn hér í samanburðinum. Sóknar- dæmi Hafrannsóknar yrði þá þetta: 400 x 100 x 1 = 40.000 tonn togtímar og næsta ár; 800 x 100 x 1 = 80.000 tonn togtímar. 55 Sóknin hefði sem sé tvöfaldazt. Þessi sóknarreikningur var nógu vitlaus fyrir þótt ekki bætt- ist inní hann óþekkt og ómetanleg sóknarstærð, þar sem eru svæða- takmarkanir og truflun á veiðum- skipanna bg hvort tveggja mis- jafnt frá ári til árs. Það er ógern- ingur að mæla áhrif svæðatak- markana í fiskveiðum. Það fer eft- ir því hvaða slóð er tekin af skip- unum þetta árið og hitt. Ef við til dæmis höfum 100 skip innan svæðisgirðingar á miðlungi góðri fiskislóð, þá er alls ekki víst að þau veiði meira en 50 skip, sem fá að nýta alla fiskislóðina við land- ið. Hverju skyldi það til dæmis muna í afla sunnlenzku togaranna að fá ekki að nýta beztu slóðina á Selvogsbanka? Og það er ekki nóg með að tekin sé góð slóð af togur- um að fullu og öllu, heldur eru stundaðar tímabundnar svæða- friðanir á þeirri slóð, sem togur- unum hefur verið úthlutað, og skipin, svo sem iýst hefur verið, rekin til og frá á þeirri slóð eftir dagskipunum að sunnan. Þótt veiðimöguleikar hvers skuttogara séu að öðru jöfnu 25—30% meiri en 6—700 lesta síðutogara kemur það að litlu haldi að vita það þegar inní dæmið koma hömlur á veið- um skuttogaranna og það er engin ieið að meta þær hömlur til stærð- ar í útreikningi sóknarstuðuls. Að fengnum fiskveiðidánar- stuðli og sóknarstuðli sögðust fiskifræðingar geta reiknað úr stofnstærð, sóknarþunga og fisk- dauða af völdum sóknar, en þá vantaði enn reikningsstuðul til að geta sagt fyrir um framtíðar- þróun. Þeir höfðu sterkan grun um að fiskur dræpist ekki allur í veiðarfærum heldur einnig af völdum náttúrunnar og þeir fundu sér náttúrlegan dánarstuðul til að reikna með. SJÁ NÆSTU SÍÐU ”Gáfiialjósin” Kertastjakar úr hreinum og tærum kristal frá Kosta. * Smekkleg gjöf við skóhntskrift Sendum í póstkröfu. Bankastræti 10, sími 13122

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.