Morgunblaðið - 17.05.1984, Side 30

Morgunblaðið - 17.05.1984, Side 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 Hull þurfti eitt mark til viðbótar HULL City sigraði Burnley 2:0 é útivelli í 3. deíldinni ensku í fyrra- kvöld — sem gerir það aö verk- um að Sheffield United flyst upp f 2. deild. Hull þurfti aö sigra Burn- ley með þriggja marka mun til að komast upp fyrir Sheffield-liöiö. Fyrr í vikunni sigraöi South- ampton WBA 2:0 í 1. deildinni og Everton vann West Ham 1.-0 í London. Það var síöasti leikur Trevor Brooking með West Ham og komu 25.000 manns á völlinn til aö kveðja hann. Rúmena vantar menn til aö skora mörk AÐ SKORA mörk, þaö er stærsta vandamál rúmenska landsliðsins í knattspyrnu. í þeim 8 leíkjum sem liöiö lék í undankeppni fyrir Evrópu- meistaramótiö í Frakklandi skoruöu leikmenn rúmenska landslíðsins aöeins 9 mörk og jafnvel gegn líöum eins og Kýp- ur unnu þeir aöeins 3—1 og 1—0. — Viö þurfum allt of mörg tækifæri til aö skora, sagöi þjálfari rúmenska landslíösins, Lucecu, — og þurfum mikinn tíma til þess aö komast yfir þessa hindrun okkar aö nýta ekki góöu færin. En þjálfarinn sagöi, að þeir þyrftu í raun eng- an sérfræðing. — í mínu liöi eiga allir leikmenn aö geta skorað mörk. Robinson til Sunderland? Knglandi I6. maí. Frá Bob llcnnessy, fréttamanni Morgunblaðsins. SUNDERLAND hefur nú mikinn áhuga á aö kaupa Michael Rob- inson framlínumann frá Liver- pool, en Liverpool keypti hann í byrjun keppnistímabilsins frá Brighton. Robinson lék lengst af meö Liv- erpool í vetur en hefur ekki komist í liöiö upp á síökastiö. Hann er írskur landsliösmaöur og lék hér á landi í haust. Sunderland hyggst fjármagna kaupin á Robinson meö því aö selja Paul Bracewell og vill félagið fá 250.000 pund fyrir hann. Námskeið í örvunarleikfimi NÁMSKEIÐ fyrir væntanlega leiðbeinendur og stjórnendur örvunarleikfimi á vinnustööum fer fram í Alþýöuskólanum á Eið- um dagana 31. maí til 3. júní 1984. Jarnframt veröur leiöbeint um skipulagningu og stjórnun hress- ingarleíkfími ásamt líkamsrækt- arþjálfun meó áhöldum og tækj- um. Fluttir verða fyrirlestrar um megrun, mataræöi og heilbrigöa lifshætti. Um líkamsbeitingu og bakverk, líffæra- og lifeðlisfræöi og kennslufræöi. Þá veröa al- mennar umræöur og fyrirspurnum svaraö. Þaö er trimmnefnd iþróttasam- bands íslands í smvinnu viö UÍA og Alþýöuskólann aö Eiöum sem stendur fyrir námskeiöinu. Hermann Níelsson, Eiðum, tekur viö þátttökutilkynningum og veitir nánari upplýsingar. ) OZ ;.«t; 5 i í • Aöalleikvangur í „Los Angeles Memorial Colosseum“. Þar fer öll frjálsíþróttakeppni leikanna fram. Ól-leikarnir í Los Angetes: Framkvæmdanefndin óttast hryójuverk Minnugir þeim voðaatburóum sem áttu sér staó á Ól-leikunum í MUnchen árió 1972 hafa yfirvöld í Bandaríkjunum mikla áhyggjur vegna Ól-leikanna sem hefjast í Los Angeles þann 28. júlí. Þeir hafa gert miklar öryggisráóstafanir til að koma í veg fyrir aö slíkir atburöir geti endurtekió sig og er talió aö kostnaöur vegna öryggisgæslu þá daga sem leikarnir standa nemi um 60 milljónum dollara, en þaö eru um 17 milljaröar íslenskar krónur. Yfirvöld búa sig undir margskonar hryöjuverkastarfsemi, allt frá einstaklingsframtakinu til þrælskipu- lagóra samtaka sem mörg hafa háþróuðum vopnum á aö skipa. Mestu öryggisstörfin munu hvíla á lögreglunni í Los Angeles og þá einna helst á þeirri deild hennar sem Paul Myron stýrir, en hann er lögreglustjóri á því svæöi þar sem Ól-þorpin veröa. Myron þessi seg- ist búast viö öllu hinu versta og aö hann sé nú búinn aö útbúa lista yfir 100 hópa sem hugsanlegt sé aö grípi til einhverra aögeröa á leikun- um. Þetta eru 80 hópar sem starf- ræktir eru utan Bandaríkjanna og 20 hópar innan þeirra og má þar nefna hópa fólks sem reiknað er meö aö fari um götur til þess eins aö ræna fólk. Yfirvöld búast viö um 12.000 keppendur, 10.000 fréttamönnum • Loftmynd af Los Angeles Memorial Colosseum. Leikvöllurinn tekur tæplega 100 þúsund áhorfendur. Uppselt er á opnunarhátíð Ólympíuleikanna 28. júlí. Þráinn ráðinn sem þjálfari í Alabama Þráinn Hafsteinsson, tugþraut- armaöur úr HSK, hefur veriö boö- in staöa aóstoöarþjálfara frjáls- íþróttamanna í Alabama-háskóla í Tuscaloosa í Alabama. Þjálfara- stööur vió bandaríska háskóla eru eftirsóttar og nóg af færum þjálfurum um hverja stööu, svo þetta boö er mikil vegsemd fyrir Þráin. „Þetta er mjög spennandi og kemur vonandi aö góöu gagni seinna meir," sagöi Þráinn i sam- tali viö blm. Mbl. „Ég mun alveg sjá um þjálfun • Þráinn Hafsteinsson tugþrautarmannanna, sjöþraut- arkvenna og þrekæfingar lang- hlauparanna. Auk þess mun ég aö- stoöa aöalþjálfarann viö aörar greinar," sagöi Þráinn. Þráinn stundar nám í íþrótta- fræðum viö háskólann í Tusca- loosa. Á hann einn vetur eftir í námi, en er ekki lengur gjaldgeng- ur í keppnum fyrir skólann og get- ur því tekiö þjálfunina aö sér. Þrá- inn hyggst koma heim aö námi loknu og reynslan viö þjálfunina í Alabama ætti aö veröa honum gott veganesti. — ágás. og allt aö 300.000 öörum gestum og fyrir þá sem áhuga hafa á aö auögast á þessu fólki eru Ól-leik- arnir hrein gullnáma, þaö þarf ekk- ert annað en aö vera á feröinni á götum borgarinnar og stela öllu steini léttara. Ábyrgö þeirra sem starfa í öryggissveitunum er mikil því auk þess aö hafa opin augun fyrir hópum, sem þeir vita aö veröa á feröinni til þess aö ræna og rupla, þurfa þeir einnig aö vera viðbúnir margskonar uppákomum og nægir þar aö nefna atburöinn þegar John Hinckley reyndi aö myröa Reagan forseta áriö 1981 en John þessi haföi aldrei áöur komist í kast við lögin. Þannig aö öryggisveröirnir veröa svo sannar- lega aö vera meö öll skynfæri í lagi. Öryggissveitirnar hafa lagt þétt- riöiö öryggisnet um Ól-þorpiö en möskvarnir eru þó þaö stórir aö einhverjir gætu sloppiö í gegn. Mjög nákvæm leitartæki hafa veriö prófuö og verið er aö smíöa margskonar nýjan búnaö sem kom að gagni í baráttunni viö hryðju- verkamenn. Sem dæmi um þá tækni sem notuö veröur má nefna vélmenni, sem mun leita aö sprengjum á fólki, og þyrla sem útbúin er sérstökum innfrarauöum geislum og að öðru leyti vel útbúin til næturflugs (ekki ósvipað þyrl- unni í kvikmyndinni Bláa þruman sem sýnd var hér í borg nýlega). Ástæöan fyrir þessum geysi- miklu öryggisráöstöfunum eru at- buröirnir sem áttu sér staö í Munchen, en þá atburöi hefur ör- yggisnefndin athugaö gaumgæfi- lega til aö læra af mistökunum sem þar áttu sér staö. Edgar Best, formaöur þessarar nefndar, segir aö Þjóöverjar hafi ekki viljað vera meö miklar öryggissveitir á götun- um þar sem þetta voru fyrstu Ól- leikarnir frá síöari heimsstyrjöld- inni og þeir óttuöust aö talaö yröi um stormsveitir og fleira í þeim dúr ef mikiö væri um vopnaöa veröi. f Los Angeles veröur mikiö um öryggisveröi en þeir veröa ekki meö hríöskotabyssu sér viö hliö heldur veröa þeir frekar í líkingu viö lífveröi þannig aö lítiö beri á þeim. Þrátt fyrir aö öryggisveröirn- ir þurfi aö hafa fulla athygli í þá 16 daga sem leikarnir standa verður sérstök áhersla lögö á 28. júlí, setningardaginn, því þá verður mikiö um fræga gesti og má þar nefna forseta Bandaríkjanna, Ron- ald Reagan, en þetta er í fyrsta skipti sem forseti Bandaríkjanna er viöstaddur Ólympíuleika.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.