Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 29
77 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Til sölu BMW 528i árg. 1982. 5 gíra, beinskiptur, ekinn 30 þús. km. Litur: Ascot-grár, -metalic. Auka- hlutir: Hituö framsæti, aukaspegill, stereótæki. Ath.: Skipti á ódýrari bíl. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐltRLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633 Nær einu þættirnir sem ég vildi ekki missa af Sveinn skrifar: Það væri óeðlilegt að allir væru sammmála. Þessvegna andmæli ég þeim Önnu Lísu og Hjördísi um skoðun þeirra á þáttunum „Synir og elskhugar" og „Nikulás Nick- elby“ því það eru nær einu þætt- irnir í útsendingu sjónvarpsins sem ég vildi ekki missa af að sjá, en til þess að fylgja söguþræði þeirra, þarf að fylgjast með þeim alveg frá upphafi. Að vísu er aldursmunur mikill á stöllunum og mér, gæti verið afi þeirra eða langafi, og með tilliti til þess þurfum við ekki að vera sam- mála. Sýningar og senubreytingar eru oft með afbrigðum góðar á sýningunum um Nickelby og ger- ast það ört að ekki er víst að ungl- ingar fylgist með hvað er að ske, hverju sinni. Af framansögðu vænti ég að áfram birtist á skjánum einhverj- ir slíkir þættir, a.m.k. öðru hvoru, svo að við hin eldri fáum einnig notið afnotagjaldsins af sjónvarp- Blótsyrði höfð fyrir smá- börnum í ríkisútvarpinu Útvarpshlustandi skrifar: Við útvarpshlustendur förum nú að þreytast vegna þess að kvörtunum okkar út af grófyrðum í barnatímum er ekki sinnt. Oftar en einu sinni hefur verið bent á hvílík fjarstæða það er að hafa Ijótt tal fyrir börnum í fjölmiðlum (og auðvitað fyrir hverjum sem er, hvar sem er). í gær, fimmtudag- inn 10. maí, var spiluð plata í lok barnatímans um kvöldið. Þar var sunginn gamansamur texti, að einhverju leyti með tilvísun til sögunnar sem hafði verið lesin — en því miður með uppnefni sem heyrðist aftur og aftur. Slíkt er hæpið því að allir vita hvað börn geta verið miskunnarlaus hvert við annað. En í söngnum kvað líka við herfilegt blótsyrði. Þetta var semsé í barnatímanum, sem mun vera ætlaður smábörnum. Gætuð þið, Morgunblaðsmenn, komið til liðs við okkur „barna- fólkið" og fengið þá í útvarpinu til að skrúfa nú alveg fyrir þennan ósóma? Við erum að reyna að kenna börnunum guðhræðslu og góða siði. Barnatímar með bæna- gjörð og þættir ungs kirkjufólks í barnatímum sjónvarpsins fyrir nokkru voru viðleitni í sömu átt, og fyrir það ber að þakka. En efni eins og það sem ég nefndi hér að ofan spillir mjög fyrir. Þessu verð- ur að breyta. Og í leiðinni: Vill útvarpið ekki vinsamlegast hætta að flytja dæg- urlög með homma-tali og öðru í þeim dúr? Börnin taka líka undir það. Kaupa inn lítið efni og liósrita mun meira Tónlistarkennari skrifar: Kæri Velvakandi! Þarfur var nýfallinn dómur hæstaréttar vegna fjölfjöldunar námsefnis og er hann kveikjan að þessu bréfi. Ég fullyrði af eigin reynslu að stórfelldur þjófnaður á kennslu- efni er stundaður í flestum tón- listarskólum landsins. Þetta er svo magnað bæði hér- lendis og erlendis að virt nótnaút- gáfufyritæki ramba á barmi gjaldþrots og sum reyndar þegar hætt. Margir skólastjórar tónlistar- skóla telja sig ekki geta legið með svo mikið námsefni. Kaupa þeir inn naumt en Ijósrita þeim mun meira. Lítt vinsælt er að reyna að and- mæla þessú af kennurum. Þetta gera jú allir er svarið. Nótur eru svo dýrar að ekki förum við að láta krakkana kaupa öll þessi hefti. Það þarf víst ekki að taka það fram að virðing fyrir þessum brátt þvældu sneplum er ekki mikil og glatast fljótt hjá flestum. Að krakkar hafi ekki efni á að kaupa nótnahefti nú í dag er tóm- ur misskilningur. Flest kaupa þau sælgæti í viku hverri fyrir miklu hærri fjárupphæðir. Ég skora að STEF að taka í framtíðinni hart á þessum málum. Að endingu beini ég því til tón- listarskólastjóra að þeir sjái sóma sinn í því að hætta þessari ljósrit- unariðju og taki til við að útvega löglegt efni handa nemendum sín- um fyrir næsta vetur. SIGGA V/GGA £ -Í/LVERAW 'VERKSTJÖRINN VRRí) \RLVEG TRITILÖpUR RF tVI |É6 5KELLTIUPPUR ÞE6RR HRNN OFRVNL Dugguvogi 7 — Reykjavík. Pöntunarsími 91 — 35000. Opið virka daga frá kl. 9.00 — 22.00. Okkur er annt um heilsu yðar. Burt með sleniö og fituna ffyrir sumarið. Likamræktartækin fré WekJer, hafa braytf lífi þúsunda til hina betra — Og þau eru é naesta leyti... GYM 2 er eins og líkamsræktarstöð heima hjá þér — tilbúin fyrir notkun. Nú getur öll fjölskyldan þjálfaö upp hraustan líkama i ró og næöi heima hjá sér. Á nokkrum vikum getur þú margfaldaö likamsstyrk þinn, sveigjanleika, úthald og útlit. GYM 2 er besti kosturinn sem býöst. Góö fjártesting fyrir alla framtiö. Tækjasamstæöa sem endist þér alla tiö, þ.e.: Lyftingasett meö handlóöastöngum, gylt lóö (Teg. 1100) tvö 10 kg aukalóö (Teg. 1105) pressubekkur meö öllum fylgihlutum, þ.e. kurl- bretti, hnébeygjustandi og fótabeygjutæki (Teg. 1421) mittisbekkur meö stillanlegri hæö (Teg. 1402) og sippubönd (Teg. 1714). GYM 2 TJEKJASAMSTJEÐUNA FÆRÐU A EINSTÖKU TILBOÐSVERÐI: Öll tækin á aöeins kr. 15.739,00 Útborgun VS, afgengur lánaöur i 2 mánuöi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.