Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 Samtök einhleypra stofnuð næsta haust: Makalaus fundur og dansleikur Undirbúningshópur og fundargestir teknir tali þótt stofnkostnaður hjá ein- hleypum sé sá sami og hjá hjón- um. Hámarksvaxtafrádráttur af lánum vegna íbúðarkaupa'er nú 127.500 kró'nur á hvern einstakl- ing. Þessi upphæð tvöfaldast því hjá hjónum. Sama tvöföldunar- reglan gildir einnig við álagn- ingu eignaskatts. Skattfrjáls eign einhleypings er helmingur af verðmætamati þeirrar eign- ar, sem barnlaus hjón mega eiga eignaskattslaust. Daglegur rekstur einhleypra er afar óhagkvæmur. Okkur Um 200 manns mættu á kynningar- og umrædufundinn í Félagsstofnun stúdenta síðastliðið laugardagskvöld. Þar af skráðu um 60 manns sig í þrenns konar starfshópa sem koma til með að vinna frekar að stofnun samtakanna í sumar. Félagsstofnun stúdenta skömmu fyrir kl. 21 að kvöldi iaugardagsins 12. maí sl. Salurinn er þéttsetinn af fólki sem er, á að giska, á aldrinum 20 til 70 ára. Alls um 200 manns. Hvað er að gerast ? Jú, umræðu- og kynningarfundur um málefni einhleypra er í þann mund að hefjast, en fundurinn hefur verið undirbúinn af hópi áhugamanna um stofnun fé- lags eða samtaka einhleypra. l»ótt margir fundargesta vildu að félagið yrði stofnað strax, var ákveðið að stofn- fundur skyldi bíða haustsins. Undirbúningshópinn skipuðu Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Örn S. Þorleifsson, Ólöf S. Arngrímsdóttir, Ólöf Sigurðar- dóttir og Gísli Magnússon, sem eru á aldrinum 30 til 38 ára. Til gamans má geta þess að þau höfðu lítið sem ekkert þekkst áður en undirbúningurinn hófst. Makalaust félag Til hvers? „Með þessari umræðu viljum við vekja athygli á skatta- og lánakjörum einhleypra. Auk þess að hafa aðeins úr einum launum að spila, þá hafa einhleypir alla jafna minni möguleika á skammtímalánum en hjón. Ætla mætti að þessum vanda væri mætt við skattlagn- ingu. Svo er ekki, að frátöldum 10% frádrætti frá tekjuskatti. Hjá einhleypum fer þessi frá- dráttur þó ekki niður fyrir 28.000 krónur, jafnvel þótt árs- tekjur hans nái ekki 280.000 krónum. Þetta lágmark styður í raun það sem við erum að benda á, það er, að heimilisstofnun og rekstur einhleypra er tiltölulega þyngri en hjóna. Hliðstæð ákvæði virðast þó ekki vera fleiri. Frádráttur frá tekjuskatti vegna heimilisstofnunar fæst til dæmis ekki nema við hjúskap, nýtist ekki sú hagræðing sem lágt verð á stórum pakkningum matvæla er. Maturinn nýtist líka illa. Kostnaður við kynd- ingu hjá einhleypum er ekki minni en hjá hjónum, nema síð- ur sé. Einnig kostar það jafn- mikið að elda eina lærisneið og tvær kartöflur eins og mat ofan í tvo eða fleiri. Spurningin er því hvort ekki megi taka meira tillit til þessara hlutfallslega miklu útgjalda með skattaálögum, til dæmis með auknum persónufrádrætti fyrir makalausa. Hann er nú 29.500 krónur fyrir alla. Kjarni okkar máls er því að einhleypni geti verið mögulegur valkostur á við sambúð, hvort sem er í ein- býli eða í sambýli við fleiri ein- staklinga. Lánakjör til íbúðar- kaupa verði til dæmis háð ein- hverri eðlilegri lágmarksviðmið- un, svo sem íbúðarstærð, en ekki höfðatölu eins og nú er. Hús- næðisþörf einhleypings er nefni- lega mjög svipuð og barnlausra hjóna. Makalausum verði þann- ig kleift að stofna og halda eigin heimili, án þess að nauðsynlega sé litið á einhleypið sem eitt- hvert bráðabi rgðaástand." Renndu blint í sjóinn Hvaðan kemur hugmyndin aö samtökum einhleypra? „Við höfum enga fyrirmynd, við renndum alveg blint í sjóinn með þennan fund, en útkoman hefur farið fram úr okkar björt- ustu vonum. Bæði var fundar- sókn mjög góð og auk þess var aldursdreifingin mikil og kyn- skipting jöfn. Þannig sést það líka og sannast að þessi mál eiga ekki við ákveðinn þröngan hóp, sem afmarkast af ákveðnu ald- ursskeiði eða kyni, heldur eru þetta málefni sem koma öllum $t6einhleypum$t4 við. Annars hafa hugmyndir um svona sam- tök skotið upp kollinum öðru hvoru á undanförnum árum, en alltaf dottið upp fyrir einhverra hluta vegna." Hvenær hófst undirbúningur að fundinum? „Siðari hluta vetrar hófst undirbúningurinn. Þá hafði þetta verið til umræðu meðal kunningja víðs vegar um bæinn og að endingu var það þessi Hjördís Hjörleifsdóttir: „Mér líst vel á félagslegu hliðina við stofnun samtaka sem þessara." Hjördís Hjörleifs- dóttir 52 ára: Orð í tíma töluð Næst varð á vegi okkar Hjördís Hjörleifsdóttir 52 ára og við tókum hana tali. Hvers vegna komst þú á fund- inn ? „Ég sá hann auglýstan og fannst þetta athyglisvert fram- tak. Mér fannst það orð í tíma töluð að drífa í stofnun svona félagsskapar. Mér líst vel á fé- lagslegu hliðina á stofnun sam- taka sem þessara. Það er svo mikið af fólki sem býr eitt og í stað þess að loka sig af, getur það ieitað félagsskapar á þennan hátt. Fyrir utan félagslegu hlið- ina, geta samtök sem þessi veitt stuðning og þrýst á að ná fram sjálfsögðum réttindum einstakl- inga til lána og skattafrádrátt- ar.“ Býrð þú ein? „Já, ég hef verið ekkja í mörg ár og er svo heppin að eiga mína eigin íbúð. En margir sem búa einir, af einhverjum ástæðum, eiga ekki eigin húsnæði og það er, eins og allir vita, miklu erfið- ara fyrir eina manneskju að kaupa íbúð en fyrir tvær. A þess- um fundi komu einmitt fram mjög athyglisverðar upplýsingar varðandi réttindi til lánasjóða og skattafrádrátt, en í þeim efn- um er einhleypt fólk ákaflega illa sett.“ Gerðistu stofnfélagi? „Já, já, og mér finnst afskap- lega ánægjulegt að sjá hve mikið er hér af ungu fólki. Hópurinn er blandaður hvað varðar aldur og svo virðist kynskiptingin nokkuð jöfn. Það var rætt um að farið yrði í ferðalög þegar fram liðu stundir og hópur einhleyps fólks gæti komið saman og skemmt sér saman og ég er viss um að það er mikið af einmana fólki sem, í stað þess að loka sig af og einangrast, vill taka þátt í þessu félagi. Ég kom hingað með vin- konu minni, sem einnig býr ein og við erum báðar ákveðnar í að mæta á stofnfundinn í haust. Þetta fór vel af stað og ég vona bara að starfsemin haldi áfram af sama krafti og hún byrjaði hér í kvöld." Heimir Guómundsson: „Þýðir ekk- ert annaö en að stíga fram og láta í sér heyra.“ Heimir Guðmunds- son 26 ára: Óbeint ætlast til að fólk sé gift „Mér líst vel á hugrayndina um stofnun þessa félags og tel að það eigi fyllilega rétt á sér. Svona fé- lags.skapur þarf að vera fyrir hendi, því það þarf samstöðu um ýmis mál sem tengjast einhleypu fólki,“ segir lleimir Guðmundsson, 26 ára gam- all, og heldur áfram: „Eins og málum er háttað í dag, er óbeint ætlast til þess fólk sé gift. Þá á ég meðal annars við mismun á lánaveitingum úr byggingarlánasjóðum til ein- hleyps fólks annars vegar og svo hjóna hins vegar. Þá eru einnig ýmsir minnhlutahópar, ég nefni sem dæmi homma og lesbíur, sem eru alltaf í minnihlutaaðstöðu til dæmis varðandi lánaveitingar." Býrðu einn? „Já, ég bý einn 1 45 fermetra leiguíbúð og þó ég vildi stækka við mig húsnæði, er það miklu erfiðara fyrir mig sem einhleyp- an mann, en fyrir hjón. Já, ég vil búa einn,“ segir hann aðspurður, „en það er oft litið á einhleypni, og þá á ég bæði við karla og kvenna, sem eitthvað tímabundið. Það er reiknað með því að ef mað- ur býr einn, sé það aðeins upphaf- ið; ekki ástand sem varir til lengri tíma. Með þeim lögum og reglum sem nú gilda varðandi lána- og skattamál, finnst mér réttur einstaklingsins til að velja sér búskaparform skertur." Hvers vegna komstu á fundinn? „Mér fannst þetta forvitnilegt framtak og í tilkynningum um fundinn var meðal annars sagt að fjallað yrði um lána- og skatta- mál einhleypra og þar sem ég var ekki vel að mér í þeim málum langaði mig að kynna mér þau betur. Þá vildi ég líka sjá hve mikil samstaðan væri um þessi mál. Hér á landi er ekki gert ráð fyrir því að menn vilji búa einir, heldur er ætlast til að allir falli inn í hefðbundið hjúskaparform." Gerðistu stofnfélagi? „Nei. Um það leyti sem stofn- fundurinn verður væntanlega haldinn, vérð ég ekki hér á landi. Ég fer til Frakklands næsta haust í nám, en þegar ég kem heim aftur hef ég áhuga á að starfa í þessum félagsskap. Mér finnst hann mjög áhugaverður og jákvæður og það þýðir ekkert annað en að stíga fram og láta í sér heyra!" Markús Jósepsson: „Ekki rétt að ýta undir frekari fjölgun einhleypra í þjóðfélaginu.“ Markús Jóseps- son 36 ára: Enn einn þrýstihópurinn Næsti viðmælandi okkar, Markús Jósepsson, er 36 ára. Gefum honum orðið. „Ég hélt að fundurinn yrði öðru- vísi. Ég bjóst við að meira yrði lagt upp úr félagslegu hliðinni, en mér finnst mesta áherslan hafa verið lögð á ýmsar sérkröfur. Af þeim kröfum sem settar hafa ver- ið fram hér, fæ ég ekki annað séð en að þetta sé bara enn einn þrýstihópurinn, en mér finnst nóg af þeim fyrir." Varðstu þá fyrir vonbrigðum með fundinn? „Nei, ég get nú ekki sagt að ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.