Morgunblaðið - 17.05.1984, Page 11

Morgunblaðið - 17.05.1984, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 59 Hátt verðlag í Skagafírði? Saudárkróki, 14. maí. I>ví hefur löngum verið haldið fram, að verðlag úti á landsbyggð- inni væri hærra en á höfuðborgar- svæðinu, en eftir að svokallaðir stór- markaðir komu til sögunnar, töldu ýmsir víst, að betri tíð væri í vænd- um. Margir Skagfirðingar hafa á undanförnum árum lagt leið sína til Akureyrar og talið sig gera þar góð kaup, einkum í Hagkaup. Nú skyldi maður ætla, að þessi ferðalög hafi lagst af, eftir að Kaupfélag Skagfirð- inga opnaði hér stórmarkað, sem ber nafnið Skagfirðingabúð, en svo er ekki, ef lesin er grein eftir Örn Ólafsson, kennara, sem birtist í NT og hefur vakið athygli og umtal hér á Sauðárkróki. í greininni, sem ber yfirskrift- ina Ræningjasaga, gerir Örn verðsamanburð á 36 algengum mat- og hreinlætisvörum í versl- uninni Hagkaup á Akureyri og í Skagfirðingabúð. Verðkönnunina gerði Örn dagana 16.—18. apríl sl. og er skemmst frá því að segja, að samkvæmt henni eru vörurnar í búð Kaupfélags Skagfirðinga allar dýrari en hjá Hagkaup og er mun- urinn frá 6% til 65%. Að meðal- tali er verðið hjá KS 24% hærra á þessum tilteknu vörum en í Hag- kaup. Þetta þykir mörgum mikil tíðindi ekki síst þeim, er væntu bættra verslunarhátta og lægra vöruverðs með tilkomu hinnar rúmgóðu og íburðarmiklu kaupfé- lagsbúðar. Örn segir í grein sinni, að fjölskylda, sem eyði að jafnaði 15 þús. krónum á mánuði í versl- unum KS, myndi spara sér 36 þús- undir á ári, ef verðlag væri sama hér og á Akureyri. Til úrbótar tel- ur greinarhöfundur ráðlegast, að Skagfirðingar versli fyrst um sinn sem mest á Akureyri, það sé nóg að versla þar fyrir 2.500 krónur, til þess að sparnaðurinn borgi bens- ínið. Stæðu vonir til þess, að með minnkandi viðskiptum sæju kaup- félagsmenn að sér. En dugi það ekki að heldur, sé rétt að minnast þeirra Þingeyinga, sem komu saman fyrir einni öld „og ákváðu að reka gráðuga höndlara af hönd- um sér“. Kaupfélag Skagfirð- inga hefur mikla yfirburði í versl- un hér og rekur margvíslega aðra starfsemi. Kaupmannaverslanir eru fremur smáar í sniðum og virðast ekki hafa bolmagn til að veita umfangsmikla samkeppni. Grein Arnar hefur vakið marga til umhugsunar um, hvort verið geti, að Skagfirðingar búi við mun hærra verðlag á nauðsynjavörum en næstu nágrannar okkar, Ey- firðingar, og af hvaða ástæðu. Kári Nýr sykurlaus Nýjung! Sætiefniö Nutra Sweet er notað í Topp Fæst í öllum matvöruverslunum appelsínu drykkur SÓL H/F. Örbylgjuofnanámskeið Námskeiö í meöferö örbylgjuofna veröur haldiö í kvöld, fimmtudag kl. 20. Skráning þátttakenda í síma 86117. Engin þátttökugjöld. Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1A. Til innréttinga Furugólfborö Spónlagöar viöarþiljur Parket (birki, eik og askur) Baðherbergisplötur Loftaþlötur Hraöplast Grenipanil PÁLL ÞORGEIRSSON & CO. Ármúla 27. — Símar 34000 og 86100. VANDíATIR VELJA Westinghouse m' n Westinghouse heimilis- tækin hafa sýnt og sannað ágæti sín. Vandaöar vörur fyrir vandlátt fólk, sem veit hvað það vill. . J « Z ÍU; KR. 34.642.- n m q rtrtf & SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 SÍMAR 38900 - 38903

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.