Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MAl 1984 7 FLEX-O-LET Tréklossar Vinsælu tréklossarnir meö beygjanlegu sól- unum komnir aftur. Margar nýjar geröir. GEíSIB nýitónlistarskcjinn ármúla44 Sími-.392K) Vortónleikar — Inntökupróf Vortónleikar nemenda veröa sem hér segir. Söngtónleikar, sunnudaginn 20. maí kl. 17. Nemendur úr framhaldsstigum. Einleikstónleikar, miövikudaginn 23. maí kl. 18, aöallega nemendur úr fram- haldsstigum. Hljómsveitar- og einleikstónleikar, fimmtudaginn 24. maí kl. 18. Allir tónleikarnir fara fram í sal skólans. Inntökupróf í söngdeild, veröa þriöjudaginn 22. maí kl. 17. Upplýsingar í skólanum frá kl. 5—7. Skólanum veröur slitiö aö loknum tónleikunum 24. maí. Skólastjóri. Réttur neytenda til ætra kartaflna Hér aö ofan má sjá nokkuð á annan tug manna funda um, hvort heimilin í iandinu eigi aö fá ætar kartöflur eöa ekki. Svo einfalt og sjálfsagt sem það mál virðist, frá sjónarhóli almennings, varö þaö þó ekki leyst á tólf klukkutíma maraþonfundi Framleiösluráös land- búnaðarins. „Samkvæmt upplýsingum Mbl.,“ segir í frétt í gær, „voru mjög skiptar skoðanir um máliö í ráöinu en að lokum var samþykkt einróma ályktun þar sem ekki er tekin bein afstaða heldur sett fram greinargerö um ýmis atriöi varöandi málið.“!!! Út og inn umSÍS- gluggann Xamband islenzkra sam- vinnufélaga hefur umboð fyrir og fékk söluþóknun erlendis frá vegna inn- fluttra kartaflna á vegum einokunaraöilans, Græn- metisverzlunarinnar. Samband íslenzkra sam- vinnufélaga haföi milli- göngu um útflutning kindakjöts til Finnlands, að því er virðist í tengslum við kartöfluinnflutninginn. Það tekur og söluþóknun fyrir kjötútflutninginn. Hún er ekki reiknuð af raunverði á erlendum markaði (það sem fyrir vör- una fæst), heldur jafnframt af útflutningsbótum, sem sóttar eru vasa skattgreið- enda. Þessir sömu skatt- greiðendur hafa síðan ekki í annað hús að venda um kartöflukaup en í „hring- rots“-fyrirtækið. Samband íslenzkra sam- vinnufélaga fleytir rjóm- ann ofan af herlegheitun- um. Heimilin í landinu borga útflutningsbætur kjötsins í sköttum. Og þeg- ar almenningur neitaði að kaupa áfram skemmdar kartöflur (og snéri sér að hrísgrjónum f staðinn) efndi einokunaraðilinn til jarðarfarar á hringrots- og jarðeplamergö. Grettíssund Framleiðslu- ráðsins Sem betur fer ríkir sam- keppni á flestum sviðum vcrzlunarþjónustu við fólk- ið í landinu, a.m.k. í þétt- býli. Vöruúrval og verð- samkcppni eru ávextir samkeppninnar. Forneskja opinbcrar einokunar setur þó enn svip sinn, illu heilli, á stöku þætti verzlunar- þjónustunnar. Því miður verður sú einokun ekki jarðsett nú með þeim skeramdu kartöflum, sem vóru ávextir hennar og vörumerki, og SÍS hirti umboðsþóknun fyrir. Svo langt komust mál þó að Framleiðsluráð land- búnaðarins, sem eftir myndinni aö dæma er ekki samansett út frá jafnrétti kynjanna, settist á tólf tíma rökstóla um, hvort verzlunaraðilar, sem geta boðið upp á heibrigðar kartöflur og góða vöru, eigi að fá að sitja við sama söluborð og „hringrots- verzlunin“. Málið snýst einfaldlega um það, hvor þeir, sem vilja og geta boð- ið upp á innflutning fyrsta flokks kartaflna, meðan innlend framleiðsla getur ekki mettað markaðinn, eigi aö hafa verzlunarjafn- rétti á við Græntmetis- verzlunina. En eitt er að funda um alvörumál og annaö að komast að niðurstöðu. Eftir heils dægurs fund gafst Framleiðsluráðið upp við að komast að niðurstöðu en samþykkti, „einróma" að sjálfsögðu, að viðra ýmsa þætti málsins í grein- argerð til landbúnaðar- ráðherra. Þessi fundur var mikið Grettissund úr Drangey hringrotsins yfir á ströndu kjarkieysisins. En hinn tvíeini umboðsglámur kjöts og kartaflna tekur sitt á þurru. Beðið boð- skaps erki- biskups Ýmsir verzlunaraðilar hafa flutt kartöflur til landsins í trausti yfirlýs- inga tveggja flokksfor- manna í herbúðum ríkis- stjórnar, hverrar stjórnar- sáttmáli horfir til frjálsræð- isáttar. Þorri fólks bíður þess að fá að kaupa óskemmda vöru, eftir langa bið. Jón Helgason, landbún- aðarráðherra, beið þess og í gærmorgun að annar framsóknarmaður, Ingi Tryggvason, formaður stjórnar Framleiðsluráðs, kæmi á hans fund, en það þótt viö hæfi áður en sá fyrrnefndi kvæði upp dómsorð um heilbrigöar eða skemmdar kartöflur. Þær fyrr töldu hafa það eitt sér til óhelgunar að ekki er pottþétt að umboöslaun falli til SÍS. Þegar þetta er ritað ligg- ur ekki Ijóst fyrir, hver úr- skurður landbúnaðarráð- herra verðun hvort þyngra vega hagsmunir SÍS eða al- raannavilji. Ef SÍS-hjartað í land- búnaðarráðherra vegur þyngra í afstöðu hans en eindreginn almannavilji, sem vonandi verður ekki, er það alvarlegt mál. Það væru „hrein svik við þær yfirlýsingar sem búið er að gefa“, eins og Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, hefur komizt að orði. Þá fengju grjónagrautsorð annars flokksformanns nýja merkingu í hugum fólks. Ökonomi Ökonomi barnableiunum hefur nú veriö gefiö nafniö: KVIK Sömu gæöi, lækkaö verö. í LAGT VERÐ? Já, sjáöu bara ..._310 L RAFIÐJAN Vf Ármúla 8, sími 19294

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.