Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MAl 1984 Eldabuskur! Þau eru frábær nýju eldhúsin okkar. Sérstæð vönduð vinnuaðstaða fyrir alla fjölskylduna. Komið og skoðið. SÝNING UM HELGINA Opið laugardag kl. 10-16 og sunnudag kl. 13-16 Borgartúni 27 Sími 28450 Bretland: Margaret Thatcher í öldudal London, 17. m*í, AP. SAMKVÆMT skoAanakönnun sem Daily Telegraph í London birti í dag eru 54% kjósenda í Bretlandi óánægðir með frammistöðu Mar- grétar Thatchers í embætti forsæt- isráðherra, en flokkur hennar, íhaldsflokkurinn, nýtur samt enn mestra vinsælda meðal kjósenda. Könnunin leiddi í Ijós að 38,5% kjósenda styðja íhaldsflokkinn, 36,5% styðja Verkamannaflokk- onn og 23% styðja Bandalag jafn- aðarmanna og frjálslyndra, en tveir síðastnefndu flokkarnir eru í stjórnarandstöðu. í þingkosningunum f Bretlandi fyrir 11 mánuðum fékk íhalds- flokkurinn 42,4% atkvæða, Verka- mannaflokkurinn 27,6% og Bandalagið 24,6%. Þeir sem þátt tóku í könnuninni voru einnig spurðir álits á verkum ríkisstjórnar frú Thatchers. Meirihlutinn, 51%, kvaðst óánægður með stjórnina, en 41% aðspurðra voru ánægðir. Robbins látinn London, 17. maí. AP. LIONEL Robbins lávarður, einn kunnasti hagfræðingur Breta, er lát- inn, 85 ára að aldri. Hann hafði átt við veikindi að stríða um langa hríð og fékk hjartaáfall 6. maí sl., sem ieiddi hann til dauða á þriðjudag. Á styrjaldarárunum var Robb- ins efnahagsráðgjafi Winston Churchills forsætisráðherra og á sjötta áratugnum var hann for- maður stjórnskipaðrar nefndar sem mótaði núverandi mennta- kerfi Breta. Robbins stundaði nám við Lond- on School of Economics, eina virt- ustu menntastofnun Breta, og varð síðar prófessor þar og um skeið formaður háskólaráðsins. Hann var einnig höfundur margra hagfræðibóka og ritgerða um efnahags- og menntamál. Fyrirliggjandi í birgðastöð RIFFIAÐAR ÁLPÖTUR GÓLFÁL (ALMg3) Þykktir: 3-7 mm Plötustærðir: 1250 x 2500 mm : 1250 x 3000 mm SINDRA Meðferðin á Sakharov-hjónunum: Æ fleiri fordæma sovésk stjórnvöld London, 17. maí. AP. TIL ÓSPEKTA kom í Dominion- leikhúsinu í London í gærkvöldi þegar þar var að hefjast frumsýning lista- manna frá Moskvu á sovéskum ball- ett. Hópur áhorfenda stóð upp úr sæt- um sínum og hrópaði mótmæli gegn meðferð sovéskra stjórnvalda á gyð- ingum og Sakharov-hjónunum í Gorky. Sýning verksins var þegar stöðv- uð og lögregla kvödd á vettvang. Mótmælendur féllust á að yfirgefa leikhúsið, en tveir þeirra voru hand- teknir. Æ fleiri verða til að fordæma meðferð yfirvalda I Sovétrfkjunum á kjarneðlisfræðingnum Andrei Sakharov og konu hans Yelenu Bonner. Frú Bonner er alvarlega veik og þarf á læknishjálp utan Sov- étríkjanna að halda, en yfirvöld veita henni ekki leyfi til að fara úr landi. f mótmælaskyni við synjun stjórnvalda hefur Sakarhov verið í hungurverkfalli síðan 2. maí. Vandamenn þeirra hjóna segjast óttast um líf þeirra beggja verði ekkert að gert. í hópi þeirra sem fordæmt hafa framferði sovéskra stjórnvalda eru talsmenn bandariska utanríkisráðu- neytisins og sendifulltrúar Banda- ríkjamanna hjá Sameinuðu þjóðun- Kínverjar og Víetnamar: STALHF Mannskæð átök Borgartúni 31 sími 27222 Bangkok, 17. maí. AP. FRÉTTASTOFA Víetnams greindi frá því f dag að víetnamskir her- menn hefðu s.l. þriðjudag fellt og sært hundruð hermanna frá Kína, sem ruðst hefðu inn fyrir norður- landamæri Víetnams. Atvikið átti sér stað í Ha Tuyen-héraði. Að undanförnu hafa talsmenn bpggja þjóðanna skýrt nær dag- lega frá hernaðarátökum á landa- mærum ríkjanna, og sakað hvorir aðra um upptökin. Vestrænir fréttamenn hafa ekki getað sann- reynt hvað hæft er í þessum ásök-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.