Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MAl 1984 25 Rit um líftækni á íslandi LiTfræðistornun Háskólans hefur gefið út heftið Líftækni á íslandi, en þar kynna dr. Guðni Á. Alfreðsson, dr. Jakob K. Kristjánsson og dr. Guð- mundur Eggertsson líftæknilega örverufræði og erfðatækni. Líftækni á íslandi er 59 fjölritaðar blaðsíður og 20. fjölritið, sem Líffræðistofnun hefur sent frá sér í flokki um rannsóknir í líffræði hér á landi. í inngangi fjölritsins segir m.a.: „Samantekt þessi er ætluð til kynn- ingar á líftækni... Með líftækni er átt við vísindalegar og verkfræði- legar aðferðir til að nýta lífverur eða efni unnin úr þeim í framleiðslu- eða þjónustugreinum." Segja höfundar ritsins umræður um líftækni á Is- landi einhliða og almenning ekki nógu upplýstan um tvö meginsvið líftækninnar, örverufræði og erfða- tækni, sem þó séu almennt talin helstu vaxtarbroddar líftækninnar. „Við munum kynna ofangreind fræðisvið stuttlega, gera grein fyrir nokkrum aöferðum og rekja nokkur dæmi um hagnýtingu á þessum svið- um,“ segir í inngangi. 1 lok ritsins er gerð grein fyrir nokkrum hugmynd- um um hagnýtingu líftækninnar hér á landi. Líftækni á íslandi er til sölu hjá ritara Líffræðistofnunar á Grensás- vegi 12. Lægsta tilboð 38 % af áætlun Borgarm si, 15. maí. í GÆR voru opnuð tilboð hjá Vega- gerð ríkisins í 1,5 km vegarkafla af Olafsvíkurvegi við Borgarnes. Fimm tilboð bárust, öll undir kostnaðar- áætlun Vegagerðarinnar, og var lægsta tilboðið aðeins 38% af kostn- aðaráætluninni. Kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar var 1.722 þúsund. Lægsta tilboðið var frá Magnúsi Jónssyni á Skagaströnd, kr. 654 þúsund, sem er 38% af kostnaðaráætlun. Næst lægsta tilboðið var frá verktakafyrirtækjunum Tak í Búðardal og Borgarverki í Borg- arnesi, 878 þús., sem er 51%. Þá kom Loftorka í Borgarnesi með 73% af kostnaðaráætlun, Barð á Akureyri með 84% og hæstur var Hilmar Sigursteinsson á Sleitu- stöðum með 95% af kostnaðará- ætlun. Verkið felst í því að styrkja og lagfæra um 1,5 km kafla núver- andi vegar frá Vesturlandsvega- mótum við Borgarnes og vestur fyrir Borg á Mýrum. Verkinu á að vera lokið fyrir 20. júní. Bjarni Johansen, tæknifræðing- ur hjá Vegagerðinni í Borgarnesi, sagði að hér væri á ferðinni enn eitt „down“-tilboðið. Sagðist hann ekkert skilja í því hvemig menn færu að því að bjóða svona lágt í verk sem þeir þyrftu svo að koma langar leiðir til að vinna. Taldi hann að kostnaðaráætlanir Vega- gerðarinnar væru í aðalatriðum réttar, þær væru byggðar á tölum um raunverulegan kostnað og gæti aldrei skakkað miklu. Sagði hann að tilboðin yrðu yfirfarin eins og venja væri til áður en gengið væri frá samningum við verktaka. — HBj. Harður árekstur á Akureyri: Þrír bílar skemmdir Allharóur árekstur varð á Akureyri síödegis í gær, með þeim afleiðingum að tvennt úr öðrum bílnum var flutt á sjúkrahús, og einn úr hinum. Að sögn lögreglunnar á Akureyri varð áreksturinn laust fyrir kl. 18 í gær, á horni Gránufélagsgötu og Hríseyjargötu, og var hann það harður að annar bíjinn kastaðist inn í garð á þriðja bílinn. Var tvennt úr öðrum bílnum flutt á sjúkrahús, og einn úr hinum fór síðar, en meiðsli reyndust ekki vera alvarleg. Bílarn- ir eru mikið skemmdir, og er annar þeirra talinn vera gjörónýtur. Kyrrstæði bíllinn í húsagarðinum er einnig talsvert skemmdur. Björg Þorsteinsdóttir og Stefán J. Guðjohnsen, framkvæmdastjóri Máln- ingar hf„ með grafíkmyndir Bjargar fyrir framan sig. Grafíkmöppur í tilefni af 30 ára afmæli Málningar MÁLNING hf. hefur nú starfað í 30 ár. í tilefni af afmælinu var Björgu Þorsteinsdóttur grafík- listamanni falið að gera myndir í scrstakar möppur, sem sendar yrðu helstu viðskiptaaðilum og vildarvinum fyrirtækisins. Björg Þorsteinsdóttir stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands, Myndlistaskólanum í Reykjavik, Staatliche Akademie der bildenden Kúnste í Stuttgart og „Atelier 17“ (S.W. Hayter) í París. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í sam- sýningum, bæði hér heima og er- lendis. Auk þess hefur Björg Þorsteinsdóttir þrisvar hlotið al- þjóðlega viðurkenningu fyrir verk sín. Vertíöartilboð Nú ber vel í veiði. Jakkaföt öt rfi/vesti. Venjulegt verö I ¥ 4 990.- e.990, t.(2Q mai TCipD SlMI 27211 SNORRABRAUT 56 SÍMI 1 35 05 GLÆSIBÆ SÍMI 3 43 50 Meira en venjuleg verslun!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.