Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MAl 1984 27 A, H löföar til .fólksíöllum starfsgreinum! Rakel S. dóttir — Með þessum fátæklegu orðum viljum við fá að þakka elsku Rakel allar þær ánægjulegar samveru- stundir sem við áttum á liðnum árum. Hún var sú manngerð sem manni gleymist seint. Hún hafði ætíð lag á að láta manni líða vel í návist sinni. Það er tómlegt þar sem hún er ekki. Minningin mun lifa í hugum okkar. Við munum ávallt minnast Rakelar með þakklæti fyrir vináttu hennar og tryggð. Ætíð var hægt að leita til henn- ar ef vanda bar að og brást hún þá alltaf vel við. Hún átti mjög auð- velt með að umgangast fólk, með hlýju og sterkum persónuleika. Unga fólkið laðaði hún að sér og erum við þá sérstaklega með í huga yngri kynslóðina. Heimili Rakelar bar þess vitni hve snyrti- mennskan var henni í blóð borin. Hún átti mjög auðvelt með að miðla okkur af kunnáttu sinni, hún smitaði frá sér lífsgleði og jákvæðu hugarfari. Við munum minnast hennar sem mikillar mannkostakonu. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra, ásamt systkinum Rakelar, vottum við samúð okkar. „Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð.“ Veturliða- Minning Óskar fór í guðfræðideild Háskóla íslands 1950 og lauk embættis- prófi í guðfræði 1954 og var þetta mikill dugnaður á þeim árum, þar sem hann varð að vinna allan tím- ann með náminu til þess að sjá fjölskyldu sinni farborða. Sr. óskar vígðist til Staðar- hraunsprestakalls 1954, en til Bíldudals fluttu þau hjónin 1968, þegar sr. Óskar var kosinn prestur þar. Og á Bíldudai bjuggu þau þar til hann lét af embætti 1975. Og fluttu þau í íbúð sína í Kópavogin- um. Þau hjónin voru vinsæl og vinmörg. Á prestskaparárum sr. óskars eignuðust þau marga góða og trygga vini, enda elskuð og virt af sóknarbörnum sínum. Á þessum árum átti ég og fjöl- skylda mín margar ferðir til Rak- elar og sr. Óskars. Alltaf var okkur tekið með sömu hlýjunni og gestrisninni hvort sem um stutta eða langa dvöl var að ræða. Sr. Óskar átti við nokkra van- heilsu að stríða síðasta árið og andaðist hann 24. febrúar 1976. Stóð Rakel eins og klettur við hlið hans til hinstu stundar og veitti honum ómetanlegan styrk. Eftir lát eiginmanns síns keypti Rakel sér íbúð í Álftamýri 6 hér í bæ, og átti hún þar yndislegt heimili. Börnin og barnabörnin voru þar tíðir gestir og umvafði hún þau með kærleika sínum. Börn hennar eru: Kristjana, húsmóðir, gift Herði Ingólfssyni, þau búa í Hafnarfirði. Þau eiga 3 börn. Finnbogi, tæknifræðingur, kvæntur Hildigunni Þórðardóttur. Þau búa í Reykjavík. Þau eiga 2 dætur. Auður, húsmóðir, gift Preben Boye, býr í Danmörku. Þau eiga 2 börn. Veturliði, kennari á Núpi í Dýrafirði, kvæntur Hólm- fríði Jóhannesdóttur. Þau eiga 1 dóttur. Mjög kært hefur alla tíð verið með móðursystkinum mínum og var oft gestkvæmt og glatt á hjalla hjá Rakel þegar þau voru þar saman komin. Sl. ár var frænku minni erfitt. Hún gekkst undir uppskurð í júní, og var um tíma nokkuð hress. Hún gerði sér að fullu grein fyrir að hverju dró, en aldrei heyrðist eitt æðruorð af hennar vörum. Hún sýndi þvílíkan hetjuskap í veik- indum sínum að við hin vorum orðvana yfir kjarki hennar og dugnaði. Ég kveð frænku mína með sökn- uði og sendi börnum hennar og fjölskyldum þeirra svo og öðrum ástvinum samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar. Sigrún Aradóttir (V.Briem.) Erla og Bára. í dag fer fram frá Fossvogskap- ellu útför móðursystur minnar Rakelar Sigríðar Veturliðadóttur, en hún andaðist á Borgarspítalan- um 10. maí sl. eftir stutta en stranga sjúkrahúslegu. Hún var fædd á ísafirði 30. október 1918, dóttir hjónanna Guðrúnar Halldórsdóttur og Vet- urliða Guðbjartssonar, verkstjóra. Þau Guðrún og Veturliði bjuggu allan sinn búskap á ísafirði og þar fæddust þeim 19 börn en þrettán þeirra komust til fullorðinsára. Er Rakel sú fyrsta sem fellur frá af þeim stóra hópi. Fyrsta minning mín um Rakel frænku mína var, þegar hún kom á heimili foreldra minna 1942, til þess að hjálpa móður minni í veik- indum hennar. Hún kom með svo mikla birtu og hálpsemi inn á heimilið, að hún verður ætíð í huga mér þessi brosleita, fallega og hjálpfúsa kona sem ég kynntist í æsku. Og myndaðist þá strax með okkur sú vinátta sem aldrei bar skugga á. Rakel var falleg kona, glaðleg í viðmóti og gat alltaf litið á björtu hiiðarnar á lífinu og aldrei man ég eftir að hafa hafa heyrt hana farið niðrandi orðum um nokkurn mann. Þann 13. mars 1943 giftist hún Óskari Höskuldi Finnbogasyni og var það mikið gæfuspor fyrir þau bæði. Óskar var fæddur 13. sept. 1913 í Skarfanesi á Landi og voru foreldrar hans Finnbogi Hös- kuldsson og Elísabet Þórðardóttir. Var hjónaband þeirra Rakelar og Óskars hið farsælasta og þau hjónin afar samhent í hvívetna. Viö kynnum aukna Þjónustu Nú ertu velkominn til kl.6 á föstudögum Hversu oft hefurðu ekki óskað þér að bankarnir væru opnir aðeins lengur þegar þú ert á hlaupum síðdegis á föstudögum? Nú ríður Sparisjóður vélstjóra á vaðið og opnar af- greiðslu sína fyrir öll almenn bankaviðskipti til klukkan sex á föstudögum, í stað hins venjulega fimmtudagstíma bankanna. Með hinum nýja sam- fellda opnunartíma, kl. 9.15-18.00 alla föstudaga, veitist þér langþráð tækifæri til að gera klárt fyrir helgina og njóta frídaganna áhyggjulaust. Þessi nýjung er okkar leið til að sinna því grundvall- armarkmiði að veita viðskiptavinum okkar eins góða bankaþjónustu og frekast er unnt. Vertu velkominn í Sparisjóð vélstjóra - nú bíðum við þín til klukkan sex á hverjum föstudegi. SPARISJOÐUR VÉLSTJÓRA Borgartúni 18 ;3ími 28577

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.