Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 32
Opiö öll fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. AUSTURSTRÆTI 22, INNSTfíÆTI, SÍMI11340 Opió alla daga frá kl. 11.45-23.30. AUSTURSTRÆTI22, INNSTRÆTI, SÍMI 11633. FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Aflakóngar á vetar- vertíð Ráðherra veitir sameiginlegt túnabundið innflutnmgsleyfi: Grænmetið neitaði Hag- kaup um kartöflur í gær — segir Gísli Blöndal fulltrúi hjá Hagkaup JÓN HELGASON landbúnaðarráðherra tók í gær ákvörðun um að veita þeim aðilum sem sótt hafa um innflutningsleyfi á kartöflum, sameiginlega tímabundið innflutningsleyfí fyrir ákveðnu magni með vissum skilyrðum, til dæmis varðandi mat og verðlagningu. Nái aðilar ekki samstöðu um þessa leið verði umsækjendum aðeins veitt leyfi fyrir innfíutningi á þeim kartöflum sem þeir hafa þegar keypt. Ákvörðun ráðherra var illa tekið af þeim innflutningsaðilum sem blm. ræddi við i gærkvöldi svo og fulltrúa Neytendasamtakanna. Gísli V. Einarsson forstjóri Egg- erts Kristjánssonar hf. sagði að þetta væri kvótakerfi og væri hann alfarið á móti því. Gísli Blöndal fulltrúi framkvæmdastjóra Hag- kaupa sagði að með þessu væri ver- ið að reyna að friða menn. Gísli Blöndal sagði að í gær- morgun hefði Hagkaupum verið neitað um kartöflur úr nýrri send- ingu frá ísrael og Egyptalandi sem Grænmetisverslunin flutti inn, og byrjað var að dreifa úr í búðir í gærmorgun. í gærkvöldi kom fram álit minnihluta landbúnaðarnefnd- ar efri deildar, þeirra Eyjólfs Konráðs Jónssonar, Kolbrúnar I Jónsdóttur, og Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur, á frumvarpi Eiðs Guðnasonar og fleiri alþýðu- flokksmanna um frjálsan innflutn- ing grænmetis en frumvarpið hafði ekki verið tekið á dagskrá seint í gærkvöldi. „Ég tel að þessar að- gerðir séu gengnar svo langt að óhjákvæmilegt sé að grípa þarna inn í og afnema einokun Grænmet- isverslunar landbúnaðarins," sagði Eyjólfur Konráð í samtali við blm. Mbl. í gærkvöldi. Sjá ennfremur miðopnu blaðsins. Morgunblaðiö/ Sigurgeir. Skipshöfnin á Suðurey VE 500. F.v. Brynjar Stefánsson 1. vélstjóri, Sigurður Georgsson skipstjóri, Kjartan Óskarsson 2. vélstjóri, Sigurjón Ingvarsson háseti, Guðmundur Erlingsson 2. stýrimaður, Jóhann Pálsson háseti, Tómas ísfeld matsveinn, Atli Sverrisson háseti, Sigmundur Karlsson háseti, Ólafur B. Ólafsson háseti, Guðmundur Stefán Einarsson 1. stýrimaður. Skoðanakönnun Hagvangs: Minnkandi trú á barátt- unni gegn verðbólgunni Víkingar fagna! Víkingar fagna fyrsta marki sínu í 1. deildinni í knattspyrnu í sumar. Liðið gerði jafntefli við KR á Laugardalsvelli í gær í fyrsta leik mótsins. Það var Sig- urður Aðalsteinsson sem gerði mark Víkings. Sjá nánar á íþróttasíðu. Morgunblaðið/Friðþjófur. ÞEIM hefur fjölgað verulega, sem hafa ekki trú á því að hægt sé að ná verðbólgunni niður á sama stig og í nágrannalöndum okkar á þessu ári. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðana- könnunar, sem Hagvangur hf. framkvæmdi í aprflmánuði sl. en sama spurning var lögð fram í skoðanakönnun, sem fram fór í magnaðar eru úr mannvirkjasjóði Atiantshafsbandalagsins svo sem olíustöðvar í Helguvík og flugskýli fyrir orrustuþotur varnarliðsins. Yfirhershöfðingjar aðildaríkjanna og yfirmenn þriggja herstjórna bandalagsins hittast reglulega tvisvar á ári í hermálanefndinni og var það slíkur fundur, sem haldinn var sl. þriðjudag. Á mið- vikudag og í gær komu varnar- málaráðherrar aðildarríkjanna saman tii fundar í Brússel og sat Henrik Sv. Björnsson, sendiherra þann fund eins og tíðkast hefur, sagði utanríkisráðherra í ræðu sinni. Sjá frásögn af umræðum um skýrslu utanríkisráðherra á bls. 18. október og nóvember á síðasta ári. Fjöldi þeirra, sem trúir því, að þessum árangri verði náð í ár er nánast óbreyttur eða 53,8% þeirra, sem spurðir voru nú en 53% sl. haust. Hins vegar svöruðu 42,8% spurningunni neitandi nú en einungis 34,7% í haust. Þá voru 12,3% ekki reiðubunir til að taka afstöðu en nú hafði þeim fækkað í 3,4%. Karlmenn hafa meiri trú á því að þessum árangri verði náð en konur. Af þeim körlum, sem spurðir voru svöruðu 59,2% játandi en 38,2% neit- SUÐUREY VE 500 varð aflahæsti báturinn á nýafstaðinni vetrarvertíð. Samtals aflaði áhöfnin 1.434,8 lesta, en alls náðu 6 bátar að komast yfír 1.000 lesta markið. Sjá nánar á bls. 3. andi. í hópi kvenna svöruðu 48,5% játandi en 47,3% neit- andi. Afstaðan í dreifbýli og þétt- býli er mjög svipuð. Á höfuð- borgarsvæðinu sögðu 54,4% já en 43,4% nei. í öðru þéttbýli sögðu 53,5% já en 42,6% nei. í dreifbýli sögðu 51,4% já, en 41,3% nei. Spurningin var svohljóðandi: Trúir þú því að hægt sé að ná verðbólgunni niður á sama stig og í nágrannalöndunum á ár- inu 1984. Þátttakendur voru 1.000 talsins. Svarprósenta af brúttóúrtaki var 86% en nettó- úrtaki 92,5%. Atlantshafsbandalagið: íslendingar á fundi hermálanefndarinnar ÍSLENZKIR fulltrúar sátu fund hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins í Briissel sl. þriðjudag í fyrsta sinn í rúmlega 30 ár. Þetta kom fram í ræðu Geirs Hallgrímssonar, utanríkisráðherra á Alþingi í gær er skýrsla ráðherr- ans um utanríkismál var þar til umræðu. Utanríkisráðherra sagði í ræðu sinni, að til athugunar væri að endurreisa radarstöðvar á norð- vestur og norðausturlandi og hefði verið fjallað um þetta mál á fundi hermálanefndarinnar. íslendingar hefðu verið þar áheyrnarfulltrúar eins og Frakkar. Geir Hallgríms- son sagði, að íslendingar hefðu ekki tekið þátt í störfum hermála- nefndarinnar frá því á upphafsár- um Atlantshafsbandalagsins. í ræðu, sem Þórður Einarsson, varafastafulltrúi íslands hjá Atl- antshafsbandalaginu hefði flutt í upphafi fundarins hefði hann vís- að til kaflans um varnar- og ör- yggismál í skýrslu utanríkisráð- herra til Alþingis og getið um þá athugun, sem þar væri boðuð á virkari þátttöku íslendinga við mótun og framkvæmd varnar- stefnunnar og bæri að líta á setu íslendinga á þessum fundi, sem fjallaði sérstaklega um mál er snerti ísland, sem lið í þeirri at- hugun. Þá sagði utanríkisráðherra, að á fundi nefndarinnar væri tekin af- staða til framkvæmda, sem fjár- 11.059 nöfn „VIÐ erum mjög ánægðar með, að Hæstiréttur skuli hafa hnekkt niðurstöðu Sakadómds í nauðgunarmálinu, sem upp kom um síðustu helgi. Engu að síður munum við afhenda dómsmálaráðherra undirskift- ir þeirra 11.059 manna, sem mótmæltu úrskurði Sakadóms. Við teljum þær ótvíræða yfírlýsingu fólks um úrbætur í meðferð þessara mála,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, ein kvennanna sem gengust fyrir undirskrifta- söfnuninni, í samtali við Mbl. í texta þeim, sem fólk þetta undirritaði, var meðal annars mótmælt þeirri ákvörðun Saka- dóms að synja beiðni um gæzlu- varðhald yfir manninum. Þar segir ennfremur, að nauðgarar séu hættulegir öryggi kvenna og þess krafizt að þeir sæti gæzlu- varðhaldi þar til dómur falli. Mótmælin verða afhent dóms- málaráðherra klukkan 8.30 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.