Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 SIRJOHN GBELGUD Þeim fækkar óðum sem settu mestan svip á leikhúslíf í Englandi um miðbik þessarar aldar. Nýlega lézt Sir Ralph Richardson, en náinn vinur hans og félagi, Sir John Gielgud, starfar enn og er við góða heilsu, þótt orðinn sé áttræður. Brezka blaðið Observer birti viðtal við Sir John í tilefni af afmæli hans 14. apríl. Viðmæl- andi hans var Richard Findlander, en hann hefur skrif- að mikið um Gielgud, Ralph Richardson, Peggy Ash- croft og Lawrence Olivier. Viðtalið birtist hér allmikið stytt og endursagt á köflum. Sir John Gielgud býr á glæsilegu sveitasetri frá 17. öld, sem hann hefur látið gera upp og endur- nýja þannig að það svar- ar kröfum tímans, en býr yfir reisn og þokka horfinnar aldar. Þar innan stokks og utan getur að líta sjaldséða listmuni, og skipu- lag allt og frágangur er með þeim hætti að sómir einkar vel hinum mikla listamanni, sem hefur dreg- ið sig í hlé frá ysi og þysi Lund- úna, og sezt í helgan stein. Árum saman bjó Gielgud í Westminster í örlitlu húsi, sem kæmist líklega fyrir í stórfeng- legri setustofu hans á sveitasetr- inu. Hann kemur mér ævinlega fyrir sjónir sem stórborgarmaður fram í fingurgóma, en við síðustu fundi okkar kvaðst hann ekki sakna Lundúna minnstu vitundar- ögn. Hann lætur aka sér þangað í Mercedes-bifreið sinni, tvisvar í viku, þegar hann er ekki við kvikmyndaupptökur eða í ferða- lögum og það dugar honum til að reka erindi sín í stórborginni. í mínum huga eru Lundúnir fullar af afturgöngum og forljótum, nýj- um byggingum. En ég hef mikla unun af því að dveljast úti í sveit, og í þessu húsi. Erfitt er að trúa því, að þessi granni, kviki maður með höfðing- legt yfirbragð, ólgandi af lífsorku, og ýmist dillandi af hlátri eða með tárin í augunum, sé kominn fast að áttræðu. Hann virðist hreystin holdi klædd, þráðbeinn í baki, röddin hefur ekki glatað fyrri styrk og hljómi, og minnið er ein- stakt. Hann lítur því miklu frem- ur út fyrir að vera um sextugt. Röddin er ekki ávallt þrungin eft- irsjá, er hann lítur yfir farinn veg, heldur hljómar hún í þeim ótal blæbrigðum, sem við þekkjum frá 6 áratuga leikferli, er hann tengir saman fortíð og nútfð í einu svip- leiftri. Væntanlega er því svo farið með sir John sem flesta aðra, að hann sér fteiri leikrit f sjónvarpi en á sviði. En þótt hann sé seztur í helgan stein fylgist hann grannt með því sem er að gerast í leik- húslífinu, sem hefur raunar verið allt hans líf frá þriðja áratugnum. Hann les allar nýjar bækur um leiklist og einnig ævisögur, sagnfræðirit og skáldsögur. Hann talaði m.a. af mikilli hrifningu um Pax Britannica, sagnfræðilega trílógíu Jans Morris, og sagði að við lestur hennar hefði sér hlotn- ast ný innsýn inn í atburði, er snertu líf hans sjálfs. Sjálfur er hann eins ópólitískur og nokkur áttræður Englendingur getur ver- ið, þótt hann sé af pólsku bergi brotinn í aðra ættina. Aðspurður kveðst hann vera að undirbúa ritun nýrrar sjálfsævi- ögu, þeirrar fjórðu í röðinni. Ég reyni að yera ekki langorð- segir hann. Ég veit hann gefur víma til að skrifa mjög mörg bréf, oftast stutt en kurteisleg svarbréf til aðdáenda sinna um heim allan, og oft sendir hann hamingjuóskir til leikara, sem hann hefur hrifizt af á sviði eða í sjónvarpi ellegar til rithöfunda sem hafa glatt hann nýjum bók- um. Sir John heldur því fram að hann sé fremur latur á margan hátt, en svo er þó ekki að sjá. í maí kemur hann fram í röð þátta um enska ljóðagerð, sem flutt verður á rás 4 hjá BBC-sjónvarpinu. Þessi mikli snillingur í beitingu raddarinnar er þulur í þáttunum og les þar að auki nokkur ljóð í hverjum þeirra. — Þetta er dálítið vandræðalegt, vegna þess að ég er svo illa að mér um ljóðlist, segir hann. Anthony Twaite skrifaði allan textann og gerði það með prýði. En mér finnst ég hálfgerður falsari að bera fram skoðanir hans. Allt er þetta mjög hugvitsamlega gert. Upptakan fór fram á ýmsum fögr- um stöðum. í sumum þessara þátta koma einnig fram gamlir vinir sir John, sir Ralph Richardson (sem nú er nýlátinn) og Peggy Ashcroft. Peggy Ashcroft lék Júlíu í fyrsta leikritinu, sem Gielgud leikstýrði fyrir 52 árum. Það var í boði Leiklistarfélags Oxford-háskóla. Hann lék ekki Rómeó sjálfur við það tækifæri, en það gerði hann í sinni frægu uppfærslu á Rómeó og Júlíu við New Theatre árið 1935. Samtímis því lék hann í kvik- myndinni „Leyniþjónustumaður- inn" eftir Alfred Hitchcock. Þessi gamla mynd var sýnd í sjónvarp- inu fyrir skömmu og þótti sir John frammistaða sín þar bara þokka- leg. — Mér til mikillar furðu, seg- ir hann. — Ég hafði orð fyrir að vera slæmur kvikmyndaleikari á mínum yngri árum. Á þeim árum var ég mjög merkilegur með mig gagnvart kvikmyndum, jafnvel drambsamur. Korda bauð mér að leika Hamlet í kvikmynd árið 1934, en ég hafnaði því og eftir það bauð hann mér aldrei hlutverk, þó að hann gerði samninga við alla mína vini og þeir högnuðust fjár- hagslega og stigu í áliti fyrir að vinna með honum árum saman. Ég áfellist hann ekki. Ég var ekk- ert hrifinn af kvikmyndum og hafði alveg nóg að gera á sviði. Samt held ég að ég hafi tapað á þessu fjárhagslega. Á undanförnum árum hefur sir John farið með mörg hlutverk í sjónvarpi og kvrtcmyndum. Þar með hefur hann fengið kærkomin tækifæri til að bæta fjárhag sinn. Sviðshlutverk eru torfengnari nú en áður og erfiðara að þrauka langan sýningartíma. Að sjálf- sögðu eru sum hlutverk kærkomn- ari en önnur. — Ég var mjög heppinn að leika í „Providence". Af því var ég stoltur. Og af „Ætt- aróðalinu" var ég mjög hrifinn (Brideshead Revistited). Og vit- lausa kvikmyndin „Arthur" (fyrir leik sinn í henni hlaut hann Óskarsverðlaun) færði mér mikla gleði, því að þar fékk ég áhorfend- ur um allan heim, sem höfðu aldr- ei séð mig leika eitt eða neitt. Þeir vissu ekkert við hverju þeir máttu búast hjá mér, en höfðu hina mestu skemmtun af frammistöðu minni. Einmitt það var svo ánægjulegt. Það var nokkuð sem ég hafði vonað að myndi geta hent mig aftur. Á vissan hátt var þarna um að ræða eins konar samantekt á því sem ég hafði gert á leiksviði, á því hvernig ég hafði lært að leika á rúmlega 60 árum. Að sjálfsögðu fylgja því ýmsar skuggahliðar að leika fyrir fram- an myndavél. Ég kynnist leik- stjórunum ekki vel. Eg geri bara það sem mér er sagt. Eg held að það sé þess vegna sem ég er oft ekki mjög goður í kvikmyndum. Þeir eru hræddir við að leiðbeina mér vegna þess hversu gamall og reyndur ég er og mér er illa við að vera leiðinlegur og segja: — Svona segið þið mér til! Mér lyndir auðvitað ágætlega við alla, en starfið er ekki eins áhugavert og skapandi og þegar maður vinn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.