Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 46
94 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 Sex sveitir á norrænni rokkhátíð í Höllinni EINS og skýrt var frá á Járnsíöunni fyrir nokkru verö- ur einn liöurinn í hátíðarhöldum Listahátíöar norrænir rokk- tónleikar í Laugardalshöll- inni þann 5. júní. Tvær íslenskar sveitir, Þursaflokkurinn og Vonbrigði, koma fram fyrir hönd landans, en fjórar sveitir frá hinum Norðurlöndunum sækja okkur heim. Eru þaö Cirkus Modern frá Noregi, Imperiet frá Svíþjóð, Hefty Load frá Finn- landi og Clinic Q frá Dan- mörku. Óþarfi er að fara mörgum orðum um íslensku sveitirnar tvær, þær þekkja allir. Hér á síö- unni, sem jafnframt veröur síð- asta Járnsíðan í umsjá undir- Egíll Ólafsson, yfirþurs. ritaðs, er aö finna stuttaralega kynningu á erlendu sveitunum. Járnsíðan minnir þó á, að sjón er sögu ríkari og skorar á alla rokkunnendur aö fjölmenna í Höllina til þess aö kynnast nor- rænni rokktónlist og þá ekki síöur til þess aö sjá hvar ís- lensku sveitirnar standa í sam- anburöi viö þaö besta frá frænd- þjóðunum. — SSv. Hljómsveitin Vonbrigöi. IMPERIET Sænska hljómsveitin á nor- rænu rokkhátíöinni veróur Imp- eriet, sem í dag er ein þekktasta og frambærilegasta hljómsveit Svía. Það kemur kannski ekki á óvart, þar sem imperiet var stofn- uð upp úr hljómsveitinni Ebba Grön. En hún haföi geysileg áhrif á allt rokklíf í Svíþjóð upp úr 1980. Til að fólk átti sig betur á hvað Ebba Grön var fyrir sænska rokkmúsík, þá hafói hljómsveitin álíka þýöingu í Svíþjóð og Utan- garösmenn hér á íslandi. Tónlist Ebba Grön einkenndist af því aö vera kraftmikil rokkmúsík, þar sem textarnir voru bundnir sterk- ri þjóöfélagslegri ádeilu. f Ebba Grön mátti finna sterk áhrif frá pönkkúlturnum. Imperiet tók upp þráöinn, þar sem Ebba Grön hætti og eru textar Imperiet myndrænir og beinskeytt- ir, fullir ádeilu á óviöunandi ástand og spennu í heiminum í dag. Sú tónlist, sem Imperiet flytur er gíf- urlega kraftmikil og ber vott um fjölbreytni og þor. Þessi tónlist er ekki pönk þó svo aö umfjöllun, áhrif og hugmyndir þess sóu enn til staöar hjá Ebba Grön-félögunum í Imperiet. Nú hefur Imperiet veriö starf- andi í rúmt ár og virðist ætla aö ná svipuöum sess í norrænni rokk- tónlist og Ebba Grön. Fyrir tæpu ári kom út fyrsta LP-plata Imperi- et, sem heitir Rasera og töldu flestir sænskir og reyndar rokkg- agnrýnendur í allri Skandinaviu þetta eina athyglisveröustu plötu síöasta árs og var hún m.a. kosin plata ársins í Svíþjóö. Á því eina ári, sem hljómsveitin hefur veriö starfandi hefur hún spilað opin- berlega ótrúlega oft. Þegar Imperi- et kemur til fslands hefur hún veriö á tveggja mánaöa tónleikaferö um öll Noröurlöndin. Imperiet er óhemju dugleg hljómsveit og þrátt fyrir velgengni og aö allt bendi til þess aö hún geti oröiö stærsta nafniö í norrænni rokktónlist, leitast hún viö aö standa á eigin fótum og utan viö „commercialismann'1. í síöasta mánuöi kom svo út önnur plata Imperiet, sem er sjö laga „mini- album“og benda móttökurnar til aö Imperiet sé vaxandi hljómsveit. Spennandi veröur aö fylgjast meö tónleikum Imperiet hér á íslandi. Hún hefur allt aö bera, sem krafist er af góöri rokkhljómsveit: kraft, innlifun, spilagleöi og skemmtilega sviösframkomu, góö lög, ágengni og frábæra texta. Líkt og ísland stendur Finnland töluvert utan viö hinn norræna „kúltúr" og er rokktónlistin þar engin undantekning. Finnska hljómsveitin, sem kem- ur á norrænu rokkhátíöina heitir HEFTY LOAD Hefty Load. Þó aö hljómsveitin sé tiltölulega ung, hefur starfaö í inn- an viö eitt ár, hafa flestir meölim- anna veriö áberandi í finnskri rokktónlist um alllangan tima. Hljóðfæraskipan Hefty Load er nokkuö ólík hinum hljómsveitunum er mun spila hér, en hún er m.a. skipuö saxafónleikara. Tónlistin er undir sterkum áhrifum frá „svartri fönK" tónlist, flutt af heitri tilfinn- ingu og sannfærandi, enda er einn af meðlimum hljómsveitarinnar negri. Hefty Load gaf út fyrir nokkr- um mánuðum sína fyrstu Ip plötu. Á henni er m.a. lag, sem komst í 5. sæti óháöa listans í Bretlandi (Sounds — snemma á árinu). Finnskar hljómsveitir hafa vakið töluveröa athygli í brezku rokkpr- essunni síöustu misserin. Má þar nefna pönkhljómsveitina, Ratus, Hanoi Rocks og vitanlega Jimi Sumén fyrrum gítarleikara Classix Nouveaux. Sumén er nú kominn til Finnlnds aftur og hefur hann veriö upptekinn viö aö aöstoöa ungar finnskar hljómsveitir í stúdíóum. En Jimi Sumén stjórnaöl upptök- unni á nýju Hefty Load plötunni og er ekki hægt aö segja annað en aö honum hafi fariö þaö verk vel úr hendi. Tónlist Hefty Load skilar sér vel á þessari plötu. Fönkiö er heil- landi og andstæöurnar í tónlistinni vinna vel saman. Segja má aó gít- arleikurinn sé jafn geggjaöur og útlit og framkoma Mans Kullmans gefur til kynna. Tónleikarnir í Reykjavík eru hluti af tónleikaferö Hefty Load um Noröurlöndin. CLINIC Q Clinic Q er ein af þeim ný- bylgjuhljómsveitum, sem hafa gert þaö gott í Englandi og Danmörku. Hún hefur þegar haft nokkur áhrif á þessum stööum á heföbundna rokktónlist meö þeirri blöndu af rokki, fönki og pönki sem hún spil- ar. Bandiö á rætur sínar aö rekja til „underground“-tónlistarlífsins í Kaupmannahöfn. í upphafi voru stúlkurnar fjórar en hafa nýlega bætt viö fimmta meölimnum. Hæfni hljómsveitarinnar og hug- myndir hafa hrifiö tónlistargagn- rýnendur í Danmörku og tónlistinni veröur best lýst sem melódískri krefjandi rokktónlist meö „nýjum takti". Meölimir Clinic Q eru hluti af nýrri kynslóö tónlistarmanna, sem lætur aö sér kveöa í tónlistarheim- inum meö snjöllum „undergr- ound“-hugmyndum og snjallri „lýr- ik“. Heföbundin form í tónlist eins og hjá Bob Dylan, Lou Reed og Roxy Music hafa haft sín áhrif á meölimi hljómsveitarinnar. En á sama tíma finna þeir til skyldleika með sams konar nýjum hljóm- sveitum í Danmörku. Clinic Q er sjálfstætt starfandi kvennaband, en flestlr í Danmörku viröast gera meira veöur út af því en stelpurnar sjálfar. Stóra platan þeirra „Aye“ hefur eingöngu aö geyma þeirra eigln tónsmíöar ásamt textum, nema lagiö „Down Below" sem var á sín- um tíma skrifaö af Irving Berlin sáluga, þeim fræga tónsmiö sem samdi ótal söngleikl. Textinn var ætlaöur í eina af Chaplin-myndun- um, en var ritskoðaöur sökum þess að hann þótti innihalda vafa- sama hluti. Clinic Q hefur á síðustu tveimur árum haldiö tónleika á helstu konsertstööum Danmerkur og hef- ur hún fengið orð fyrir líflega og kraftmikla sviösframkomu. Stúlkurnar eru um þessar mundir aö leggja síöustu hönd á næstu breiöskífu sína. CIRKUS MODERN Cirkus Modern er 4 manna hljómsveít, sem stofnuö var í nóvember síöastliönum og hefur á skömmum tíma skotist upp é toppinn í norsku rokktónlistarlífi. Þaö eru engir viövaningar, sem standa aö hljómsveitinni því þeir hafa veriö leíóandi í norskri rokktónlíst um árabil. Jern Christensen gítarleikari og Ola Snortheim trommari koma úr hljómsveitinni DePress sem á sín- um tíma var ein helsta nýbylgju- /pönk-hljómsveit í Noregi. Helge Gaarder söngvari, sem var aöaldriffjööur í hljómsveitinni Kjott og Mari Wendelbo hljómborös- leikari, sem starfað hefur meö fjöl- mörgum rokk- og Jasshljómsveit- um. Árið 1981 fengu Jorn og Ola hln eftirsóttu Spellemanns-verðlaun fyrir framlag sitt meö DePress og sama ár þótti tíöindum sæta aö Helge Gaarder var látin sitja hjá viö úthlutun verölaunanna fyrir stórverk hljómsveitarinnar Kjott -Op“. Helge hefur veriö í gegnum árin geysi afkastamikill textahöfundur og hefur sýnt og sannaö aö hægt er aö semja á norsku þannig, aö úr veröi spennandi og krefjandi text- ar. Hann hefur auk þess veriö stjórnandi í upptökum margra hljómsveita svo sem Raga Rock- ers, Hiss og flelri. Hann hefur ennfremur veriö óþreytandi vlö aö skrlfa í blöö og virkja aöra fjöl- miöla í baráttunni viö fordóma og menningarsnobb gegn rokkinu. Fyrsta plata hljómsveitarinnar leit dagsins Ijós í mars og heltlr einfaldlega CIRKUS MODERN. Allt efni plötunnar er eftir hljómsveit- armeölimi og hefur platan fengiö góöa dóma og viötökur í Noregi. Auk þessa hefur hljómsveitin þeyst landshorna á milli til hljóm- leikahalds og troöiö upp í öllum stærstu borgum Noregs. í síöasta mánuöi var svo hljómsveitinni boöiö aö koma fram í sjónvarpsþættinum Zlkk Zakk, sem er nokkurs konar Skonrokk þeirra Norömanna. Danska hljómsveitin Clinic Q.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.