Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 28
% MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAl 1984 3E1 A DROTTINS WGI UMSJÓN: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Félag guðfræðinema Glatt i hjalla hjá öldruðum í Hveragerði. Safnaðarstarf aldraðra Á uppstigningardag heldur þjóðkirkjan sérstakan dag ald- inna. Við fórum því að hringjast á við séra Tómas í Hveragerði til að kynna ykkur, kæru lesendur, þennan merka kirkjudag. Svo hittumst við í morgunkaffi og séra Tómas Guðmundsson sagði: — Þjóðkirkjan skipaði öldr- unarnefnd á öldrunarárinu 1982. í henni eru þessi fimm: Ég er formaður nefndarinnar, Margrét Hróbjartsdóttir, safnaðarsystir í Laugarnesi, Esra Pétursson læknir, séra ólafur Skúlason vígslubiskup og séra Sigurður H. Guðmundsson sóknarprestur. Hvert er starfssvið nefndarinn- ar? — Það hefur fyrst og fremst verið að reka áróður fyrir félags- starfi fyrir eldri borgara sem og öllum þeim málum, sem varða velgengni þeirra. Árangurinn er sá að nú er félagsstarf í mjög mörgum söfnuðum landsins, mismikið eftir aðstæðum, og víða í samvinnu við sveitarfélag- ið og Rauða krossinn, sérstak- lega á landsbyggðinni. Það er oft talað um þörf á heim- sóknarþjónustu í söfnuðunum. Heldurðu að eitthvað hafi gerzt i því sviði? — Já, það er verið að reyna að fá safnaðarfólk til að sinna því starfi, sem safnaðarsystur starfa í grannlöndunum. Safnað- arsystur starfa í nokkrum sðfn- uðum hér en alltof fáum. Þess vegna þarf að fá starfsfólk úr söfnuðunum til að taka þátt í þessu starfi og miða að því að það geti fengið laun fyrir það í framtíðinni. Það hefur ýmislegt gerzt. Margs konar félög hafa verið afskaplega hjálpleg við margt í sambandi við starfsem- ina, kvenfélög, lionsfélög, rotaryfélög og kiwanisfélög og ýmis önnur félög, sem mætti kalla einu nafni þjónustufélög. Séra Tómas Guðmundsson er formaður öldrunarnefndar Þjóð- kirkjunnar. Hvernig tengjast þessi félög starfinu? — Einn þáttur er að aka fólki til kirkju ef það óskar þess. Nú er nefndin að reyna að reka áróður fyrir því að fá aðstoð safnaðarfólks tii að hafa sam- band við fólk, sem er farlama eða á erfitt með að komast leiðar sinnar svo að því sé veitt sú þjónusta sem það vill þiggja. Okkur finnst við myndum þiggja einhverjar leiðbeiningar ef við ætl- uðum að sinna svona starfi. Hefur nefndín einhverjar slíkar i reiðum höndum? — Öldrunarnefndin hafði samvinnu um námskeið í vetur við Ellimálaráð Reykjavíkurpró- fastsdæmis. Námskeiðið var í Bústaðakirkju og þar var hvert rúm skipað og fleiri hefðu ekki komizt að. Segðu okkur eitthvað úr safnað- arstarfinu hji þér um þessi mál okkur hinum til upporvunar. — Það vill nú svo til að ný- afstaðin er mikil og skemmtileg hátíð fyrir aldraða. Við buðum þangað líka fólkinu úr dvalar- heimilinu í Ási. Svo þetta varð um 100 manna hátíð. Við spiluð- um bingó og kvenfélagið sá um veitingar, þar sem ekki sá högg á vatni. Á eftir spilaði harmon- ikkuklúbburinn í Hveragerði fyrir dansi. Fólk dansaði af miklu kappi, henti meira að segja hækjunum og dansaði. Finnst bér fiestir hinna öldruðu tilbúnir til að taka þátt í starfinu? — Fólkið, sem tekur þátt í . starfinu, er þakklátt fyrir það að eitthvað skuli gert. En sumir fást ekki til að vera með. Sumir koma einu sinni en ekki oftar. Sumum hentar ekki það form sem er á starfinu. Þetta er ná- kvæmlega það sama og á við um unglingana. Það þarf að fá þá til að vera með. Og hver er framtíðarstefnan? — Hlutverk nefndarinnar er að hvetja til starfa og opna augu fólks fyrir nauðsyn þessa starfs og ánægjunni, sem það veitir. Það heldur áfram að vera stefna okkar. Bæn um lækningu af böli áfengis og fíkniefna í dag er hinn almenni bæna- ¦dagur þjóðkirkjunnar. Biskup- inn, herra Pétur Sigurgeirsson, hefur óskað eftir því að sameig- inlegt bænaefni okkar sé: Bæn um trú til að lækna þjóðina af böli áfengis og neyzlu fíkniefna. Við leituðum því til nokkurra í hópi þeirra, sem hafa sérstakt vit og reynslu í þessum málum, og sendum ykkur svörin. Hvaða ráð gæfirðu ef við værum sjúk af áfengisdrykkju eða fíkni- efnaneyzlu? Oli Ágústsson í Samhjálp: í gegnum tíðina hafa milljónir karla og kvenna um víða veröld upplifað það að Jesús Kristur hefur breytt sorgum þeirra og angist í sigur og heilbrigði. Ég geri orð hans í Mark. 1.10 að mínum: TRÚID Á GUD. Hvað myndirðu ráðleggja okkur ef við værum vandamenn ifeng- issjúklinga? Ég myndi benda ykkur á Al- Anon-samtökin, sem eru samtök aðstandenda alkóhólista. Ég myndi bjóða ykkur einkaviðtal og benda ykkur á kynningar- fundina, sem eru á fimmtu- dagskvöldum kl. 8 í Síðumúla og á fjölskyldunámskeiðin á vegum Áfengisvarnadeildar Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur f Síðumúla. Ég myndi segja ykkur að þið þurfið ekki að bíða eftir því að áfengissjúklingurinn leiti hjálpar heldur er full ástæða til þess að þið leitið eftir hjálp fyrir sjálf ykkur. Kristín Waage hji Áfengis- varnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Hvaða gagn hefðum við af því að vera í Al Anon samtókunum? Kona. að sjilfsögðu ónafngr- eind: í Al-Anon ríkir fullkomið trúnaðartraust. Þar finnur mað- ur skilning, samúð og huggun. Þar fer fram það sama starf að mannskilningi og mannrækt, sem ástundað er í AA. Hvers vegna berstu gegn ifeng- isneyzlu? Ólafur Haukur Árnason hji Áfengisvarnariði: Vegna þess að það er grund- vallaratriði að augu fólks opnist fyrir því að áfengi er vímuefni, sem ber að flokka með slíkum efnum, en ekki með hlutum, sem eru nauðsynlegir og þarfir. Ólafur Haukur Árnason Kristín Waage Óli Ágústsson Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því, sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. Biblíulestur vikuna 27. maí—2. júní Ógæfa áfengisins Sunnudagur 27. maí: Orðskv. 23.29-35 — Óvit vínsins Mánudagur 28. maí: Jes. 5.11-12 — Gteymska samdrykkjunnar Þriojudagur 29. maí: Róm. 13.13-14 — Osómi ofdrykkjunnar Miðvikudagur 30. maí: Orðskv. 21.17 — Vín eyðir fé Fimmtudagur 31. maí: Gal. 5.22 — Vín leiðir til spillingar Föstudagur 1. júní: Orðskv. 20.1 — Vínið er spottari Laugardagur 2. júní: Matt. 7.7-12 — Blessunar bænarinnar Hver hjálpar? AA-samtökin AI-Anon-samtökin Vífilsstaðir Göngudeild Landspítalans D 33 á Landspítalanum Fræðslu- og leiðbeiningastöð SÁÁ í Síðumúla Vogur Samhjálp á Hverfisgötu Hlaðgerðarkot

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.