Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 1
Þorsteinn Pálsson 49/50 Carrington lávarður 52 Fórnarlðmb barsmiða 53 Sir John Gielgud 56/57 Veröld 60/61 Listahátíð 64/65 m&mbfaMfo Bátsferð í Englandi 72/73 Á Drottinsdegi 76 Sígildar skífur 80 Karlaveldi 82/83 SVFf 84 Cr heimi kvikmyndanna 68/69 Sunnudagur 27. maí Á förnum vegi 87 Bíó/leikhús/dans 88/89/90/91 Velvakandi 92/93 Matur og matgerð 70 Járnsiðan 94/95 FELACSLEGT MARKAfíSKEM ER fflW ffl MEIRIHAGSÆLDAR »A uðvitað voru það mikil viðbrigði að setjast á Aiþingi. Fyrir mig hefði þetta þó átt að vera minna stökk en marga aðra þar sem ég hafði verið þing- fréttaritari og átt samskipti við þingmenn um margvísleg mál í fyrri störfum. En þingið er óvenjulegur vinnustaður og framgangur mála þar er í raun og veru mjög flókinn," sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti þingmaður Sunnlendinga, í upp- hafi samtals okkar á fimmtudag- inn, aðeins rúmum sólarhring eftir að fyrsta þingi hans lauk. Síðustu þingdagarnir voru strangir og þegar þeir Þorsteinn og Svavar Gestsson hittust í beinni sjónvarpsútsendingu að kvöldi þriðjudags, þinglausna- daginn, voru þeir báðir að ljúka 38 klukkustunda törn. — Finnst þér að málin gangi hægar fyrir sig á þingi en þú væntir eða er stað- an þar flóknari en þú bjóst við? „I störfum þingmanna endurpeglast litróf þjóðfélagsins. Þar takast á bæði ólíkir flokkar og mismunandi sjónarmið. Starfið er bæði fólgið í því að höggva á hnúta og flétta saman fjölbreytt sjón- armið." — Hafa þingmenn tilhneigingu til að fletja málin of mikið út, ef þannig má að orði komast? Teygja sig svo langt til sam- komulags að ekki fáist bitastæð niður- staða? „örugglega ekki. En flóknir samningar innan flokka og milli flokka hafa oft og tíðum leitt til moðsuðu. Ég hygg þó, að í vetur hafi verið minna um hana en oft áður. Skýr þingmeirihluti tryggir ekki snurðulausan framgang allra mála. Þing- menn eru fulltrúar umbjóðenda sinna og hagsmunir þeirra eru ólikir. Þegar beina á þessum kröftum öllum í einn farveg vilja ekki allir halda til sömu áttar. Af þessu leiðir oft að niðurstaðan verður ekki nógu markviss, en ákvörðunin ræðst ekki síst af því hve sterka pólitíska stöðu SJA NÆSTU SIDU. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Morgunbladio/ÓI.K.M. ________Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsir viðhorfi sínu til stjórnmála og landsstjórnar við þinglausnir þegar _____ ár er liðið frá myndun ríkisstjórnarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.