Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 53 Konur á Islandi fórnarlömb barsmíða í ríkara mæli en þekkist nokkurs staöar Rannsókn Sigurjóns H. Ólafssonar á andlitsbeinbrotum á 10 ára tímabili ÓFAGRAR STAÐREYNDIR blasa við og Ijóst verður að pottur er víðar brotinn í samskiptum manna, en menn almennt gera sér grein fyrir, þegar rannsókn Sigurjóns H. Ólafssonar lektors á andlitsbeinbrotum sjúklinga á sjúkrahúsum í Reykjavík 1970 til 1979 er skoðuð ofan í kjölinn. Grein Sigurjóns um þessa rannsókn er birt í síðasta riti Læknablaðsins. Sigurjón starfar sem sérfræðingur í munn- og kjálkaskurðlækningum á Borgarspítala og Landspítala og hefur hann góðfúslega veitt Morgunblaðinu leyfi til þess að greina frá efni greinar hans og vitna beint í hana. Könnun Sigurjón nefnist Far- aldsfræðileg rannsókn andlits- beinbrota sjúklinga vistaðra á þremur sjúkrahúsum í Reykjavík árin 1970 til 1979. Fyrsti hluti þessarar rannsóknar er birtur í Læknablaðinu síðasta og fjallar hann um kjálkabrot. Sigurjón ger- ir í inngangi grein fyrir því hvert markmiðið hafi verið með þessari rannsókn, en það hafi verið að kanna tíðni, orsakir, aldurs- og kyndreifingu, tegundir, ástand og meðferð brota á kjálka hér á landi árin 1970 til 1979. Sigurjón greinir frá því að veru- leg aukning hafi orðið á tíðni brota á kjálka á tímabilinu, sér- staklega árin 1974 og 1975. f heild hafi hlutfall kvenna verið 33% hærra en í öðrum löndum, þáttur slagsmála hafi verið afgerandi fyrir bæði kynin, og einkum hafi sú niðurstaða verið athyglisverð, að líkamsárásir og barsmíðar ollu 46% allra kjálkabrota hjá konum, sem er miklu hærra hlutfall en nokkurs staðar hefur verið greint frá. Sigurjón bendir á það í grein sinni að í yfir 90% tilfella, þar sem um andlitsbeinbrot var að ræða vegna barsmíða, var áfengi með i spilinu. Karlar 160, konur 78 eða tveir á móti hverri einni Samtals tók rannsókn Sigurjóns til 238 sjúklinga, af þeim 663 sem lagðir voru inn á timabilinu vegna andlitsbeinbrota. í sjúklingahópn- um voru 160 karlar (67%) og 78 konur (33%). Upplýsingar og gögn voru unnin úr sjúkraskrám og skriflegum umsognum um röntg- engreiningu. Þeir 238 sjúklingar, sem voru rannsakaðir, voru sam- anlagt með 380 brot á kjálka, sem er 1,6 brot að jafnaði á hvern sjúkling, en 1,56 brot að jafnaði á hvern karl og 1,68 á hverja konu. Hlutfallslega voru brotin tíðust hjá sjúklingum á aldrinum 16 til 20 ára eða um 22%. 16% brotanna áttu sér stað hjá aldurshópnum 21 til 25 ára og sömu sögu er að segja atf næsta aldurshóp fyrir ofan, 26 £il 30 ára, en þar var hlutfallið einnig 16%. Liðlega 10% voru 15 ára eða yngri og minnst var tíðnin hjá 60 ára og eldri, eða tæplega 3%. Sigurjón bendir á það sér- staklega að staðsetning brotsins er önnur hjá þeim, sem eru yngri en 15 ára, en hjá eldri aldurshóp- um, en brotið hjá þeim yngstu var í 42% tilfella á svæði processus condylaris, en f eldri aldurshópum var hlutfall brota á þessu svæði aðeins 29%. Líklega má álykta sem svo að brot hjá þeim, sem yngri eru en 15 ára eru, séu tilorð- in undir öðrum kringumstæðum en hjá þeim sem eldri eru, svo sem við fall o.þ.h. Slagsmál og líkams- árásir ollu 45% allra kjálkabrota Er Sigurjón kemur þar f grein sinni, þar sem hann fjallar um orsakir brotanna segir hann m.a.: „Slagsmál og líkamsárásir ollu 45% allra brota á kjálka, umferð- arslys 23% og fall af ýmsu tagi 14% brota." Sigurjón segir að dreifing á kjálkabrotunum hafi verið marktækt breytileg eftir orsökum slysa. Þannig hafi slagsmál og líkamsárásir valdið umtalsvert fleiri brotum á angul- us mandibulae (70%) og corpus (53%) heldur en á processus cond- ylaris (30%) og symphysis (34%). Mismunandi var hvort um ein- brot var að ræða eða margbrot. 115 sjúklingar, eða Hðlega 48%, voru með einbrot á kjálkanum, 105 sjúklingar, eða 44%, voru tví- brotnir á kjálka, 17 sjúklingar, eða 7%, voru þríbrotnir og einn var fjórbrotinn. Samtals voru því 115 einbrotnir og 123 margbrotnir og I báðum hópum voru brot á process- us condylaris tiðust (33%). Sigurjón gerir þessu næst grein fyrir læknisfræðilegri meðhöndl- un brotanna, sem látin verður liggja á milli hluta hér, en haldið áfram að vitna í grein Sigurjóns þar sem hann gerir rannsóknina og niðurstöður hennar að um- ræðuefni sínu á breiðum grund- velli. „Engin ein skýring er á mjög aukinni tíðni brota á kjálka árin 1974 og 1975. Ljóst er þó, að mestu sýnist ráða meiri slysatfðni hjá körlum vegna likamsárása (eftir umferðarslys og fall af ýmsu tagi). Hlutfall kvenna af sjúklingahópn- um, 33%, er hærra en sést hefur í öðrum rannsóknum frá Evrópu og Bandaríkjunum, en þar hefur tfðni hjá konum verið skráð á milli 18% og 27%. Helstu orsakir brota hjá báðum kynjum eru þær sömu, sem er mjög óvenjulegt, þ.e. líkams- meiðingar og umferðarslys. Kjálkabrot af völdum lfkamsárása hjá konum eru miklu algengari hér á landi en nokkurs staðar hef- ur verið greint frá. Hvorki meira né minna en 46% kvenna sem kjálkabrotna voru fórnarlömb barsmíða. Hlutdeild slagsmála er áberandi mikil hér á landi, eins og reyndar einnig hefur komið í ljós f Finn- landi. Liðlega 45% sjúklinga eru brotnir á kjálka af þessum sökum í hvoru landi fyrir sig, og eru þess- ar tölur langt yfir þeim hlutfalls- tölum, 8% til 33%, sem fundnar hafa verið í rannsóknum hjá öðr- um Evrópulöndum." í framhaldi af þessu segir Sig- urjón að f mörgum löndum séu sjúklingar, sem slasast af völdum slagsmála, ekki lagðir inn heldur meðhöndlaðir á slysavarðstofum og stofum lækna, þar sem viðkom- andi slys þyki ekki það alvarleg að innlagningar sé þörf, og oftast sé um einbrot að ræða. „Hér á landi er staðan önnur," segir Sigurjón þessu næst, „Til marks um alvar- leika slagsmála og barsmfða brotna 108 sjúkiingar af þeim sök- um, og þar af eru 56% margbrotn- ir. Til samanburðar hljóta 55% sjúklinga margbrot eftir umferð- Tafla 1. Innlugdir sjúklingar med brot á kjálka árin 1970 til 1979. Bembrot 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 Alls N % Kjálki................................. 11 16 4 15 2 10 3 27 3 36 4 20 6 18 3 25 4 21 7 199 39 84 16 Samtals 14 20 17 13 30 40 26 21 29 28 238 100 Takio eftir breytingunni sem verður á arunum 1974 og 1975. Fjöldi brota Hurulradshtutar á svæði Angulus Corpus Symphysis Hér má sjá að kjilkabrotin skiptast niður á mismunandi svæði kjálkans allt eftir eðli brotsins og orsök þess hverju sinni. arslys. Hingað til hefur þvf verið haldið fram, að þáttur líkams- árása væri alla tíð mestur í stór- borgum, sem sannarlega á ekki við um ísland." Áfengi í spilinu í yfir90%tilfella Sigurjón segir að samkvæmt erlendum rannsóknum séu einbrot á kjálka tiðari i löndum og á landsvæðum þar sem slagsmál séu stór þáttur orsaka. Margbrotum fjölgi hins vegar með aukinni tfðni umferðarslysa. Síðan segir orð- rétt: „Hér á landi gegnir öðru máli, þar sem jafnmikil likindi virðast vera til þess, að sjúklingur tvíbrotni eftir barsmíðar og eftir umferðarslys. Að vfsu þríbrotna 15% þeirra, sem lenda í umferð- arslysum, en tæplega 3% þrf- brotna eftir slagsmál. Á hinn bóg- inn má á það benda, að i yfir 90% tilfella, þar sem um andlitsbein- brot var að ræða vegna barsmfða, var áfengi með í spilinu. Andlits- beinbrot almennt hafa aukist marktækt hér á landi vegna árása og slagsmála frá árinu 1974." Sigurjón segir að svo virðist sem hin háa tíðni kjálkabrota hjá ungu fólki hér á landi, 16 til 20 ára, sé sú hæsta sem um getur, og getur Sigurjón þess að tfðni um- ferðarslysa hjá þessum aldurshóp sé þar stór orsakavaldur. Hann segir að slagsmál valdi jafnmörg- um slysum hjá fólki 16 til 20 ára og 21 til 26 ára, en umferðarslys séu mun tíðari hjá yngri hópnum. „Til samanburðar við granna okkar, Grænlendinga, má geta þess, að greint hefur verið frá óvenjuhárri tíðni kjálkabrota þar og eru slagsmál orsök í 90% til- fella og hlutfallstiðni mest hjá körlum á aldrinum 20 til 29 ára." Það ætti kannski að vekja okkur íslendinga til umhugsunar, að Grænlendingar, sem við höfum jú gjarnan viljað telja okkur fremri á flestum sviðum, slást að vísu mikið, en það gera karlarnir inn- byrðis, og konurnar halda heilum kjálkum í ríkara mæli en kynsyst- ur þeirra hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.