Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAl 1984 BARNAÞRÆLKUN FJÖLMIÐLAR Þessi born í umsjá Móður Teresu í Calcutta geta talist lánsöm. Uti á landsbyggðinni geta börn allsleysingja allt eins hafnað í einskonar þrælabúoum Indverjar eru almennt ekki upp- næmir fyrir neinum smámunum en þó brá mörgum manninum í brún þegar i Ijós kom fyrir nokkr- um vikum, aö fjöldamörgum börn- um á aldrinum fimm til tíu ára heföi veriö rænt og þau siöan seld sem þrælar í leppaverksmiðjurnar í Mirzapur í ríkinu Uttar Pradesh. Tuttugu og sjö drengir, sem lögreglan bjargaöi úr „pyntingar- búðunum í Mirzapur", eins og blööin köiluöu þaö, hafa nú sagt sögu sína. Er þaö saga um fjár- græðgi, áfellisdómur yfir sinnuleysi opinberra embættismanna og ófagur vitnisburöur um þaö hálf- geröa lénsskipulag og nauðungar- vinnufyrirkomulag, sem enn er viö lýöi sums staðar á landsbyggöinni. Drengjunum var rænt í þorpinu Chachori, sem er í einhverjum fá- tækasta hluta Bihar-fylkis, og þaö var rakarinn á staönum, sem aö því stóö. Tældi hann þá til sín meö því að lofa þeim ókeypis kvik- myndasýningum eða meö því að lofa þeim vinnu og þremur máltíö- um á dag, en fór þess í staö með þá til Mirzapur þar sem þeir voru neyddir tit að vinna viö teppagerö í rúma 20 tíma á sólarhring. Ef drengirnir stóðu sig ekki í vinnunni eöa kvörtuðu voru þeir Tuttugu tíma vinnudagur barðir með stöfum, stungnir meö skærum eða brenndir meö heitu járni. „Viö vorum vaktir klukkan fjögur aö mogni og látnir þvo okkur. Síö- an var okkur skipaö aö setjast viö vefstólinn," sagði Suresh Mochi, einn af yngstu drengjunum. „Viö fengum engan mat fyrr en klukkan tvö eftir hádegi og þá aöeins eina brauösneiö og lapþunnt súpu- glundur. Síöan var haldiö áfram aö vinna framyfir miönætti og við fengum aöeins tveggja stund svefn á sólarhring." Aö sjálfsögðu fengu drengirnir aldrei neina peninga fyrir vinnu sína. Þegar foreldrar þeirra komust aö því hvar þeir voru og reyndu aö ná þeim aftur sagöi verksmiöjueig- andinn, að fyrst yrðu þeir að þorga honum aftur jafnviröi nær 20.000 íslenskra króna, sem hann kvaöst hafa borgað rakaranum fyrir „aö ráða" drengina, og drengjunum sagöi hann, aö foreldrar þeirra hvers og eins yröu aö kaupa þá lausa fyrir sem svarar 1.380 ís- lenskum krónum. Foreldrar drengjanna eru allir bláfátækt, landlaust fólk af lægstu stigum og skuldum vafiö. Þeir höföu því engin ráö meö að greiöa þessa peninga. Þess vegna báru þeir málið undir lögreglustjórann á staönum, sem lá þó ekki lífiö á og beiö í þrjá daga með aö færa mál- ið til bókar. Lögreglumennirnir, sem rannsökuöu þaö, héldu því svo fram, aö drengirnir heföu fariö til Mirzapur til aö vinna meö fullu samþykki foreldranna. Því hafa þeir auövitaö haröneitaö. Sex vikum eftir að foreldrar drengjanna leituöu til lögreglunnar var börnunum loks bjargaö, aö undanteknum þremur, sem ekkert hefur spurst til. Rakarinn, Kumar Thakur, var handtekinn og sakaö- ur um mannrán en síöan látinn laus gegn tryggingu. Lögreglan hefur sakaö saksókn- arann um aö hafa staðiö illa að þessu máli og hann aftur lögregl- una um aö hafa búið þaö illa i hendur honum af ásettu ráöi. Hvort heldur er þá er eitt vist, aö réttvísin indverska viröist ekki sniöin fyrir „hina ósnertanlegu". — ERIC SILVER Lesendurtaka Vinnuna fram yfir Sannleikann Þaö er til rússneskur brandari, sem segir frá manni, sem kemur í þlaöaturn og biöur um flokksmálgagnið, Pravda (Sann- leikur). „Því miður, við höfum eng- an Sannleika." „Jæja, láttu mig þá fá Rússneska menningu (Litera- turnaya Gazeta)". „Nei, hún er ekki til." „Nú, hvaö hafiö þiö þá?" „Allt, sem er eftir, er Vinnan (Trud)." Trud, blaö sovéska verkalýös- sambandsins, gerir þessa dagana stuttan stans hjá blaöasölunum og er reyndar oröið langvlnsælasta dagblaöiö í Sovétríkjunum. Dag- legt upplag þess er nú 15.619.000, sem er upplag Prövdu margfaldaö meö einum og hálfum og ritstjórar blaösins eru svo hreyknir af vel- gengninni, að þeir segja frá ein- takafjöldanum hverju sinni neöst á baksíöunni. Þaö sem af er árinu hefur hann vaxiö um 100.000 á mánuöi. Hvers vegna skyldi Trud vera svona vinsælt? Blaöamennirnir á Prövdu, sem segjast vera hreyknir af því hvað það er mikifl „alvöru- blær" yfir blaöinu þeirra, viður- kenna, aö Trud sé miklu líflegra og skemmtilegra. Og ekki nóg meö þaö. Frekar en nokkurt annaö sov- éskt dagblaö býöur Trud lesend- um sinum upp á þaö, sem þeir vilja lesa, en ekki bara þaö, sem taliö er, aö þeir eigi aö lesa. Skoöanakannanir sem gerðar voru í Sovétríkjunum 1968 og 1977, leiddu í Ijós, að almenningur vildi helst lesa um lifnaöarhætti erlendra þjóöa, um „siðferöileg álitamál" (líklega ósiösemi ekki ELLIARIN Nú viljum við fá næði, börnin góð M illie Herland kveöst hafa gert skyldu sína. Hún og maöur hennar eignuöust fjögur börn og ólu þau upp. Sáu sam- viskusamlega um þau, sýndu þeim ástúð, sendu þau til náms og frama. Nú hafa þau hjónin dregið sig í hlé og hafa tekið sér bólfestu í rúmlega tíu þúsund manna samfélagi sem er aöeins ætlaö fullorönu fólki. Börn eru þar bönnuö ef svo mætti orða þaö. Við lögöum fram okkar skerf fyrir guð og föðurlandiö og nú höfum viö ekki lengur áhuga á krökkum," segir Millie og hreiör- ar um sig í hægindastól í sam- komuhúsinu í Century Village í Roca Raton, sem er einnar klukkustundar akstur frá Miami. „Alla okkar ævi höfum við unnið hörðum höndum og nú viljum við fá aö skemmta okkur," bætir hún við. Núna búa 10% allra Banda- ríkjamanna, sem náð hafa 65 ára aldri, í sérstöku húsnæöi fyrir aldraöa og aö sögn Nicholas Patricios professors í Miami er hér um að ræða einstætt fyrir- bæri í heiminum. En svo viröist sem þaö bæti úr brýnni þörf, því aö um 20% ellilífeyrisþega í viö- bót myndu vilja búa viö svona aöstæöur ef þeir heföu ráö á og nægilegt rými væri, aö sögn Charles Longino, prófessors í þjóöfélagsfræöum viö Miami- háskóla. Roskiö fólk í Bandaríkjunum hefur aldrei veriö ánægt með aö búa á heimilum barna sinna, segir Longino. Flest af því sér a.m.k. eitt af börnum sínum daglega, en þaö kýs fremur aö búa út af fyrir sig. Þeir sem fá eftirlaun þurfa ekki aö vera upp á börn sín komnir og margir þeirra vilja dveljast á stööum þar sem mikið er um fólk á svipuð- um aldri og meö svipuö áhuga- mál og þeir sjálfir. i Miami Beach og Miami eru fleiri þorp og hverfi á borð viö Century Village. Fólk hefur þar ýmislegt sér til dægrastyttingar. Þaö stundar spilamennsku, tungumálanám, heimsækir vini sína, starfar í klúbbum, horfir á sjónvarp og gerir sítt af hverju sem þaö haföi ekki aöstööu til aö gera meöan þaö var i fullu Öryggí og ánægja starfi. Þaö vill fremur hafa sam- neyti við jafnaldra sína og kunn- ingja en við börn — jafnvel sín eigin börn. En slíkt fyrirkomulag er ekki hafið yfir gagnrýni. Til dæmis segir Nicolas Patricios: „Mér krossbrá þegar ég kom til Bandaríkjanna og sá íbúöarhús, þar sem bannaö var aö hafa börn. Ég hef aldrei rekizt á slíkt í nokkru óöru landi. Frá þjóðfó- lagslegu sjónarmiöi tel ég þetta óæskilegt. Fólk einangrast í hóp- um sem talast ekki viö og telur vandamál annarra hópa sér oviðkomandi " Charles Longino tekur undir þaö sjónarmiö, aö ungir og gamlir ættu aö geta búiö saman í sátt og samlyndi. En hann segir jafnframt aö niöurstöður rann- sókna sinna hafi yfirleitt sýnt aö gamla fólkiö vilji vera út af fyrir sig. „Þaö segir þaö veita meira öryggi og ánægju aö búa í sér- stökum hverfum fyrir aldraöa og aö samskipti fólks þar séu vin- samlegri en annars staöar. Longino segir að eldra fólk vilji hafa góð tengsl við börn sín, en í hæfilegri fjarlægö. í þeirra augum líkist líf barnanna sjón- varpsþáttum með giftingum, hjónaskilnuöum, framapoti og margvíslegum flækjum og átök- um. Þaö vill gjarnan fylgjast meö atburöarásinni en ekki flækjast inn í hana. — BEN BARBER Skottulækningar og kvikmynda- stjörnur. síöur en siösemi), um hús og híbýli, launamál og almennar tryggingar, íþróttir, verslanir og þjónustu og heilsugæslumál — í þessari röö. Þaö er líka einmitt þetta, sem Trud gefur lesendum sínum Trud er að því leyti ólíkt öörum sovéskum dagblööum, aö þaö hef- ur erlendu fréttirnar á forsíðu og þriöjungur blaösins er erlendar greinar ýmiss konar og sumar jafn- vel ópólitískar. Aö ööru leyti er áherslan aö sjálfsögöu mannrétt- indaskortur og „stéttabaráttan" á Vesturlöndum, einkum hlutskipti verkalýðsfélaganna. Trud er samt sem áöur miklu sanngjarnara í garö Vesturlanda en önnur sovésk stórblöö og les- endur þess fá dálitla nasasjón af lífinu þar, sem ekki er alslæmt. Sögur um velgengni og sigra — frá hjarta- og lifrarígræðslu i Banda- ríkjunum til byltingarkennds gróð- urhúss í Hollandi — eru birtar í blaöinu og jafnvel litiö á þær meö velþóknun. A laugardögum er þáttur í blaö- inu, sem heitir „Viö svörum spurn- ingum lesenda", og er par leitast við að ráða fram úr ýmsum hversdagslegum og kannski lítil- fjörlegum vandamálum, eins og t.d. hvernig eigi að taka Ijósmyndir af myndum á sjónvarpsskermin- um, hve mikiö brauö er skynsam- legt að boröa og hvernig eigi aö búa til kartöfluflögur. A baksíðunni hefur nú nýlega veriö fjallaö um ótimabæran skalla, um kosti þess aö gangast undir augnaögerö í staö þess aö hafa gleraugu og um skottulækningar auk frétta af kvikmyndastjörnum, gamanleikur- um og galdrakörlum. Á baksíöunni eru lika íþrótta- fréttir og „Síöasti dálkurinn" svo- kallaöi en þar kennir margra grasá úr sovéskum og vestrænum dag- blöðum. Nýjar uppfinningar eða uppgötvanir, furöuleg fyrirbæri og skrítnir atburöir. Enginn skyldi þó halda, aö Trud sé ekki á flokksfín- unni. Hugmyndafræöin er sú sama og i Prövdu en bara matreidd á laglegri hátt og krydduö með gómsætum réttum úr daglega líf- inu. Þannig er uppskriftin á þess- um Ijúffenga rétti, sem um 45 millj- ónir Rússa gæöa sér á daglega. — ANGUS ROXBURGH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.