Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 36
84 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 20. þing Slysavarnafélags fslands: Öryggismál sjómanna viða- mesta viðfangsefni þingsins Vestmannaeyjum, 20. maí. HARALDUR Henrýsson var endurkjörinn forseti SVFÍ £ 20. landsþingi Slysavarnafélags ís- lands sem haldið var í Vestmanna- eyjum dagana 18.—20. maí. Er þetta í fyrsta skipti sem landsþing SVFÍ er haldið utan höfuðborgar- innar og jafnframt eitt hið fjöl- mennasta frá upphafi en þing- fulltrúar voru um 170. Sagði Har- aldur Henrýsson í setningarræðu sinni á þinginu að það hefði þótt vel til fallið að halda þingið í Vest- mannaeyjum nú að þessu sinni því Eyjamenn hefðu verið fyrstir til þess að mynda með sér samtök um björgunarmál þegar Björgunarfé- lag Vestmannaeyja var stofnað ár- ið 1918 og í ár eru liðin 50 ár frá stofnun slysavarnadeildarinnar Eykyndils í Eyjum. „Öryggismál sjómanna var viðamesta mál þessa 20. lands- þings SVFÍ og ljóst að enn þarf að gera verulegt átak í örygg- Séð yfir þingsalinn Morgunblaðiö/ Sigurgeir Haraldur Henrýsson, forseti SVFÍ, afhendir Kjartani Bergsteinssyni, yfirloftskeytamanni i Vestmannaeyjaradíói, viðurkenningu fyrir störf starfsmanna loftskeytastöðvarinnar. Forseti SVFÍ ásamt Sigríði Björnsdóttur og Önnu Halldórsdóttur, en þær hlutu viðurkenningu fyrir mikil og fórnfús störf í þágu SVFÍ og Eykynd- ils, en þær hafa báðar verið formenn í mörg ar. ismálum sjómanna," sagði Har- aldur Henrýsson í samtali við blm. Mbl. skömmu eftir að hann hafði verið endurkjörinn forseti með langvinnu lófaklappi þing- fulltrúa. „Varðandi öryggismál- in leggjum við áherslu á mennt- unarmál sjómanna og sérstak- lega þarf að auka verklega þjálf- un í störfum um borð í skipum. Þingið lítur það mjög alvarleg- um augum ef dregið verður úr kröfum til menntunar og þjálf- unar yfirmanna á skipum og bátum. Allískyggilegar upplýs- ingar komu fram í athyglisverðu erindi Agnars Erlingssonar skipaverkfræðings hér á þingi um stöðugleika islenskra skipa og ljóst að athugunum á stöðug- leika skipa virðist vera áfátt. Þarna þarf að gera mikið átak og mjög brýnt að taka það mál föst- um tökum. Annað mál sem veldur okkur áhyggjum er minnkandi mögu- leikar Landhelgisgæslunnar til neyðar- og öryggisþjónustu þar sem mjög hefur verið dregið úr útgerð skipa og óvissa ríkir um þyrlukaup. Það var von okkar að þyrlur kæmu þarna inn í að hluta í stað skipanna. Þingið hefur falið stjórninni að beita sér af alefli í þessu máli við stjórnvöld og Alþingi og knýja á um að tækjakostur Landhelgis- gæslunnar verði efldur." — Þú ræddir í setningarræðu þinni um sérstaka björgunar- báta? „Já, það er í tengslum við það sem ég var að segja um samdrátt í útgerð Landhelgisgæslunnar og það vaknar spurning, hvort ekki sé tímabært að huga að útgerð sérstakra björgunarskipa eða -báta, einkum á grunnslóð til að sinna smærri bátum. Slíkir björgunarbátar eru reknir af flestum nágrannaþjóðum. Við þessar breyttu aðstæður er vissulega ástæða til að leiða hug- ann að þessum málum." — Hvert er brýnasta framtíð- arverkefni SVFÍ? „Ef við lítum til náinnar fram- tíðar er eitt stærsta og mikil- vægasta verkefnið framundan að koma á fót þjálfunarmiðstöð þar sem áhafnir skipa og báta gætu sótt námskeið í meðferð björg- unarbúnaðar og fengið verklega fræðslu um þessi efni. Hugsunin er sú, að til þess yrði fengið gam- alt skip, sem yrði rennt á grunn og notað við kennslu og æfingar en einnig yrði aðstaða í landi, t.d. fyrir æfingar með slökkvi- tæki o.fl. Þessi mál hafa verið rædd milli SVFÍ, Farmanna- og fiskimannasambandsins og Sjó- mannasambandsins. Við ætlum að halda áfram að vinna að þessu máli, sem við teljum mjög mikilvægt, og viljum helst að slík þjálfunarmiðstöð verði sett á laggirnar eigi síðar en á næsta ári." — Hvað um önnur helstu mál þessa þings? „Við ræddum mikið um um- ferðarmálin og fögnum þeim árangri er náðist á norræna um- ferðarðryggisárinu 1983. Við teljum að þessi árangur sýni gildi öflugs starfs gegn umferð- arslysum og að enn beri að efla þetta starf og vinna markvisst að góðri umferðarmenningu til frambúðar. Við fjölluðum einnig töluvert um heimaslys og teljum rétt að hugað verði í auknum mæli að slysum í heimahúsum og að fræðslustarf félagsins verði miðað m.a. við fyrirbyggj- andi aðgerðir. Á næstunni mun SVFÍ gefa út handbók fyrir heimili, þar sem unnt verður að fletta upp í skyndingu, hvernig á *v ^f ^^B 1 ' ~jf -< ¦** - ¦ ^^/m V^L B t%~ -//:TB \: A i ^ftrrr ^"fl-fefÆáf' SI^w^ Forseti SVFÍ ásamt Kristni Sigurðssyni, formanni Björgunarfélags Vest- mannaeyja, og Einari Sveini Jóhannessyni, skipstjóra á Lóðsinum frá Vestmannaeyjum. að bregðast við ef börn gleypa lyf eða hættuleg efni í heima- húsum. Þingið fjallaði um ýmis innanfélagsmál björgunarsveit- anna og uppbyggingu þeirra. Á næstunni verðum við að huga sérstaklega að búnaði og þjálfun sjóbjörgunarsveita okkar. Við þurfum að hyggja að bátaeign þeirra og er ljóst að víða væri æskilegt að fá stærri og full- komnari björgunarbáta en þess- ir flokkar hafa haft til þessa." Haraldur Henrýsson sagði að þetta hefði verið ákaflega ánægjulegt þing og væri hann sérlega ánægður með móttökur og allan aðbúnað í Eyjum og vildi færa Eykyndilskonum og Björgunarfélagi Vestmannaeyja þakkir fyrir frábær störf þeirra að undirbúningi þingsins. „Það eru mörg og mikilvæg verkefni sem bíða úrlausnar en sem hjá mörgum öðrum er það fjármagnið sem setur okkur skorður í starfinu, starfið mark- ast af því fé sem við höfum úr að spila hverju sinni. Þetta 20. landsþing SVFÍ er eitt okkar fjölmennasta þing til þessa og það sýnir að félagið er í sókn og áhugi fólksins í hinum ýmsu deildum vítt um landið er vak- andi og starfið virkt. Það er ætl- un okkar, að gera átak í því að fjölga félögum og efla félags- starfið," sagði Haraldur Henrýs- son. Landsþing SVFÍ hófst kl. 16 á laugardag og þingslit voru undir kvöld á sunnudag. Þingforseti var Friðrik Ásmundsson, skóla- stjóri Stýrimannaskólans í Vest- mannaeyjum. ftarleg og fróðleg erindi voru flutt á þinginu. Mikla athygli vakti erindi Agn- ars Erlingssonar skipatækni- fræðings um stöðugleika is- lenskra skipa en samkvæmt upp- láyingum sem þar komu fram er ástandið í þeim málum mjög al- varlegt. Pétur Einarsson flug- málastjfi flutti erindi um flug- öryggismál. Á þinginu voru fjórir Vest- manneyingar, sem hafa lengi og vel unnið að slysavarna- og björgunarmálum í Vestmanna- eyjum, kjörnir heiðursfélagar í SVFÍ. Það voru þau Sigríður Björnsdóttir, Anna Halldórs- dóttir, Einar Sveinn Jóhannes- son og Kristinn Sigurðsson. Stjórn SVFÍ afhenti starfsfólki loftskeytastöðvarinnar í Eyjum áritað heiðursskjal sem þakk- lætisvott fyrir mikilvægt fram- lag að slysavarna- og björgun- armálum, en loftskeytastöðin í Eyjum mun vera önnur elsta loftskeytastöðin á landinu. Gest- ur við setningu þingsins á föstu- dag var afreks- og þrekmaðurinn Guðlaugur Friðþórsson og færði stjórn SVFÍ honum að gjöf áletraða fánastöng sem virð- ingarvott fyrir unnið afrek og sem tákn móttöku þeirra skila- boða sem hann færði í land er hann bjargaðist á sundi eftir að Hellisey VE fórst í vetur. Risu þingfulltrúar úr sætum og hylltu Guðlaug með langvinnu lófa- klappi. í stjórn Slysavarnafélags ís- lands eru auk forseta félagsins, Haralds Henrýssonar, þau Egg- \^i/ ¦ JNMI ^la* ¦ '"V wL Im^ A W&fif^ HLr IIJ Friðrik Ásmundsson skólastjóri, en hann var forseti þessa 20. þings Slysavarmtfélags íslands. Haraldur Henrýsson, forseti Slysa- varnafélagsins, afhendir Guðlaugi Friðþórssyni, sem komst af úr Helliseyjarslysinu, viðurkenningu. ert Vigfússon, Selfossi, Einar Sigurjónsson, Hafnarfirði, Ester Kláusdóttir, Hafnarfirði, Guð- rún S. Guðmundsdóttir, Reykja- vík, Sigurður Guðjónsson, Sand- gerði og örlygur Hálfdánarson, Reykjavík. Fulltrúar landshluta í aðalstjórn eru: Jón Þórisson fyrir Vesturland, Halldór Magn- ússon fyrir Vestfirði, Sigrún Pálsdóttir fyrir Norðurland, Gunnar Hjaltason fyrir Austur- land og Ólafur íshólm Jónsson fyrir Suðurland. í varastjórn eru: Gunnar Tómasson, Grinda- vík, Snæbjörn Ásgeirsson, Sel- tjarnarnesi, Erlingur ólafsson, Mosfellssveit, Jóhannes Briem, María Gunnarsdóttir og Gréta María Sigurðardóttir, öll í Reykjavík. Varafulltrúar lands- hlutanna eru: Reynir Gústafs- son, Örn Gíslason, Þóranna Hansen, Ingibjðrg Guðmunds- dóttir og Sigríður Björnsdóttir. — hkj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.