Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 27. MAl 1984 AListahátíð 1984, sem er að hefjast, mun gefast kostur á að sjá verk 10 íslenskra myndlistar-1 manna, sem búið hafa erlendis og haslað sér þar völl. Þaö er tillegg Kjarvalsstaða til listahátíöar. Á árinu 1980 geröust Kjarvalsstaöir aðilar aö Listahátíö, og efndu þá til sýningar á verkum Kristínar Jónsdóttur og Gerðar Helgadóttur. Höfðu áöur einungis leigt Listahátíö salina. Oft hefur verið rætt um aö bjóöa listafólki, sem lengi hefur starfaö erlendis, aö sýna hér, og máliö veriö til umræöu í framkvæmda- stjórnum Listahátíöanna í Reykjavík og stjórn Kjarvalsstaöa, en kostnaöur ávallt staöiö í veginum. Nú veröur ráöist f þetta viöamikla verkefni og eru sýningarverkin þegar komin til landsins, frá Ameríku og Evrópulöndum. Listahátíö annast flutning þeirra og tryggingar og býöur listamönnun- um heim, en sýningin sjáif og vegleg sýn- ingarskrá eru á vegum Kjarvalsstaða. Sýn- ingarnar fylla hvern krók og klma á Kjarv- alsstöðum og taka hluta af Miklatúni líka. Úr þeim stóra hópi íslenskra listamanna sem starfar erlendis hafa veriö valdir 10, sem vakiö hafa athygli og starfaö viö góö- an oröstír, sumir i áratugi. islendingum hef- ur oft lítt gefist kostur á aö kynnast verkum þeirra hér. En eitt af markmiöum þessarar sýningar er aö sýna þann fjölbreytileika í listum, sem landar okkar fást viö og skapa erlendis. Listamennirnir eru Louisa Matthí- asdóttir, sem býr og starfar i Bandaríkjun- um, Erro, sem lengst hefur starfaö í Frakk- landi, Tryggvi Ólafsson, sem býr í Dan- mörku, hjónin Jóhann og Kristín Eyfells, sem búa í Florida og fjórmenningarnir Hreinn Friöfinnsson, Siguröur Guömunds- son, Kristján Guðmundsson og Þóröur Ben Sveinsson, sem störfuöu allir lengi í Hol- landi, en búa nú þar, ( Þýskalandi og á islandi. Af þessari upptalningu má sjá aö hópurinn spannar breitt sviö. Louisa Matthíasdóttir listmálari starfar f New York. Louisa med 50 ný máiverk Verk Louisu Matthíasdóttur hafa sára- sjaldan sést hér á sýningum, þótt alltaf fréttist af sýningum hennar í Bandaríkjun- um og oröstír. M.a. hefur hún í 20 ár haft sýningu í þekktum sýningarsal i New York annaö hvert ár og vakiö sivaxandi athygli. | Nú stendur einmitt yfir ein slík sýning, þar sem hún sýnir stór málverk, flest meö is- lenskum efniviöi. En slík mótív frá heima- landinu notar hún mikiö þrátt fyrir langa fjarveru og kemur oft hingaö á sumrin til aö mála. Á sýningunni á Kjarvalsstööum verö- ur einmitt gríöarstórt málverk af hestum og Arnarfelli, sóö frá Þingvallavatni, þar sem faöir hennar, Matthías Einarsson læknir, átti sumarhús. Nú kemur Louisa meö 50 málverk á Kjarvalssýninguna, öll máluö á síöustu ár- um. Verður fengur aö því aö kynnast list hennar af svo veglegri sýningu. Á árinu 1974 mátti sjá nokkur verka Louisu, er hún , var gestur FÍM á haustsýningu þeirra. í Bandaríkjunum eru verk hennar á mörgum opinberum söfnum og margar bækur hafa verið um hana skrifaðar, auk þess sem hennar er jafnan getiö í listabókum um myndlistarmenn þar í landi. Verk hennar hafa selst og dreifst um Bandaríkin, en eru sárafá til hériendis. Nú gæti oröið bót á því, þar sem sýningarmyndirnar eru óseldar. Louisa er fædd í Reykjavík 1917. Hún stundaði myndlistarnám í Kaupmannahöfn og París, var m.a. nemandi Gromaires, en fluttist til Bandaríkjanna á stríösárunum. Ein af sýningarmyndum Louisu. Viö- fangsefniö úr Reykjavík. Hún kemur með 50 myndir. Erro með 5 gríðarstór málverk Erro, Guömundur Guömundsson, kemur tii Listahátíöar meö fimm risastór málverk. Listahátíö hefur áöur boöiö honum aö sýna á Kjarvalsstööum og var stór sýning meö verkum hans í öllu húsinu 1978. Verkin sem hann kemur meö nú eru þriggja metra löng og tveggja metra breiö, þaö elsta málað 1974, en hin ný. Tvö máluö nú í vor. Nöfnin á þessum myndum gefa til kynna aö þau séu hápólitísk og fáist viö viöfangsefni al- þjóöamála í dag, en þau heita Pólland, Falklandseyjar, Beirut. Þaö elsta heitir Fiskilandslag, og mætti kannski túlka sem árás á eyöingu fiskistofnanna, og hiö fimmta heitir Odelscope og vísar til æfi Al- ains Odle, sem lést 1948. Erro er búsettur í París, þar sem hann hefur starfaö lengst af síöan 1958. En hann dvelst langdvölum á eyjunní Formentora á Spáni og er árlega í Thailandi. Verk Erros eru stööugt á sýningum víöa um heim, ekki síst i París, og vekja alltaf mikla athygli. Erro hefur lengi starfaö í París. Tryggvi Ólafsson kemur frá Kaupmanna- höfn, meö nýjar olíumyndir. Tryggvi með 12 ný oiíumálverk Tryggvi Ólafsson hefur ekki fyrr sýnt á Kjarvalsstööum, þótt hann hafi verið hér heima meö annan fótinn á undanförnum árum og þá sýnt bæöi á einkasýningum og samsýningum. Enda styttri lelö fyrir hann aö fara. Hann býr í Kaupmannahöfn og hefur starfaö þar af miklum krafti í 23 ár. Hann kemur á sýninguna á Kjarvalsstöðum meö 12 ný olíumálverk. Tryggvi fór til Kaupmannahafnar laust eftir 1960 og hefur veriö ötull aö sýna þar síöan. Fréttist af ógætum móttökum. Jóhann Eyfells er listaprófessor I Flórída. Hér er hann viö 3 hinna stóru mélm- skúlptúra sinna. Sjélfsmynd eftir Kristínu Eyfells. Kristln Eyfells sýnir röö mannamynda, sem vakið hafa athygli é sýningu í Banda- rlkjunum. Þaöan er þessi mynd. Jóhann og Kristín Eyfells Hjónin Jóhann og Kristín Eyfells hafa veriö búsett í Bandaríkjunum í áratugi, lengst af í Florida, þar sem Jóhann er nú prófessor í listadeild háskólans í Orlando. Verk þeirra hafa litiö sést hér á landi hin síöari ár, enda skúlptúrar erfiöir í flutningi og þungir. Nú kemur Jóhann meö 18 verk, skúlptúra og lágmyndir úr málmi, en 10 þeirra eru skissur. Kristín kemur aftur á móti meö röö mannamynda, sem voru á sýningu í Florida í fyrra viö góöar undirtekt- ir. Þau Jóhann og Kristín áttu bæöi nokk- urn aödraganda aö myndlistinnl. Jóhann byrjaöi í arkitektanámi í Kaliforníu strax eftir stríö og hefur bæöi háskólagráöu í arkitektúr og skúlptúr. Hann kenndi viö Myndlista- og handíöaskóla Islands á árun- um 1965—69, en fluttist þá aftur til Kali- forníu, þar sem hann er nú listaprófessor. Fréttir hafa borist af verkum Jóhanns frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.