Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 22
MOftÖ'ÚNBLÁÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAl 1984 70 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON SKYR Skyrterta Botninn: 100 g hveiti lk tsk. hjartarsalt 25 g sykur 75 g smjör 1. Sigtið saman hveiti og hjartarsalt, bætið sykri út í. 2. Skerið smjörið smátt og blandið saman við. Hnoðið. 3. Þrýstið á botninn á springmóti, óþarft er að nota hringinn. 4. Hitið bakaraofninn í 180°C og bakið botninn í 10 mínútur. Fyliingin: 500 g skyr í pökkum eða plastpokum 125 g lint smjör 175 g + 75 g sykur 3 eggjarauður 10 bl. matarlím safi úr 1 sítrónu og börkur af 'k 1 peli rjómi 3 eggjahvítur l‘k dl rúsínur 1. Hrærið lint smjörið með 175 g af sykri. Bætið eggja- rauðum út í, síðan skyri. Rífið sítrónubörkinn og bland- ið saman við. Hrærið vel saman. Vitað er að skyrgerð hefur tíðkast á íslandi síðan á landnámsöld. Land- námsmenn fluttu skyrið með sér til landsins, en á þeim tíma var skyrgerð iðkuð víða um Evrópu. Þær þjóðir hafa týnt niður skyrgerðinni en hún hefur varðveist á íslandi og er því með sanni hægt að segja að skyr sé íslenskur þjóðar- réttur. Skyr er ekki framleitt nema á íslandi, en Danir hafa þó framleitt lítils háttar af skyri og lært það af íslendingum. Ég ætla ekki að lýsa hér aðferðinni við að búa til skyr, en ekki eru mörg ár síðan það tíðkaðist á mörgum heimilum einkum til sveita að gera skyr. Tvenns konar skyr er á markaði, dósaskyr og ópakkað skyr, sem nú er farið að selja í plastpokum. Pakkaskyrið og dósaskyrið er látið gerjast á sama hátt, en svo skila leiðir. Pakkaskyrið er sí- að með gömlu aðferðinni í lér- eftspokum sem settir eru í stóra rimlasívalninga sem snú- ast og pressast þá mysan úr því. En dósaskyrið er sett í skilvindur sem fengnar voru frá Þýskalandi og notaðir eru til framleiðslu á kvarki. Þurr- efni í pakkaskyrinu er 20% en í dósaskyrinu 17,5%. Dósa- skyrið er hitað upp í 68°C áður en því er pakkað í dósirnar og dregur það úr áframhaldandi gerlagróðri, enda geymist það mun betur en pakkaskyrið. Á markaði er svonefnt rjómaskyr, en nafnið gefur vissulega villandi upplýsingar. Þetta skyr er alls ekki búið til úr rjóma eins og ætla mætti, heldur er 3% af fitu (rjóma) bætt í undanrennuna, sem skyr er venjulega búið til úr. Rjómaskyrið er því heldur fitusnauðara en venjuleg nýmjólk sem er með 3*/2% fitumagn. Sætt skyr með rjóma hefur lengi þótt góður matur að ógleymdu berjaskyri. Ýmislegt er hægt að búa til úr skyri, skyrsmjör, ídýfur, tertur og búðinga svo eitthvað sé nefnt. 2. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 10 mínútur. Vindið síðan upp úr vatninu og bræðið yfir gufu. Bland- ið sítrónusafanum út í. Hrærið síðan út í soppuna. 3. Þeytið rjómann og blandið saman við, þeytið síðan hvíturnar með 75 g af sykri og blandið saman við hitt. 4. Þvoið rúsínurnar og setjið út í. 5. Losið kökubotninn af mótinu, leggið botninn á tertu- fat. Setjið hringinn af springforminu utan um botninn og hellið skyrkreminu inn í hann. Látið stífna í kæli- skáp í minnst 6 klst. 6. Skerið niður með hringnum, takið hann af kökunni. Athugið: Fallegt er að skreyta kökuna með ávöxtum, t.d. niðursneiddu kiwi, rifsberjagreinum, þegar þær eru til, eða einhverjum öðrum fallegum ávöxtum. Skyrbúðingur með jarðarberjum 1 stór dós jarðarberjaskyr 1 peli rjómi 3egg 1 msk. sykur 8+6 blöð matarlím 1 heildós niðursoðin jarðarber 1. Leggið 8 blöð af matarlími í bleyti í kalt vatn í 10 mínútur. 2. Takið helming safans úr dósinni, hitið og bræðið matarlímið í honum. Kælið en látið ekki hlaupa saman. 3. Setjið skyrið og sykurinn í hrærivélarskál, hrærið eggjarauðurnar út í. Bætið matarlímssafanum varlega saman við. 4. Þeytið hvíturnar og síðan rjómann. Bætið í skyrið. Hellið í skál. Geymið í kæliskáp þar til þetta er orðið stíft. 5. Leggið 6 matarlímsblöð í kalt vatn í 10 mínútur. Hitið hinn helming safans og bræðið matarlímið í honum. Kælið en látið ekki hlaupa saman. o. Raðið jarðarberjunum fallega ofan á skálina og hellið safanum yfir. Athugið: Bláber er hægt að nota í stað jarðarberja og þá auðvitað bláberjaskyr. Skyrsmjör með graslauk og salthnetum 1 lítil dós skyr án bragðefna 200 g smjör lk dl fínt malaðar salthnetur (peanuts) mörg strá ferskur graslaukur eða 2 msk. þurrkaður 1 tsk. paprikuduft 8 dropar tabaskósósa Vt tsk. nýmalaður pipar 1. Hrærið mjúkt smjörið með skyri, malið hneturnar og bætið í ásamt graslauk, pipar, tabaskósósu og papriku- dufti. Hrærið vel. Meðlæti: Gróft hrökkbrauð. ídýfa (dip) úr skyri meö lauksúpu og rjóma 1 stór dós skyr án bragðefna 1 pakki lauksúpa 1 dl rjómi 5 dropar tabaskósósa Hrærið allt saman í hrærivél. Látið standa í kæiiskáp í 1—2 klst áður en borið er fram. J Krtatmann Guömumteaon Elnn af vfötesnustu höfundum landstns Nokkrar af bókum hans hafa veriö þýddar aö minnsta kosti á 36 tungumAl. Skáldverk Kristmanns Guömundssonar . Brúöarkyrtillinn Morgunn lífsins Arfur kynslóöanna Ármann og Vildís Ströndin blá Góugróöur Nátttrölliö glottir Gyöjan og nautiö Þokan rauöa Safn smásagna Fjalliö helga r Almenna Bókafélagiö y/% Austuratraati 18, Skemmuvegur 36, •fml 25544. *ími 25544 L r Verö kr. 4 OOO. Utb. k r. 800. k r 3.200 - Innheimtuk. kr. 400 - Eftistööv. kr. 3.600 - Hringið og við sendum sölumann til ykkar. sem má cjreiöa á sex mánuöum, kr. 600 pr. mánuö Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.