Morgunblaðið - 27.05.1984, Side 1

Morgunblaðið - 27.05.1984, Side 1
Þorsteinn Pálsson 49/50 Carrington lávarður 52 Fórnarlömb barsmíða 53 Sir John Gielgud 56/57 Veröld 60/61 Listahátið 64/65 Or heimi kvikmyndanna 68/69 Matur og matgerð 70 Sunnudagur 27. maí Bátsferð í Engtandi 72/73 Á Drottinsdegi 76 Sígildar skifur 80 Karlaveldi 82/83 SVFÍ 84 Á förnum vegi 87 Bió/leikhús/dans 88/89/90/91 Velvakandi 92/93 Járnsíðan 94/95 FELAGSLEGT MÆAÐSKERFIER LEM TFL MEM HAGSÆLDAR „A uðvitað voru það mikil viðbrigði að setjast á Alþingi. Fyrir mig hefði þetta þó átt að vera minna stökk en marga aðra þar sem ég hafði verið þing- fréttaritari og átt samskipti við þingmenn um margvísleg mál í fyrri störfum. En þingið er óvenjulegur vinnustaður og framgangur mála þar er í raun og veru mjög flókinn,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti þingmaður Sunnlendinga, í upp- hafi samtals okkar á fimmtudag- inn, aðeins rúmum sólarhring eftir að fyrsta þingi hans lauk. Síðustu þingdagarnir voru strangir og þegar þeir Þorsteinn og Svavar Gestsson hittust í beinni sjónvarpsútsendingu að kvöldi þriðjudags, þinglausna- daginn, voru þeir báðir að Ijúka 38 klukkustunda törn. — Finnst þér að málin gangi hægar fyrir sig á þingi en þú væntir eða er stað- an þar flóknari en þú bjóst við? „I störfum þingmanna endurpeglast litróf þjóðfélagsins. Þar takast á bæði ólíkir flokkar og mismunandi sjónarmið. Starfið er bæði fólgið í því að höggva á hnúta og flétta saman fjölbreytt sjón- armið.“ — Hafa þingmenn tilhneigingu til að fletja málin of mikið út, ef þannig má að orði komast? Teygja sig svo langt til sam- komulags að ekki fáist bitastæð niður- staða? „örugglega ekki. En flóknir samningar innan flokka og milli flokka hafa oft og tíðum leitt til moðsuðu. Ég hygg þó, að í vetur hafi verið minna um hana en oft áður. Skýr þingmeirihluti tryggir ekki snurðulausan framgang allra mála. Þing- menn eru fulltrúar umbjóðenda sinna og hagsmunir þeirra eru ólíkir. Þegar beina á þessum kröftum öllum í einn farveg vilja ekki allir h&ida til sömu áttar. Af þessu leiðir oft að niðurstaðan verður ekki nógu markviss, en ákvörðunin ræðst ekki sist af þvi hve sterka pólitiska stöðu SJÁ NÆSTU SÍÐU. Morgunblaðið/Ól.K.M. Þorsteinn Pílsson, formadur Sjílfstædisflokksins. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsir viðhorfi sínu til stjórnmála og landsstjórnar við þinglausnir þegar ár er liðið frá myndun ríkisstjórnarinnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.