Morgunblaðið - 29.05.1984, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1984
hlaöin getur vélin flogiö fimm 100
sjómílna áfanga án þess að taka
eldsneyti. Sem sagt, hún getur lent
á fimm litlum sveitar- eða út-
borgaflugvöllum án þess að taka
eldsneyti á leiðinni og hún þarf
litla utanaðkomandi flugvallar-
þjónustu eins og stiga, gangsetn-
ingarrafmagn o.s.frv., enda verða
flestar Dash 8 vélarnar einmitt
notaðar sem svona „þorpaskoppar-
ar“ (City Hoppers); að safna sam-
an farþegum af smærri flugvöll-
um.
Tilraunaflugin ganga vel
Eins og fyrr segir hafa fjórar
flugvélar verið notaðar í tilrauna-
flugunum sl. mánuði og eins og
alltaf þá koma upp smá hönnun-
argailar sem þarf að lagfæra, en
þegar þetta er ritað er ljóst að eng-
ar frekari flugeðlisfræðilegar
breytingar verða gerðar, því sýnt
þykir að búiö sé að ná eins mikilli
afkastagetu og unnt er. Fljótlega
eftir fyrstu tilraunaflugin voru
gerðar miklar endurbætur á
vængnum og stjórnflötunum sem
leiddu tii þess að lyftigetan jókst
um 816 kg. Sé þetta metið í flug-
taksvegalengd þá styttist hún um
90 metra. Þá var markvisst unnið
að því að draga úr loftviðnáminu
með þeim árangri að vélin náði
heldur meiri hraða en reiknað var
með í upphafi. I júní nk. bætist
fiugvéiaskrokkur í hóp tilraunavél-
anna og hann mun verða notaður
til að sannreyna öryggi farþega og
ýmsan öryggisbúnað.
126 vélar seldar
Nú hafa verið gerðir samningar
um smíði 54 Dash 8 véla og óstað-
festir samningar um 72 i viðbót.
Stærsti kaupandinn er flugfélagið
Henson Airlines í Bandarikjunum
sem ætlar að kaupa a.m.k. 8 vélar.
Hinsvegar verður kanadíska flug-
félagið norOntair fyrsta félagið
sem tekur vélina í notkun og verð-
ur það í september á þessu ári.
Um 2.000 starfsmenn vinna við
Dash 8 áætlunina í dag en þegar
framleiðslan er komin vel á veg á
næsta ári veða þeir orðnir 4.500 og
eiga að geta afkastað 4—5 vélum á
mánuði.
Venjulegasta útgáfan af vélinni
kostar 5,5 millj. dollara en um-
reiknað í ísl. krónur er það um 162
milijónir. Einnig er hægt að fá
íburðarmikla einka- og forstjóra-
útgáfu sem er dálítið dýrari.
de Havilland Canada Dash 8
Tæknilegar upplýsingar.
Vcn|tnf
Nængflölur
Lengd skrokks
Hæð skrokks
l>engd farþegarýmis
Breidd farþegarýmLs
H*ð farþegarýmis
Hámarksnugtaksþ.
Hámarkslendingarþ.
Hámarksþyngd án eldsn.
Tómþyngd
Flugtaksvegalengd
Lendingarvegalengd
Hámarkshraói
Flugdrægi (fullhl.)
Hreyflar
25.60 m.
54,30 m’
22,25 m.
7,62 m.
9,20 m.
2,49 m.
1,88 m.
14.970 kg.
14.697 kg.
14.062 kg.
9.793 kg.
860 m.
910 m.
500 km./klðt.
1.648 km.
Treir PW 120.
1800 öxulheHtöfl
hvor.
íslenska Flugsögufélagið:
Afmæli Loft-
leiða minnst
Fyrir skömmu var aðalfundur
íslenska flugsögufélagsins hald-
inn. Auk venjulegra aðálfundar-
starfa var dagskrá fundarins helg-
uð 40 ára afmæli Loftleiða hf. en
félagið hefði einmitt staðið á þeim
tímamótum ef það væri enn starf-
rækt. Nokkrir fyrrv. starfsmenn
Ixtftleiða rifjuðu upp endurminn-
ingar frá gömlum tíma og svöruðu
fjölmörgum fyrirspurnum fundar-
gesta, sem voru á milli 60—70.
Voru umræðurnar mjög skemmti-
legar.
Auk þessa mun ísl. flugsögufé-
lagið minnast tímamótanna með
því að helga ársrit félagsins af-
mælinu.
í hugum fólks verður Loftleiða
þó ávallt minnst sérstaklega
fyrir brautryðjandastarf á flug-
leiðinni yfir N-Atlantshafið. Fé-
lagið var ekki einungis stórveldi
í íslensku flugsögunni heldur
yrði ekki unnt að skrá sögu Atl-
antshafsflugsins án þess að
framlag Loftleiða sé metið, því
hin lágu fargjöld félagsins gerðu
ferðalög milli Evrópu og Banda-
ríkjanna að almenningseign,
eins og það er orðað, en ekki for-
réttindum hinna efnameiri.
Þegar umsvifin voru sem mest
á N-Atlantshafsflugleiðinni voru
Loftleiðir með 5 DC-8 þotur i
rekstri, flugu tuttugu og þrjár
Fyrrv. starfsmenn Loftleiða sögðu margar skemmtilegar flugsögur. Við háborðið talið f.v.: Hörður Eiríksson flug-
vélstj., Magnús Norðdahl flugstj., Dagfinnur Stefánsson flugstj., Magnús Guðmundsson fyrrv. flugstj., Sigurður
Magnússon fyrrv. blaðafulltrúi, Sigríður Gestsdóttir fyrrv. flugfreyja og Jóhannes Markússon flugstj.
eða fjórar ferðir á viku vestur
um haf og þotur félagsins höfðu
viðkomu þrisvar sinnum á sól-
arhring í New York. Flugleiðir
hafa þvi miður ekki náð þessum
umsvifum ennþá því samkv.
núgildandi sumaráætlun verða
átján ferðir í viku til Bandarikj-
anna og sinna 3—4 DC-8 þotur
því flugi.
Baldur Sveinsson kennari er
nýkjörinn formaður íslenska
flugsögufélagsins en auk hans
skipa stjórnina: Ragnar J. Ragn-
arsson forstjóri, Georg ólafsson
verðlagsstjóri, Gunnlaugur
Claessen rikislögmaður og Einar
Gunnarsson deildarstjóri.
Á myndinni er fyrsta vélin sem var form-
lega afhjúpuð fyrir u.þ.b. ári. Tilrauna-
flug standa ennþá yfir og lýkur í septem-
ber nk. I)ash 8 er hávængja eins og allar
aðrar vélar frá þessum verksmiðjum f
seinni tíð. Hún Ifkist þó einna mest I)ash
7 og þá sérstaklega stélhlutinn.
Dash
Ný kanadísk skrúfuþota
Flug
Gunnar Þorsteinsson
UM þessar mundir er liðið eitt ár
síðan fyrsta flugvélin af gerðinni de
Havilland ('anada Dash 8 var tilbúin
í verksmiðjunum. Fyrsta flug hinnar
nýju vélar var svo 20. júní 1983 og
auk hennar hafa þrjár aðrar vélar
tekið þátt í tilraunflaugum sem er
vænst að Ijúki eftir 4—5 mánuði. Þá
verða vélarnar búnar að leggja að
baki samtals 1.670 flugstundir og
samkvæmt áætlunum verksmiðjanna
verður á sama tíma búið að eyða 260
millj. dollara, eða sem samsvarar
tæpum 7,7 milljörðum íslenskra
króna, í Dash 8 áætlunina frá því að
undirbúningur hófst seinnihluta árs
1979.
De Havilland of Canada flug-
vélaverksmiðjurnar hafa öðlast
mikla reynslu í smíði smærri far-
þegavéla em þurfa stuttar flug-
brautir og eru sterkbyggðar og
áreiðanlegar. Þekktust af þeim er
án efa Twin Otterinn eða DHC 6,
(19 farþ.) en yfir 800 slíkar vélar
hafa verið smíðaðar, enda er sama
hvar ferðast er um heiminn, alls-
staðar sjást Twinn Otter flugvélar.
Arnarflug og Flugfélag Norður-
lands hafa m.a. rekið þær hérlend-
is um árabií. Önnur þekkt vél er
hin fjögurra hreyfla, hljóðláta
Dash 7 (50 farþ.). Áðurnefndar
flugvélar eru því eiginlega forfeður
hinnar nýju Dash 8 sem að hálfu
verksmiðjanna er fyrst og fremst
hugsuð til að brúa stærðarbilið á
milli þeirra. Dash 8 rúmar 36 far-
þega.
Algerlega ný hönnun
Nýjasta tækni flugiðnaðarins
var auðvitað nýtt við smíði vélar-
innar og mikið var stuðst við
reynsluna sem fengist hefur af
Dash 7. Þrátt fyrir náinn skyld-
leika við Dash 7 er Dash 8 alger-
lega ný hönnun: nefhlutinn er
meira straumlínulaga, skrokkur-
inn styttri, farþegarýmið 10 cm.
mjórra, hreyflar og hreyfihlífar
skapa minna loftviðnám, stórar
vörudyr eru á afturhluta skrokks-
ins og vænghlutfallið er hærra
(12:1) eða það sama og Fokker F-27
hefur. Þó er nýja vélin hávængja
eins og Dash 7 og hefur eins og hún
lárétta stélflötinn efst á sjálfu
stélinu.
f útliti er Dash 8 ekki eins
klunnaleg og hinar de Havilland
vélarnar og munar þar áreiðanlega
mestu um straumlfnulagaðra nef
og þynnri væng, en hvorutveggja
gerir að verkum að hún sýnist bara
vera nokkuð hraðfleyg. Það eru
tveir 1800 hestafla Pratt & Whitn-
ey PW 120 skrúfuhreyflar sem
knýja vélina og nær hún 500 km
hámarkshraða á klst. sem er um 55
km meiri hraði en „stóri bróðir",
Dash 7 nær.
De Haviiland-verksmiðjurnar
segja að þó vélin hafi ekki beinlfnis
verið hönnuð sem „STOL“ vél
(stutt flugtak og lending) þá hafi
fengist staðfesting á því f tilrauna-
flugunum að hún sýni ótvíræða
hæfileika f þá áttina og geti t.d.
notað flugvelli sem standa hátt yf-
ir sjávarmáli í heitu loftslagi án
þess að takmarka þurfi arðbæra
hleðslu svo nokkru nemi. Miðað við
venjuleg veðurskilyrði við sjávar-
mál og hámarksþunga þarf hún nú
860 m. flugtaksbraut og 910 m.
lendingarbraut. Þar með sannast
enn einu sinni að flugvélar sem
þurfa stuttar flugbrautir eru vöru-
merki de Havilland. Talið er að
Dash 8 þurfi u.þ.b. 300 m. styttri
braut en helsti keppinauturinn í
þessum stærðarflokki flugvéla.
Hentugur „þorpaskoppari“
í auglýsingaherferðinni í Banda-
rfkjunum ætla verksmiðjurnar að
leggja mikla áherslu á að á styttri
leiðum sé mun fljótlegra að taka
sér far með Dash 8 en að aka hrað-
brautirnar. Hámarkshraðinn á
hraðbrautunum þar vestra er 90
km/kist., en eins og fram hefur
komið nær flugvélin 500 km. hraða
á klst., og í beinu framhaldi af
þessu að höfða til flugrekstrar-
aðila með þvf að benda á að full-