Morgunblaðið - 29.05.1984, Page 45
iim t ifli.ii ínriií
OO
1. DEILDIW I KNATTSPYRNU:
Fyrsta tap
Skagamanna
— Sjá nánar /24
Frá blaöamanni Mbl., Þórarni Ragnars-
•yni, í Stuttgart:
„Ég er varla búinn að átta mig
á því enn að lið mitt Stuttgart er
búið aö vinna meistaratitilinn í
v-þýsku knattspyrnunni, ég kem
til meö á að átta mig betur á
þessu þegar líða tekur á vikuna.
Það er svo mikið um aö vera
þessa stundina og enn meira
framundan," sagöi Ásgeir Sigur-
vinsson er hann kmom út úr bún-
ingsklefanum á laugardaginn
þegar Stuttgart var búið að
tryggja sér meistaratitilinn. En
Ásgeir sem var uppáklæddur
eins og aðrir leikmenn í tilefni
dagsins var brosandi og það lá
vel á honum.
Ég spuröi Ásgeir aö því hvort
hann heföi átt von á því í upphafi
keppnistímabilsins aö liöiö myndi
veröa meistari, og hverju hann
þakkaöi þennan góöa árangur.
— Þaö er ekkert launungarmál
aö viö stefndum allan tímann aö
titlinum. Viö trúöum því sjálfir aö
viö gætum unniö hann og þaö
tókst okkur. Þetta er því stór stund
fyrir okkur. Mjög erfiöu keppnis-
tímabili er lokiö og mikil vinna ligg-
ur að baki. Þaö var mikiö andlegt
álag á okkur fyrir næstsíöasta leik-
inn í deildinni er viö mættum
Bremen. Viö höfðum gert jafntefli
viö Frankfurt og tapaö dýrmætu
stigi. Flestir stuöningsmanna
okkar svo og blööin héldu aö viö
myndum ekki þola pressuna og
ekki takast aö vinna titilinn. En viö
sýndum þaö og sönnuöum f leikn-
um gegn Bremen aö viö þoldum
hana, lókum vel á útivelli gegn einu
erfiðasta heimaliöi í deildinni og
sigruöum. Þar skoraði ég senni-
• Ásgeir Sigurvinsson og félagar í Stuttgart tryggðu sér um helgina sigur í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu.
Stuttgart tapaði síðasta leiknum fyrir Hamburger, 0:1, en tapið skipti ekki máli. Hér er Ásgeir með boltann
á fullri ferö í leiknum. Nánar er greint frá leiknum á laugardag svo og fagnaðarlátum í borginni á bls. 49, 63,
64, 65 og 66.
Morgunblaöiö/Friöþjófur
„Ég er varla búinn að átta mig
á því að við unnum meistaratitilinn"
— sagði Ásgeir Sigurvinsson eftir síðasta leikinn í deildinni
Góð byrjun
FH-inga í
2. deildinni
FH-INGAR sigruðu Einherja í 2.
deildinni í knattspyrnu á Kapla-
krikavelli í Hafnarfirði með tveim-
ur mörkum gegn einu. Ingi Björn
Albertsson og Guömundur Hilm-
arsson skoruöu fyrir FH en Gísli
Danivalsson gerði eina mark Ein-
herja.
Um helgina var leikin heil um-
ferð í 2. deildinni. FH-ingar sóttu
þá þrjú stig tii ísafjarðar, sigruðu
heimamenn 2:0 meö mörkum Inga
Bjarnar og Pálma Jónssonar.
FH-ingar hafa því byrjaö íslands-
mótiö vel, eru komnir meö níu stig
eftir þrjá leiki.
Klemenz Sæmundsson tryggöi
Víði sigur á Völsungi í Garöinum
meö eina marki leiksins er hann
skallaði f netiö á 35. mín.
Skallagrímur sigraöi Einherja
1:0 í Borgarnesi. Björn Jónsson
skoraöi eina mark leiksins.
Njarövíkingar sótiu þrjú stig til
Sauðárkróks, þeir sigröu Tindastól
2:0. Haukur Jóhannsson skoraöi
bæöi mörk UMFN. Fresta varö leik
Vestmanneyinga og Siglfiröinga í
2. deild þar sem ekki var flogiö til
Eyja.
Staöan í 2. deildinni er þannig:
FH 3 3 0 0 10:2
Víðir 2 1 1 0 3:2
Njarðvík 2 1 0 1 2:1
Skallagrímur 2 1 0 1 3:3
Völsungur 2 1 0 1 1:1
ísafjöröur 2 1 0 1 3:4
Vestm. 1 0 1 0 2:2
Siglufjöröur 0 0 0 0 0:0
Einherji 2 0 0 2 1:3
Tindastóll 2 0 0 2 1:8
Knaltspyrna l
lega mikilvægasta mark mitt á ferl-
inum er ég kom Stuttgart yfir
1—0. Ég álft aö viö eigum meistar-
atitilinn skilið. Stuttgart er búiö aö
vera í einu af fjórum efstu sætun-
um frá upphafi tímabilsins.
— Þessi góöi árangur okkar
stafar af því aö viö erum sterk
liðsheild, vinnum vel saman og
liösandinn er mjög heilsteyptur og
góöur. Þá höfum viö lagt hart aö
okkur á æfingum og höfum ein-
staklega góöan þjálfara. Þaö eru
þessi atriöi ööru fremur sem geröu
okkur aö þeim meisturum sem við
erum f dag.
Var sárt aö tapa fyrir Hamborg í
síöasta leiknum?
— Maöur hugsar ekkert út i
þaö. Viö þurftum aö spila mjög
kerfisbundinn leik, viö ætluöum
ekki aö missa neitt út úr höndun-
um á okkur. Þaö sem skiptir máli
er aö viö erum meistarar. Leikur-
inn gleymist fljótt þegar maöur
hugsar um þaö sem mestu máli
skipti.
Nú hefur þú leikið mjög vel á
keppnistímabilinu, hverju þakkar
þú árangur þinn?
— Fyrst og fremst því aö ég gat
leikið af-fullum krafti. Ég er búinn
aö ná mér eftir tvo uppskuröi. Ég
átti lengi viö slæm meiösl aö stríöa
og gat alls ekki leikiö eins og ég á
aö mér fyrr en á keppnistímabilinu
sem er aö Ijúka. Þá skiptir þaö
mjög miklu máli aö mér og fjöl-
skyldu minni líkar vel í Stuttgart.
Hér á ég góöa félaga og ég er á
samningi til 1987. Ég á ekki von á
ööru en aö ég veröi hjá Stuttgart
út samningstímabiliö, sagöi Asgeir
sem haföi í nógu aö snúast. Allir
vildu fá hann f viötöl, sjónvarps-
menn, blaöamenn og útvarps-
menn.
Þess má geta aö Ásgeir er aö
byggja sér hús í Stuttgart og flytur
væntanlega inn í þaö í haust. Mörg
fræg félög hafa spurst fyrir um
hann en Stuttgart er ekki einu
sinni til viöræöu um aö selja
knattspyrnumann ársins í
V-Þýskalandi. — ÞR.
„ÞESSI LEIKUR var algjör eftir-
mynd Skagaleiksins á dögun-
um,“ sagði Þorsteinn Ólafsson,
þjálfari Þórs, eftir leikinn gegn
Þrótti í 1. deild á sunnudags-
kvöldið.
„Viö byrjum mjög vel — spilum
glimrandi fótbolta og sköpum
okkur góö færi en náum ekki aö
skora. Andstæöingurinn skorar
Staðan
STAÐAN í 1. deildinni í
knattspyrnu eftir leiki helgar-
innar er þannig:
IA 3 2 0 1 5:2 6
Þróttur 3 1 2 0 5:2 5
Víkingur 3 1 2 0 5:4 5
ÍBK 3 1 2 0 3:2 5
Fram 3 1 1 1 3:3 4
KR 3 0 3 0 2:2 3
Þór Ak. 3 1 0 2 2:7 3
KA 3 0 2 1 5:6 2
UBK 3 0 2 1 1:2 2
Valur 3 0 2 1 0:1 2
síöan gegn gangi leiksins og viö
brotnum niöur. Menn veröa aö
fórna sér meira inni í teignum, þaö
er ekki nóg aö skapa færin, þaö
veröur að skora úr þeim. Þaö þarf
aö binda endahnútin'n á sóknirn-
ar,“ sagöi Þorsteinn.
Sjá nánar um leiki helgarinnar á
bls. 24 og 25.
—SH.
Jón Hjaltalín,
formaður HSI
JÓN HJALTALÍN Magnússon var
kjörinn formaður Handknattleiks-
sambands fslands á ársþingi
sambandsins um helgina. Hann
sigraði Pétur Rafnsson 61:51 í
formannskjörinu.
I stjórn meö Jóni Hjartalfn voru
kjörnir Friðrik Guömundsson, fyrr-
um formaöur HSÍ, Helga Magn-
úsdóttir, Davið Sigurösson, Rós-
mundur Jónsson, Björg Guö-
mundsdóttir, Ingvar Viktorsson og
Jón H. Karlsson. í stjórninni voru
fyrir Kjartan Steinback, Þórður
Sigurösson og Karl Harry Sigurðs-
son.
Á þinginu var samykkt sú breyt-
ing á fyrirkomulagi úrslitakeppn-
innar aö liöin sem komast í efri
úrslitakeppnina taka meö sér stig-
in. Felld var tillaga um aö fækka
úrslitakeppnum niöur í þrjár. Menn
töldu ekki komna nógu mikla
reynslu á núgildandi fyrirkomulag
til aö breyta því.
Á þinginu var einnig samþykkt
sú tillaga aö landsliösþjálfari gæti
ekki veriö þjálfari félagsliösl Gæti
þessi ákvöröun þingsins aldeilis
valdið vandræöum hjá HSÍ þar
sem Bogdan Kowalczyk, landsliös-
þjálfari, hefur veriö endurráöinn
sem þjálfari Vfkings fyrir næsta
keppnistfmabil. Ekki er þó taliö lík-
legt aö Bogdan hætti sem lands-
liðsþjálfari, hin nýkjörna stjórn
mun hafa áhuga á aö reyna aö
finna lausn á þesu máli, og mun til
þess halda fund meö forráöa-
mönnum 1. deildarliöanna áöur en
langt um líöur.
Iþróttir eru á eflefu síðum í dag: 23,24,25,26,44,45,49,63,64,65 og 66
Þorsteinn Ólafsson þjálfari Þórs:
„Þaö er ekki nóg
að skapa færin...“